Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 25
24 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ1995 21 PlnrgmtiWalíili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÍMASKEKKJA í TEKJUÖFLUN LÖGIN um stimpilgjöld frá 1978 eru orðin alger tímaskekkja og með engum hætti í takt við þá þróun, sem verið hefur á fjármálamarkaði hér á landi undanfarin ár. Álagning stimpilgjalda á hvers kyns fjármagnstilfærslur hindra eðlilega þróun verðbréfa- markaðar, skekkja samkeppnisstöðu markaðsbréfa innbyrðis og innlends fjármálamarkaðar í samkeppni við erlenda keppinauta. Loks bitnar stimpilgjaldið illa á einstaklingum í greiðsluerfiðleikum. Orðið er tíma- bært að afnema þetta óréttláta gjald til ríkisins. Gagnrýnin á álagningu stimpilgjalds hefur verið af margvíslegum toga. Segja má dæmigert fyrir þá mis- munun, sem ríkir við álagningu gjaldsins, hverjir eru undanþegnir við útgáfu verðbréfa. Þeir eru ríkissjóð- ur, fjárfestingalánasjóðir í eigu ríkisins, bankar og sparisjóðir. Af útgefnum verðbréfum einstaklinga, fyrirtækja, eignarleiga og sveitarfélaga þarf hins veg- ar áð greiða stimpilgjöld. Hvers vegna skyldi þessi mismunun vera? Kannast menn við ferlið? Sem dæmi um mismununina þá þarf ekki að greiða af spariskír- teinum eða víxlum ríkissjóðs eða bankabréfum, en hins vegar af skuldabréfum einstaklinga, hlutdeildar- skírteinum verðbréfafyrirtækja, víxlum fyrirtækja og sveitarfélaga. Stimpilgjaldið er frá 0,25% á víxlum og upp í 2% af hlutabréfum. Hátt stimpilgjald af hlutabréfum vekur sérstaka athygli, þar sem það hefur lengi verið stefna stjórn- valda að hvetja almenning til þátttöku í atvinnulífinu með því að fjárfesta í hlutabréfum. Stimpilgjaldið vinn- ur gegn því markmiði. Einnig má benda á, hversu íþyngjandi stimpilgjaldið er fyrir þá, sem eiga í greiðsluerfiðleikum, og þurfa að skuldbreyta lánum sínum. Þar eru fjárhagserfiðleikar fólks sérstök tekju- lind ríkissjóðs. Könnun í 20 aðildarlöndum OECD sýnir, að engin stimpilgjöld eru greidd í 13 þeirra og í hinum er gjald- ið aðeins 0,1-0,5%. í þeim löndum er stefnt.að afnámi stimpilgjalds af fjármagnsfærslum. Á Norðurlöndum hafa stimpilgjöld verið afnumin á verðbréfum, sem snerta viðskipti í kauphöllum, þar sem álagning þeirra truflar slík viðskipti. Þetta sýnir í hnotskurn slæma samkeppnisstöðu íslenzkra verðbréfafyrirtækja. Helzta hindrunin í vegi þess, að stimpilgjaldið verði fellt niður, er einfaldlega sú, að það færir ríkissjóði nær 2,5 milljarða í tekjur. Til að unnt sé að fella gjald- ið niður þarf að afla ríkissjóði annarra tekna, eða skera niður útgjöld. Hvorugt er auðvelt, en þó hefur fjármálaráðuneytinu reynzt léttara að finna nýja gjald- stofna en að skera niður útgjöld, svo trúlega verður sú leið farin fremur en niðurskurður. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, hefur skýrt frá því, að drög að frumvarpi um stimpilgjald hafi verið unnin í fjármálaráðuneytinu og málið í heild sé í endurskoðun. Ráðherrann tekur undir, að stimpil- gjaldið valdi óhagræði á innlendum fjármálamarkaði. Þess vegna sé í athugun að lækka eða afnema stimpil- gjald af markaðsverðbréfum. Á móti verði stimpil- gjöld af skuldaskjölum tengd við lánstíma í stað þess að miða eingöngu við fjárupphæð. Þá sé í athugun að breikka álagningarstofn stimpilgjalda og láta þau m.a. ná til sölu aflaheimilda og ýmissa leigu- og sö- lusamninga. Með þeim hætti