Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 39 FRÉTTIR Vistvæn framleiðslulína Ráðstefna um jökul- rof og framburð Á SÝNINGUNNI Iðnaði ’95 á Hrafnagili kynnir Folda hf. nýja fatalínu sem kemur á markað í íok ágúst og nefnist hún Folda Natura. Þetta er vistvæn framleiðslulína sem er afrakstur vöruþróunarverk- efnis Foldu og Iðntæknistofnunar íslands. Við framleiðsluna er notað ullarband úr ólitaðri og óbleiktri íslenskri ull sem er sérframleidd fyrir Foldu og með nýjum prjónavél- um er hægt að nýta áður ónýtta möguleika í vélprjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Árna A. Arasyni, markaðsstjóra Foldu, er hugmyndin með fram- leiðslu og markaðssetningu hinnar nýju línu að bjóða gæðafatnað úr alíslensku hráefni þar sem sérkenni íslensku ullarinnar fá að njóta sín til hins ítrasta og ströngustu skil- yrði um vistvænan fatnað eru upp- fyllt. Náttúrulegt hráefni Folda Natura verður þannig tákn fyrir klassískar flíkur úr náttúrlegu hráefni fyrir fólk sem er meðvitað um tískusveiflur og áhrif hefðbund- innar fataframleiðslu á líkamlega vellíðan og umhverfisþætti. „íslensk ull er létt og einangr- andi og við rétta vinnslu heldur hún eðlislægri mýkt. Litarefni, bleiking og þvottur með kemískum efnum hefur mikil áhrif á mýkt og áferð hráefnisins til hins verra. Af þessum sökum höfum við sniðgengið þessa áhrifavalda. Þá notum við tvinna og fatamerkingar úr bómull ásamt því að öll kynningargögn eru úr endurunnum pappír, að ógleymdum handunnum tölum úr íslensku dýra- horni,“ sagði Ámi. RÁÐSTEFNA á vegum Alþjóð- lega Jöklarannsóknafélagsins um jökulrof og framburð jökla og jök- uláa verður haldin í Reykjavík dagana 20. til 25. ágúst. Að ráð- stefnunni standa Háskóli íslands, Jöklarannsóknafélag íslands, Vegagerðin, Veðurstofan, Orku- stofnun og Landsvirkjun. í tengslum við ráðstefnuna verður jöklafræðingnum Anthony J. Gow afhent viðurkenning Al- þjóða jöklarannsóknafélagsins, Seligman krystailinn, fyrir fram- lag hans til jöklarannsókna. Af- hending viðurkenningarinnar fer fram í Þingstofu Hótel Loftleiða þriðjudaginn 22. ágúst kl. 20.30. I kjölfar hennar flytur Gow erindi um krystalbyggingu íss og sýnir litskyggnur af snjókrystöllum, jökulís, ís af ám og stöðuvötnum og hafís. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og er öllum opinn. KENNARAR Kramhússins f.v. Elva Lilja Gísladóttir, Sigurd Barrett og Soffía Vagnsdóttir. Kennaranámskeið í Kramhúsinu íslensk frímerki á Veraldarvefnum KENNARANÁMSKEIÐ Kram- hússins verður haldið 26. til 29. ágúst og þriggja daga aukanám- skeið 30. ágúst til 1. september. Á námskeiðinu er unnið með tónlist, dans, leiklist og spuna og segir í fréttatilkynningu að áhersla sé lögð á að örva og virkja sköp- unargleði þátttakenda. Gestakennari námskeiðsins er Sigurd Barrett frá Danmörku. NÚ ER hægt að skoða og panta íslensk frímerki á Veraldarvef Al- netsins. íslenska póststjórnin er fyrsta póststjórn í Evrópu sem kem- ur sér upp sérstakri frímerkjasíðu á netinu og er tilgangurinn sá að bæta þjónustu Frímerkjasölu við áskrifendur víða um heim og afla nýrra áskrifenda. Margar póststjórnir