Morgunblaðið - 07.09.1995, Side 4

Morgunblaðið - 07.09.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ræðu forseta íslands á óopinberu kvennaráðstefnunni vel tekið Nauðsyn að fá karla tíl liðs við konur Morgunblaðið. Peking. FORSETA Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, var vel fagnað í Norræna húsinu í Huiarou, aðsetri óopinberu kvennaráðstefnunnar í Peking, þar sem hún flutti ræðu í gær fyrir troðfullum sal og svar- aði spurningum. A fundinum var forsetanum flutt áskorun íslenskra kvenna á óopinberu ráðstefnunni, um að bjóða sig áfram fram til embættis þegar yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Aldrei beitt valdi í upphafi og lok ræðu sinnar ijallaði frú Vigdís um hugtakið völd og hin meintu völd forseta. Hún skýrði valdsvið forseta á ís- landi og kvaðst ekki líta svo á að hann hefði völd, heldur áhrif, en bætti því við að sá sem hefði völd hefði ekki endilega áhrif en sasem hefði áhrif gæti haft mikið vald. Forsetinn lagði meðal annars áherslu á nauðsyn þess að fá karl- menn til liðs við konur í jafnréttis- baráttunni og efla vináttu og sam- vinnu kynjanna. Hefði sættsigvið annað sætið Hún sagði síðan frá kvennafrí- deginum á íslandi á degi Samein- uðu þjóðanna 1975 og hvemig hann hefði haft þau áhrif að talið væri óhugsandi annað en að kona byði sig fram til forseta og frá ákvörðun sinni um að bjóða sig fram. Hún kvaðst hafa gert sér grein fyrir því eftir á að hefði hún fengið fæst atkvæði hinna fjög- urra forsetaframbjóðenda, hefði það orðið mikill ósigur fyrir kon- ur, bæði á íslandi og annars stað- ar. Hún kvaðst hins vegar mjög vel hafa getað sætt sig við annað sætið. Hún sagði að móðir sín hefði tárast þegar hún frétti þau úrslit að hún hefði verið kosin for- seti, enda hefði móðirin talið fram- boð hennar fífldirfsku. í máli forsetans kom fram að hún teldi sig hafa merkt að stöðu kvenna færi hnignandi á ýmsum sviðum, og bitnaði atvinnuleysi fyrst á þeim. Hún kvað það hlut- verk ráðstefnunnar í Peking að snúa þessu við, því „að við megum ekki við að missa þann árangur sem hefur náðst“. Mannréttindi eign allra í fyrradag átti Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra að flytja ræðu á opinberu kvennaráðstefn- unni, en varð að fara heim til ís- lands áður en af því varð. Hans í stað flutti Sigríður Lillý Baldurs- dóttir ræðuna, formaður undirbún- ingsnefndar opinberu ráðstefn- unnar. Hún lagði áherslu á algildi mannréttinda, að þau væru eign allra manna, og ennfremur á menntun kvenna og gerði grein fyrir inntaki íslenska hugtaksins „menntun“, sem þýddi að mann- ast, að auka gildi sitt. Sérstaka ánægju virtist vekja þegar hún fjallaði um nauðsyn þess að fá karlmenn til virkari þátttöku í jafnréttisbaráttunni. Óvæntir gestir á GR-velli Fyrir nokkrum dögum barst skrifstofu Golfklúbbs Reykja- víkur beiðni þess efnis að far- þegi skemmtiferðaskipsins Sea- born Spirit, kona frá Kaliforníu, fengi leyfi til að spila golfhring, þegar skipið kæmi til Reykjavík- ur. Var skrifstofan einnig beðin um að útvega konunni tvo með- spilara. Orðið var við þessu, enda mun slík beiðni ekki hafa borist Golfklúbbi Reykjavíkur í 60 ára sögu klúbbsins. Golfkonurnar tvær sem tóku að sér að leika með gestinum, Sigríður Flygenring og Katla Ólafsdóttir, voru mættar niðri á hafnarbakka á miðvikudags- morgninum, er skemmtiferða- skipið Seaborn Spirit lagðist upp að. Þegar til kom, hafði einn golfleikari bæst við, Jack