Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 37 Risafífill Ligularia Macrophylla HVERT vaxtartímabil í garðinum hefur sitt sérstaka yfirbragð. Þær jurtir sem blómstra fyrst á vorin eru flestar fíngerðar og smávaxnar, en eft- ir því sem líður á sumarið verða þær plöntur, sem eru mest áberandi í garðinum, stærri og stærri. Ág- úst er mánuður risanna. Þótt ótrúlegt megi virðast, eru það margar tegundir blómjurta, sem verða 1,5 m á hæð eða meira. I fljótu bragði kemur fram í huga minn bjarnakló, risamjaðurt, skessujurt, gígjarkollur, riddara- spori og bláfífill. Ég hef safnað saman í beð nokkrum stórvöxnum náungum, sem flestir skarta sínu fegursta í ágúst. Þessir náungar vekja stundum furðu þeirra, sem framhjá fara og ég er jafnvel spurð: Hvaða risafífill er þetta eiginlega? - því mörgum er tamt að grípa til orðanna fífill eða sóley þegar um blóm er að ræða. Risafífill, svara ég að bragði. Þá halda sumir, að ég sé að svara út úr, en þessi ná- ungi heitir einmitt risafífill. Risafíf- illinn er skyldur túnfíflinum okkar. Þar sem hann tilheyrir körfublóma- ættinni eins og túnfífillinn, en er af ættkvísl sem heitir Ligularia á latínu, en hefur verið kölluð skjald- meyjarblóm á íslensku. Hvers vegna i ósköpunum veit ég ekki, helsta skýringin sem ég hef látið mér detta í hug er að blöðin, sem geta verið æði stór, minni á dömuskildi, sem henti þá skjald- meyjum. Þessi ætt- kvísl kallast nökke- tunga á Norðurlönd- um, sem myndi út- leggjast nykurtunga. Þar er komið nafn, sem bæði vísar til kjörlendis og latnesks nafns jurtarinnar og er því meira lýsandi en skjaldmeyjarheitið okkar. Ættkvíslin Ligular- ia hýsir 80-100 teg- undir. Flestar þeirra eiga uppruna sinn í Asíu, einkum Kína, Japan eða Síberíu, en þó mun a.m.k. ein tegund vaxa villt í Evr- ópu. Þó er aðeins lítill hluti þessar- ar ættkvíslar sem vinsæll er sem garðjurtir. Allmargar tegundir hafa verið reyndar hérlendis, bæði í grasagörðunum á Akureyri og í Reykjavík og hjá einstaklingum. Skjaldmeyjarblóm, sem eru svip- miklar jurtir, hafa reynst hér bæði harðgerð og langlíf. Risafífíllinn minn er t.d. nálægt fermingu. Helsta sérkenni þessarar ættkvísl- ar er ekki blómin heldur blöðin, sem oft eru geysistór. Blöðin, sem oft- ast hafa langan legg, mynda hvirf- ingu, sem blómstöngullinn vex upp úr. Stór blaðkan er oft hjarta- eða nýralaga, aðeins smátennt, en hjá öðrum tegundum mikið skert, lik- ust sóleyjarblaði. Á stönglinum eru oftast nokkur blöð, sem minnka eftir því sem ofar dregur. Blóm- stönglamir eru langir, oftast meira BLÓM VIKUNNAR 316. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir en 1 m. Blómin eru í ýmsum gulln- um litbrigðum. Blómskipunin er sett saman úr mörgum biómkörf- um. í smákörfunum eru tvenns konar blóm, líkt og hjá baldurs- bránni íslensku, pípukrýnd hvirfil- blóm og tungukrýnd jaðarblóm, en latneska heitið Ligularia þýðir ein- mitt lítil tunga. Risafífillinn - Ligularia macrop- hylla er stærsti meðlimurinn í skjaldmeyjarblómafjölskyldunni hérlendis. Blöðin hans minna á fíflablöð