Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 I DAG MORGUNBLAÐIÐ þráðlaus sími frá Hagenuk kr. 28.750.- §?rddiomidun Grandagarði 9 • Sími 511 1010 sitnan AUKAHLUTIR radiomidun Grandagarði 9 • Sími 511 1010 Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! Gámaveisla í Kolaportinu -ótrulega lágt verð á hundruðum vörutegunda Um síðustu helgi hófst mikil Gámaveisla í Kolaportinu, þar sem boðið er upp á mörg hundruð vörutegundir á sannkölluðu Kola- portsverði. Varan er flutt inn beint frá stórum dreifingaraðilum og í mörgum tilfellum er um þekkta merkjavöru að ræða, á verði sem er langt undir íslensku heildsöluverði. Gámaveislan heldur áfram um helgar eitthvað fram í ágúst og um þessa helgi bætist við heiU gámur af nýjum vörum sem eykur vöruúrvaUð enn frekar. Mikil aðsókn var íyrstu helgina í Gámaveislunni. Þekkt vörumerki og vönduð vara Þarna er að finna mikið úrval af garðvörum, útileiktækjum, leik- föngum, símum, útvarpstækjum, vekjarakiukkum, segulbandstækj- um, þvottaelhi, hillum, sælgæti og kexi og annari neysluvöru. "Mikið af vörunum er frá fram- leiðendum með vandaða vöru í háum gæðaflokki" segir Brynjar Guðmundsson sem stendur fyrir Gámaveislunni. "s.s. leikfanga- framleiðendum eins og Matchbox, Barbie, Sindy, Fisher Price, Disney, Playmobil, Crayola, Mattel og Chicco og búsáhöld og eldhústæki frá þekktum framleiðendum eins og Kenwood, Bosch, Thermos, Prestige, Elegance og Kingstel. Einnig úrval af fatnaði s.s. nær- fötum, sundfötum, skyrtum, úlp- um, íþróttaskóm, herrajökkum, jakkafötum, frökkum og kápum". Auk Gámaveislunnar verður hefðbundin sölustarfsemi í gangi með hátt í 200 söluaðilum. Kolaportið lokað um verslunarmannahelgina Að venju verður markaðstorgið lokað um verslunarmannahelgina. Opnað verður síðan aftur helgina 12.-13. ágúst með hátíðarbrag. Hjólahátíð 12.-13. ágúst í ágúst hefst skemmtilegasti tími ársins að sögn Guðmundar hjá Kolaportinu. Haldið verður upp á haustið með hátíðum og fyrsta hátíðin, Hjólahátíð verður í samstarfi við Bifhjólasamtök lýð- veldisins og Islenska fjallahjóla- klúbbinn helgina 12.-13. ágúst. Haustmarkaður Kolaportsins Sérstakur haustmarkaður verður opinn írá 26. ágúst til 17. september og þá bætist við fjöldi nýrra aðila með spennandi skóla- og haustvörur. Markaðstorgið verður einnig opið á virkum dögum þann tíma sem haust- markaðurinn stendur yfir. Hraðbanki Búnaðar- bankans í Kolaportinu Búnaðarbankinn hefur sett upp hraðbanka í Kolaportinu og nú er hægt að fá þar alla hefðbundna hraðbankaþjónustu. Með morgunkaffinu Ást er . .. símbréf lífsins. TM Ftog. U.S. Psl Olf. — aU hghts resoived (c) 1995 Loa Artgetes Timo* Syndical* LEIÐRÉTT Messudagar vígsluðust í fréttatilkynningu frá Biskupsstofu í blaðinu á fímmtudag, var sagt að biskup messaði í Haga- kirkju kl. 16 á þriðjudag og miðvikudag í Skarðs- kirkju kl. 16. Hið rétta er að messað verður á þriðju- dag í Skarðskirkju og á miðvikudag í Hagakirkju, en tímasetning er hin sama. Þetta leiðréttist hér með. Vettlingar úr bók Elsu í Daglegu lífi í gær, á síðu B 5, láðist að geta þess í grein um pijónamennsku og íslenska verkiðn að vettlingar sem prýddu textann væru úr bókinni íslenskum útsaum eftir Elsu Þ. Guðjónsson. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Ungtemplarar í Galtalæk Vegna samantektar um skipulögð hátíðarhöld um verslunarmannahelgina skal áréttað að Islenskir ungtemplarar sjá um Bind- indismótið að Galtalæk í samstarfi við Umdæmis- stúku Suðurlands nr. 1. og hafa gert í yfir 30 ár. Að- göngumiðinn á hátíðina kostar 4.500 krónur og er það leiðrétt hér með. Þá skal það áréttað að ekkert kostar inn á Neistaflug ’95 á Nes- kaupstað. Landsmót hvítasunnumanna Aðgangseyrir á KOTMÓT hvítasunnumanna í Fljóts- hlíð er einungis 200 krónur en ekki 5.000 eins og sagt er í samantekt um hátíða- höld verslunarmannahelg- arinnar. Beðist er velvirð- ingar á þessum leiðu mis- tökum. Brjóstagjafarvika í Daglegu lífi í gær var talað um að bijóstagjaf- arfélagið La Leche League stæði að bijóstagjafarvik- unni sem hefst þann 1. ágúst nk. Það eru hinsveg- ar samtökin World alliance for breast feeding action (WABA) sem formlega standa að uppákomunni. Rangt föðurnafn í frásögn af félögunum Ágústi Ólafssyni og Dúa Björnssyni sem eru að gera upp gamla svifflugu í Dag- leg^u lífi í gær var rangt farið með föðumafn á ein- um stað. Kristján Aðal- steinsson heitir maðurinn sem átti verkstæðið þar sem byijað var að smíða sviffluguna Grunau 9, en hann var einn af stofnend- um Svifflugfélags Akur- eyrar. Pennavinir HOLLENSKUR efnafræð- ingur með eigið fyrirtæki vill skrifast á við konur: Mark Righton, Eiber 14, 2411 LA Bodegraven, Holland. SAUTJÁN ára Ghanapiltur með áhuga á íþróttum, tón- list, dansi og bókalestri: Godfried Sam, Apewosika Avenue, P.O. Box 017, Cape Coast, Ghana. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Húfa tapaðist HVÍT telpuhúfa/hattur með pífu að framan og opin í hnakka fyrir eins árs barn tapaðist 3. júlí sl. á leið um Vesturgötu, Hafnarstræti að Kalk- ofnsvegi (SVR - leið 111). Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 5337 eða 553 5102. Gullhringur tapaðist í Heiðmörk GULLHRINGUR úr rauðagulli með skrauti úr hvítagulli tapaðist á göngustígnum í Heið- mörkinni um fjögurleyt- ið miðvikudaginn 27. júlí. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 564 1256. Handklæði tapaðist HANDKLÆÐI hvarf í Suðurbæjarlaug í Hafn- arfirði sl. mánudag. Handklæðið er hvítt og á því er merki Karate- deildar Hauka. Einnig er saumað nafni „Ari“ í handklæðið. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 565 3503. Gæludýr Páfagaukur tapaðist PÁFAGAUKUR hvarf frá Hverfisgötu 47 á fimmtudagsmorguninn. Páfagaukurinn er ljós- blár og mjög gæfur. Fuglsins er sárt sáknað og ef einhver hefur orð- ið var við hann vinsam- legast hringið í síma 561 2612 eða 551 2067. Kettlingar fást gefins TVEIR yndislegir kettl- ingar fást gefins. Þeir eru kassavanir og vel að sér í Sturlungu. Uppl. SKÁK Uinsjón Margcir Pétursson • b C d • I g HVÍTUR ieikur og vinnur Staðan kom upp á World Open skákmótinu í Fílad- elfíu í Bandaríkjunum um síðustu mánaðamót. Arnar E. Gunnarsson (2.135) var með hvítt og átti leik, en Bandaríkjamaðurinn B. Ash hafði svart. 