Skomp frá Arizona, og fóru hann og Joana Alva frá Kaliforniu ásamt Sigríði og Kötlu upp á golfvöll- inn í Grafarholti. Þar voru 18 holurnar leiknar í hinu fegursta haustveðri. Létu gestirnir vel yfir vellin- um, en þau höfðu bæði leikið á völlum víðsvegar í heiminum. Þau gátu þess að 15. brautin hefði verið þeim dálítið erfið. Öll spiluðu þau golfhring (18 holur) á góðu skori og voru gest- irnir ánægðir er þeir kvöddu golfvöllinn, að sögn Sigríðar og Kötlu. Myndin er tekin þegar golfið stóð sem hæst og eru f.v. Katla Ólafsdóttir, Sigríður Flygenr- ing, Joana Alva og Jack Skomp Morgunblaðið/Kristinn Alþjóðleg ráðstefna ALÞJÓÐLEG ráðstefna um Öryggis- og umhverfismál á N-Atlantshafssvæðinu hefst í Reykjavík í dag og lýkur á morgun. Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg standa fyrir ráðstefnunni í samvinnu við systurfélög sín í Danmörku og Noregi. Auk félaga í SVS og Varðbergi sitja ráðstefnuna sendiherrar Norðurlandanna og NATO-ríkja á íslandi, inn- lendir stjórnmálamenn og emb- ættismenn, fræðimenn, fulltrú- ar varnarliðsins, sendinefndir norsku og dönsku systurfélag- anna, svo og aðrir þeir sem hafa áhuga á umhverfis-, utan- ríkis- og öryggismálum. Ráðstefnan verður haldin á Scandic Hótel Ixiftleiðum ,.og hefst klukkan 9.30. Borgarstjóri um afgjald Rafmagnsveitu Reykjavíkur í borgarsjóð Geta hagrætt fyrir afgjaldi ársins Ekkert ákveðið um afgjald næsta árs INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að með hag- ræðingaraðgerðum eigi Raf- magnsveita Reykjavíkur að geta staðið undir óbreyttu afgjaldi til borgarsjóðs Reykjavíkur til ára- móta. Afgjald sé ákveðið til eins árs í senn og engar forsendur hafi breyst frá því að það var mat manna að Rafmagnsveitan gæti í ár borið afgjald, sem nemur 17% af tekjum af orkusölu. Borgarstjóri segir að það sé sjálfstætt ákvörðunarefni næsta ár hvaða afgjald fyrirtækinu verði þá gert að greiða. Meiri- og minnihluti létu bókanir ganga á víxl vegna máisins á fundi i stjórn veitustofnana borgarinnar í gær. Yfirdráttur eða lán kemur til greina út árið Um það hvaða hagræðingarað- gerða Rafmagnsveitan gæti gripið til sagði borgarstjóri að það væri stjórnar veitustofnana að grípa til slíkra aðgerða. Ef á þyrfti að halda til að standa undir gjaldinu fram til áramóta teldi hún einnig koma til greina að taka lán eða auka yfirdrátt sem kæmi til greiðslu á næsta ári. Það væri hins vegar út í hött að grípa til gjaldskrárhækkana til nokkurra mánaða nema þá væri jafnframt tekin ákvörðun um óbreytt afgjald á næsta ári. Það stæði hins vegar ekki til enda væri ákvörðun um afgjald næsta árs sjálfstætt ákvörðunarefni við gerð fjárhagsáætlunar. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær svöruðu forráðamenn Rafmagnsveitunnar og Vatns- veitunnar fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórn veitu- stofnana á þann veg að Rafmagns- veitan gæti staðið undir afgjaldi í mánuð í viðbót að óbreyttum for- sendum fjárhagsáætlunar en fram á næsta vor skili hagræðingaað- gerðir árangri eða aukist orkusala. Haldist afgjaid óbreytt þyrfti gjald- skrá að hækka um 7,8%-10,7%. Hitaveitustjóri taldi hitaveituna standa undir núverandi afgjaldi en í svari Vatnsveitunnar var lögð til 15% meðal- talshækkun vatnsgjalds. Ekki athugavert að fyrirtæki skili arði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að helsta vanda- mál vatnsveitunnar væri að heim- æðar væru nú á hennar ábyrgð en ekki húseigenda