að því leyti að blaðkan teygist niður eftir blaðleggnum al- veg til jarðar. Blöðin eru aflöng, þykk, blágræn að lit. Blaðjaðrarnir eru smátenntir en að öðru leyti er blaðkan heil. Til gamans mældi ég stærstu blöðkuna um miðjan ág- úst. Hún reyndist 150 sm á lengd en 40 sm þar sem hún var breið- ust. Blómstöngullinn var hins vegar 240 sm á lengd. Blómskipanin á risafíflinum er þéttari og blómin smærri en á ýmsum þekktum ætt- ingjum svo sem tröllkonublómi, L. wilsoniana. Það gefur auga leið að svona stórvaxin jurt þarf allmikið olnbogarými og skjaldmeyjarblóm- in njóta sín jafnvel best stakstæð. Þeim má ekki ætla þurrasta staðinn í garðinum, þar sem þau kjósa helst deigan jarðveg, þó ekki gegnsósa. I samræmi við þetta virðast þau dafna betur sunnan lands en norðan, þar sem oft eru þurrkasumur. Skjaldmeyjarblóm gera ekki miklar sérkröfur til jarð- vegs að öðru leyti en því að þau kunna vel að meta væna skóflu af safnhaugamold eða vel mulinn hrossaskít að vorlagi, því jafnstórar jurtir og hér um ræðir eru nær- ingarfrekar. Blaðskrúð jurtanna nýtur sín vel þótt þær vaxi í nokkr- um skugga, en það kemur auðvitað dálítið niður á blómguninni. Aftur á móti dregur skuggsæll vaxtar- staður úr vatnsþörfinni, en blöðin gulna nokkuð og fá brúna jaðra við ofþornun. Þótt skjaldmeyjar- blóm séu flest hávaxin þurfa þau ekki stuðning, nema þau standi sérlega áveðurs. Nú í ágúst hefur verið vindasamt í Reykjavík, en risafífillinn minn stendur jafnkeik- ur og venjulega. Blóm af skjald- meyjarættkvíslinni eru mjög skemmtileg við tjarnir, þau sóma sér vel í stórum görðum, jafnvel hálfgerðum náttúrugörðum eða á ræktunarsvæðum við sumarbú- staði. Ekki er gott að flytja skjald- meyjarblóm af vaxtarstað sínum, þar sem rótarklumpurinn verður stór og erfíður viðureignar. Skjaldmeyjarblómum má fjölga með því að stinga utan af rótar- klumpnum snemma vors eða að haustlagi. Eins er unnt að fjölga þeim með sáningu en fræ ýmissa tegunda eru iðulega á frælista Garðyrlq'ufélags íslands. SKÁK Opiö alþjóðlcgt skákmót Leeuwarden, Hollandi 2.-10. ágúst 1995 ÞRÍR íslenskir stórmeistarar tóku þátt á öflugu opnu skákmóti í Leeuwarden í Hollandi fyrr í ágústmánuði. Þetta voru Jóhann Hjartarson, Hannes Hlíf- ar Stefánsson og Helgi Áss Grétars- son. Þátttaka þess síðastnefnda vakti mesta forvitni, því hann hafði ekki tekið þátt á alþjóðlegu móti í hálft ár. Þess er skemmst að minnast að Helgi Áss er heimsmeistari unglinga 20 ára og yngri, vann þann titil í Brasilíu í september í fyrra og hreppti þá stór- meistaratitil í einu vetfangi. Þetta var afar skjótur frami og skákáhugamenn hafa síðan beðið spenntir eftir því að Helgi Áss sannaði stórmeistarastyrk- leika sinn með því að ná áfanga sam- kvæmt venjulegum reglum Alþjóða- skáksambandsins FIDE. Á Ólympíuskákmótinu og á tveimur mótum í Gausdal í Noregi í janúar tókst þetta ekki, en þá lagðist Helgi Áss undir feld og tók sér langt frí frá taflmennsku. Árangurinn kom svo í ljós á opna mótinu í Leeuwarden. Þótt Helgi Áss hafi skort hársbreidd upp á hefðbundinn