Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Silfur ekki hærra í 3 mánuði SILFUR seldist í gær á hæsta verði í þijá mánuði, þar sem framboð vantar á markaðinn. Sérfræðingar telja, að verð málmsins geti enn hækkað í verði. Talið er, að ein eða fleiri fjármálastofnun standi að baki hækkuninni, með spákaup- mennsku í huga. Silfur seldist á 566 sent únsan í gær, sem er hæsta verð þess síðan 9. maí. Talið er að hækkun dollars hafi hagstæð áhrif á verð allra iðnaðarmálma. „Hlýrri tilfinn- ingar til hvítra málma eru rétt- lætanlegar þar sem útlit er fyr- ir að heimsviðskipti fái byr í seglin vegna hækkunar doll- ars,“ sagði miðlari í London. . Gull gildir hins vegar sem fjárfestingarkostur á kreppu- tímum í heimsviðskiptum, og því er talið að eftirspurn eftir því fari minnkandi. Verð gulls var 384,85 dollarar únsan í gær, sem var lítil breyting frá því á fimmtudag. Platínum hefur hækkað í verði, og virðist fylgja hækkun siifurs. Verð þess var skráð 430 dollarar únsan í gær, en var 415,50 þann 14. ágúst. Talið er að efnahagsbati í Japan í kjölfar lækkunar jens muni hækka verðið, en Japanir kaupa um helmings alls plat- ínums. Kom er talið fara hækkandi, ekki síst vegna þess, að til- kynnt var í gær að kornupp-’ skeran í Rússlandi gæti orðið sú versta í 30 ár. Engin áhrif á áskriftarspariskírteini þó verðtryggð 5 ára skírteini leggist af Innlend láns- fjáröflun ríkís sjoðs l.jan. til 18. ágúst (brúttó) millj. kr. Ríkisvíxlar, 3 mánuðir 24.958 Ri'kisvíxlar, 6 mánuðir 2.787 Ríkisvíxlar, 12 mánuðir 1.313 Ríkisbréf ríkissjóðs, 3 ár 1.348 ECU- tengd sparisk. ríkissjóðs 2.661 Sparisk.ríkissjóðs verðtr. 4.876 SAMTALS 37.943 5 ára óverðtryggð ríkisbréf á markað Morgunblaðið/Golli FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra kynnir nýjungar í útgáfu verðbréfa ríkissjóðs á fundi með fréttamönnum í gær. Góð afkoma Haraldar Böðvarssonar hf. Hagnaður HB 80 millj- ónir fyrstu 6 mánuðina imrím Stærstu hluthafar í Haraldl Böðuarssyni hf. 10,50% ™___, 9’75% j •Jurúufhii. víirssan REKSTUR Haraldar Böðvarsson- ar hf. á Akranesi skilaði 80 miHj- ón króna hagnaði fyrstu sex mán- uði þessa árs. Að sögn Bergþórs Guðmundssonar, fjármálastjóra fyrirtækisins, birti það ekki sex mánaða uppgjör 1994, en hagnað- ur alls þess árs var 103 milljónir, og veltan 2.657 milljónir. Velta HB var 1.553 milljónir króna fyrri hluta þessa árs, og eigið fé 773 miljjónir. Eiginfjár- hlutfall er 26%. Burðarás hf. er nú stærsti hluthafi í fyrirtækinu með 10,5% hlutafjár. Heildar- fjöldi hluthafa er 652 um þessar mundir. HB rekur einn frystitogara, tvo ísfisktogara, tvö loðnuskip, frysti- hús, fiskimjölsverksmiðju og fisk- verkun, auk stoðdeilda. A launa- skrá eru um 400 manns, en árs- störf eru um 300. Ný spariskírteini ríkissjóðs til 20 ára boðin út í september FJARMALARAÐHERRA kynnti í gær breytingar á útgáfu verðbréfa ríkissjóðs. Veigamestu breytingarn- ar eru þær, að óverðtryggð 5 ára ríkisbréf munu leysa verðtryggð 5 ára spariskírteini af hólmi um næst- komandi mánaðarmót. Þá mun rík- issjóður bjóða ný spariskírteini til 20 ára í september, en hingað til hafa slík skírteini verið boðin til 10 ára lengst. Friðrik Sophussonjár- málaráðherra, segir þetta gert til að koma til móts við óskir fjár- magnsmarkaðar. Þriðja nýjungin í útgáfu ríkis- verðbréfa verður kynnt á næst- unni, en það eru svonefnd greiðslu- skírteini. Þetta eru verðtryggð spariskírteini til 10 ára, og eru greiddar af þeim árlegar afborg- anir. Engin áhrif á spariskírteini í áskrift Friðrik tók fram, að engin breyt- ing verði gerð á sölu spariskírteina í áskrift. Hann benti á að það sé stefna ríkisstjómarinnar að draga úr