Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÍB segir neytendur ekki njóta vernd- ar laga um sölu notaðra ökutækja Ein af hverjum 5 bílasölum án leyfa RUNÓLFUR Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, segir að ein af hveijum fimm bílasölum hafi enn ekki aflað sér tilskilinna leyfa til að starfrækja bílasölu samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja sem tóku gildi fyr- ir réttu ári. Runólfur segir að FÍB hafi kannað ástand lejffismála hjá sýslumanns- embættum í landinu og samkvæmt þeirri könnun starfi 13 bílasölur án leyfís. Af þeim eru 3 starfandi í Reykjavík. Pjórir mánuðir eru liðnir síðan allir starfandi bílasalar áttu að vera orðnir löggiltir. Bifreiðasalar hafa ekki allir starfað í anda nýrra laga FÍB fær um 3-4 kvartanir í viku hverri vegna óánægju með viðskipti með notuð ökutæki. Runólfur segir að kvartanimar beri það með sér að enn skorti á að bifreiðasalar uppfylli upplýsingaskyldu um akstur og ástand bíla. Þá sé ennfremur mis- brestur á því að bílasalar sinni þeirri skyldu sinni samkvæmt lögum að greina kaupanda frá rétti hans að OPIÐ HUS Engihjalli 3, Kópavogi, bjalla 1F, 4. herb. íbúö til sölu. Lækkað verð. Til sýnis laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 17. láta óháðan aðila meta ástand öku- tækis. Runólfur nefnir sem dæmi að und- antekningarlaust eigi að kynna kaupendum ferilskrá ökutækis áður en viðskipti fara fram. Misbrestur verði oft á þessu og af þeim sökum er ekki alltaf ljóst hvort bíll í sölu sé tjónabíll eða ekki. Runólfur segir skyldu bílasala að greina frá ástandi bíla og þar með talið ef bíll hefur lent í tjóni. í því tilviki sé það réttur kaupenda að njóta þess í lægra kaup- verði að bíll hafi orðið fyrir tjóni. Runólfur tekur skýrt fram að margir bílasalar hafi þegar tekið upp viðskiptahætti í anda nýju laganna og veiti allar upplýsingar líkt og lög- in boða. Andri Ámason, lögmaður FÍB, telur að eigi lögin að ná markmiði sínu verði að taka upp skýrari við- skiptahætti. Góð lausn væri að leggja til grundvallar í öilum bílaviðskiptum staðlað eyðublað líkt og tíðkist í fast- eignaviðskiptum, en í' þeim kæmu fram allar upplýsingar um ástand og feril ökutækis. Neytendur vissu þannig hvernig þeir ættu að leita réttar síns. Slíkt upplýsingaskjal gæti einnig skorið úr ágreiningsefn- um sem kunni að koma upp í tengsl- um við bifreiðakaug. Forsvarsmenn FÍB hafa krafist þess að dómsmálayfirvöld grípi til aðgerða gagnvart þeim sem enn starfa í leyfisleysi. Þeir telja aðeins frarhkvæmdaratriði að loka bílasöl- um sem ekki hafa tilskilin leyfi. Runólfur segir að lögregluyfirvöld í Reykjavík hafi nýlega heimsótt allar bílasölur í borginni. Eftir þá heim- sókn hafi ástandið batnað nokkuð og þær þijár bílasölur sem enn starfí án leyfis séu undir eftirliti. Sam- kvæmt lögunum um sölu notaðra ökutækja varða brot gegn lögunum sektum. Nýjar íbúðir í Laugarneshverfi Til sölu 4 nýjar 2ja og 3ja herb. íbúðir á 1. hæð í Brekkulæk 1. Allt sér. Opið hús laugardag og sunnudag milli kl. 13.00 og 15.00. Vinsamlega hafið samband ef óskað er að skoða á öðrum tíma. Krosshamrar hf. Seljavegi 2, vA/esturgötu sími 562 6012. Nýkomnar til sýnis og sölu m.a. eigna: Ódýr íbúð við Ásbraut - Kóp 3ja herb. á 1. hæð um 70 fm. Nýtt parket. Húsið er nýlega málað utan. Stigagangur nýlega málaður og teppalagður. Geymsla og þvhús í kjallara. Verð aðeins kr. 5,3 millj. Tilboð óskast. Séríbúð við Sólvallagötu. Sólrík 2ja herb. íb. á 1. hæð tæpir 60 fm. Sérinngangur. Sérhiti. Sér- geymsla á jarðhæð. Vinsæll staður. Laus fljótlega. Tilboð óskast. Sérhæð öll eins og ný Stór og glæsileg 160 fm neðri hæð í þríbhúsi á úrvalsstað í heima- hverfi. Allt sér. 2 góð forstofuherb. Bflsk. um 30 fm. Ágæt sameign. Ræktuð falleg lóð. Tilboð óskast. Endaraðhús við Brekkusel Stórt og gott um 250 fm auk bílsk. Húsið er jarðhæð og 2 hæðir. 