Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 25 AÐSENDAR GREINAR EINS OG fram hef- ur komið í fjölmiðlum hefur alþjóðlegur fé- lagsskapur, sem kall- ar sig Millenium, lagt til að staðið verði að samkomu andlegra og veraldlegra þjóðar- leiðtoga á Þingvöllum aldamótaárið 2000. Það væri vissulega mikill viðburður fyrir okkur íslendinga ef úr verður, og mikið í húfi að vel takist til. Samkoman í fyrra- sumar sýndi að við eigum mikið eftir ólært í þeim efnum, þó að hún hafi verið hin glæsileg- asta fyrir þá sem þangað komust. Þess er að vænta að leiðtogarn-. ir sameinist um einhvers konar yfirlýsingu á þessum fundi. Er lík- legast að það verði tengt þeim framtíðarmálum sem mest á ríður að mannkynið nái tökum á, en það eru umhverfismálin. Nýverið héfur Norðurlandaráð ákveðið að veita verðlaun fyrir umhverfismál, líkt og gert er fyrir tónlist, bókmennt- ir og svo framvegis. En ennþá eru, að því er best ég veit, ekki til alþjóðleg umhverfisverðlaun í líkingu við Nóbelsverðlaunin, þó að vissulega sé ástæða til að heiðra ýmsa aðila fyrir störf að umhverf- ismálum, einstaklinga sem stofn- anir. Ég held, að ef úr þessari samkomu verður á aldamótaárinu, sé hún kjörið tækifæri fyrir okkur til að fá hlutverk á alþjóðlegum vettvangi sem gæti orðið til frambúðar. Þess vegna kem ég þeirri hugmynd á framfæri hvort við ís- lendingar gætum ekki fengið svipaða stöðu og Norðmenn og Svíar hafa sem veitendur Nóbelsverðlauna og þá á sviði umhverfis- mála. Að á samkomu þjóðarleiðtoga á Þing- völlum afhendi forseti Islands í fyrsta sinn alþjóðleg umhverfis- verðlaun, einskonar „umhverfisnóbel“, og verði það síðan árleg- ur viðburður á þessum stað. Verðlaununum yrði úthlutað af nefnd, sem gæti annaðhvort verið á vegum Háskóla íslands eða al- þjóðlegrar stofnunar, sem mætti koma upp í kringum umhverfis- verðlaunin. Sú stofnun yrði stað- sett hér á landi og gæti tengst Umhverfismálastofnun Samein- uðu þjóðanna og hefði það hlut- verk að vera gæsluaðili verðlauna- sjóðs og safna og miðla þekkingu um störf á sviði umhverfismála. Fengi ísland þetta hlutverk má, gera ráð fyrir talsverðri starfsemi því tengdri, en að sama skapi ykj- ust kröfur til okkar á sviði um- hverfismála. Ég tel að það hefði þó einungis jákvæð áhrif til lang- frama, því að það eru fáar þjóðir sem eiga eins mikið undir góðri umgengni við umhverfi sitt og við. Þar fyrir utan tel ég, að við íslend- íslendinffar eiga að skipa sér í forystusveit þjóða, segir Arinbjörn Vilhjálmsson, sem berjast fyrir skynsam- legri umhverfisvernd. ingar þyrftum að taka þessi mál til gagngerar endurskoðunar og ættum að skipa okkur í forystu- sveit þjóða sem beijast fyrir skyn- samlegri umhverfisvernd. Þetta myndi auðvelda okkur að skapa ímynd þjóðar sem tæki umhverfismál föstum tökum í lítt spjölluðu landi. Það er nauðsynleg forsenda þess að tryggja stöðu okkar á alþjóðlegum markaði fyrir afurðir okkar og þjónustu sem við hljótum að leggja áherslu á, þegar við horfum til framtíðar. En af hvetju ættu íslendingar að fá þetta hlutverk frekar en aðrar þjóðir? Sjáifsagt eru margar þjóðir sem teldu að þær ættu ekki síður en við heimtingu á því. í fysta lagi væri leiðtogasamkoma á borð við þessa nógu gott tilefni að hleypa þessari viðurkenningu af stokkunum. Verðlaunin og stofnunin þeim tengd gæti verið mark um þann ásetning leiðtog- anna, sem þeir vonandi ná sam- stöðu um. Ég held þó að sú hug- mynd, sem er