stórmeistara- áfanga þá sannaði hann heldur betur að hann getur teflt eins og stórmeist- ari. Hann var óhræddur við að leggja út í tvísýnar flækjur og lenti oft í miklu tímahraki. Það sópaði því að Helga Áss í Leeuwarden, hann tefldi sumar af tvisýnustu skákum mótsins og ætlunin er að fjalla um þær í þess- um pistli. Lesendur fengu reyndar smjörþefínn af þessu hér í Morgun- blaðinu á fimmtudaginn en þá birtust lokin á vinningsskák hans gegn Rúss- anum Kharlov. En lítum fyrst á úrslitin í Leeuward- en: 1-2. Dvoirys og Gleizerov, báðir Rúss- landi 7 v. af 9 mögulegum 3-5. Kharitonov, Rússlandi, Komarov, Úkraínu og Lobron, Þýskalandi 6 'h v. 6-12. Jóhann Hjartarson, Tsjútsj- elov, Belgíu, Grooten, Hollandi, Cs. Horvath, Ungveijalandi, dr. Nunn, Englandi, Kharlov og Jakovitsj, Rúss- Helgi Áss að sanna sig landi 6 v. 13-22. Helgi Áss Grét- arsson, Cifuentes, Van der Wiel, Ligterink, Reindermann og Za- gema, Hollandi, J. Hor- vath, Ungverjalandi, Liss, Vydeslaver og Mik- halevsky, ísrael 6 v. Hannes Hlífar Stef- ánsson var íjarri sínu besta og hlaut 4 ‘A v. og endaði í 35-40. sæti. Eins og sjá má á þessum úrslitum stóð Jóhann Hjartarson vel fyrir sínu. Það kemur auðvitað engum á óvart, en það vekur hins vegar athygli að Helgi Áss lagði þijá stórmeistara að velli á mótinu og náði árangri sem jafngildir 2.607 stigum. Með smáheppni hefði þetta dugað tit stórmeistaraáfanga. En hvað sem því líður þá hækkar Helgi verulega á stig- um, væntanlega um 15-20 Elo-stig, en fyrir hefur hann 2.450, sem var fulllágt fyrir stórmeistara. í fyrstu umferð vann Helgi stigalág- an Frakka og í annarri umferð voru þeir Jóhann svo óheppnir að lenda saman. Skákin var í járnum þar til Jóhanni varð á grófur fingurbijótur í endatafli: Svart: Jóhann Hjai-tarson Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Hér gleymdi Jóhann að skipta upp á peðum á f4 en lék í staðinn strax: 25. - Hb2+?? (Eftir 25. — gxf4 26. gxf4 — Hb2+! stendur svartur hins vegar síst lakár, en nú lokast riddari hans inni) 26. Kxb2 — Rd3+ 27. Kc2 - Rxel 28. Kdl - Rd3 29. Be2 - Rf2+ 30. Kel - Rh3 31. Bg4 - exd5 32. f5! - Rgl 33. Kfl - h5 34. Bxh5 — dxe4 35. Kxgl og þar sem svart- ur hefur allsendis ófull- nægjandi bætur fyrir mann þá vann Helgi Áss örugglega. Farsæl byrjun og Helgi fylgdi henni eftir með glæsilegum sigri á rússneska stórmeistaranum Kharlov daginn eftir. Hann gerði síðan jafn- tefli við annan slíkan, Kharitonov, í ijórðu umferð. Þá mætti hann þýska stórmeistaranum Eric Lobron sem var efstur með fullt hús, fjóra vinninga. Skákin var söguleg og lokin ótrúleg, í tímahraki kom upp þessi staða: Svart: Helgi Áss Grétarsson Hvítt: Eric Lobron Svartur stendur vel að vígi og hefði hér að meinalausu getað krækt sér í peð og leikið 34. — Dxb2. En teflend- ur voru í bullandi tímahraki: 35. — Rc2? 