Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 9
FRETTIR
Grunsemdir um skaðsemi plastfyllinga
Gætu haft
estrogenvirkni
Dans, dans, dans
Ertu strákur?
Keppirðu í samkvæmisdönsum?
Vantar þig góða og áhugasama dömu?
Eg er 14 ára og 147 sm. há. Mig vantar dansherra til að æfa með
og keppa í ballroom og latín dönsum með frjálsri aðferð.
Hafðu samband í síma 567 1042.
GRUNNSEMDIR hafa vaknað um
að plastfyllingar í tönnum geti vald-
ið heilsutjóni. Þetta kom fram á ráð-
stefnu um hliðarverkanir plastefna
sem haldin var í Kaupmannahöfn
nú í sumar.
Plastfyllingarefni innihalda mikið
af óvirkum fylliefnum auk þeirra efna
sem mynda eiginleika plastsins og
er Bisphenol-A-Glycidyl-dimethacryl-
at, (Bis-GMA), eitt þeirra. Eitt af
niðurbrotsefnum Bis-GMA er Bisp-
henol A en það hefur estrogenvirkni.
Talið er að samband sé á milli Bisp-
henols A annars vegar og ákveðinna
krabbameina s.s. bijóstakrabbameins
og þess að sæðisfrumum í körlum
hefur fækkað umtalsvert á undan-
förnum áratugum hins vegar.
Á ráðstefnunni var kynnt nýleg
en óbirt rannsókn sem gerð var við
Granadaháskóla á Spáni. Fram kom
að líkur eru á að Bisphenol A hafi
estrogenverkun ef það kemst í blóð-
rásina. Samkvæmt rannsókninni fer
alltaf eitthvað af tannfyllingarefni
út í munnvatnið þegar það er sett i
tennur eða þegar fyllingar brotna
niður en þaðan getur það eða niður-
brotsefni þess borist út í blóðrásina.
Að sögn Magnúsar Gíslasonar,
yfirtannlæknis hjá heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu, eru
plastfyllingar töluvert notaðar hér á
landi og eru þær t.d. mikið notaðar
í framtennur. Skorufyllur séu einnig
mikið notaðar hérlendis. Þær inni-
haldi fyrst og fremst plastefni og
lítið af fylliefnum og segir Magnús
að notkun þeirra hafi gerbreytt
ástandi tanna til hins betra frá því
sem áður var.
Tannskemmdum fækkar
Magnús segir að best sé að fyrir-
byggja tannskemmdir þannig að
ekki þurfi að setja fyllingar í tennur
enda hafi heilbrigðisyfirvöld hér á
landi valið þá leið.
„Það hefur skilað þeim árangri
að tannskemmdum hefur fækkað um
Opnað fyrir 800-
númer til
Bandaríkjanna
Notand-
inn greið-
ir símtalið
PÓSTUR og sími hefur gert
samkomulag við bandaríska
símafyrirtækið Sprint um að
opna fyrir hringingar frá ís-
landi í svokölluð 800-númer
eða græn númer í Bandaríkj-
unum. Símtölin eru þó ekki
gjaldfijáls heldur verður að
greiða fyrir þau sama verð og
fyrir önnur símtöl vestur um
haf.
Að sögn Guðbjargar Gunn-
arsdóttur, upplýsingafulltrúa
Pósts og síma, eru flest fyrir-
tæki i Bandaríkjunum með
800-númer. Hingað til hafi
ekki verið hægt að hringja í
þessi númer utan Bandaríkj-
anna en iðulega sé þetta eina
númerið sem gefið sé upp í
auglýsingum frá fyrirtækjun-
um, til dæmis í tímaritum.
Guðbjörg segir að þegar
hringt sé í þessi númer fái sím-
notandinn samband við sím-
svara þar sem segir að símtal-
ið sé ekki gjaldfrítt heldur
verði notandinn sjálfur að
greiða fyrir það.
70% á undanförnum þrettán árum
þótt ennþá skemmist hjá okkur fleiri
tennur en t.d. hjá hinum Norður-
landaþjóðunum og Bandaríkjamönn-
um. Við verðúm því enn um sinn
að nota tannfyllingarefni með kost-
um þeirra og göllum,“ segir Magnús.
Talsvert er nú rætt, t.d. í Dan-
mörku, um plastfyllingar og hugs-
anlega skaðsemi þeirra. Umræðurn-
ar tengjast m.a vangaveltum um
skaðsemi plastefna yfirleitt t.d.
þeirra plastefna sem eru í gosflösk-
um.
MaxMara marjna r}n/\ldi
Haust og vetrartískan 1995!
Opiðídagkl. 12-15.
Mari
Hverfisgötu 52 -101 Reykjavik - Sími 562 2862
ALA
Okkar árlega stórútsala á
pottaplöntnm er tLafin.
Allar pottaplöntnr á stór-
lækknðn verði.
Sýnishom
juit að
afsláttur
Verðdæmi:
Verð Verð
áður kr. nú kr.
Drekatré (45 cm) m 374
Fíkus (70 cm) LM) 990
Burknar (stórir) LH25 699
Burknar (minni) m 299
Gúmmítré ,800 499
Jukka (50 cm) m 396
Jukka (90 cm) L276 720
Króton 088' 599
Schefflera 800' 499
Aspas TOCf 399
Friðarlilja (stór) L60Ö 799
Fíkus (tvílitur) 725" 399
stórir og flottir frá kr.
aðeins kr. 396
I8S32®®
&£!***?
$
<0
bllérD€»ydl
Nýtt kortatímabiL