í Evrópu vinna um þessar mundir að því að koma frímerkjatengdum upplýsing- um á netið, en aðeins er vitað um þrjár, sem kynna frímerki á Ver- aldavefnum, Bandaríkin, Kanada og ísrael. Hægt er að finna heimas- íðu Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara á Alnetinu og jafn- framt er ijöldi áhugamanna um frí- merkjasöfnun hvaðanæva að úr heiminum með heimasíður á netinu. Á íslensku frímerkjasíðunum er hægt að skoða öll frímerki sem fáanleg eru hjá Frímerkjasölu Pósts og síma. Hægt er að panta þessi frímerki og jafnframt lesa nýjar sölutilkynningar og aðrar frí- merkjatengdar upplýsingar á fimm tungumálum. Sérstakar upplýs- ingar eru ætlaðar fólki sem er að byija að safna frímerkjum. Fylgst er með umferð á frímerkjasíðum Pósts og síma og í ljós hefur komið að daglega skoða mörg hundruð manns hvaðanæva að úr heiminum þessar síður. Stefnt er að því að birta ítarlegar upplýsingar um íslensk frímerki fyrir þá safnara sem hafa aðgang að tölvum og eiga þeir þannig að geta fylgst með öllum nýjungum hjá Frímerkjasölunni. Slóðin til ís- lensku frímerkjasölunnar er: http://www.simi.is/postphil. Net- fang og rafpóstur er: postphil- simi.is. Eigendaskipti að Absalon EIGENDASKIPTI hafa orðið á hárgreiðslustofunni Absalon, Urðarholti 4, Mosfellsbæ. Eigend- ur stofunnar eru Elín Björk Ein- arsdóttir sem áður rak hársnyrti- stofuna Paraprýði og Hafdís Heið- arsdóttir. Boðið er upp á alhliða hársnyrtingu fyrir dömur og herra á öllum aldri. Stofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 18 eða eftir samkomulagi. FYRSTA stjórn klúbbsins f.v. Gunnar Kristjánsson, Bent Russel, Friðrik Rúnar Friðriksson, Páll Guðmundsson formaður og Magnús Álfsson. Golfklúbbur stofn- aður í Grundarfirði Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson BERGUR Sigmundsson, bakarameistari, ásamt tveimur starfs- stúlkum, Sif Sverrisdóttur, til vinstri, og Jóhönnu Ágústsdóttur. Vilberg kökuhús í nýtt húsnæði Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. STOFNFUNDUR goifklúbbs í Grundarfirði var haldinn 27. júlí sl. Á fundinn mættu rúmlega 30 manns. Nokkrir Grundfirðingar hafa stundað golfíþróttina sem félags- menn í Golfklúbbnum Jökli Ólafsvík um 20 km leið frá Grundarfirði. Snemma á þessu ári fór bóndinn í Suður-Bár að huga að golfvallargerð á jörð sinni í kjölfar þess að hann ákvað að hætta búskap. Kom þá strax fram áhugi fyrir stofnun golf- klúbbs í Grundarfirði. Á stofnfundinum var kosin fimm manna stjórn og tveir endurskoðend- ur. Mun stjórnin starfa fram að aðal- fundi sem áformað er að halda sam- kvæmt lögum klúbbsins í lok október NÆSTKOMANDI sunnudag verður farin síðasta gönguferðin um Innbæ- inn á vegum Minjasafnsins á Akur- eyri í sumar. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi kl. 13. Gengið verður um gömlu kaupstaðarlóðina, inn eft- ir Fjörunni og endað við Minjasafnið. Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Laxdalshús verður opið kl. 13-17 á sunnudaginn. Þar hangir uppi ljós- myndasýningin „Akureyri-svip- eða byijun nóvember. Hina nýju stjórn skipa: Páll Guðmundsson for- maður, Friðrik R. Friðriksson vara- formaður, Gunnar Kristjánsson rit- ari, Bent Russel gjaldkeri og Magnús Álfsson meðstjórnandi. Endurskoð- endur eru Dóra Haraldsdóttir og Erna Njálsdóttir. Eitt helsta verkefni stjómarinnar fram að aðalfundi verður að ganga frá samningi við landeigendur í Suð- ur-Bár um notkun golfvallarins. Hannes Þorsteinsson golfvallahönn- uður og kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands hefur hannað og teiknað níu holu völl í Suður-Bár. Um leið og völlurinn verður tilbúinn má vænta þess að haldið verði opnunarmót. myndir úr sögu bæjar“ og einnig er boðið upp á sýningu á myndbandinu „Gamla Akureyri“. Minjasafnið á Akureyri er opið daglega kl. 11-17 og á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum til ágúst- loka. Sigurhæðir, minningarsafn um Matthías Jochumsson skáld og prest, verða opnar alla daga kl. 14-16 til 15. september. Fræupp- skera land- græðslu- jurtaer að hefjast NÚ ER hafin uppskera á fræi af landgræðslujurtum. Lúpínan er fyrst þeirra til að þroska fræ, en síðan fylgja grastegundirnar mel- gresi, beringspuntur og túnving- ull, segir í fréttatilkinningu. Þrátt fyrir afar óhagstætt tíðar- far í vor og fram eftir sumri, er þokkalegt útlit með uppskeru á Suðurlandi en væntanlega verður ekki uppskorið melfræ á Norður- landi vegna þess hve seint voraði þar. Uppskera á Mýrdalssandi Mánudaginn 21. ágúst hefst uppskera á Mýrdalssandi á því svæði sem versta sandfokið hefur verið á undanförnum árum. Landgræðslan og Vegagerðin hafa á síðustu árum sáð þar mel- fræi, lúpínu, túnvingli og ber- ingspunti til heftingar sandfoks og vonast Landgræðslan eftir góðri uppskeru á þessum sáðslétt- um á næstu dögum. Einstakur árangur Það hlýtur að teljast einstakur árangur miðað við þær erfiðu að- stæður sem þar er við að etja. Þrátt fyrir viðamikla sandgræðslu þessara stofnana á undanfömum árum hefur þó aðeins verið sáð í um 1% af flatarmáli alls Mýrdals- sands. VILBERG-kökuhús flutti starfsemi sína fyrir skömmu í nýtt húsnæði að Bárustíg 7 í Eyjum. Þar er öll starfsemi fyrirtækisins undir einu þaki, bakarí á efri hæð en pökkun, afgreiðsla og lítill salur, þar sem hægt er að setjast við borð og fá sér kaffi og meðlæti, á neðri hæðinni. Hjónin Bergur Sig- mundsson, bakara- meistari, og Vilborg Gísladóttir hafa átt og rekið Vilberg í 13 ár. I fyrstu var bakaríið við Vestmannabraut en síðustu ár hefur það verið í iðnaðarhúsnæði við Flat- ir. Þennan tíma hefur verslunin ver- ið staðsett annarstaðar og hefur því þurft að flytja öll brauð og kökur frá bakaríinu í verslunina en auk þess eru brauð og kökur frá Vilberg seld í öllum matvöruverslunum í Eyjum. Júlía Andersen, innanhús- arkitekt, hannaði breytingar á hús- næðinu en öll smíðavinna var í hönd- um Spóns sf., sem er í eigu Þórarins Axels og Þorsteins Björgvinssonar. Egill Egilsson, trésmíðameistari, tók einnig þátt í trésmíðavinnu, Þor- steinn Þorsteinsson, sá um raflagn- ir, Viðar Einarsson um málningar- vinnu og Þórarinn Þórhallsson um pípulögn. Gönguferð um Innbæinn Akureyri. Morgunblaðið Salurinn í Vilberg kökuhúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.