verðtryggingu fjárskuldbind- inga, og hafí reynslan af útgáfu þriggja ára óverðtryggðra ríkis- bréfa hvatt til frekari aðgerða í þessa átt. Hvað 20 ára spariskír- teinin varðar sagði Friðrik, að markaðurinn hafi kallað á bréf af þessu tagi, sérstaklega stofnanafj- árfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingarfélög, sem vildu gjarnan hafa verðbréf til lengri tíma í safni sínu. „Ríkissjóður er mikilvægur aðili á fjármálamarkaði, og hefur mótandi áhrif á hann,“ sagði Frið- rik. „Við bindum vonir við það að þessar nýjungar verði til að styrkja íslenskan ijármagnsmarkað og þróa enn frekar.“ Lánasýsla ríkisins hefur á þessu ári aflað hartnær 38 milljörðum króna í lánsfé fyrir ríkissjóð, en þar af eru um 4 milljarðar hrein aukn- ing lánsfjár ríkisins. Hrein lánsfjár- þörf ríkisins á fyrri hluta ársins var 12-13 milljarðar króna, þannig að um þriðjungi þess fjár var aflað innanlands. Eins og fram hefur komið fór hlutfall erlendra skulda fram úr áætlunum á fyrri hluta ársins, og er breytingunum nú ætl- að að styðja þá viðleitni ríkissjóðs að auka hlutfall innlendrar lánsfjár- öflunar á síðari hluta ársins. Fögnum fleiri valkostum Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, sagði í samtali við Morgunblaðið að með breytingun- um væri ríkisstjórnin að fylgja settri stefnu, og þær aðgerðir sem hún hefði hingað til gripið til hefðu heppnast vel. „Við fögnum því að komin séu ný verðbréf sem gefa aukna möguleika,“ sagði Guð- mundur. Aðspurður sagði hann erfitt að átta sig á áhrifum afnáms verðtryggingar á fimm ára spari- skírteinum. „Það kemur í ljós þeg- ar fjárfestum gefst kostur á að bjóða í þessi nýju óverðtryggðu bréf hvort þeir trúi því að efna- hagslegur stöðugleiki sé kominn til að vera.“ Þorgeir Eyjólfsson, formaður landssambands lífeyrissjóða, sagði að þarna væru áhugaverðar nýjung- ar á ferðinni, sem hefðu verið tíma- bærar. „Ég geri ráð fyrir að lífeyris- sjóðirnir muni taka vel undir þessa valkosti," sagði Þorgeir. Business Week segir væntanlegan hluthafa í Stöð 2 í vanda staddan BANDARÍSKI bankinn Chase Manhattan, sem nýlega keypti hlut í íslenska útvarpsfé- laginu, á við töluverðan vanda að stríða, að því er segir í nýjasta hefti tímaritsins Busi- ness Week. Telja flestir fjármálasérfræðingar ólíklegt að bankinn komist hjá því að samein- ast öðrum banka. Tímaritið segir þetta um margt minna á ástandið síðla árs 1990 er Thomas G. Labrecque tók við stjórn Chase Manhattan. Þá hafí fasteignaviðskipti verið að sliga lána- deild bankans og efnahagskreppan olli veru- legum erfiðleikum varðandi greiðslukortavið- skipti. Að auki var stöðugur orðrómur á kreiki um að Chase Manhattan, sem byggður var upp af Rockefeller-fjölskyldunni, gæti ekki komist af einn og óstuddur. Staðan er töluvert skárri í dag. Tekjur hafa aukist verulega, reksturinn er skilvirk- ari en arðsemin fremur lítil. Hefur þetta valdið því að enn á ný er hugsanleg yfirtaka Chase Manhattan rædd af kappi í fjármála- heiminum og þrálátur orðrómur er um að bankinn muni sameinast Chemical Banking Corporation. Mikil hækkun hlutabréfa Kaup Michael F. Price á 6,1% hlut í bank- anum í apríl si. hefur ýtt enn frekar undir þessa umræðu en hann varð með þeim stærsti einstaki hluthafi í Chase Manhattan. Hafa hlutabréf í bankanum hækkað um 41% frá því að hann keypti hlut sinn vegna væntinga um að hann muni knýja í gegn verulegar breytingar á rekstri og jafnvel sölu bankans. Price átti í febrúar stóran þátt í því að Nati- on Australia Bank festi kaup á Michigan National Corporation en hann rekur Mutual Series Fund. Telja sumir að Labrecque hyggist reyna að friðþægja Price með því að skera