Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ1995 37 BRÉF TIL BLAÐSINS I l i I i Faðir vor Frá Einari Ingva Magnússyni: MÉR finnst afar sorglegt til þess að vita, að einhver kvennakirkja sé að beijast fyrir því, að fá fólk til þess að hætta að kyngreina Guð. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestur vill hætta að tala um Guð föður, og gerir því ómerk orð Jesú Krists, sem hún seg- ist þjóna. Þegar Jesús kenndi lærisveinum sínum að biðja, kenndi hann þeim Faðirvorið, sem byijar með eftirfarandi tveimur orðum, sem hveiju bami er kunnugt: Faðir vor. Kristur ávarpaði Guð sem föður og það gerðu einnig lærisveinar hans. Ef þessi stefna Kvennakirkjunnar svokölluðu heldur áfram, verða sjálfsagt séra Auður Eir og stöllur hennar farnar að segja sögur af Jesúsínu í sunnudagsskólanum áður en langt um líður. Ég held að skrattanum sé duglega skemmt, þegar kvenréttinda- baráttan er farin að taka á sig slíka mynd. Það segi ég með fullri virðingu fyrir ynd- islegu kvenkyni mannkyns- ins. Virðingarfyllst, EINARINGVIMAGNÚSSON, Baldursgötu 39, Reykjavík. Hvað meira en Benny Hinn? Frá Guðmundi Erni Ragnarssyni: TIL allra þeirra sem komu, sáu, heyrðu og urðu fyrir snertingu heilags anda í Laugardalshöll dag- ana 18.-19. júlí sl. Það var engin tilviljun að þú fórst á þessa samkomu með Benny Hinn. Guð elskar þig og gaf son sinn fyrir þig. Hann þekkir þig með nafni og þráir að eignast nú samfélag við þig til frambúðar, svo að á efsta degi geti hann tekið þig inn í dýrðarríki sitt á himnum. Á samkomuna varstu leiddur af heilögum anda til þess að kynnast Jesú Kristi persónulega, ekki Benny Hinn. Sá síðastnefndi leyfði þó heilögum anda að nota sig tii þess að þú lærðir að þekkja Jesú Krist. Áður þekktirðu hann aðeins af afspum. Einhvers staðar var hann víst nefndur frelsari, en hvað snertir það þig? Og það stóð í ferm- ingarkverinu þínu að fyrir 2.000 árum hefði Jesús gengið um og grætt alla sem af djöflinum voru undirokaðir. Slík ævintýri höfu ekki áhrif á þig. í ágústmánuði í fyrra kom til íslands bandaríski prédikarinn Benny Hinn og hélt eina vakninga- samkomu í Hafnarfirði. Honum fylgdu kraftaverk og læknin- gaundur. Og menn sögðu: „Hann gerir kraftaverk.“ En sjálfur sagði hann: „Ég get ekkert gert, en Jesús sem lifir í dag gerir undur- samlega hluti mitt á meðal okkar og að því eruð þið vitni.“ Þetta gerði þig forvitinn og nú var Benny Hinn kominn aftur. Þú komst á samkomu, þrátt fyrir allan þinn efa og mikla vantrú. Eitthvað gerðist, þú veist það nú, Jesús snart þig og gaf þér trú. Guð gefi að þú Jtreystir þér nú til að játa af hjarta fyrir hveijum sem er að Jesús sé nú frelsari þinn og drott- inn, (herra). Þriðja grein trúaijátnmgarinnar byijar á þessa leið: „Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra ... Trú á Jesú felur í sér að treysta á, og vera með í samfélagi trúaðra, þ.e.a.s. samfélagi heilgra. Samfé- lag heilagra skiptist í samfélög sem bera mismunandi nöfn. Láttu það ekki trufla þig. Þessum mæli ég með: Ungu fólki með hlutverk, KFUM, Veginum, Krossinum, Hvítasunnumönnum, Hjálpræðis- hemum, Kefasi, Klettinum og Orði Lífsins. Því síðastnefnda tilheyri ég sjálfur. Láttu ekki dragast að hafa sam- band við eitthvað kristið samfélag. Guð varðveiti þig á sínum eina vegi sem er Jesús Kristur. GUÐMUNDURÖRN RAGNARSSON, prestur. Ástarjátning Frá Unni Guðjónsdóttur: ÉG GET ekki lengur orða bundist; ( ég elska bílstjóra Strætisvagna : Reykjavíkur. Þessar elskur, sem aldrei gera ' mér bylt við með flautuhljóðum, óhljóðum, þegar ég hjóla um götur borgarinnar, eða gera mér gramt í geði með ruddalegum akstri. Þeg- ar þeir fara fram úr mér, læðast þeir eins og lús með saum, þeir líða framhjá mér sem þíður hásumar- blær og gæta þess að stijúkast ekki við mig og það veit sá sem allt veit, að það er hreint ekki svo auðvelt, því götur Reykjavíkur eru ekki allar vel úr garði gerðar fyrir hjólreiðamenn. Tökum t.d. Sóleyj- argötuna, sem búið er að þrengja svo voðalega mikið og ausa hana malbiki á svo furðulegan hátt að hún líkist meira fjallshrygg, en götu í höfuðborg landsins. Tillitsemi, nærgætni, umburð- arlyndi, leikni og lipurð, það eru orð sem eiga við bílstjóra Strætis- vagna Reykjavíkur, og ég elska þá. UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Kínafari og hjólreiðamaður, Reykjahlíð 12, Reykjavík. Morgunblaðið þitt sérpakkað (í sumarleyfisstaðinn Fáðu Moggann il þín í fríinu Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. poröimXiXttíiiíi - kjarni málsins! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblabsins og fá blaðiö sent á eftirfarandi sölustab á tímabilinu frá til □ Esso-skálinn, Hvalfirði Q Laufiö, Hallormsstaö □ Ferstikla, Hvalfirbi Q Söluskálar, Egilsstöðum □ Sölustaðir í Borgarnesi Q Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri O Baula, Stafholtst., Borgarf. Q Víkurskáli, Vík í Mýrdal O Munaðames, Borgarfirði □ Hlíðarlaug, Úthlíð, Biskupst. Q Bitinn, Reykholtsd., Borgarf. Q Laugarás, Biskupstungum Q Þjónustumiðstöðin Húsafelli Q Bjarnabúð, Brautarhóli Q Hvítárskáli v/Hvítárbrú Q Verslun/tjaldmiðstöb, Laugarv. Q Sumarhótelib Bifröst Q Verslunin Grund, Flúbum Q Hreöavatnsskáli Q Gósen, Brautarholti □ Brú í Hrútafirði □ Árborg, Gnúpverjahreppi Q Stabarskáli, Hrútafirbi Q Syðri-Brú, Grímsnesi Q Illugastaðir Q Þrastarlundur Q Hrísey Q Ölfusborgir □ Grímsey □ Shellskálinn, Stokkseyri Q Grenivík Q Annað Q Reykjahlíð, Mývatn NAFN_________________________________________________ KENNITALA____________________________________________ HEIMILI-_____________________________________________ PÓSTNÚMER______________________SÍMI__________________ Utanáskriftin er: Morgunblabið, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.