Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ELÍNBORG SIGBJÖRNSDÓTTIR + Elínborg Sig- björnsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 3. september 1911. Hún lést á Borgar- spítalanum að morgni 11. ágúst síðastliðins. For- eldrar hennar voru Sigbjöm Björasson frá Ekru og Þór- anna Jónsdóttir. El- ínborg átti þijú systkini, Jón, Þór- arin og Guðfinnu sem öli era látin. Elínborg giftist 24. nóvember 1933, eftirlifandi eiginmanni sínum Haraldi Hannessyni út- gerðarmanni. Hófu þau búskap sinn í Vestmannaeyjum og bjuggu þar alla tíð. Elínborg og Haraldur eignuðust fimm börn og era fjögur þeirra á lífi. Þau eru: Unnur, f. 27.10. 1933, gift Magnúsi B. Jóns- syni og eiga þau fjögur börn, Ásta, f. 28.11. 1934, henn- ar maður var Oskar Haraldsson, en Osk- ar lést 22.8. 1985 og eignuðust þau fjögur börn, Hann- es, f. 4.10. 1938, giftur Magneu M. Magnúsdóttur og eiga þau þijú böra, Sigurbjörg, f. 1939, d. 1942, Sigurbjörg, f. 1.10. 1945, gift Friðriki Má Sigurðssyni og eiga þau tvö böra. Elínborg var húsmóðir, en um tíma vann hún í eldhúsi sjúkrahúss Vestmannaeyja. Elínborg verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin kl. 14. KÆR AMMA mín, er ekki lengur hér á meðal okkar. Hún hefur lokið sínu ævistarfi, nær 84 ára að aldri. Myndugleiki ömmu var í einu og öllu. Hún var alltaf svo vel til höfð og klædd. Heimili ömmu og afa við Birkihlíð ber vott um smekkvísi og víða má sjá verk hennar. Ömmu féll aldrei verk úr hendi, hún var alltaf með handavinnu, saumaði og pijónaði heil ósköp og nutum við öll góðs af því. Þegar kíkt var í „Birkjó“ voru ávallt kökur og klein- ur á borðum. Brúntertan hennar naut þó sérstakra vinsælda hjá allri fjölskyldunni. Hag fjölskyldunnar bar amma alltaf vel fyrir bijósti. Amma fylgd- ist vel með öllu og var áhugi henn- ar á íþróttum þar engin undantekn- ing. Hugur hennar var oft við hand- knattleikslið ÍBV, en þar áttu þau amma og afí einn sonarson og tvo dóttursyni, þá Halla, Sigga og Sibba. Þegar líða tók á keppnistíma- bilin og stigin stóðu á sér byijaði amma að heita ákveðinni upphæð á Landakirkju, ef sigur ynnist í leik. Og það stóð ekki á því, leikir fóru að vinnast nær undantekningalaust. Alla vega er það ljóst að þessi áheit voru dijúg. Einu sinni sem oftar kom ég í „Birkjó“ á meðan á beinni útvarpslýsingu stóð frá útileik IBV. Sátu þá amma og afí við eldhús- borðið, með útvarpið á milli sín, amma orðin eldrauð og æst af spenningi svo mér stóð ekki á sama. En allt gekk upp í leikslok og hún náði sér aftur niður eftir smá tíma. Ekki liðu nema 20-30 mínútur þangað til amma var farin að ókyrr- ast aftur, hún var að kíkja út um dyr og glugga. Jú, nú var hún að bíða eftir að ljósin á fjöllunum yrðu kveikt, því þá færi flugvélin með strákana að koma til baka. Fyrr færi hún ekki að sofa. Félagsstörf voru ömmu hugleik- in, hún starfaði vel fyrir þau félög sem hún var í, t.a.m. Kvenfélagið Líkn, Kvenfélag Landakirkju, Slysavamadeildina Eykyndil og ekki hvað síst Félag eldri borgara, en með félögum sínum þar áttu amma og afi góðar stundir við spil, ferðalög, dans, gönguferðir o.fl. Eitt verður það þó sérstaklega t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIUA SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést 10. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét Halldórsdóttir, Garðar Halldórsson, Kolbrún Halldórsdóttir, tengdasynir og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS BJARNASON, Skálavík, Stokkseyri, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 16. ágúsþ Ingibergur Magnússon, Anna Jósefsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Símon Símonarson, Marta Magnúsdóttir, Benedikt Benediktsson, Stella Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, JÓNA GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR, andaðist 17. þessa mánaðar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Tómas Óskarsson, V. Svava Guðnadóttir. MINNINGAR sem ég mun sakna við fráfall ömmu. Það er spilamennskan. Ég og Jó- hann, eiginmaður minn, höfum spil- að