6 íbúðarherb. tvöföld stofa með meiru. Góð lán áhv. Eignaskipti mögu- leg. Tilboð óskast. Á söluskrá óskast 4-6 herb. hæð í borginni með rúmgóðum bílsk. Húseign í gamla bænum eða nágrenni. Má þarfnast endurbóta. 3ja-4ra herb. íb. í Heimum eða nágrenni. Má vera í lyftuhúsi. Góðar eignir í Hliöum eða nágrenni. M.a. sérhæð með bílsk. 1 meira en hálfa öld hefur almenna fasteignasalan útvegað traustum viðskiptavinum sínum íbúðir og aðrar fasteignir. Opið í dag frá kl. 10-14. ALMENNA Fjöldi eigna í skiptum Almenna fasteignasalan sf. •_______________________ var stofnuð 14. júlí 1944. LflUBflVEB118 S. 552 1150-552 1370 FASTEiGNASALAN Talsvert lífí Sandá ENN berast batnandi veiðifréttir eftir kuldakastið og virðist sem hlýn- andi veður og vaxandi straumur hafi mjög víða hleypt nýju lífi í veiði- skapinn. Þá er að heyra að veiði á Norð- austurhorninu sé sums staðar betri en áður var talið og margir þorðu að vona. T.d.-1 í Sandá í Þistilfirði. Þá er einnig genginn nokkur lax í Selá og Hofsá í Vopnafirði en hann tók afar illa í kuldakastinu. Þar hef- ur veiði glæðst að undanförnu. Líf í Sandá Lítið hefur fregnast af laxveiði í ánum í Þistilfirði og á Sléttu í sum- ar og lengst af var lítið af laxi og skilyrði erfið. Betur hefur þó gengið í Sandá en menn höfðu þorað að vona. Fyrir um viku voru komnir um 50 laxar á land, allt að 20 punda, og að sögn Stefáns Á. Magnússon- ar, sem var að veiðum ásamt fleira fólki fram til 19. júlí, var talsvert líf í ánni. „Við fengum 19 laxa og vor- um ánægð með okkar hlut, ekki síst þar sem skilyrðin voru mjög slæm, mikill loft- og vatnskuldi. Okkar stærsti Iax var 14 pund, en áber- andi í aflanum voru mjög vænir og fallegir smálaxar, 5 til 7 punda,“ sagði Stefán í samtali við Morgun- blaðið. Norðurá í forystu á ný í vikulokin voru komnir milli 1.130 og 1.140 laxar á iand úr Norð- urá og var veiðin aftur tekin að glæðast eftir að botninn datt aðeins úr öllu saman í norðangarranum. Áin er nú búin að endurheimta for- ystusætið af Þverá, en hún hafði ÓLAFUR K. Ólafsson, Þórunn Guðmundsdóttir og Friðleifur Frið- riksson fengu þessa fallegu morgunveiði á Alviðrusvæðinu í Sog- inu fyrir skömmu. „Það var krökkt af laxi,“ sagði Ólafur um gang mála. Þau bættu síðan fimmta laxinum við áður en yfir lauk. gefið 1.115 laxa á hádegi í gær. Afar litlu munar þó á ánum og þyrfti vart annað en gott skot í Þverá til að koma henni yfir á ný. Lax hefut' dreift sér vel um alla á, en lengi var veiðin mest frá Laxfossi og niður úr. Líflegt í Laxá í Dölum Ágætisveiði hefur verið í Laxá í Dölum að undanförnu og undir viku- lok voru komnir um 280 laxar á land. Veiðin byrjaði heldur illa og taldi Gunnar Björnsson kokkur í veiðihúsinu Þrándargili, að heild- artalan væri orðin mun hærri ef ekki hefði verið illa bókað í ána nú um hríð. „Eftir næstu viku er alit uppseit og þá ætti þetta að hrökkva í eðlilegan gír á ný,“ sagði Gunnar í gærdag. Og hann hélt áfram: „Sem dæmi um veiðina, þá fékk ein stöng 21 lax á einum og hálfum degi fyrir skömmu og voru þar af 20 laxar lúsugir. Önnur stöng var í einn dag og fékk 12 laxa. Þetta eru topparn- ir, en margir hafa verið að fá mjög góða veiði að undanförnu. Vatnið er enn í lagi. Það var byrjað að minnka, en svo rigndi og það jafnað- ist á ný. Þetta- lítur því vel út, í bili að minnsta kosti.