megi að mestu koma í veg fyrir tekjutap ríkissjóðs. Það er að sjálfsögðu af hinu góða, að fjármálaráð- herra hyggst sníða af helztu vankanta stimpilgjalds- ins. Hins vegar virðast sjónir beinast að útvíkkun álagningarstofnsins til að mæta þeim tekjum sem tap- ast fyrir ríkissjóð. En kemur þá bara ekki upp ný mismunun? Er ekki einfaldast að fella stimpilgjaldið hreinlega niður og finna nýja tekjulind, þar sem allir sitja við sama borð í viðskiptum? AF INNLENDUM VETTVANGI A ÐEINS eru rétt rúm tuttugu ár frá því frumvarp Ragn- hildar Helgadóttur, fyrr- verandi alþingismanns og ráðherra, og fleiri þingmanna tryggði íslenskum konum atvinnuleysisbætur í 90 daga eftir fæðingu barns árið 1974. Sex árum seinna var umsjón greiðslna flutt frá Atvinnuleysis- tryggingasjóði til lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar og sama ár var ölium konum tryggður lágmarksrétt- ur til fæðingarstyrks. Með lögum um fæðingarorlof frá 1987 var fæðingar- orlof lengt í fimm mánuði frá 1. jan- úar árið 1989 og sex mánuði frá 1. janúar 1990. Foreldrar mega skipta fæðingaror- lofinu á milli sín. Þó getur tímabilið aldrei orðið lengra en 6 mánuðir. Greiðslur Tryggingastofnunar Almenna reglan um greiðslur frá Tryggingastofnun er sú að eigi móðir lögheimili á íslandi og hafi átt lög- heimili hér á landi í 12 mánuði fyrir fæðingu barns síns fái hún sex mán- aða fæðingarstyrk. Styrkurinn nemur 26.294 kr. á mánuði og greiðist óháð atvinnuþátttöku móður fyrir fæðingu. Haldi kona óskertum launum í tiltek- inn tíma samkvæmt kjarasamningum á hún ekki rétt á greiðslum þann tíma. Feður eiga ekki rétt á fæðingarstyrk. Fæðingardagpeningar greiðast fullir (1.102 kr. á dag) eða hálfir (551 kr. á dag) eftir atvinnuþátttöku móður. Njóti móðir launa í hluta fæð- ingarorlofs getur hún átt rétt á dag- peningum þegar hún er launalaus. Samanlagt nema fæðingarstyrkur og fullir dagpeningar i einn mánuð eða 31 dag 60.456 kr. og fæðingarstyrk- ur og hálfir dagpeningar 43.375 kr. Með samþykki móður á faðir rétt á fæðingardagpeningum í hennar stað eftir að hún hefur fengið fyrsta mánuðinn greiddan enda leggi hann niður launaða vinnu á meðan. Faðir skal tilkynna vinnuveitanda með 21 dags fyrirvara fyrirhugaða töku fæð- ingarorlofs. Um upphæð fæðingar- dagpeninga föður og vinnuframlag gilda sömu reglur og hjá móður. Sé orlof ekki tekið falla fæðingardagpen- ingar niður en fæðingarstyrkur greið- ist eftir sem áður. Atvinnurekendur og ríkissjóður bera kostnað af lífeyristryggingnm. Af þeim voru, samkvæmt upplýsing- um frá bókhaldsdeild Trygginga- stofnunar, greiðslur vegna fæðingar- orlofs tæpir 1,2 milljarðar á síðasta ári. Þar af var kostnaður vegna fæð- ingarstyrks 567,6 milljónir, kostnaður vegna hálfra fæðingardagpeninga móður var tæp 21 milljón og vegna fullra fæðingardagpeninga 567,6 milljónir. Kostnaður vegna hálfra fæðingardagpeninga föður var um 32.000 kr. og vegna fullra fæðingar- dagpeninga rúm ein milljón allt árið í fyrra. Til samanburðar má geta þess að kostnaður vegna lífeyris- trygginga nam rúmum 16 milljörðum. Arið 1992 fengu 5 feður -------- og 5.433 mæður greiðslu frá Tryggingastofnun í fæðingarorlofi. Árið eftir fengu 17 feður og 5.499 mæður greiðslur og í fyrra voru feðurnir 16, 14 fengu fulla fæð- ingardagpeninga og tveir hálfa, og mæðurnar 5.499. Ríkið gagnvart mæðrum og feðrum Ríkið gerir betur við nýbakaðar mæður í þjónustu