mikið við ömmu og afa undanfar- in ár. Ég og amma spiluðum alltaf saman. En okkur til óblandinnar ánægju var dálkurinn þeira oftast nær lengri og breiðari en okkar. Elsku afi, víst er að tilvera þín mun breytast þegar ömmu nýtur ekki lengur við. Þið hafið átt saman tæp 62 ár í hjónabandi og alltaf verið svo samrýmd og samhuga við allt. Það ber að þakka. Heit ósk mín er að við getum öll veitt þér stuðning og þrek á þessari sorgar- stund í lífí okkar. Hafdís Hannesdóttir. í dag fylgjum við til grafar elsku- legri ömmu okkar, Elínborgu Sigur- bjömsdóttur eða Boggu eins og hún var alltaf kölluð. Við viljum í örfáum orðum þakka henni fyrir allar þær samverustund- ir sem við áttum með henni, bæði þegar við heimsóttum ömmu og afa til Vestmannaeyja og þegar þau komu til okkar í Mosfellsbæ. Amma var mjög félagslynd og naut hún sín best þegar fjölskyldan var öll samna komin, eða í hópi góðra vina. Hún var fómfús kona og alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda og nutum við góðs af því, og þökkum við fyrir það. Ámma var mjög trúuð kona og trúði hún því að annað líf tæki við að lokinni þessari jarðvist og trúum við að vel hafi verið tekið á móti henni, þar sem hún dvelur nú. Elsku afi, mamma, Ásta, Hanni og Sibba, missir ykkar er mikill og biðjum við góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú mund sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn) Halli, Ásthildur, Sibba og Helena og fjölskyld- ur þeirra. Elsku amma. í dag kveðjum við þig hinstu kveðju. Margs er að minnast og margt að þakka. Óneit- anlega brá manni mikið að fá frétt- ir af andláti ömmu sem ég hafði stuttu áður kvatt hressa og ánægða á leið í sumarfrí til útlanda en mik- ið hafði hún hlakkað til ferðarinnar. Amma hefur ætíð skipað vegleg- an sess í hjarta mínu og ég á ömmu og afa margt að þakka. Um nokk- urra ára skeið voru þau mér sem fósturforeldrar þar sem ég hafði herbergi hjá þeim frá fermingu og þar til ég sjálfur fór að búa. Fyrst bjó ég hjá þeim í Fagurlystinni og síðan eftir gos á Heiðaveginum og í Birkihlíðinni. Þetta voru góð ár. Amma og afi reyndust mér vel og var oft gaman að spjalla við þau um lífið og tilveruna. Amma og afi hafa einnig reynst fjölskyldu minni sem sannir vinir og það var orðinn óijúfanlegur hluti tilverunnar að líta við í Birkihlíðinni hjá þeim. Hin seinni ár skapaðist sú hefð að amma bauð mér í mat í hádeginu á föstu- dögum og því var það ætíð tilhlökk- unarefni að bíða eftir að næsti föstudagur rynni upp. Þetta sýnir meira en margt annað hversu góð og elskuleg amma og afi voru. Það er því mikill missir að amma skuli nú hafa kvatt þetta líf. Fýrir mína hönd, konu minnar og sona vil ég að leiðarlokum þakka þér fyrir allt, allar góðu stundimar, umhyggjuna og handleiðsluna í gegnum árin. Við munum sakna þín mikið og munum geyma minninguna um elskulega ömmu í hjarta okkar. Elsku afi. Við sendum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og vemda. Saman munum við heiðra minningu ömmu um alla framtíð. Elksu, afi, Guð blessi þig. Haraldur Oskarsson og fjölskylda. Hér vil ég með fáeinum orðum minnast elskulegrar langömmu minnar Elínborgar Sigbjörnsdóttur eða Boggu eins og hún var alltaf kölluð. Elsku Bogga amma er dáin! Það er erfítt að sætta sig við það, en svona er það nú sem lífið geng- ur fyrir sig. Nú hvílir þessi góðhjart- aða kona í örmum Guðs. Og er henni nú ætlað annað, jafnvel stærra hlutverk í heimi Paradísar, þar sem við sameinumst að loknu þessu lífi. Þar sem allir lifa í sátt og samlyndi. En minningarnar um hana Boggu ömmu eru allar hlýjar og góðar og munu þær ylja mér um hjartarætur, hugsanirnar um hana langömmu. Þessar minningar munu lifa sem ljós í lífi mínu og þeirra sem voru jafn lánsamir og ég að hafa fengið að kynnast þess- ari einstöku konu. Þegar ég heim- sótti þau langömmu og langafa í Fagurlistina var manni alltaf tekið með opnum örmum, alltaf sömu hlýju og góðu móttökumar, alltaf heilu hlaðborðin af nýbökuðum kök- um eða góðum mat þótt enginn fyrirvari væri á manni. Þegar ég fór að