19. Hxd7! - Rxd7 20. Dg4 - g6 21. Rh6+ - Kg7 22. fxe5 - Rxe5 23. Rd5! - cxd5 24. Hxf7+ — Kh8 25. Dd7 og svartur gafst upp því hann er óveijandi mát á h7. Bandaríski stórmeistar- inn Alexander Yermol- insky,' fæddur í Sánkti Pétursborg í Rúss- landi, sigraði á mótinu. Átta Islendingar voru á meðal keppenda. í opna flokknum, þar sem Ijölmargir stór- meistarar kepptu, hlaut Arnar Gunnars- son fimm og hálfan vinning af níu mögu- legum, Magnús Orn Úlfarsson og Jón Vikt- or Gunnarsson hlutu 5 v., Björn Freyr Bjömsson fjóran og hálfan vinning og Bergsteinn Einarsson 4 v. í flokki 2.000-2.200 stiga, hlaut Ríkharður Sveinsson fimm og hálfan vinning og Bjöm Þorfinns- son 5 v. í flokki 1.800- 2.000 stiga keppti Davíð Ólafur Ingimarsson og hlaut hann fimm og hálfan vinning. Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkveija, sem er nýlega fluttur heim eftir dvöl í erlendri stórborg, hafði á orði að það væru viðbrigði að koma út úr húsi á morgnana í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hann býr núna. Hann hefði verið vanur því að koma beint út í iðandi mann- þröngina, en nú liði honum eins og í draugabæ þegar hann kæmi út árla morguns. Kunninginn hafði sömuleiðis orð á því að íslendingar notuðu bíla svo mikið að varla sæist hræða á gangi. xxx HANN bætti svo við að fátt sliti því reykvískum gang- stéttum nema ef vera kynni starfs- menn rafmagnsveitunnar, vatns- veitunnar, símans og hitaveitunn- ar, sem rifu þær upp í tíma og ótíma vegna einhverra lagnafram- kvæmda undir þeim. Það rifjaðist upp fyrir Víkveija þegar hann starfaði við að helluleggja gang- stéttir og horfði stundum á starfs- ménn einhverrar af áðurnefndum stofnunum rífa upp nýlagða stétt. Sömuleiðis var ekki óalgengt að síminn byrjaði á að grafa skurð og moka ofan í hann aftur til þess að rafmagnsveitan eða hitaveitan gætu grafið sama skurðinn ein- hveijum dögum síðar. Gæti hugs- azt að samræmingu skorti hjá opinberum aðilum varðandi verk- legar framkvæmdir? xxx Ú ER sá tími, sem gatna- framkvæmdir standa sem hæst í borginni. Víkveija finnst áberandi að starfsmenn borgar- innar eða verktakafyrirtækja, sem starfa á hennar vegum, standi ekki nógu vel að merkingum vegna hindrana, sem þeir setja á ak- brautir. Það er alltof algengt að ökumenn þurfi að snarhemla þeg- ar þeir koma að umferðarkeilum, búkkum eða hreinlega opnum skurðum á götunum, þrátt fyrir að í lögum og reglum segi að vara eigi menn við slíku með góðum merkingum. xxx OFT HEFUR Víkveiji fundið að einokunarsölu áfengis hér á landi og hnýtt í Áfengis- og tób- aksverzlunina sem birtingarmynd vitlausrar áfengisstefnu. Það er hins vegar ástæða til að hrósa fyrirtækinu fyrir lipra þjónustu við þá, sem standa í flutningum og þurfa að sníkja tóma pappakassa. Áfengiskassar eru af hentugri stærð til að flytja t.d. bækur og verða yfirleitt mátulega þungir. Starfsfólk ÁTVR tekur flytjendum ævinlega af ljúfmennsku og hjálp- ar þeim jafnvel að hlaða tómum kössum í bílinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.