Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAU GARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 5 OPEL FRÉTTIR Grundfirð- ingar vilja samvinnu við Krossvík NIÐURSTAÐA liggur ekki fyrir um framtíð útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtækisins Krossvíkur hf. á Akra- nesi. Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði hefur leitað eftir auk- inni samvinnu við fyrirtækið. Akraneskaupstaður á Krossvík hf. en fyrirtækið var stofnað upp úr frystihúsi Hafarnarins. Hjá fyrir- tækinu vinna á annað hundrað manns og það gerir út togaránn Höfðavík. Bærinn veitti Krossvík nýlega ábyrgð fyrir 30 milljóna kr. láni til að bæta lausafjárstöðu fyrir- tækisins. Gunnar Sigurðsson, for- seti bæjarstjórnar á Akranesi, segir að rekstur fyrirtækisins sé í sama farvegi og gert var ráð fyrir við myndun núverandi meirihluta, stað- an sé ekkert verri en reiknað var með. Skoðað á næstunni Gunnar segir að framtíð fyrir- tækisins verði skoðuð í byrjun ág- úst, þegar tölur um reksturinn fyrstu sex mánuði ársins liggja fyr- ir. Gert er ráð fyrir að það verði ekki seinna en 11. ágúst. Gunnar staðfestir að Guðmundur Runólfs- son hf. í Grundarfirði hafi sýnt áhuga á auknu samstarfi við Kross- vík. Segir hann að málin verði skoð- uð með opnum huga með það að markmiði að vinnan og kvótinn haldist í bænum. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haralds Böðvarsson- ar hf., segir aðspurður að fyrirtæk- ið hafi ekki fengið formlegt erindi um að koma inn í rekstur Krossvík- ur. Hann hefði áhuga á að skoða málið ef það væri vilji bæjaryfir- valda. ♦ ♦ ♦----- Engin áform um að selja Rafveitu Hafnarfjarðar KVITTUR hefur verið uppi um að selja eigi Rafveitu Hafnarfjarðar til að bæta skuldastöðu bæjarins og að hugsanlegir kaupendur séu RARIK, Rafmagnsveita Reykja- víkur eða Orkuver Suðurnesja. Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir hins vegar að um orðróm sé að ræða. Ingvar segir að lausleg athugun hafi farið fram fýrir tveimur árum á stöðu rafveitunnar og að í vetur hafi farið fram nokkuð ítarleg skoðun á stöðu veitunnar, m.a. annars var fengið sérfræðiálit. Hann segir að menn hafi reglulega velt fyrir sér verðgildi veitunnar en að ekkert sérstakt sé í deigl- unni nú. Fornmunir frá Keldum færðir til viðgerðar fyrir 17 árum Stór hluti munanna hefur ekki skilað sér FYRIR um 17 árum var flutt tals- vert magn fornmuna, m.a. rokk- ar, strokkar, kistur og fleira úr búri, baðstofu og stofu gamla bæjarins að Keldum á Rangár- völlum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins átti að gera við munina eftir því sem þörf var á. Þrátt fyrir að munirnir séu í eigu Þjóðminjasafns hafa menn staðið í þeirri trú að þeir tilheyri gamla bænum að Keldum, allavega inn- anstokksmunir og aðrir sem þola vistina þar, og að safninu beri því að skila þeim. Þrátt fyrir fyr- irspurnir á sl. árum hefur safnið hvorki getað gefið skýr svör um hvenær né hvort mununum verði skilað eftir 17 ára fjarveru frá Keldum. Gamli bærinn að Keldum er einn hinn elsti sinnar tegundar á Morgunblaðið/Sverrir GAMLI bærinn á Keldum er einn sá elsti sinnar tegundar á landinu. landinu, að stofni til frá 12. öld. flestar fornar byggingar á ís- Hann er opinn ferðamönnum og landi. í umsjá Þjóðminjasafns eins og Að sögn Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar er það stefna safnsins að munir séu hafðir í sínu upprunalega umhverfi ef það er öruggt og mununum er borgið. Þór segir að þeir munir sem hér um ræðir hafi verið flutt- ir frá bænum til viðgerðar um svipað leyti og viðgerð á bænum fór fram. Drjúgur hluti hafi kom- ið aftur, nýjar ábreiður voru ofn- ar á rúm og fleira mætti nefna. „Hins vegar eru gamlir torfbæir ekki öruggir geymslustaðir fyrir viðkvæma hluti, vegna raka og kulda, þó svo að gamlir torfbæir, svo sem Glaumbær, hafi þjónað sem byggðasöfn,“ segir Þór. Hann segir enn fremur að mat manna á sínum tíma hafi verið að ekki bæri að skila fleiri hlutum til Keldna. En ekkert væri því til fyrirstöðu að endurmeta stöðuna. Ðílasýning laugardag og sunnudag kl. 14-17 Opel „Ábur en við ákvábum okkur skobubum vib bílamarkabinn vandlega. Niburstaban var afgerandi - Opel kom best út" 1 Birgir Þór Bragason, Umsjónarmaöur Mótorsport þátta sjónvarpsins. Aukahlutir á mynd: Álfelgur, samlitir stuðarar og vindskeið Kr: 1.095.000. Opel Corsa 1,4 3ja dyra Sértilbob: Vorum ab fá mikib úrval fallegra aukahluta sem vib seljum nú á frábæru tilbobsverbi. Opel Astra 3ja dyra Aukahlutir á mynd: Álfelgur, samlitir stuðarar og vindskeið Kr. 1.167.000.- Opel Astra 5 dyra Opel Astra 4ra dyra Opel Astra station sjálfskiptur kr. 1.253.000.- kr. 1.346.000,- kr. 1.514.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.