Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 21 ERLENT Konan sem kleif Everest-fjall án súrefnis og ein sín liðs dó á næsthæsta fjalli heims London. Reuter. FJALLGÖNGUMAÐUR kvaðst í gær hafa séð lík breska fjallagarpsins Alison Hargrea- ves skammt frá tindi K-2, næst hæsta fjalls heims, og sagði að ekki væri hægt að kom- ast að líkinu. Hargreaves varð í maí fyrst kvenna til að klífa Everest-fjall án súrefnis- tækja og ein sín liðs. í gær átti að reyna að bjarga fjallgöngumönnum, sem beðið höfðu um hjálp, en hætt var við það vegna veðurs. „Ég hef verið að undirbúa mig undir þenn- an dag í tíu ár, allt frá því hún fyrst fór að klifra í Himalajafjöllum,“ sagði James Ballard, eiginmaður Hargreaves, þegar fréttist af láti hennar. „Ef hún er látin, þá dó hún að minnsta kosti þar sem hún vildi og var á leiðinni niður eftir að hafa klifið tvo hæstu tinda heims án súrefnisgeyma og með glans.“ Slæmt veður við fjallið Slæmt veður hefur verið við K-2 og er talið að Hargreaves og sex fjallgöngumenn, sem með henni voru, hafi farist annað hvort í snjóskriðu eða hávaðaroki á sunnudag. Peter Hillary, sonur Edmunds Hillarys, sem kleif Everest fyrstur manna, ætlaði upp K-2 með ástralsk-nýsjálenskan leiðangur, en sneri við ásamt einum samferðamanni vegna Fannst látin í hlíðum K-2 Reuter BRESKI fjallgöngumaðurinn Alison Hargreaves heldur á dóttur sinni, Katie. Myndin var tekin í lok maí, nokkrum dögum eftir að hún komst á tind Everest. veðurs. Peter Hillary talaði á miðvikudag við föður sinn, sem hafði eftir honum að „breskafrúin . . . hefði virst mjög ákveðin og sennilega átt stóran þátt í að hópur [henn- ar[hélt áfram“. I gær átti að reyna að komast í þyrlu að rótum fjallsins til að bjarga tveimur Spán- verjum, sem væru kalnir og hefðu farið fram á hjálp, en því var frestað þangað til í dag vegna veðurs. Hargreaves skilur eftir sigtvö börn, Tom sex ára og Kate fjögurra ára. Hún vísaði á bug gagnrýni um að starf sitt bitnaði á börn- unum, en viðurkenndi að hún væri ekki móðir, sem væri mikið heima við: „Sjálfsálit mitt er á stærð við Everest," sagði Hargrea- ves, sem var atvinnumaður í fjallgöngum. Þeirri stöðu náði hún ekki án fórna. Hún byijaði að klifra í klettum á táningsaldri og nokkra mánuði lifði fjölskylda hennar í bíl vegna þess að hús hennar var selt til að hægt yrði að láta drauminn um atvinnu- mennsku rætast. A Árið 1988 varð hún fyrsta breska konan til að klífa Eiger í Alpafjöllum. Þá var hún komin sex mánuði á leið. Talið er að Bandaríkjamaður, Kanada- maður, Nýsjálendingur og þrír Spánveijar hafi farist með Hargreaves. Reuter ALEXÍJ II patríarki klappar geit á gönguferð með Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands. Vill að lík Lenms verði grafið Moskvu. Reuter. PATRIARKI rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar vill að lík Vladimírs Leníns verði flutt úr grafhýsinu í Kreml og það jarð- sett. Segir patríarkinn líkið dap- urlegt minnismerki um áróður kommúnista. „Ástand líks Vladimírs Len- íns er ekki til marks um virð- ingu fyrir honum, heldur dapur- leg minning um hvernig lík hans var notað af fyrrverandi yfir- völdum í áróðursskyni gegn vilja hins látna,“ sagði patríarkinn Alexíj II við vikublaðið Argu- mentí i Faktí. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi rússnesku kirkjunnar hefur máls á því viðkvæma máli sem greftrun Leníns er. Leiðtogarnir i Kreml óttast að verði hann grafinn bregðist harðlínusinnaðir kommúnistar ókvæða við. Vildi láta jarða sig í St. Pétursborg Þegar Lenín lést, í janúar 1924, sagði ekkja hans, Nadez- hda Krupskaja, að hann skyldi grafinn í St. Pétursborg við hlið móður sinnar og systur. Sagði Krupskaja þetta hafa verið ósk Leníns sjálfs. En yfirvöld höfðu þetta að engu og byggðu dökkrauða marmaragrafhýsið við Kremlar- múra á Rauða torginu, og varð hýsið eitt af sterkustu táknum kommúnistatímans. Sprengjutilræðið í París rannsakað Lögregla undir- býr teikningu París. Reuter. VITNI kvaðst í gær hafa aðstoðað lögregluna í París við að teikna mynd af manni, sem gæti hafa komið fyrir sprengjunni, sem sprakk skammt frá Sigurboganum í hjarta Parísar á mesta umferðartíma síðdegis á fimmtudag með þeim afleiðingum að 17 manns særðust. Ónafngreindur hjólreiðamaður kvaðst hafa séð mann, sem virtist vera frá Norður-Afríku, troða böggli í ruslafötuna, þar