Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 13 LANDIÐ Bóndinn á Nýhóli á Hólsfjollum hefur búið einn í aldarfjórðung NÝLEGA sótti fréttaritari heim ein-- setubóndann Ragnar Guðmunds- son, Nýhóli á Hólsfjöllum. Hann er einn af sex íbúum fyrrverandi Fjalla- hrepps, sem nú hefur verið sameinaður Öxarfjarðarhreppi gegn vilja allra íbúa hreppsíns á sínum tíma. Ragnar fluttist til Fjallanna með móður- systur sinni, aðeins þriggja ára gamall. Móðir hans veiktist af berklum þá hún gekk með hann, og átti að fara á Vífils- staðahæli, er hann væri fæddur, líklega ekki fyrr, vegna talinnar meiri smithættu ef barnið fæddist þar. Móðursystir hans réðst þá sem ráðskona til föður síns 1926 og tók systurson sinn, Ragnar, með sér og var hann síðan hjá þeim og þau hjá honum, eftir að hann tók við búinu og hefur búið þar einbúi síðan 1970. Hann segist hafa haft ráðskonu í ellefu sumur og margir unglingarnir hafi verið í sumar- dvöl hjá sér, þótt hann hafi einn séð um heimilisstörfin. Erfitt að fella bústofninn Þó að á árum áður hafi ungir Fjallabú- ar farið á vertíð að vetrum, hafi hugur hans aldrei staðið til þess, þótt faðir hans hafí verið hinn þjóðþekkti útgerðarmaður Guðmundur frá Rafnkelsstöðum. Fjalla- kyrrðin heillaði hann og þar hefur hann unað sér vel alla daga. Ragnar hefur frá mörgu að segja enda lifað mikla breytingatíma. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgja þeirri ákvörð- un, þegar Hólsfjallabúum var gert skylt að fella allan sinn bústofn, vegna land- græðslu. Hann fékk þó að halda eftir nokkrum kindum og er eini bóndinn á Hólsfjöllum sem hefur svokallað búmark, það eru 10 ærgildi, en féð fer ekki úr afgirtum heimahaga. „Það var ánægjulegra þegar ég hafði um 200 fjár á fóðrum og fékk af fjalli 3-400 fjár. Þá hafði ég líka geitur sem gáfu mér þá mjólk, sem ég þurfti, en nú eru geiturnar aðeins tvær sem ég hefi mér til ánægju. Svo er ég með þessar tíu kindur og nokkrar hænur. Þetta er nú Morgunblaðið/Silli ... RAGNAR bóndi hugar að geitum sínum og hænsnum. Einum líður mér Ragnar Guðmundsson bóndi á Nýhóli á Hólsfjöllum segist aldrei fínna fyrir einstæðingsskap í þessari fá- mennu sveit, enda líði sér best einum. Sigurður Pétur Björnsson heimsótti einbúann. bústofninn svo ég þarf nú ekki mikinn heyskap, enda kemur það sér vel, því ég geng ekki heill til skógar, eftir að ég háls- brotnaði fyrir þremur árum. Já, þetta gengur allt úr sér, hús, tún, vélar og svo ég sjálfur." Ragnari finnst það alleinkennilegt að arkitekt, sem teiknaði húsið hans 1934, skuli þá ekki hafa gert ráð fyrir snyrtingu því ábyggilega hefði hann gert ráð fyrir henni ef hann hefði verið að teikna fyrir Reykvíking. Hann hefur síðan bætt fyrir þetta en löng er Ieiðin frá svefnherbergi að snyrtingunni. Hafragrautur alia daga Eftir fróðlegt kvöldrabb við Fjallabónd- ann, þáði ég gistingu, morgundrykk og hádegismat. Hann sagðist hafa til tilbreyt- ingar, kakó og brauð á sunnudagsmorgn- um, en aðra daga sjóði hann sér hafra- graut og noti-nú gerilsneydda mjólk, í stað geitamjólkur, sem hann segir að sér hafi þótt betri. Hann segist verða að fylgja nokkuð nútímanum, þótt hann henti sér oft ekki betur. Það má meðal annars sjá á því, að með smásteikinni í hádeginu, ber hann fram rauðkál, blandað grænmeti og sultu og maturinn smakkaðist mér eins og á besta veitingastað, þótt þjónar væru ekki við framreiðslu. Ragnar á mikið af bókum enda segist hann lesa mikið, því nú hafi hann betri tíma til þess en áður. Þar í skáp sé ég nýjar útgáfur matreiðslubóka, en hann segist lítið nota þær, því sér finn- ist þær eldri betri. Aðspurður segist hann aldrei finna til einveru einn í einni