Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 35 Undir- skrifta- söfnun á Akranesi UNDIRSKRIFTASÖFNUN fór fram á Akranesi dagana 20. og 21. ágúst síðastliðinn. Kveikjan að henni var þáttur RÚV þar sem l^allað var um mannréttindi í Kína. Undir- skriftalistar lágu frammi í nokkrum fyrirtækjum ásamt bönkum, bensínstöðvum og söluturnum. Texti undir- skriftalistans var svohljóð- andi: Áskorun til íslenskra stjórnvalda varðandi mann- réttindabrot í Kína. Við undirrituð förum þess á leit við ríkisstjórn íslands að hún beiti sér fyrir því að kínversk stjórnvöld bindi enda á mannréttindabrot sem viðgangast þar í landi. I fréttatilkynningu segir, að alls hafi safnast 143 undir- skriftir fólks á aldrinum 12-72 ára. Það er u.þ.b. 2,5% þeirra sem búsettir eru á Akranesi og samsvarar því að u.þ.b. 3.000 Reykvíkingar hefðu skrifað undir. Undirskriftalistarnir hafa verið afhentir Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Kveðju- messa í Digranes- kirkju KVEÐJUMESSA verður á morgun, sunnudag kl. 11, í Digraneskirkju. Séra Þorbergur Kristjáns- son kveður söfnuð sinn, en hann lætur af störfum sem sóknarprestur safnaðarins nú um mánaðamótin. Séra Þor- bergur hefur þjónað Digra- nesprestakalli síðan 1971, lengst af í Kópavogskirkju, en 25. september sl. var vígð ný og glæsileg kirkja safnað- arins við Digranesveg. Að lokinni messu verður kirkjugestum boðið til kaffí- drykkju í safnaðarsal kirkj- unnar. Djass o g blús á Kaffi Reykjavík BRYNDÍS Ásmundsdóttir jazz- og blússöngkona treður upp á Kaffí Reykjavík á sunnudagskvöldið. Með henni leika Carl Möll- er á píanó, Guðmundur Stein- grímsson á trommur og Þórð- ur Högnason á bassa. Fjórmenningarnir leika að- allega þekkta standarda. Hljómleikarnir hefjast klukk- an 22. FRÉTTIR Morgunblaðið/Runar Þór YORKSHIRE terrier-hundurinn Presstop’s Easy Going og eigandi hans, Elvar Jónsteinsson. Alþjóðleg hunda- sýning í Digranesi HUNDARÆKTARFÉLAG ís- lands heldur hundasýningu í íþróttahúsinu í Digranesi, Kópa- vogi, 3. september næstkomandi. Vegna sýningarinnar eru væntanlegir til landsins þrír hundadómarar, Ole Staunskjær og Birgit Roed frá Danmörku og Don Miller frá Englandi. Um er að ræða alþjóðlega sýningu, þar sem hundarnir geta fengið al- þjóðleg meistarastig, en aðeins tvær slíkar sýningar eru haldnar á ári. Skráningarfrestur er til 3. ág- úst og fer skráningin fram á skrifstofu félagsins, sem nýlega var flutt í Síðumúla 15, Reykja- vík. Skrifstofan er opin kl. 14-18 alla virka daga. Einnig er hægt að skrá þátttöku gegnum bréf- síma. Léku á fiðlu o g píanó fyrir fullu Safnahúsi Húsavík. Morgunblaðið. TÓNLEIKAR voru haldnir í sal Safnahússins nú nýlega. Það voru þau Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Urania Menelau píanóleikari sem léku fyrir fullu húsi áhorfenda við mjög góðar undirtektir. Hjörleifur hefur nýlokið tveggja ára námi við Pragkonservatoríið, en hann hlaut tékkneskan styrk. Hjörleifur stefnir að því að halda áfram námi hjá Petr Messiereur, en hann er einn eftirsóttasti fiðlu- leikari