36. Bxc5+ - Dxc5 37. Bxc2 - Dxc2 38. Df3 - Dc5 39. De4 - Hd8 40. Dh7 - Dxe5 41. Ha7 og Helgi Áss lagðist nú í djúpa þanka þegar tímahrakinu var náð. Hann hlýtur að hafa verið orðinn yfirspenntur því hann gafst upp í stöðunni, sá ekki viðunandi vörn við 42. Dh8 mát. Hann á samt einfalda vörn: 41. — Dd5+ 42. Kh2 — Hd7. Óútskýranleg skákblinda! Eftir þessa furðulegu óheppni hefði einhver misst móðinn en daginn eftir mætti Helgi víggreifur til leiks gegn reynda hollenska stórmeistaranum John Van der Wiel. Hollendingurinn ætlaði að endurbæta gamla tapskák sína við Ljubojevic en Helgi Áss reynd- ist vel lesinn í fræðunum, tók Van der Wiel á orðinu og vann örugglega: Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: John Van der Wiel Kóngsindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f4 - 0-0 6. Rf3 - c5 7. dxc5 - Da5 8. Bd3 - Rfd7?! Þessi leikur hefur haft slæmt orð á sér eftir skákina Ljubojevic-Van der Wiel í Hollandi 1986. 9. cxd6! — Bxc3+ 10. bxc3 — Dxc3+ II. Dd2 - Dxal 12. dxe7 - He8 13. e5 - Rc6 14. 0-0 - Rd4 15. Rg5! Júgóslavinn fylgdi hróksfórninni eftir með 15. Bb2? sem er afleikur. Leikur Helga hefur verið rannsakaður og talinn leiða til hagstæðrar stöðu á hvítt. Van der Wiel er ekki á sama máli en eitthvað hefur honum yfirsést. 15. - Rc5!? Hollenski skákblaðamaðurinn Ligt- erink taldi 15. — Re6 þvingað og gaf upp framhaldið 16. Rxe6! — fxe6 17. Bxg6! — hxg6 18. Ba3 — Dxfl+ 19. Kxfl - Kf7 20. f5! - gxf5 21. Dh6 - Rxe5 22. Dh7+ - Kf6 23. Bb2 með vinningsstöðu á hvítt. En endur- bót Van der Wiels virðist engu breyta. Næstu leikir eru svo gott sem þvingað- ir: 16. Ba3 - Rcb3 17. Df2! - Dc3 18. Dh4 - h5 SJÁ STÖÐUMYND III. 19. Re4 - Dxd3 20. Rf6+ - Kh8 21. Rxe8 - Rf5 22. Df6+ - Kg8 23. Rd6 Hvíta staðan hlýtur að mega teljast unnin og hér lítur 23. Rc7 mjög vel Helgi Áss Grétarsson STÖÐUMYND III út. En leið sú sem Helgi Áss velur er bæði einföld og sterk. Svarts bíða hroðaleg örlög í endatafli þar sem hann er í hlutverki áhorfandans. 24. - Be6 24. Rxf5 - Bxf5 25. axb3 - Dxb3 26. e6 - De3+ 27. Khl - Dxe6 28. Bb2 - Dxf6 29. Bxf6 - He8 30. Hal - a6 31. Kgl - Be6 32. c5 - Bd7 33. Kf2 - Kh7 34. Ke3 - g5 35. fxg5 - Kg6 36. Kf4 - Bc6 37. g3 - Ha8 38. Hdl - He8 39. Hd8 - a5 40. Ke5 - a4 41. Kd6 - Kf5 42. Kc7 - Ke6 43. Hxe8 - Bxe8 44. Kd8 og Van der Wiel gafst upp. Á meðan þessu fór fram tefldu þeir Lobron og Jóhann á efsta borði og vann Þjóðverjinn þar sína sjöttu skák í röð. Hann virtist eiga sigurinn á mótinu vísan, en hlaut aðeins hálfan vinning úr þremur síðustu skákunum. Helgi Áss fékk það erfiða verkefni daginn eftir að mæta enska byijanda- sérfræðingnum John Nunn með svörtu. Hann stóðst prófið og doktor- inn bauð jafntefli eftir aðeins 20 leiki sem Helgi þáði. En í næstsíðustu umferð náði hann sér ekki vel á strik gegn Dvoiris, sem sigraði á mótinu. Þar leyfði Helgi Rússanum að tefla of einfalt, tókst ekki að flækja taflið. í síðustu umferð gerði hann svo jafn- tefli við stórmeistarann Huzman frá ísrael. Þegar þetta er ritað situr Helgi Áss að tafli í Berlín ásamt félaga sínum, Magnúsi Emi Úlfarssyni. Hann ætti því að vera kominn í mjög góða þjálf- un þegar Friðriksmótið hefst í Þjóðar- bókhlöðunni eftir mánaðamótin. Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.