veru- Hart sótt að Chase Man- hattan lega niður í rekstri bankans. Hefur sérstak- ur ráðgjafi, Chandrika Tandon hjá Tandon Capital Associates, verið ráðinn til starfa í því skyni og fengið það verkefni að skera niður árleg útgjöld um 400 milljónir dala. Er tillagna hennar að vænta í janúar á næsta ári. Margir sérfræðingar telja þó að meira verði að koma til og að nauðsynlegt muni reynast að selja einhvern hluta rekst- ursins. Hafa greiðslukortaviðskipti bankans verið nefnd í því sambandi en talið er að markaðsvirði þeirra se um þrír milljarðar dala. Kapphlaup við tímann Það á enn eftir að koma í ljós hvort Labrecque tekst að sannfæra hluthafa um að hyggilegt sé að reka bankann áfram sem sjálfstæða einingu. Hann nýtur virðingar fyrir að hafa snúið við taprekstri Chase Manhattan auk þess sem hann þykir hafa staðið sig vel í stefnumótun. Gengi hluta- bréfa í bankanum hækkaði hins vegar ekki að ráði fyrr en að Price kom til sögunnar. Telja margir hluthafar að það sé fyrst eftir að Price kom til sögunnar að yfirstjórn bank- ans reyni að þóknast þeim. „Chase er í stuttu máli í kapphlaupi við tímann,“ segir Business Week og telur aðal- fund bankans í apríl nk. vera mikilvæga dagsetningu í því samhengi en þá gæti Price lagt fram tiilögur til breytinga. Þó er ekki óhugsandi að fjárfestar grípi til aðgerða fyrr. Vænlegur kostur fyrir Chemical En hveijum gæti Chase Manhattan sam- einast? NationsBank Corp. mun hafa sýnt áhuga um miðjan apríl en hætt við er í ljós kom að áhuginn var ekki gagnkvæmur. Þá er talið að Chase Manhattan hafi átt í viðræðum við ýmsa erlenda banka. I júlímánuði var birt skýrsla eftir sérfræðing hjá Sanford C. Bern- stein & Co. þar sem leidd voru rök að því að ef Chase Manhattan sam- einaðist Chemical Bank gætu bank- amir dregið úr árlegum útgjöldum sínum um 1,1 milljarð dala. Þá myndi hinn sameinaði banki ná ein- staklega sterkri stöðu í t.d. veð- lána- og greiðslukortaviðskiptum á Bandaríkjamarkaði. Innanbúðarmenn í bankanum segja þó þrátt fyrir allt að stefnt sé að því að viðhalda sjálfstæði hans. Að auki mælir það gegn sameiningu við Chemic- al að sá banki greindi í síðasta mánuði frá því að hann hygðist kaupa aftur hlutabréf í eigin fyrirtæki fyrir 1,2 milljarða dala. Slíkar aðgerðir eru mjög óvenjulegar skömmu áður en ráðist er í yfírtöku á öðru fyrirtæki. SBS nýtur samruna Disney/ABC SÉRFRÆÐINGAR í hlutbréfaviðskiptum vestan hafs ráðleggja nú að horfa til Norð- urlandanna ef menn vilji njóta ávaxta af hinum óvæntu kaupum Walt Disney á Cap- ital Cities/ABC-sjónvarpsfyrirtækinu, að því er segir í Business Week. Þar er ráð- lagt að fjárfesta í Scandinavian Broadcast- ing System, en hlutabréf í því fyrirtæki liðlega 9-földuðust tveimur dögum eftir tilkynninguna um samrunann. Astæðan er að Capital Cities á 23,5% hlut í norræna fyrirtæk- inu, sem aftur á og rekur sex sjónvarpsstöðvar á Norðurlönd- um og í Benelux-löndunum auk útvarpsstöðva í Skandinavíu- Fyrirtækið er einnig þátttakandi í sameiginlegri umsókn nokkurra fyrirtækja um Ijósvakarekstur í Bretlandi. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins er Scandina- vian Broadcasting System einn þeirra erlendu aðila sem taldir eru geta haft áhuga á íslenska útvarpsfélaginu, ef núverandi eigendur ákveða að bjóða til sölu einhvern hluta af þeim hlutabréf- um minnihlutans sem nú er verið að ganga frá samningum um. Sérfræðingar segja að samruni Disney og CC/ABC sé mikill hvalreki fyrir SBS því að með Disney að bakhjarli standi það mun betur að vígi í þeirri viðleitni fyrir- tækisins að sækja inn á nýja markaði á Norðurlöndum og víðar í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.