Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Sumarleyf- isferð HIN og FÍ HIÐ íslenska náttúrufræðifélag og Ferðafélag íslands efna í sameiningu til tíu daga orlofs- ferðar 4.-13. ágúst. Farið er um Sprengisand, D'yngjuháls, Kverkfjöll, Dyngjufjöll, niður með Jökulsá á fjöllum í Öxar- fjörð og þaðan um Melrakka- sléttu, Þistilfjörð og Langanes til Vopnafjarðar og síðan til baka um Bárðardal og Sprengi- sand til Reykjavíkur. Fararstjórar og leiðbeinend- ur verða jarðfræðingarnir Frey- steinn Sigurðsson, Hreggviður Norðdahl og Guttormur Sig- bjamarson. Ahersla verður lögð á að kynna jarðfræði umhverf- isins auk margvíslegra náttúru- fyrirbæra, svo sem: Eldstöðvar o g hraun í norðanverðum Vatnajökli og Norðurlandsgos- beltinu, hamfarajökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum, ummerki um þau og saga (Jökulsárgljúfur- Hrossaborg-Hljóðaklettar- Ásbyrgi), grunnvatn og lindir við Jökulsá á Fjöllum, fjöru- mörk og jökulmenjar á Norð- austurlandi (Öxarfjörður-Mel- rakkasletta- Þistilfjörður- Langanes-Vopnafjörður) og alla leiðina verður fylgst með landmótun, uppblæstri og vat- nafari. Skrifstofa Ferðafélags ís- lands sér um skráningu í ferð- ina. Kostur á hvers kyns afþreyingu á Klaustri Kirkjubæjarklaustri. Morgnnblaðið, SÍÐUSTU ár hafa sífellt verið að bætast við nýir möguleikar í dags- ferðum frá Kirkjubæjarklaustri. Margir ferðamenn dvelja því nokkra daga þar sem stuttar og þægilegar dagsferðir eru á ýmsar náttúruperl- ur Islands. Má þar nefna Lakasvæð- ið en í ferð þangað er bílstjóri jafn- framt leiðsögumaður og gefur það ferðinni meira gildi. Sama má segja um Núpsstaðaskóga, bílstjóri er einnig leiðsögumaður og fer í 2-3 stunda gönguferð með fólki inn í skóginn. Þá eru daglegar ferðir í Skaftafell, að Jökulsárlóni og á Skálafellsjökul þar sem fólki gefst kostur á að kaupa sér ferðir á snjó- sleðum eða snjóbíl eða einfaldlega njóta stórbrotins útsýnis á jöklinum. Afþreying á Kirkjubæjarklaustri í vestur frá Kirkjubæjarklaustri eru svo ferðir í Eldgjá og Land- mannalaugar, í dagsferðum þangað er möguleiki á að dvelja í Eldgjá í fimm stundir eða í 1 klukkustund í hvorri leið þegar farið er í Land- mannalaugar. Þar er hins vegar dvalið í U/2 klukkustund. Allar þess- ar ferðir eru frá kl. 8-9 á morgnana og til um 18.30 á kvöldin. Fyrir ferðamenn á Kirkjubæjar- klaustri má nefna tvær hestaleigur, á Hunkubökkum og Fosshestar sem m.a. bjóða upp á langar ferðir t.d. í Núpsstaðaskóga og að Grænalóni. Bátaleiga er rekin á Hæðargarðs- vatni og golfvöllur er í Efri-Vík, 5 km frá Klaustri. Þá er sundlaug á staðnum, fjöl- breyttar gönguleiðir og hægt að fá veiðileyfi í nokkrum stöðuvötnum og ám. Á hveijum laugardegi í sum- ar er útimarkaður og í hverri viku er boðið upp á gönguferðir með leiðsögn, sögustundir og eitthvað skemmtilegt í boði fyrir bömin t.d. fótbolti, ævintýraferðir og fleira. Upp á síðkastið hefur svo staðið yfir undirbúningur vegna UXA ’95. Unnið er að gerð vegar um svæðið og göngubrúar yfir ána Stjóm en hún skilur á milli tjaldsvæða og bílastæða. Vatns- og raflagnir eru tilbúnar en hreinlætismál em í höndum UXA hf. sem mun verða með „kemísk" salerni á staðnum. Ýmiss konar veitingar verða á boð- stólnum á svæðinu auk minjagripa og geisladiska sem tilheyra slíkum samkomum. Að sögn forráðamanna hefur forsala aðgöngumiða gengið vel. