Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HÁSKOLABÍÓ
SÍMI 552 2140
Haskolabio
KEVTN KLINE
MEGRYAN
BRúðkaup
muRiei
Vaentanlegar myndir í
bíóið næstu vikur:
CONGO, CASPER,
INNOCENT LIES,
WATERWORLD OG
CARRINGTON.
JACK & SARAH
Perez fjölskyldan
►Robert Duvall lét leik sinn í
myndinni „A Family Thing“
ekki aftra sér frá því að sinna
helsta áhugamáli sínu. Hann lét
útbúa fyrir sig dansgólf á hótel-
unum sem hann heiðraði með
nærveru sinni.
Þessi 64 ára óskarsverð-
launahafi veit fátt skemmti-
legra en að dansa tangó og
æfir sig í tvær klukkustundir á
dag. „Mér finnst að fólk eigi
Robert
dansar
tangó
að stunda áhugamál sín af sama
krafti og vinnuna," segir Duv-
all, sem æfir sporin einn síns
liðs.
En fékk Robert vin sinn og
meðleikara, Robert Earl Jones,
til að snúast með sér um dans-
gólfið? Jones segist ekki vera
góður dansari og tekur öllum
dansboðum frekar fálega. Duv-
all lætur sér þó ekki segjast.
„Ég þarf að ræða þetta betur
við James. Ætli hann sé upptek-
inn í kvöld?“
Nýtt í kvikmyndahúsunum
ATRIÐI úr myndinni Dolores Claiborne.
Regnboginn frum-
sýnir Dolores Claiborne
REGNBOGINN hefur hafið sýning- Myndin hefur fengið góða dóma
ar á spennutryllinum Dolores Clai- víðsvegar, segir í fréttatilkynn-
borne sem byggir á skáldsögu eftir ingu. Einnig segir að oft sé erfitt
Stephen King. Með aðalhlutverk að staðsetja myndir Stephen King
fara Cathy Bates, Jennifer Jason- en þessi þykir helst lík myndinni
Leigh og Christopher Plummer. „Misery“ þar sem Cathy Bates fór
Leikstjóri er Taylor Hucleford. á kostum.
Nýjasta mynd Grant
forsýnd í Sambíóunum
ATRIÐI úr myndinni Englendingurinn sem
fór upp á hæðina en kom niður af fjallinu.
SAMBÍÓIN for-
sýna á sunnudags-
kvöld ensku gam-
anmyndina um
Englendinginn sem
fór upp á hæðina
en kom niður af
fjallinu. Með aðal-
hlutverk fara Hugh
Grant, Colm Mean-
ey og Tara Fitzger-
ald.
Kvikmyndin ger-
ist í litlum smábæ
í Wales rétt í
dreggjum fyrri
heimsstyijaldar-
innar og segir af
ferðum tveggja enskra landmæl-
ingamanna sem vinna að kortagerð
í umboði hans hátignar. í smábæinn
koma þeir í þeim tilgangi einum
að sannreyna hvort stolt bæjarins,
fjallið sem gnæfir yfir honum og
innfæddir kalla fyrsta fjallið í
Wales, sé í raun fjall eða hæð. Til
að komast að hinu sanna verða
þeir að mæla hæð stoltsins og ef
það reynist vera undir þúsund fet-
um telst það aðeins hæð og kemst
ekki á kortið.
Bæjarbúar eru stoltir af sínu fjalli
og viðkvæmir mitt í öllum stríðs-
rekstrinum. Þeir taka það því
óstinnt upp þegar tilgangur ferð-
langanna tveggja kemur í Ijós og
ýmsir kynlegir kvistir í innansveit-
arkróníkunni taka til við að sann-
færa landmælingamennina um gildi
þess að taka tölurnar einar og sér
ekki of alvarlega.
Inn í söguna fléttast síðan róm-
antík og vinkona hennar dramatíkin
og áður en yfir lýkur hefur margt
orðið til þess að breyta sjónarmiðum
og gildismati landmælingamann-
anna tveggja.