hugsa um allar þær góðu stundir sem við áttum saman var þetta mér mjög ofarlega í huga: Þegar ég var úti í Eyjum í júní sl. að keppa á pæjumótinu ásamt liði mínu og áttum við að keppa mjög mikilvægan leik. Þau létu sig sko ekki vanta á völlinn, þarna sátu þau langamma og langafi með Unni ömmu og fylgdust með leiknum. Þetta sýnir hversu sérstök þau voru og hvað þau sýndu bæði börnum sínum, barnabörnum #og barna- barnabörnum mikinn áhuga á því sem þau höfðu fyrir stafni. Að lok- um vil ég þakka þér, elsku Bogga amma, fyrir allar góðu samveru- stundimar sem við áttum saman. Guð geymi þig og varðveiti. Elsku langafi, Unnur amma, Ásta, Hanni, Sibba og fjölskyldur, missir okkar er mikill og mun lang- amma skilja eftir sig stórt skarð í lífi okkar allra. Megi algóður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Helga Björk Haraldsdóttir. Hún amma er dáin. Það var und- arlegt að vera vakin upp við sím- hringingu að morgni föstudagsins 11. ágúst sl. og tilkynnt að amma hefði kvatt þetta líf. Það var erfitt að trúa þessu þó að amma væri orðin nærri 84 ára gömul. Reyndar hafði hún veikst skyndilega daginn áður og verið flutt á Borgarspítal- ann og andaðist því eftir mjög stutta sjúkralegu. Það er margs að minnast frá þeim árum sem við amma áttum samleið og hún var úm margt sér- stæður og skemmtilegur persónu- leiki. Ég man fyrst eftir mér hjá ömmu í stóra húsinu hennar, Fagur- lyst, sem stóð við Urðarveg 16, sem því miður fór undir hraun í eldgos- inu 1973. Þangað var gott að koma og alltaf var tekið vel á móti manni. Einnig var gott að fá að leika sér á stóru lóðinni sem umlék Fagur- lystina. Hjá ömmu og afa í Fagur- lystinni bjuggu oft vertíðarmenn um lengri eða skemmri tíma og ávallt reyndist amma þeim vel. Einnig bjó þar um langt árabil Jón- as Jónsson frá Stokseyri, en hann átti og gerði út Baldur VE 24 með afa. Jónas var einstakur maður og bamgóður og þannig var tvöfalt tilefni að líta við í Fagurlyst, enda var alltaf eitthvað góðgæti á boð- stólum. Amma og afi giftu sig árið 1933 og hófu búskap í húsi sem nefnt var Garðurinn en síðar festu þau kaup á Fagurlystinni, sem Jóhann Þ. Jósepsson, alþingismaður hafði byggt, en amma fór i fóstur til Jó- hanns eftir að hún missti móður sína ung að árum. Amma og afi bjuggu tímabundið í Reykjavík eins og aðrir Eyjamenn í gosinu en fluttu fljótlega aftur út í Eyjar. Bjuggu þau í fyrstu að Heiðavegi 46, en síðan keyptu þau hús að Birkihlíð 5. Það var alltaf líflegt í Birkihlíð- ini og ömmu leið aldrei betur en þegar sem flestir voru hjá henni. Má segja að Birkihh'ðin hafi verið miðstöð fjölskyldunnar, því þangað litu inn einhveijir úr fjölskyldunni á degi hveijum. Oft að loknum vinnudegi eða um helgi var venja að líta við í Birkihlíðinni og spjalla og ekki hvað síst að þiggja kaffi og brúntertu, kleinu eða annað góð- gæti. Ekki var síður gaman að hafa börnin með enda þótti þeim klein- urnar hjá ömmu lostæti. Amma Bogga, eins og börnin kölluðu hans, skipaði virðulegan sess í hugum þeirra. Á hveiju aðfangadagskvöldi kom fjölskyldan saman hjá ömmu t Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÓMAR VÍÐIR JÓNSSON bifvélavirki, Nýbýlavegi 70, Kópavogi, sem lést á heimili sínu 10. ágúst, verð- ur jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Þórunn Þorvarðardóttir, ívar Örn Ómarsson, Aldfs Guðlaugsdóttir, Ólafur Hjörtur Ómarsson, Katri'n Björnsdóttir, Fjóla Ýr Ömarsdóttir, Unnar Jónsson, Auðbjörg Jónsdóttir, Kristfn Jónsdóttir, Ulrich Schmidhauser, Áslaug Jónsdóttir, Óskar Ingimarsson og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, afi og langafi, ÁSGEIR SIGURJÓNSSON fyrrverandi bifreiðastjóri, Grandavegi 47, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landakotsspítala föstudaginn 18. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Bergþóra Baldvinsdóttir, Helga Ásgeirsdóttir, Guðni Eiriksson, Una Ásgeirsdóttir, Einar Einarsson, Fjölnir Björnsson, Eva Gestsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Oddgeir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.