samkvæmt laga- breytingum á síðasta kjörtímabili. Sú breyting hefði legið fyrir við ákvörðun afgjalds þessa árs en menn hafi ekki áttað sig til fulln- ustu á þeim kostnaði sem af þess- ari breytingu hljótist, m.a. vegna ákveðinnar óvissu um ástand gam- alla vatnslagna í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún sagði að afgjald veitustofnana til borgarinnar væri mun lægra en afgjald sambærilegra ríkisfyrirtækja, t.d. Pósts og síma. 17% afgjald af orkusölutekjum Rafmagnsveitunnar felur í sér að ríflega sjötta hver króna sem raf- magnsnotendur greiða rennur sem arður í borgarsjóð. Ingibjörg Sólrún sagði ekki rétt að tala um þetta sem skattlagningu borgarinnar í gegn- um orkureikninga. Veiturnar væru traust fyrirtæki sem stæðu vel en borgarsjóður stæði illa. Ekkert væri óeðlilegt við að þessar eignir borgarsjóðs og borgaranna skiluðu eigendum sín- um arði. Hækkun ekki í bígerð Á fundi stjórnar veitustofnana Reykjavíkurborgar í gær lét for- maður stjórnarinnar, Alfreð Þor- steinsson, bóka fyrir hönd fulltrúa Reykjavíkurlistans að krafa sjálf- stæðismanna um lækkun afgjalds, án þess að benda á neinar aðrar tillögur um tekjuöflun á móti, sé í rauninni aðeins krafa um hækkun útsvars á Reykvíkinga eða nýjar lántökur fyrir borgarsjóð. Reykja- víkurlistinn muni hins vegar í lengstu lög standa gegn hækkun útsvars og nýjum lántökum, m.a. með því að gera sömu kröfur til stjórnenda fyrirtækja borgarinnar og einkafyrirtækja um arðgreiðslur. Ennfremur segir að fram til þessa hafi ekki verið pólitískur ágrein- ingur um það að 4% arð- ur af hreinni endurmet- inni eign borgarfyrir- tækja væri eðlileg viðmiðun og sam- hljóða tillögur meirihluta og minni- hluta í fjárhagsáætlun 1995 hafi verið í samræmi við það. Þá segir í bókuninni að hækkun á gjaldskrá veitufyrirtækjanna vegna afgjalds í borgarsjóð sé ekki í bígerð. Afgjald þeirra sé ákveðið til eins árs í senn, og við gerð næstu ijárhagsáætlunar verði af- gjöldin ákveðin í ljósi fjárhagslegrar getu þeirra til að standa undir þeim að teknu tilliti til sparnaðar- og hagræðingaraðgerða, sem nú sé unnið að fyrir forgöngu Reykjavík- urlistans. „Leiðir til mikillar lántöku" Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að sú bókun sem fram hefði komið af hendi íbrmanns væri með einsdæmum. í svörum veitustjóranna við fyrirspurn sjálf- stæðismanna í veitustjórn um áhrif afgjalds á gjaldskrá veitufyrirtækj- anna kæmi skýrt fram að umrætt afgjald sé allt of hátt til lengri tíma litið, en geti gengið í eitt ár. Raf- magnsveitan stefni í halla, Hitaveit- an muni þurfa að fara í stórtækar lántökur komi til framkvæmda við raforkuvinnslu að Nesjavöllum og Vatnsveitan þurfi nú að hækka Vatnsgjaldið m.a. vegna afgjalds- ins. Augljóst sé að haldi fram sem horfir munu veitufyrirtækin þurfa að fara í lántökur komi ekki gjald- skrárhækkanir til. Þá segir orðrétt í bók- un sjálfstæðismanna: „Formaður segir að Reykjavíkurlistinn muni í lengstu lög standa gegn hækkun útsvars og nýjum lántök- um, en staðreyndir sýna fram á allt annað. Þar má m.a. nefna hol- ræsagjaldið, sem er í reynd ekkert annað en hækkað útsvar, sem bitn- ar þó hvað verst á eldri borgurum, og afgjald til lengri tíma sem leiðir til mikillar lántöku þegar fram líða stundir." Bókanir meiri- og minnihluta gengu á víxi Eðlilegt að fyrirtækin skili arði h i I I t l I) I I i I I \ I l I i e I « « i i « i k ( i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.