Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 17 Sveppir á grillið GRILLAÐIR sveppir eru algjört lostæti sé fólk á annað borð fyrir þessa tegund grænmetis. Skerið stilka af sveppum og fyllið með gráðosti. Grillið í nokkrar mínútur og berið fram sem forrétt. Tommi tóm- atur kynnir grænmeti TOMMI tómatur kynnir nú grænmeti í Hagkaupum í Kringlunni og hvetur alla krakka til þess að borða græn- meti svo að þau verði hraust og stór. Tommi er risastór tómatur sem talar og hreyfir augu og útlimi þegar ýtt er á hnapp sem er á einu grænmetisborð- inu. Örn Kjartansson rekstrar- stjóri hjá Hagkaup segir að Tommi ætli að vera til fram- búðar og meginmarkmiðið sé að gera verslunarferðina skemmtilegri fyrir bömin og auk þess að vera með áróður um hollari mat. Líklegá kemur tómaturinn til með að skipta um texta reglulega. Tommi verður aðeins í Hag- kaup í Kringlunni og eru áform um að fjölga persónum með tímanum, en fyrst um sinn verður Tommi þar einn áfram í grænmetisdeildinni. Heimilistæki til sölu í Ikea Farið er að selja heimilistæki í Ikea. Tækin eru sérstaklega framleidd fyrir Ikea og seld í verslunum fyrir- tækisins um heim allan. Sem dæmi má nefna að brauð- rist kostar 1.290 krónur en hún er á tilboðsverði. Þá kostar t.d. safa- pressa 1.340 krónur, handþeytari er á 2.250 krónur og hraðsuðuket- ill á 3.990 krónur. Body Shop safnar undirskriftum FYRIRTÆKIÐ Body Shop hefur lát- ið útbúa bækling um mannréttindi kvenna og undirskriftarlista þar sem þess er farið á leit við Sameinuðu þjóðirnar að þær upplýsi hvemig rík- isstjórnir og aðildarríki hyggjast tryggja mannréttindi kvenna. Eig- andi Body Shop, Anita Roddick, mun afhenda undirskriftarlista frá öllum löndum þar sem verslanir hennar eru reknar, á kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna, sem haldin verður í september í Kína. í bæklingnum er vakin athygli á lakri stöðu kvenna víða í heiminum og ástæða gefín fyrir því að Body Shop leggur málstaðnum lið: „Flestir viðskiptavinir The Body Shop og meirihluti starfsfólks eru konur og að mati fyrirtækisins hefur forysta og innsæi kvenna úrslitaþýðingu. í stefnuyfirlýsingu The Body Shop er markmiðið að tryggja að mannrétt- indi séu virt í gegnum allar athafnir fyrirtækisins, jafnt heima sem heim- an.“ Bæklingar og undirskriftalistar liggja meðal annars frammi í versl- unum fyrirtækisins í Reykjavík. Frí ábyrgðartrygging í 6 mánuði. Sjúkrapúði í öllum bílum. Lánakjör, fyrsta greiðsla eftir allt að 6 mánuði. Lán til allt að 48 mánaða, jafnvel engin útborgun. lííiii við og gerðu géð katpl virkadagakl. 9-18 laugardaga kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-17 SÆVARHÖfda 2 525 8020 i húsi Ingvars Helgasonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.