hæstu byggð landsins, hann segir: „Ég gat fundið fyrir einstæðingsskap, þá fleira fólk var hér í kring um mig, en einum líður mér hér vel. Ég hefi engan áhuga á því að flytja í þéttbýli, þótt ég verði máske einhverntíman að gera það. Þetta er mitt heimili og ég snýst við blessaðar skepnurnar mínar og félaga, en í kaupstað gæti ég það ekki," segir hinn aldni bóndi, á áttræðis aldri. Kvikmyndahá- tíð á Seyðisfirði Seyðisfirði - Kvikmyndasafn ís- lands og Kvikmyndasjoður efnir til kvikmyndahátíðar um land allt í til- efni af því að liðin eru hundrað ár frá sýningu fyretu kvikmyndarinnar í heiminum. Á flestum stóðum stendur hátíðin aðeins í eitt kvöld, en þar sem Seyðisfjarðarkaupstaður fagnar einnirg hundrað ára afmæli verður efnt til kvikmyndaviku þar í bæ. Sýndar verða íslenskar kvik- myndir frá ýmsum tímum. Myndirn- ar eru ýmist 16 mm eða 32 mm. Bæði svart/hvítar og litmyndir verða á boðstólum og eru þær ýmist þöglar eða með hljóði. Þöglu myndirnar verða í sínu rétta umhverfi, því frú Katrín Jóns- dóttir hefur samþykkt að leika und- ir þðglu myndunum, líkt og hún gerði fyrr á tímum. Lýðveldismynd fyrst Kvikmyndahátíðin á Seyðisfirði hefst á laugardaginn 19. ágúst með sýningu heimildarmyndarinnar Stofnun Lýðveldis á íslandi (1944) og stendur fram á næsta fimmtudag þar á eftir. Að sögn Böðvars Péturs- sonar, safnvarðar Kvikmyndasafns- ins verða margar merkar myndir til skoðunar fyrir áhorfendur. Á laugardagskvöld verður einnig 79 á stöðinni sýnd. Samkvæmt bestu heimildum er þetta fyrsta skiptið sem myndin er sýnd 1 bió- húsi síðan 1963. Hún hlaut fádæma góðar viðtökur hvað áhorfendafjölda varðar, því talið er að um 60.000 manns hafi séð hana frá því hún var frumsýnd 1962 og fram á árið 1963. Myndin var framleidd af Eddu Film og var mjög umdeild a sínum tíma, ekki síst vegna nektaratriða sem í henni eru. Leikstjóri var Dan- inn Erik Balling og var myndin sýnd víða um Norðurlönd. A sunnudaginn verður sýnd heim- ildarmynd Lofts Guðmundssonar frá 1924, ísland í lifandí myndum og síðan „Hvítir mávar (1985) sem Jakob Magnússon leikstýrði og var að mikiu leyti kvikmynduð á Seyðis- fírði. Á mánudaginn verða tvær myndir sem Óskar Gíslason stjórn- aði, Síðasti bærinn í dalnum (1950) og Ágirnd (1952). Hadda Padda og Bakkabræður Tvær myndir Ásgeirs Long,. Gili- trutt (1957) og Tunglið, tunglið taktu mig (stuttmynd frá 1959) verða í fyrri sýningu á þriðjudags- kvöld og siðan sú sjaldséða mynd Hadda Padda sem Guðmundur Kamban stjórnaði (1924). Miðviku- dagskvöld verður Reykjavíkuræv- intýri Bakkabræðra (1951) Óskars Gíslasonar á hvita tjaldinu i Herðu- breiðarbíói og síðan mynd Friðrik Þórs Friðrikssonar Börn náttúrunn- ar (1991). Á fimmtudagskvöldinu verða sýndar svokallaðar Austfjarðar- myndir. Þetta eru myndir úr fórum safnsins, þar á meðal gamlar mynd- ir frá Seyðisfirði og myndir sem Leifur Haraldsson tók. Meiningin er að menn geti skoðað þessar myndir fram og aftur og látið heyra í sér ef þeir bera kennsl á einhverj- um eða vilja fræðast betur um það sem er á myndunum. Vitanefnd í Vigur ÞEGAR vitanefnd fór í Látravík á dögunum til að skoða Horn- bjargsvita var komið við í Vigur á ísafjarðardjúpi. Halldór Blöndal samgönguráðherra, Hermann Guðjónsson vita- og hafnamála- slj'óri og fleiri starfsmenn vita- málaskrifstofunnar voru með í för, svo og makar nefndarmanna. I Vigur sýndi Baldur Bjarnason bóndi þar gestunum nærri 200 ára gamlan árabát, Vigur-Breið, sem enn er notaður við búskapinn. Á milli Baldurs og samgönguráð- herra á minni myndinni sést Tóm- as Sigurðsson forstöðumaður rekstrarsviðs. Morgunbtaðið/Svavar B. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.