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Dagskrá fyrir ferðamenn í NORRÆNA húsinu er sérstök dag- skrá fyrir norræna ferðamenn alla sunnudaga kl. 17.30, erindi um ís- land og norræna samvinnu á mánu- dögum á sama tíma og íslenskt kvik- myndakvöld er á mánudögum kl. 19. Nú á sunnudaginn flytur Borgþór Kjæmesteð erindi á sænsku og finnsku um íslenskt samfélag og það sem efst er á baugi í þjóðmálum hér og nú. Gestir mega bera fram fyrir- spurnir á eftir. Torben Rasmussen, forstjóri Norræna hússins kynnir húsið, starfsemi þess og norræna samvinnu, á mánudag. Og á íslenska kvikmyndakvöldinu á mánudag verð- ur myndin Börn náttúrunnarsýnd og er með enskum texta. Allir eru vel- komnir og aðgangur að þessum sam- komum er jafnan ókeypis. HORFT yfir Kirkjubæjarklaustur. Morgunblaðið/ÞHY Morgunblaðið/RAX Í SUMAR verður boðið upp á dagsferðir frá Kirkjubæjarklaustri með viðkomu í Landmannalaugum. m InnJ •s Heímílí SJ § að heíman í Kaupmannahöfn Vandaðar, ferðamannaíbúðir miðsvæðis í Kaupmannahöfn '4J s Allar íbúðirnar eru með s eldhúsi og baði. N Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða >9// iJJ'í/oc/ <Jca/u///iaota Sími (00 45) 33 12 33 30 Fax. (00 45) 33 12 31 03 *Verð á mann mlðað við 41 Ibúð í viKu Dostojevski á Grundarfirði SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Fedor Dostoevsky kom til Grundarfjarð- ar á dögunum. Er þetta í annað skipti sem skipið kemur þangað. Farþegar fóru í land og fengu ágætis veður. Mest bar á Þjóðverj- um á götum bæjarins. Þetta er þriðja skipið sem kemur á þremur árum og það stærsta. ----♦—♦---- Gönguferð um Fjárborgir o g Slunkaríki SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar í Hafnarfírði stendur fyrir gönguferð fyrir almenning á sunnudag ki. 14 og er gengið um nágrenni Straums- víkur. Hefur þetta verið fastur liður á sunnudögum. Göngustjóri verður Ólafur K. Guð- mundsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn og skáti og mun hann segja frá fróðleik um svæðið. Hann mun leiða göngufólk að leifum Slunkarík- is en svo nefnist hús sem byggt var á röngunni; bárujárnið sneri inn og veggfóðrið út. Einnig ijárborginni sem þama fínnst o.fl. Mæting er við íþróttahúsið og er keyrt að Straumi. Göngutími 'er um 2 klst. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis. Fjölbreytt dagskrá á Þingvöllum um helgar Morgunblaðið/RAX FJÖLBREYTT dagskrá verður á ÞingvöIIum í sumar og ófáar ferðir farnar niður Almannagjá. Gauti Sigurðarson píanó- leikari leikur á orgel og Guðni Fransson klarinett- leikari kynnir fýrir börnum klassísk verk. Þann 13. ágúst leiðir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur fólk um Þingvelli og talar um jarðskorpuhreyfingar á svæðinu að fornu og nýju. Að auki eru fastir liðir eins og venjulega, þar sem starfsmenn ganga með fólki og upplýsa um sögu staðarins og er farið upp að eyðibýlinu Skógarkoti, meðfram vatninu og um gjárnar. Guðsþjónusta er í Þing- FJÖLBREYTT dagskrá verður þessa helgi og næstu helgar á Þingvöllum fyrir fjölskyldufólk. Á morgun, sunnudag, verða tónleik- ar í Þingvallakirkju kl. 15.15 þar sem Rúnar H. Vilbergsson fagott- leikari, Kristín Guðmundsdóttir þverflautuleikari og Tristan Cardew þverflautuleikari spila verk eftir Haydn og Telemann. Einnig verða boðið upp á stuttar og langar göngur um Þingvelli á laugardögum og sunnudögum. Sérstök dagskrá verður fyrir böm með leikjum, náttúruskoðun og helgistund, segir Elínborg Sturlu- dóttir starfsmaður þjóðgarðsins. í dag, laugardag heldur Sigurð- ur Líndal fyrirlestur um sögu þing- halds hér á Iandi og gengur með fólki um Þingvelli. Farið er frá útsýnisskífu á Haki á vestari brún Almannagjár kl. 14. Um verslunarmannahelgina kennir ýmissa grasa. Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur íslensk einsöngs- lög, lög eftir Schubert og fleiri í Þingvallakirkju og Kjartan Sigurð- son orgelleikari leikur undir. Hinn 6. ágúst gengur Inga Huld Hákon- ardóttir sagnfræðingur um slóðir þinghaldsins og fjallar um konur á Alþingi og afdrif þeirra. Þá eru bamatónleikar þar sem Þorsteinn vallakirkju alla sunnudaga í sumar og ýmsir hljóm- listamenn em fengnir til að leika við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni eru haldnir tónleikar. Nánari upplýsingar fást hjá landvörðum í þjónustumiðstöð á Leirum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.