Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Siðmenningiii felst í lýðræðisformimi BÚRMA hefur að ýmsu leyti tek- ið sæti Suður-Afríku í hugum mannréttindasinna á Vesturlönd- um. Þar situr ein versta grimmdar- stjórn sem sögur fara af og and- staðan gegn henni hefur kristallast í einni konu, Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels 1991. Segja má að hún sé í hlutverki Nelsons Mandela. En í Búrma er hins vegar enginn nú um stundir sem virðist líklegur til að gegna hlutverki W.P. Klerks. í Rangoon ræður klíka herforingja, þar sem hver lítur eftir öðrum og allir óttast breytingar sem kynnu að leiða til þess að þeir misstu spón úr aski sínum. Herforingjarnir eru náttúr- lega misgrimmir og sumir vilja fara vægar í sakirnar en aðrir, en enginn þeirra hefur burði til að taka af skarið og boða róttækar breytingar á stjórnarfari. Hinn mikli áhugi Vesturlanda- manna á lýðræðisbaráttu Aung San Suu Kyi sýnir sig m.a. í því að Hoilywood hefur látið gera stór- mynd um uppreisn almennings gegn valdhöfunum í Búrma. Mynd- in heitir Beyond Rangoon og var nýlega frumsýnd í London. Leik- stjóri er Bandaríkjamaðurinn John Boorman, sá er gerði Deliveranee um árið. Myndin segir frá banda- Jakob F. Ásgeirsson fjallar um hugmyndir Aung San Suu Kyi um lýðræði, segir frá nýrri kvikmynd um Búrma og leggur eindregið til að öll viðskipti við Búrma verði skilyrt breyttu stjórnarfari. rískum kvenlækni sem heldur á vit Austurlanda til að dreifa huganum eftir hræðilega lífsreynslu, en lend- ir fyrir tilviljun í mótmælaöldu al- mennings í Búrma (1988-89) og verður vitni að grimmdarverkum herforingjastjórnarinnar. Þetta er áróðursmynd í anda sovéskra áróð- ursmynda fyrri ára, þar sem al- góðri alþýðu er stillt upp á móti alvondum valdhöfum. En þrátt fyrir bamalegan söguþráð og hræðilegan leik aðalleikarans Patriciu Arqu- ette, eru nokkur mjög áhrifamikil atriði í myndinni sem gera það að verkum að áhorfendur ganga af sýningu hennar uppfullir réttlátar reiði í garð herforingjaóþokkanna í Rangoon. Fyrir aðdáendur Aung San Suu Kyi eru ljósmyndirnar í lok myndarinnar sérstaklega áhrifa- miklar. En því miður tekst Boorman ekki að sviðsetja á sannfærandi hátt atriðið fræga þegar Aung San Suu Kyi stóð andspænis flokki her- manna sem hótuðu að skjóta ef hún nálgaðist, en heyktust á því þegar hún engu að síður gekk rakleiðis í átt til þeirra mót gínandi byssu- hlaupunum. Hvað verður um áhuga Vestur- landamanna nú þegar Aung San Suu Kyi er laus úr prísundinni? Ef viðræður komast á milli her- foringjanna og andstöðuaflanna tekur við langvinn glíma um lausn margvíslegra praktískra vandamála í þessu margiujáða landi, sem við eigum ekki alltof gott með að átta okkur á, og þá er hætt við að þolin- mæði okkar bresti og að við snúum sjónum okkar annað í leit að nýju svart/hvítu prinsipp-máli að gæla við. Aung San Suu Kyi hefur sagt að eina stjórnarformið sem sé þess megnugt að sætta ólík sjónarmið í Búrma og gefa landsmönnum sjálfsvirðingu á ný sé lýðræði. En á lýðræði raunverulega erindi til Búrma? Er ekki nokkuð til í því sem einræðisherrann í Singapore hélt fram að vestrænt lýðræði væri framandi aust- rænum hugsunar- hætti? Ekki segir Aung San Suu Kyi. Hún bendir á að þegar sagt er að lýðræði gangi gegn menn- ingu einhvers lands, sé tíðast átt við ýmsa aðra þætti í menningu Vestur- landa en sjálft lýð- ræðisformið, svo sem ofurvald pen- inganna, glæpi eða upplausn fjöl- skyldunnar. Hún segir jafnframt að það sé ekki til neitt eitt form á lýðræði, heldur lagist það að menn- ingu hvers lands og því sé t.d. lýð- ræði í Sviss með öðrum hætti en lýðræði í Bandaríkjunum. Hún lítur svo á, að grunnhugmyndir lýðræðis- ins — almennur kosningaréttur, réttarríkið, þrískipting ríkisvalds- ins, mannréttindi, friðhelgi eigna- réttarins — séu algildar forsendur fyrir mannlegri reisn lýðsins hvar sem mennirnir búa og hvernig svo sem menning þeirra er að öðru leyti. Vaclav Havel hefur orðað þetta svo að um sé að ræða eina „siðmenn- ingu“ en hins vegar margar og ólík- ar menningarheildir. í huga Aung San Suu Kyi koma megindrættir „siðmenningarinnar" fram í mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Aun San Suu Kyi hefur í skrifum sínum fjallað mikið um nauðsyn þess að endurvekja mannlega reisn hjá hinu langhijáða fólki sem bygg- ir Búrma. Valdbeiting er einn af grunnþáttum mannlegs samfélags og í landi sem hefur búið við svo langvarandi misbeitingu valds að almenningur hefur sett jafnaðar- merki milli valds og ógnar, er áríð- andi að fólkið finni með áþreifanleg- um hætti að valdhafarnir starfí í umboði þess og með almannahag að Ieiðarljósi til að skapa á ný trún- að milli almennings og stjórnar- stofnana. Aung San Suu Kyi sér fram á mikla þátttöku almennings í stjórnmálalífi sem lið í því að end- urvekja öryggistilfinningu og ábyrgðarkennd fólksins og gefa því þannig trú á sjálft sig og iaða fram það besta í því í þágu þjóðarheildar- innar. Hún gerir sér að ýmsu leyti rómantískar hugmyndir um lýðræð- ið — í anda 19du aldar manna á Vesturlöndum sem lifðu í fagurri trú á manninn og þá góðu eigin- leika sem með honum búa. ' Hvað sem þessuin vangaveltum líður er ljóst að Búrma á langt í land uns sátt hefur skapast í land- inu og sárin taka að gróa eftir ógnarstjórn herforingjanna sem hófst 1962 með áætluninni miklu, „leið Búrma til sósíalismans". Eitt af þeim vandamálum sem nú blasa við er með hvaða hættí þjóðir heims eigi að koma fram gagnvart Búrma. Aung San Suú Kyi hefur hvatt þjóðir heims til að helja ekki styrk- og lánveitingar á ný að óbreyttu. Hún hefur lagt sig fram um að ögra ekki herforingjunum, en engu að síður staðið fast á þeirri kröfu sinni að öllum pólitískum föngum verði sleppt og að grunnur verði lagður að íjölflokka lýðræði í land- inu. Hún hefur minnt á að ekkert hafi í raun breyst í Búrma þó að henni sjálfri hafi verið veitt frelsi — og sitt frelsi skipti nú minnstu, það sem mestu varði sé að búa svo um hnútana að Búrmabúar allir njóti góðs af breyttum stjórnarháttum. Bandaríkin hafa hingað til komið í veg fyrir að Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti Búrma lán eða styrki að óbreyttu stjórnarfari, en ríkisstjórnir heims hafa verið tregar til að leggja við- skiptabann á landið. Þó þykir flestum ekki stætt á því að fjárfesta í Búrma. Það nýjasta á lista ógnarverka herforingjanna í Rangoon er að hneppa saklausa borgara í nauðungarvinnu og er talið að tugþúsundir ef ekki hundr- uð þúsunda manna séu nú í eins konar færanleg- um þrælabúðum, hlekkj- aðir á fótum við erfiðis- vinnu undir stjórn her- manna að leggja vegi og járnbrautir til að búa í haginn fyrir starfsemi erlendra fyrirtækja í landinu. Af fyrirtækjum sem fjárfest hafa í Búrma má nefna olíufélögin Texaco, Unocal, og Shell, og sæl- gætis- og gosdrykkja- framléiðandann PepsiCo. Andófsmenn í landinu hafa hvatt almenning á Vesturlöndum til að beita þau fyrir- tæki þrýstingi sem taka upp við- skipti við Búrma án nokkurra skil- yrða og jafnvel að sniðganga fram- leiðsluvörur þeirra. Slíkur þrýstingur hefur í mörgum tilvikum borið árangur. Á nýlegum hluthafafundi í Unocal sættu stjórn- endurnir t.d. harðri gagnrýni vegna starfsemi sinnar í Búrma. Amaco- olíufélagið lét hreinlega undan slík- um þrýstingi og hætti öllum Ijár- festingum í Búrma. Kanadíska olíu- félagið PetroCan dró sig sömuleiðis út úr Búrma. Fyrrum