sinni en aðrar mæður í fæðingarorlofi því sam- kvæmt reglugerð um barnsburðar- leyfi starfsmanna ríkisins skal kona eiga rétt á Ieyfi í 6 mánuði með þeim dagvinnulaunum sem stöðu hennar fylgja. Fyrstu 3 mánuði í barnsburð- arleyfi skal auk dagvinnu greiða meðaltal yfirvinnu og vaktagreiðslna sem konan fékk greiddar síðustu 12 mánuði. Konan skal hvorki fá lægri heildargreiðslu á mánuði hverjum né njóta lakari réttar en hún ætti sam- Mæður fá afar mismunandi greiðslur í fæðingarorlofí EÐLILEGRA AÐ SAMRÆMA REGLUR Frumvarpið gerði ráð fyrir tekjutenging kvæmt lögum um fæðingarorlof. Feður í þjónustu ríkisins eru hins vegar enn úti í kuldanum, ef svo má að orði komast, því þeir eiga hvorki rétt á launum né greiðslum frá Trygg- ingastofnun eins og á málum er hald- ið í dag. Kærunefnd jafnréttismála hefur tekið fyrir nokkur mál af því tagi og er ekki úr vegi að rifja upp eitt af þeim. Ungur faðir í þjónustu ríkisins til- kynnti fjármálaráðuneyti að hann hygðist taka fæðingarorlof og fékk þau svör að hann ætti aðeins rétt á ólaunuðu orlofi. Að hans mati braut sú afstaða gegn ákvæði 4. gr. laga nr. 28/1991 og fól í sér að vinnuveit- andi hans, ríkið, mismunaði honum í kjörum þar sem viðurkennt væri að konur í starfí hjá ríkinu nytu þessara kjara. Hann hafði einnig sótt um greiðslu fæðingardagpeninga frá Tryggingastofnun ríkisins og hafði því erindi verið synjað með þeim rök- um að til þeirra ætti hann ekki rétt þar sem kona hans hefði aldrei notið fæðingardagpeninga. Starfsmannaskrifstofa íjármála- ráðuneytisins rökstuddi synjun sína með því að lögin um fæðingarorlof fjölluðu aðeins um rétt til töku fæð- ingarorlofs en um greiðslur í fæðing- arorlofi er vísað til laga um almanna- tryggingar. Um rétt ríkisstarfsmanna í fæðingarorlofi fari samkvæmt reglu- gerð með heimild í 17. gr. laga nr. 38/1954 en þar segir m.a.: „Ákveðið skal með reglugerð, hvernig fari um Iaunagreiðslur til starfsmanna í veik- indaforföllum svo og til kvenna í ijar- vistum vegna barnsburðar." Á grund- velli þessa taldi starfsmannaskrifstof- an að karlar í starfi hjá ríkinu ættu ekki rétt á launuðu fæðingarorlofi. Kærunefndin segir hins vegar í niðurstöðu sinni að ákvæði 17. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins tak- marki launagreiðslur í barnsburðar- ieyfum við konur enda séu þau lög sett á þeim tíma er engin ástæða hafi þótt til að veita feðrum rétt til töku fæðingarorlofs. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 28/1991 sé hvers kyns mismunun eftir kynferði óheimil. Þó sé heimilt að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar eða barns- burðar. Slíkt tillit sé lögfest í lögum um almannatryggingar með því að fyrsti mánuður fæðingarorlofs sé af heilsufarsástæðum bundinn móður og samþykki hennar þurfi til að faðir taki hluta þess. Niðurstaða nefndarinnar er í stuttu máli að sú túlkun starfsmannaskrif- stofu íjármálaráðuneytis að ríkinu sé ekki skylt að greiða körlum í sinni þjónustu Iaun í fæðingarorlofí sé hvorki í samræmi við 4. gr. laga nr. 28/1991 né skilning og fyrirætlan löggjafans þegar sett voru almenn lög nr. 57/1987 um fæðingar- orlof og lög nr. 59/1987 um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þeim tilmælum er beint til íjár- málaráðuneytisins að það hlutist til um að gerðar verði þær ráðstafanir sem þarf til þess að viður- kenndur og tryggður verði réttur feðra í þjónustu