sem sprengjan sprakk. Myndin væri af öðrum tveggja manna, sem sést hefðu flýja af vettvangi. Yfirvöld óttast að meira sé í vænd- um. „Ég get ekki útilokað að það verði fleiri árásir,“ sagði Jean-Louis Debre, innanríkisráðherra Frakk- lands. Ný rannsókn á afleiðingum reykinga Reykingafólk deyr einnig ungt London. Reuter. NIÐURSTÖÐUR rannsóknar, sem birtar voru í London í gær, sýna að reykingamönnum á fertugs- og fimmtugsaldri er fimm sinnum hættara við hjartaáfalli en þeim, sem ekki reykja. Samkvæmt rannsókninni, sem breska Læknarannsóknaráðið og Konunglegi krabbmeinsrann- sóknasjóðurinn (ICRF) fjármögn- uðu, má rekja helming hjartaá- falla í heiminum meðal fólks á milli þrítugs og fimmtugs til reyk- inga. Niðurstöðurnar, sem birtust í British Medical Journal, eru sagðar sýna að æskan veitir enga vernd fyrir áhrifum tóbaks. „Þessi könnun sýnir að reyking- ar orsaka fleiri ótímabær hjartaá- föll, en áður var talið,“ sagði dr. Rory Collins, starfsmaður Bresku þjartastofnunarinnar. „Hlutfall hjartaáfalla af völdum tóbaks eykst eftir því sem menn eru yngri.“ Könnunin náði til 14 þús- und Breta, sem lifað hafa af hjartaáfall og 32 þúsunda ættingja þeirra. Þeir, sem að henni stóðu, sögðu að vandinn væri mestur í hinum iðnvædda heimi, en hann færi vaxandi í þróunarríkjunum. „Árlega fær hálf milljón manna á milli þrítugs og fimmtugs hjarta- áfall í þróunarríkjunum og ástandið fer versnandi," sagði Ric- hard Peto, starfsmaður ICRF, og bætti við að sala á sígarettum hefði aukist í Asíu, Afríku og róm- önsku Ameríku á undanförnum tveimur áratugum. Peto sagði að helmingur tóbaks- fíkla yrði fíkn sinni að bráð og sérdeilis mikilvægt væri að niður- stöður rannsóknarinnar yrðu kynntar fyrir táningum: „Þeir, sem byrja að reykja á tánings- aldri eiga helst á hættu að fá hjartaslag á fertugs og fimmtugs- aldri." HJARTAÁFÖLL REYKINGAMENN OG REYKLAUSIR Hlutfall hjartaáfalla Reykingamenn og reyklausir á sama aldri Hlutfall 012345678 50-59 60-69 ■ 2,5 70-79 ■ 1,9 A dur 30-39 40-49 Hjartaáföll g 3 6,3sinnum algengari hjá þeim sem reykja á aldrinum 30-39 ára Ekki af völdum reykinga Hjartaáföll meðal reykinga- manna Tölur úr breskri rannsókn á rúmlega 10.000 hjartaálöllum Heimild: Breska hjartastofnunin 73 manns farast í flóðum 73 MANNS biðu bana í flóðum eftir úrhelli í fjallahéraði ná- lægt borginni Marrakesh í Marokkó í fyrrinótt. Nokkur jorp eyðilögðust í flóðunum og talið er að dánartalan eigi eftir að hækka. Börn hrapa niður foss ELLEFU börn og prestur voru talin af í gær þegar bátur steyptist niður 100 metra háan foss í suðausturhluta Venezu- ela. Sex fullvaxta menn - leið- sögumenn frá Venezuela, tveir franskir ferðamenn og tveir þýskir - björguðust þar sem þeim tókst að stökkva úr bátn- um áður en hann hrapaði. „Baðfatastríð- ið“ brella? ANDREA Guglieri, bæjar- stjóri ítalska ferðamannabæj- arins Daino Marina, varð heimsþekktur þegar hann lýsti yfir stríði á hendur feitum og ólögulegum konum sem klæð- ast bikini-sundfötum á götum bæjarins. Hann segir nú að þetta hafi aðeins verið auglýs- ingabrella. „Nú veit öll heims- byggðin um Diano Marina." Howard Koch látinn HOWARD Koch, einn af þrem höfundum handritsins að kvik- myndinni „Casablanca“, lést í New York á fimmtudag, 93 ára að aldri. Koch var settur á „svartan lista“ yfir meinta kommúnista í Hollywood árið 1950 og bjó í Evrópu á árunum 1952-56 af þeim sökum. Bókabanni mótmælt MENNTAMENN og rithöf- undar í Hvíta-Rússlandi for- dæmdu í gær bann sem for- seti landsins, Alexander Lúk- ashenko, setti við nýjum kennslubókum í sögu og bók- menntum. Forsetinn segir að í kennslubókunum sé rangt farið með sögulegar stað- reyndir. Bækurnar voru gefn- ar út eftir að Hvíta-Rússland öðlaðist sjálfstæði eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991, en Lúkashenko vill að Hvita- Rússland sameinist Rússlandi. Sir John Swan fer frá SIR John Swan, forsætisráð- herra Bermúda, hefur tilkynnt að hann ætli að standa við þá hótun sína að segja af sér þar sem kjósendur urðu ekki við áskorun hans um að sam- þykkja sjálfstæði frá Bretlandi í þjóðaratkvæði á miðvikudag. 73,7% kjósenda höfnuðu sjálf- stæði og vildu að Bermúda yrði áfram elsta nýlenda Breta. Forsætisráðherrann lætur af störfum þegar stjórn- arflokkurinn hefur kjörið nýj- an leiðtoga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.