framkvæmda- stjóri PetroCan hefur látið svo um mælt að valdhafarnir í Rangoon séu „óþokkar, glæpamenn og eiturlyfja- salar“. Levi-Strauss, buxnafram- leiðandinn, ákvað að leggja á hill- una ráðagerðir um stofnun vefnað- arfyrirtækis í Búrma vegna þess að ekki væri unnt að eiga viðskipti við landið án þess að styðja beint herstjórnina og hin óhugnanlegu mannréttindabrot hennar. Vitað er að nokkrir íslendingar bíða færis að komast í gróðalindina í Búnna, en herforingjastjómin hef- ur, sem kunnugt er, reynt að örva erlenda ijárfestingu með því að setja auðlindir landsins á útsölu. íslend- ingar þessir stofnuðu sératakt fýrir- tæki 1990 um framkvæmd fískveiði- áætlunar við Búrma á vegum banda- rísks félags, fjárfestu fímm milljónir í fyrirtækinu og unnu í átta mánuði að þessu verkefni — í sama mund og herforingjastjómin gekk hvað harðast fram í grimmdarverkum. Ekkert varð hins vegar úr fram- kvæmdum þegar bandaríska félagið heyktist á öllu saman. Talsmaður þessara Islendinga kom nýverið fram í útvárpi og boðaði sem mest viðskipti við Búrma — ekki af því að þau væra svo ábatasöm, nei, nei, það hvarflaði ekki að honum, heldur af því að þau hefðu svo mann- bætandi áhrif á valdhafana! Það er mikill barnaskapur að ætla að aukin óskilorðsbundin við- skipti við harðsvíraða herforingja- klíku í jafnfrumstæðu landi og Búrma muni leiða til lýðræðisum- bóta. Buston Levin, fyrram sendi- herra Bandaríkjanna í Rangoon, sem er eindréginn talsmaður al- þjóðaviðskipta, telur að almenn við- skiptalögmál gildi alls ekki í Búrma vegna ofurvalds herforingjanna. Allt fjármagn sem komi til landsins renni beint og krókalaust í vasa herforingjanna á meðan landið að öðra leyti riði til falls. Jafnvel Jap- anir, sem láta sér almennt í léttu rúmi liggja stjórnarfarið í viðskipta- löndum sínum, hafa ekki talið stætt á því að veita Búrma-stjórn lánafyr- irgreiðslu nema hún sýndi í verki vilja til breytts hátternis. Sjálf hefur Aung San Suu Kyi sagt að erlendar ijárfestingar séu því aðeins æskilegar að almenning- ur njóti á einhvern hátt góðs af þeim, en ekki einvörðungu fámenn- ur hópur herforingja og fram- kvæmdamanna með góð sambönd í hernum. Staðreyndin er sú að erlendar fjárfestingar standa undir rekstri hersins í landinu og fjármagna þannig ógnarverkin og mannrétt- indabrotin. Almenningur í Búrma getur ekki haft það verra — og ef skorið væri á ijárstreymi til lands- ins bitnaði það beint á herforingjun- uni en ekki á almenningi. Höfundur er rithöfundur, en legg- ur nú stund á doktorsnám í stjórn- málnfræði. ISLENSKT MAL GOTT bréf hef ég þegið frá Bjarka Elíassyni og Eiríki Þor- móðssyni. Þar er á margt athygl- isvert minnst. Ég ætla að birta bréfið að slepptum inngangsorð- um og tölusetja til glöggvunar (vegna athugasemda minna) efn- isatriði. Þá hef ég leyft mér að auðkenna fáein orð með breyttu letrq eða þá gæsarlöppum: „I hádegisfréttum Ríkisút- varpsins um daginn heyrðust eignarfallsmyndirnar „styrk- ingu“ og „sáningu" og þykir okkur eins og fleirum þessi eign- arfallsending kvenkynsnafnorða sem enda á ing orðin leiðinlega algeng. (1) Fyrir stuttu heyrðist á ein- hverri útvarpsstöðinni og síðar einnig á Stöð 2 tekið svo til orða að eitthvað hefði gerst „í gær- nótt“. Ætli þetta eigi ekki að merkja „í nótt“, „í nótt er leið“ eða „síðastliðna nótt“ svo dæmi séu nefnd um hvemig þetta hefði verið orðað á Syðribrekkunni og í Svarfaðardal í þá gömlu góðu daga? (2) Oft heyrist og sést á prenti að einhver ijárhæð (styrkur o.