“ Hörkuholl í Hítará Síðustu fréttir vestan úr Hítará benda til þess að rífandi ganga sé í ánni. Holl sem þar hefur verið að veiðum hafði í gær fengið 40 laxa á þremur dögum, alla á flugu. Lax er nú kominn um allt veiðisvæðið. Alls voru þá komnir 170 laxar úr ánni sem er miklu meira heldur en á sama tíma í fyrra og stefnir nú í bestu veiði í ánni um nokkurt ára- bil. Mikil og góð sjóbleikjuveiði hefur verið samhliða laxveiðinni. Köflótt í Elliðaánum I gærmorgun voru komnir 415 laxar á land úr Elliðaánum og veiði gengið upp og ofan. Sem dæmi má nefna, að 22. júlí veiddust aðeins 3 laxar í ánni, en daginn eftir 31 lax og var það besti dagurinn til þessa. Annað dæmi er að 26. júlí veiddust 30 laxar, en næsta dag aðeins 9 stykki. Nokkrir 10 til 13 punda lax- ar eru stærstir, en allur þorrinn er 3 til 6 pund. Svo virðist sem hlut- deiid flugunnar sé ekki eins mikil og í fyrra. Flugan hefur þó verið í sókn að undanförnu. Útlit fyrir að halli á ríkissjóði verði í samræmi við fjárlög Skatttekjur eru hærri en gert var ráð fyrir AFKOMA ríkissjóðs var heldur betri um mitt árið en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar munar mestu um að tekj- ur ríkisins hafa aukist meira en áætlað var, einkum af tekju- og eignarsköttum. Fjármálaráðuneytið áætlar að rekstarhalli ársins verði svipaður og íjáriög gerðu ráð fyrir, eða um 7,5 milljarðar króna. Bæði tekjur og gjöld hafa aukist nokkuð að raungildi frá síðasta ári. Heildartekjur á fyrri helmingi árs- ins urðu 56,3 milljarðar króna, sem er um 4% aukning frá sama tíma á síðasta ári, en heildargjöld 61,6 milijarðar, sem er 4,6% aukning frá fyrra ári. Rekstarhallinn nam því 5,3 milljörðum sem er um 1,1 millj- arði minna en áætlað var. Þetta hefur meðal annars haft í för með sér að lánsfjárþörf ríkisins er minni en áætlað var og munar þar tæpum 2 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Hærri tekjur og betri afkoma Tekju- og eignarskattar einstakl- inga skiluðu um 650 milljónum hærri tekjum í ríkissjóð á fyrri hluta ársins en áætlað var. Fjármálaráðu- neytið segir ástæðurnar einkum vera hærri tekjur almennings, sem endurspeglist i aukinni stað- greiðslu, og bætt innheimta eldri skulda. Þá námu viðbótartekur af tekju- og eignarsköttum fyrirtækja 250 milljónum, sem er að stærstum hiuta skýrt af batnandi afkomu. Utgjöld ríkisins eru í samræmi við greiðsluáætlun. Rekstrargjöld og rekstartilfærslur hafa þó farið um milljarð fram úr áætlun en við- hald og stofnkostnaður er um millj- arði minni en áætlanir sögðu. Mestu umframgjöldin koma fram hjá heilbrigðis- og tryggingaráðu- neyti, eða um 380 milljónir króna. Þá hafa umframgreiðslur iífeyris og sjúkratrygginga farið um 870 milljónir fram úr áætlun. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að sumt skýrðist af ákvörðunum fyrri ríkis- stjórnar og annað tengdist kjara- samningum, svo sem hækkun tryggingabóta og eingreiðslur til bótaþega. Hins vegar væri ljóst að áætiunum um útgjöld vegna lyfja og sjúkrastofnana hefði ekki verið fylgt sem skyldi. Minni stofnkostnaður stafar einkum af því að verkefni hjá Vega- gerð ríkisins hafa verið minni en áætlað var en reiknað er með að þessi kostnaður falli til síðar á ár- inu. Á móti kemur að kostnaður vegna snjómoksturs fór 400 milljón- ir fram úr áætlun. Erlend lán aukast Ríkissjóður hefur þurft að taka um 2 milljörðum minna að láni það sem af ér árinu en áætlað var. Alls nemur lántaka -ríkisins 19,3 millj- örðum. Fyrirhugað var að fjár- magna þessi lán að verulegu leyti innanlands en raunin hefur orðið sú að 16,5 milljarðar hafa verið teknir að láni í útlöndum, sem er um 4,8 milljörðum umfram áætlun. Friðrik Sophusson sagði ýmsar skýringar væru á því að ríkinu hafi gengið illa að útvega innlent lánsfé. Þannig hefði lausafjárstaða bank- anna verið erfið frá áramótum og sveitarfélög hefðu verið rekin með meiri halia en áður sem kallaði á aukið lánsfé. „Ríkið hefur því fært sig meira inn á erlenda markaðinn enda er ríkið sá aðili sem fær best kjör þar. Það er því hagkvæmt að láta atvinnureksturinn greiða niður lán sín erlendis en leyfa ríkinu að taka einhver lán þar,“ sagði Friðrik. I Í/ í I » í í » | i i w[ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.