ríkisins til launa í fæðingarorlofi. Ákvæði I kjarasamningum Þótt flestar nýbakaðar mæður þiggi annaðhvort greiðslur frá Trygg- ingastofnun eða laun frá hinu opin- bera, ríki eða borg, hafa nokkrar starfstéttir samið sérstaklega um greiðslur í fæðingarorlofi í kjara- samningum. Hvergi virðist vera til heiídaryfirlit um ákvæði af því tagi. Hins vegar má nefna að læknar hafa aflað sér svipaðra réttinda og opinber- ir starfsmenn og í kjarasamningum bankamanna er kveðið á um að fastr- áðnar konur eigi rétt á að vera fjar- Morgunblaðið/Golli íslensk löggjöf um greiðslur til foréldra í fæð- ingarorlofí er að margra mati gölluð. Feður hafa takmarkaðan rétt á greiðslum og konur fá afar mismunandi háar greiðslur í fæðingar- orlofí. Eðlilegra er að mati margra viðmæ- - *"* ------7 landa Onnu G. Ölafsdóttur að samræma reglur um fæðingarorlof. A hinum Norður- löndunum eru greiðslumar tekjutengdar. verandi í 6 mánuði og skuli njóta fullra launa fyrstu þijá mánuðina. Síðari þijá mánuði fæðingarorlofs eiga þær rétt á 25.000 kr. ein- greiðslu frá viðkomandi banka og greiðslum samkvæmt almannatrygg- ingalögum. Af öðrum stéttum má nefna að í kjarasamningum blaðamanna segir að blaðakonur, sem verið hafi eitt ár í samfelldu starfi sem slíkar hjá sama blaði, fram að barnsburði fái fjögurra mánaða fæðingarfrí á fullum launum og í flugfreyjusamningum eru sérá- kvæði um orlof flugfreyja síðustu mánuði meðgöngu. Fjölmargar konur á almennum vinnumarkaði með tekjur yfir meðal- tali, sem ekki eiga rétt á óskertum launum í fæðingarorlofi, standa auð- vitað frammi fyrir því að mánaðarleg innkoma lækkar töluvert þegar greiðslur frá Tryggingastofnun taka við af launum í fæðingarorlofi. Nokk- ur dæmi eru því um að konur, hafi þær haft tök á, hafi samið í ráðningar- samningi um að fá greiddan mismun á greiðslum frá Tryggingastofnun og eigin tekjum. Hæstaréttardómur í máli Láru V. Júlíusdóttur frá 1993 staðfestir þann rétt kvenna. í bók Láru, Réttindi og skyldur á vinnumarkaði, kemur fram að Trygg- ingastofnun hafi upphaflega synjað erindinu á þeim forsendum að vegna viðbótargreiðslna frá atvinnurekanda bæri stofnuninni ekki skylda til greiðslna. Hæstiréttur staðfesti hins vegar afstöðu héraðsdóms með þeim ummælum að ekki bryti í bága við lagaákvæði almannatryggingalaga um fæðingarorlof þótt kona hafi í ráðningarsamningi við vinnuveitanda sinn tryggt sér laun í fæðingarorlofi sem hún ætti ekki rétt á samkvæmt kjarasamningi þeim sem ráðningar- samningurinn byggðist á. Tilraun til samræmingar Að framansögðu þurfa lesendur ekki að velkjast í vafa um að æði mismunandi reglur gilda um greiðsl- ur til foreldra í fæðingarorlofi. Ekki verður hins vegar skilið við efnið öðruvísi en að nefna að ein tilraun hefur verið gerð til að samræma regl- ur um fæðingarorlof. Nefnd undir forsæti Daggar Pálsdóttur, skrif- stofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, með jafnrétti kvenna í fæðingaror- lofi að markmiði, skilaði frumvarpi vorið 1990. Frumvarpið fól í sér tímamót að tvennu leyti. Annars vegar af því frumvarpið náði til allra kvenna - á vinnumarkaði og heima- vinnandi, eins og áður var getið, og hins vegar af því að greiðslur voru tekjutengdar eins og á hinum Norð- urlöndunum og greint er --------- frá annars staðar á síðunni. Greiðsla í fæðingarorlofi var samkvæmt frumvarp- inu reiknuð út frá meðaltali heildarmánaðarlauna hér á ““““ landi síðustu 12 mánuði fyrir fæðing- armánuð barns og var 100% af fyrstu 40.000 kr. meðaltalsins og 80% af þeirri fjárhæð sem umfram var. Frumvarpið gerði ráð fyrir að greiðsla í fæðingarorlofi yrði aldrei lægri en 22.418 kr á mánuði og aldrei hærri en 125.000 kr. á mánuði. Fæðingar- styrkur, 22.418 kr., greiðist þeim for- eldrum sem ekki eigi rétt á fæðingar- orlofi. Gert var ráð fyrir að greiðslur færu í gegnum Tryggingastofnun og greiðslur einstakra vinnuveitenda til foreldra í fæðingarorlofi Iegðust af. Skemmst er frá því að segja að frum- varpið var aldrei lagt fram og var ástæðan fyrst og fremst sú að opin- berir starfsmenn lögðust gegn því, enda sáu þeir fram á skerðingu á + kjörum sínum. Hins vegar má nefna að fulltrúar frá ASÍ og VSÍ voru meðal nefndarmanna. Afstaða vinnuveitenda „Ég hugsa að ég eigi aldrei eftir að eignast barn. Ég gæti ekki hugsað mér að dragast aftur úr vinnufélögum mínum,“ sagði rúmlega tvítug kona í eyru greinarhöfundar fyrir skömmu. Þótt ungu konunni snúist vonandi hugur er í raun alls ekki óeðlilegt að slík hugsun hvarfli að henni. Unga konan, sem er vel menntuð og hefur allt til að bera tihað ná langt á al- mennum vinnumarkaði, hugsaði ein- faldlega sem svo að fæðingarorlof og fjarvistir, líklega meiri en karla í sömu stöðu, myndu hefta hana í starfi. Margar konur, t.d. í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum, hafa gert sér grein fyrir því að erfiðleikum getur verið bundið að hverfa úr starfi í hálft ár vegna fæðingarorlofs og óskað eftir því að halda tengslum við vinnustað- inn, t.d. með því að lengja fæðingaror-' lofið og vera í hlutastarfi á meðan á því stendur. Hrafnhildur Stefánsdóttir, lög- fræðingur VSI, segir sveigjanleika afar jákvæðan þegar hægt sé að koma honum við. Hins vegar sé ekki jafn- augljóst að um grundvallarréttindi ætti að vera að ræða, enda væri æði misjafnt hvort hægt væri að koma því við að minnka við konur vinnu á meðan á fæðingarorlofi stæði. Grund- vallarbreytingar af því tagi og lenging fæðingarorlofs væri tvíeggjuð aðgerð því hún gæti haft þær afleiðingar að konur væri ekki álitnar jafnákjósan- legir vinnukraftar. Hins vegar sagði hún að sér hefði komið á óvart að ungar konur á barneignaraldri væru álitnir jafnóæskilegir vinnukraftar og komið hefði fram í könnun jafnréttis- ráðs. Hún hefði orðið vör við mun jákvæðara viðhorf í samtölum sínum við starfsmannastjóra. En eðlilegt væri að ungir foreldrar þyrftu að sýna fram á að þeir gætu komið málum sínum vel fyrir. Hrafnhildur lagði að lokum áherslu á að eðlilegt væri að samræma reglur um greiðslur til foreldra í fæðingaror- lofi og vísaði í því sambandi til frum- varpsins frá 1990. Feður og börn Eins og fram hefur komið gerir löggjöfin feðrum erfitt um vik að taka sér fæðingarorlof enda eiga þeir takmarkaðan rétt á greiðslum frá Tryggingastofnun. Feður í þjón- ustu hins opinbera og barnsfeður kvenna í þjónustu hins opinbera eiga engan rétt á greiðslum í fæðingaror- lofi á grundvelli laga um almanna- tryggingar. Almennt gildir hins veg- ar sú regla að réttur feðra er afleidd- ur af rétti mæðra, þ.e. þeir geta feng- ---------- ið fæðingardagpeninga hafi móðir fengið fæðing- ardagpeninga. Þó þannig að sameiginlegar greiðslur nemi ekki hærri upphæð en sex mánaða fæðingar- dagpeningum. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur segir að hér sé aðeins á ferðinni enn eitt dæmið um hvað uppeldishlutverki feðra sé gert lágt undir höfði. Hann minnir á að eftir fæðinguna myndi börn fyrstu tengslin við aðrar mann- sekjur, þau séu afar mikilvæg og leggi ákveðinn grunn fyrir framtíðina. Hann segir að ekki verði heldur litið framhjá því að fyrstu mánuðina skapist ýmsar hefðir gagnvart barn- inu og sé faðirinn fjarri aukist líkurn- ar á því að hann verði „gestur“, þ.e. annist ungbarnið aðeins undir hand- Ieiðslu móðurinnar. Einar Gylfi lagði líka áherslu á að foreldrar væru mikilvægustu fyrirmyndir barnanna. Ef fyrirmyndirnar væru einhliða hafði það auðvitað áhrif á börnin. Hlutverki feðra gert lágt undir höfði Launatengdar greiðslur á hinum Norð- urlöndunum Á HINUM Norðurlöndunum gilda þær reglur að foreldrar fá 75-100% af launum sínum í fæð- ingarorlofi samkvæmt upplýsing- um frá Tryggingastofnun. Með breytingum á lögum um greiðsl- ur í fæðingarorlofi er stuðlað að feður geti verið lengur með ung- um börnum sínum. Svíar hafa gengið á undan og tekur um 40% sænskra feðra að meðaltali 6 vikur af fæðingaror- lofi. E3 DANMÖRK • Danir greiða full laun í 28 vik- ur, þ.e. í um 7 mánuði, og í 24 vikur á eftir, eða 6 mánuði, 80% af launum ásamt launauppbót ef stéttarfélag hefur samið um slíkt. Feður í Danmörku eiga rétt á 14 daga sjálfstæðu orlofi á fyrstu 14 vikunum eftir fæðingu barns- ins. Árið 1991 nýttu 55% feðra sér þann rétt. Að öðru leyti geta foreldrar skipt með sér fæðing- arorlofi. Þó með því skilyrði að 14 vikur eru alfarið bundnar við móður og getur faðir að hámarki nýtt sér 10 vikur af orlofinu. HH FINNLAND • Finnar greiða 80% launa í 275 daga, um 9 mánuði. Finnskir feð- ur eiga rétt á 6 til 12 daga feðraorlofi. Ef þeir nýta sér þann rétt fækkar heildardögum „for- eldraorlofsins“ að sama skapi. Feður fengu að auki sjálfstæðan rétt til 6 daga feðraorlofs árið 1991. Foreldrar geta skipt með sér orlofi. Þó með því skilyrði að faðir nýti sér ekki meira en 170 daga. Finnskir foreldrar geta fengið greiðslur til að gæta eigin barna þar til þau ná þriggja ára aldri. Einnig eiga foreldrar kost á bót- um ef þeir kjósa að vinna minna en 30 stundir á viku. NOREGUR • Norðmenn greiða ýmist full laun ef orlof er tekið í 210 daga, um 7 mánuði, eða 80% launa ef orlof er tekið í 260 daga, þ.e. tæpa 9 mánuði. Feður geta nýtt sér orlofið að hluta, þ.e. þeir mega að hámarki taka 180 daga af því. Norskir feður eiga rétt á fjögurra vikna launuðu orlofi samkvæmt upplýsingum frá Jafn- réttisráði. Ef þeir nýta sér ekki réttinn styttist heildartími orlofs- ins. Skipanin er ný og ekki liggur fyrir hvernig hún hefur nýst. Rétturinn er háður því að móðir vinni utan heimilis. Að auki eiga norskir feður rétt á launalausu orlofi í tvær vikur í tengslum við fæðingu. Norskir foreldrar geta sótt um að minnka við sig vinnu eftir að fæðingarorlofi lýkur og einnig geta þeir neitað að vinna yfirvinnu. SVIÞJOÐ • Svíar greiða 90% af launum í 12 mánuði en tilteknar lágmarks- bætur í þrjá mánuði eftir það. Fæðingarorlof getur því numið 15 mánuðum. Foreldrar geta skipt með sér öllu tímabilinu. Þá eiga sænskir foreldrar rétt á að minnka við sig vinnu ef þeir eiga börn undir 8 ára aldri. Heimavinnandi foreldrum er greiddur misliár fæðingarstyrk- ur á öllum Norðurlöndunum nema í Danmörku. Morgunblaðið/Árni Sæberg HALLDOR Blöndal, samgönguráðherra, afhendir Bjarna Matthí- * assyni, oddvita Skaftárhrepps, skjal sem