Tékka. Urania er fædd á Kýpur og hefur frá 16 ára aldri numið tón- list í sama skóla og verið styrkt til þess af tékkneska ríkinu. Þau hafa víða komið fram á tónleikum í Prag og léku meðal annars við opnun málverkasýning- ar Erros í Prag, að viðstöddum Havel forseta Tékka og Vigdísi Finnbogadóttur. Hjörleifur og Urania munu halda tónleika víðar á Norðurlandi. Morgunblaðið/Sverrir ÞÓRHALLUR Jósepsson, t.v., og Ari Arnórsson, ritsljórar Mótors með 1. tölublaðið. Mótor - nýtt bílablað TÍMARITIÐ Mótor er komið út í fyrsta sinn en það er helgað umfjöll- un um hvers kyns bifvélar, notkun þeirra og umhverfi. Útgefandi er Mótorrit hf. en að fyrirtækinu standa Fjölmiðlafélag Landssambands íslenskra aksturs- íþróttafélaga, Ari Arnórsson og Þórhallur Jósepsson. Þeir tveir síð- astnefndu eru jafnframt ritstjórar hins nýja tímarits. í Mótor eru greinar um fjöl- skyldubíla, sportbfla, fornbíla, vöru- bíla, rútur, kappakstursbíla, vinnu- vélar, mótorhjól, um aksturskeppn- ir, umferðarmál, réttindamál og menn og málefni. Meðal efnis í 1. tölublaði er út- tekt á öllum bílum sem kosta minna en eina milljón króna, reynsluakstur á Hummer á Skjaldbreiði og Ómar Ragnarsson skrifar um jeppa, jepp- linga og jeppla. Mótor er 100 blað- síður og kostar 645 kr. í lausasölu. Sláttur hafinn í Skaftárhreppi Víðast kal í túnum Hnausum. Morgunblaðið. SLÁTTUR er nú hafinn í Skaftár- hreppi, en yfirleitt er heyfengur lélegur. Kal er víðast í túnum eftir mikil ísalög í vetur og kalt vor. Þurftu nokkrir bændur að fara í endurræktun túna vegna kalsins. Illa hefur einnig sprottið vegna þurrka en nú hefur nokkuð ræst úr því. Veðráttan hefur verið hagstæð fyrir ferðamenn sem hafa verið all- nokkrir undanfarið. 1 haust á að fullgera tvo kíló- metra af veginum um Landbrot í Meðallandi og telja heimamenn það engan veginn nóg þar sem vegurinn er eins og versti fjallvegur þar sem hann er verstur. Topp- skórinn stækkar TOPPSKÓRINN í Veltusundi við Ingólfstorg hefur verið starfrækt- ur í 14 ár. í mars 1994 var útsölu- markaður opnaður í Austurstræti 20 og nýlega var útsölumarkaður- inn stækkaður og innréttingar endurnýjaðar. Opnunartíminn hef- ur verið lengdur og er opið frá kl. 9-18 alla virka daga. Samgöngunefnd Alþing- is á ferð um Vestfirði ísafjörði. Morgunblaðið. SAMGÖNGUNEFND Alþingis ásamt nokkrum embættismönnum er þessa dagana á ferð um Vest- firði til að kynna sér ýmis sam- göngumannvirki heimamanna sem og til að heyra hljóðið í heimamönn- um. Nefndin kom til ísafjarðar á mánudag og fór þaðan til allra þétt- býlisstaða á Vestfjörðum. Að sögn Einars Kr. Guðfinnssonar, for- manns samgöngunefndar, hefur það færst í vöxt að þingnefndir hafi farið í skoðunarferðir um land- ið til að kynna sér aðstæður og er ferð samgöngunefndar nú liður í starfí nefndarinnar. tæki Hæffleiki # heimilisl Rowenia Rowerifa ★ JAMES BURN INTERNATIONAL Efni og tæki fyrir nrite-é járngorma innbindingu. (tjj) J- ÁSTVRIDSSON HF. SKIfflOUl 33,105 REYKJAVÍK, SÍMI552 3580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.