þ.h.) sé upp á svo og svo marg- ar krónur. Er einhver danska að skipta sér af íslenskunni í þessu orðalagi? Þetta er kannski ekki alvarlegt og iíklega hefur orða- lagið tíðkast lengi og ekki ástæða til að láta það ergja sig. (3) „Tildrög málsins eru sú“. . . - (Mbl. 11.7. ’95). Afskaplega finnst okkur þetta mikil fljót- færni ef blaðamaðurinn veit bet- ur._ (4) í einkar grautarlegri frétt í Tímanum 11.7. ’95 um bíl sem lagt hafði verið á hvolfi á tjald- stæði kemur fram að lögreglu- þjónn hefur verið spurður um „hvort einhveijir eftirmálar" hafi orðið. Ekki hyggjum við þetta eina dæmið um að ruglast sé á orðunum eftirmál og eftirmálar (eftirmáli). (5) Umsjónarmaður Gísli Jónsson 807. þáttur „Bát tók niðri,“ segir í Mbl. 11.7. ’95. Hér höldum við að blaðamaðurinn hafi vandað sig um of. (6) Óskaplega er orðinn algengur framburðurinn „ánna, skránna, brúnna" o.s.fiT. í stað ána, skrána, brúna o.s.frv. Fjölmörg fleiri dæmi af þessu tagi mætti nefna. (7) Hörður Einarsson tannlæknir heyrði í Laufskálaþætti um dag- inn: „Römm er sú taug er rékka dregur heimahaga til.“ Heyrði hann ekki betur en þetta væri sagt 1 fullri alvöru. (8) Vertu kært kvaddur.“ Frá umsjónarmanni: 1) Röng eignarfallsending þeirra ð-stofna, sem enda á ing, er orðin skuggalega algeng. Er þó enginn vandi að hafa ending- una ar hér eftir sem hingað til. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að fara til *drottningu eða setjast á rúmstokk *kerlingu? Ég bið menn bara að staldra við og gæta sín. Enn verra er þó hversu algengt er að verða að hafa enga eignar- fallsendingu. í fréttum hefur heyrst „til Þýskaland", „milli Akureyrar og Reykjavík" o.s.frv. Ég sé ekki betur en stórefla þurfi kennslu í beygingafræði. 2) Þá er það „gærnótt“. Ég veit ekki hvað þetta merkir, sbr. þá óvissu sem kemur fram í bréfi tvímenninganna. Ég hef heyit krakka nota þetta orð, en finn það ekki í orðabókum. Þá hef ég heyrt einstaka fullorðinn mann nota þetta nýlega og hélt að það væri af stráksskap, svona til að ergja málvöndunarmenn. En það angrar mig ekki neitt, enda auðvelt að vitna í orðin gærmorgunn og gærdagur. Mér finnst í fljótu bragði að „gærnótt" sé ekki bráðnauðsyn- legt orð. Mig dreymdi vel í nótt, hef ég sagt, og allir skildu mig. Sömuleiðis þegar ég sagði: Mig dreymdi vel í fyrri nótt. Auðvit- að geta menn líka sagt: Mig dreymdi vel í nótt sem leið. Hitt er annað, að undir þessum kring- umstæðum munu allir vita að nóttin er liðin. 3) Mér þykir þetta lítilvægt en svolítið tilgerðarlegt væri hins vegar að nota sögnina að nema í þessu sambandi. Stundum dug- ar ágætlega að hafa þarna sagn- irnar að vera og verða: Þetta eru (verða) tvær milljónir. 4) Þetta er kolrangt. Tildrög málsins eru þau, en forsaga þess sú. Lágmarkskrafa að blaða- menn kunni að beygja ábending- arfornafnið sá. 5) Svo era það „eftirmálarnir" nýju. Þessi vitleysa ergir mig. Tökum dæmi um rétt mál: Sem betur fór urðu engin eftirmál vegna atburðanna. Vandaður eftirmáli var í bókarlok. 6) Jú, þetta mun ofvöndun (hypercorrection). Bátinn rak að landi, en báturinn tók niðri. 7) Hljóðið n hneigist nú mjög til tvöföldunar (lengingar) á eftir breiðu (löngu) sérhljóði eða tví- hljóði og undan grönnu (stuttu). Mér þykir þetta leiðinleg breyt- ing, en held að erfitt verði við henni að sporna. Minni ég á í því sambandi að fyrir löngu varð þeiri að þeirri hári > hárri, stæri- > stærri, og mjög margir segja nú fleirri, en ekki fleiri. Eg veit ekki hvað veldur slíkum framburðarbreytingum. 8) í Ovid-þýðingu eftir Svein- björn Egilsson eru þessar minni- stæðu ljóðlínur: Römm er sú taug / er rekka dregur / föður- túna til. (Sbr. Ponto-bréf 1,4,3). ★ Hlymrekur handan kvað: Léttvæg er limra vor stundum og lafir sem rófa á hundum eða þyngist í klessu eins og klerkur í messu eða kleina úr tuttup pundum. Jakob F. Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.