staðfestir tilnefningu hreppsins til evrópsku umhverfisverðlauna ferðaþjónustunnar. Davíð Stefánsson, formaður íslenzku dómnefndarinnar, situr hjá. Skaftárhreppur tilnefndur til evrópskra umhverfisverðlauna ferðaþjónustunnar Imynd Islands íhúfi SKAFTÁRHREPPUR _ hefur verið tilnefndur af íslands hálfu í verðlaunasam- keppni innan EES um evr- ópsk umhverfisverðlaun ferðaþjón- ustunnar sem veita á í fyrsta sinni á þessu ári. Skaftárhreppur varð þar með hlutskarpastur fjögnrra sveitarfé- laga á landinu, sem sent höfðu inn umsóknir í keppnina, en hin þijú eru Reykjavík, Stykkishólmur og Vestfirðir, sem sóttu um sameiginlega. Samkeppnin er skipulögð sam- kvæmt reglum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur út. Fram- kvæmd samkeppn- innar hér á landi er á höndum nefndar sem samgönguráð- herra skipar, en í henni sitja m.a. full- trúar Sambands ís- lenzkra sveitarfé- laga, Ferðamálaráðs og umhverfisráðu- neytis. Til nokkurs er að vinna, því vinnings- hafinn, sem valinn verður úr hópi 60 umsækjenda úr öll- um löndum Evrópska efnahags- svæðisins, mun Evrópusambandið styrkja með því að kosta kynning- arátak fyrir viðkomandi stað, en sú viðurkenning, sem vinningsstaður- inn hlýtur með sigrinum í sam- keppninni mun út af fyrir sig vera mikils virði. Tilnefningin viðurkenning Útnefning Skaftárhrepps í sam- keppnina er viðurkenning á braut- ryðjendastarfi sveitarfélagsins í umhverfismálum og ferðaþjónustu. Markmiðið með verðlaununum er að efla ábyrgðarkennd stjórnvalda gagnvart umhverfinu við skipulag ferðamála og framkvæmd ferða- þjónustu en einnig er miðað við að þau megi verða til að stuðla að já- kvæðri efnahagslegri og félagslegri þróun á viðkomandi stað. í því sam- hengi er lögð sérstök áherzla á stefnumótun í anda sjálfbærrar þró- unar í greininni, sem jafnframt stuðli að verndun umhverfisins. Davíð Stefánsson, formaður dóm- nefndarinnar sem lagði mat á ís- lenzku umsóknirnar, sagði á frétta- mannafundi sem haldinn var í til- efni af tilnefningunni á Kirkjubæj- arklaustri sl. fimmtudag, að sjálf- bær ferðaþjónusta væri efnahags- legur ávinningur fyrir viðkomandi ferðamannastað samhliða umhverf- isvernd. Magnús Oddsson, formaður Ferðamálaráðs og fulltrúi í dóm- nefndinni, benti á að ferðaþjónusta rekin í sátt við náttúruna væri helzti vaxtarbroddurinn í greininni. MERKI samkeppninnar. Ferðamenn frá þeim löndum sem mest sækja ísland heim leggðu sí- fellt meiri áherzlu á gæði þjón- ustunnar, sérstaklega með tilliti til umhverfisins, við val sitt á ferða- mannstað. Hin umhverfislegu gæði hefðu nú mikla þýðingu, á meðan það hvort staðurinn væri í norðri eða suðri, fjarri eða nærri skipti minna máli. í tilnefningu Skaftárhrepps er vakin athygli á sterkum tengslum íbúa og náttúru í hreppnum og mikil- vægi ferðaþjónustu fyrir héraðið. Þar sé gott dæmi að finna um skýra stefnu í uppbyggingu sjálfbærrar og umhverfísvænnar ferðaþjónustu, sem jafnframt er fylgt eftir af kost- gæfni. Bundnar eru vonir við að þessi árangur Skaftárhrepps verði til þess , að á næsta og komandi árum muni önnur sveitarfélög og ferðamanna-- staðir á íslandi taka sér tak í þessum „ málum og efla þannig atvinnulífíð í • landinu. Islandi er ímynd hreinnar náttúru og góðrar umgengni við hana einstaklega mikilvæg, þar sem sú ímynd tengist markaðshagsmun- um íslendinga á flestum sviðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.