sett fram í þessari blaðagrein, standi hvorki né falli með þessari samkomu. í öðru lagi er það sérstaða Þingvalla sem á fáa staði sér líka. Frá upphafí byggðar í landinu hafa menn skynjað þann óútskýranlega kraft sem náttúra og umhverfi staðarins býr yfir. Þess vegna hvílir á honum helgi sem rekja má til fornrar trú- arheimspeki, sem flestar þjóðir eiga sameiginlega í einhverri mynd og byggir á nánu sambandi manns og náttúru. Fyrir okkur nútímamenn, sem höfum einhveija þekkingu á jarðfræði er hið kvika eðli jarðarinnar óvíða greinilegra en á Þingvöllum, þar sem tvær jarðplötur rekur í sundur og nýtt land verður til. Hér eru náttúran og maðurinn, jarðsagan og mann- kynssagan tengd óijúfanlegum böndum. I þriðja lagi er það staða íslendinga sem þjóðar sem á allt undir góðri umgengni við náttúr- una. Hér er náttúran fljót að refsa okkur ef á hana er gengið en er gjöful ef við förum um hana mjúk- um höndum. I fjórða lagi er lega landsins hagstæð mitt á milli Ameríku og Evrópu og ef farið er yfir Norðurheimskautið er ekki eins langt til Asíu og margur held- ur. Það gæti komið til góða, ef hér yrðu haldnar ráðstefnur og fundir, sem tengdust þessu hlut- verki okkar. í fimmta lagi er það sú lýðræðishefð, sem er tengd sögu þingstaðarins og var okkur mikilvæg þegar við stóðum frammi fyrir endurreisn sjálfstæð- isins. Hún undirstrikar virðingu mannsins gagnvart sjálfum sér, sem ég tel vera mjög mikilvægt innlegg í umræðu umhverfismála. Erlendis eru öfgahópar sem beij- ást fyrir umhverfísvernd að mínu mati of áberandi og torvelda skyn- samlega umfjöllun í þessum mikil- væga málefni. Sú sjálfsvirðing er nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að skapa umræddu hlutverki það traust sem það verður að ávinna sér meðal þjóða heims. í sjötta lagi teljumst við til Norður- landaþjóða, sem hingað til hafa notið virðingar á alþjóðlegum vett- vangi og verið veitendur Nóbels- verðlauna. Kannski mætti fá að kalla þetta Nóbelsverðlaun, þó að ég hafi ekki vit á því hvort það sé yfir höfuð mögulegt. Ég held að það mætti jafnvel enn frekar kenna þau við askinn Yggdrasil sem var heimstréð í Eddu, tákn fyrir hinn skapaða lífræna heim. Þannig gætum við tengt verðlaun- in uppruna Þingvalla sem þing- staðar tengdum trú náttúruvætti. Það er trúarskilningur sem flestar þjóðir ættu að geta sameinast um. Framangreind rök finnst mér gefa okkur ástæðu til þess að hugsa um möguleika okkar í þess- um efnum og tengjast þær um- hverfismálunum, sem við verðum að taka til alvarlegar umhugsun- ar. Auðvitað erum við ekkert merkilegri en aðrar þjóðir, en höf- um óneitanlega sérstöðu á ýmsum sviðum sem hafa verið okkur bæði til trafala og hjálpar. Við verðum því að reyna að eygja þau tæki- færi, sem geta orðið okkur til framdráttar í smækkandi heimi framtíðarinnar. Eitt af þessum tækifærum er að skapa okkur sér- stöðu á sviði umhverfismála og komast þar í forystu. Þar gæti hlutverk okkar sem veitenda al- þjóðlegra verðlauna á sviði um- hverfismála styrkt stöðu okkar svo um munar. Höfundur býr í Reykjavik og út- skrifaðist sem arkitekt frá Háskól- anum í Stuttgart í Þýskalandi 1993. U mhver fisnóbel? Arinbjörn Vilhjálmsson SUZUKI BALENO ARGERÐ 1996 Bílasýning um helgina Verðið kemur þægilega á óvart Opið laugardag og sunnudag frá 12-17 Komið og reynsluakið $ SUZUKI S» I s o SUZUKI - Afl og öryggi VM------------ SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.