Morgunblaðið - 07.09.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 21
Dagskrá Kaffileikhússins í Hlaðvarpanum til áramóta
Spennandi nýjungar og gamlir vinir
DAGSKRÁ Kaffileikhússins í Hlaðvarpanum til
áramóta hefur verið ýtt úr vör. Líkt og á liðnum
vetri verða íslensk leikverk áberandi en að auki
munu erlend verk og ýmsar nýjungar setja svip
sinn á dagskrána.
„Eg er ákaflega stolt af dagskránni sem er
framundan. Við munum bjóða upp á spennandi
nýjungar og gamla vini,“ segir Ása Richardsdótt-
ir framkvæmdastjóri Kaffileikhússins. „Árangur
síðasta vetrar bendir til þess að Kaffileikhúsið sé
búið að festa sig í sessi. Viðtökurnar hafa verið
frábærar."
Sögukvöld Kaffileikhússins hófust á ný í gær
og verða annað hvert miðvikudagskvöld í allan
vetur. Sögukvöld eru samstarfsverkefni Rithöf-
undasambands Islands og Kaffileikhússins og er
tilgangur þeirra að fá fólk til að koma saman og
hlýða á sögur og rækta þannig sagnahefðina sem
býr með þjóðinni. Sagnamenn Sögukvölda munu
koma úr ýmsum áttum en jafnframt stendur til
að tengja kvöldin ákveðnum starfsstéttum, hópum
og jafnvel landsfjórðungum og héruðum. Einu af
fyrstu Sögukvöldunum verður stjórnað af prestum.
Sápa eitt og tvö eru vinsælustu leikverk Kaffi-
leikhússins til þessa og þann 7. október — á ársaf-
mæli leikhússins — mun Sápa þijú líta dagsins
Ijós. Höfundur er Edda Björgvinsdóttir en auk
hennar munu Olafía Hrönn Jónsdóttir og Helga
Braga Jónsdóttir leika stærstu hlutverkin. Leik-
stjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Ása
lætur efni verksins ekki uppi að svo stöddu en
segir að það muni koma verulega á óvart.
Margfaldir einleikir
Upp úr miðjum október fer af stað nýstárleg
sýningaröð en þá mun hópur leikara láta gamm-
inn geisa í Margföldum einleikjum. Verða þeir
af ýmsum toga, bæði gaman og alvara og víða
leitað fanga. „Þarna munu margir af bestu leikur-
um landsins vonandi gera það sem þá hefur allt-
af langað til að gera en aldrei gert,“ segir Ása.
Sumir einleikjanna verða sóttir í smiðju erlendra
höfunda en íslenskir leikritahöfundar koma einn-
ig talsvert við sögu. Leikstjóri er Þórhildur Þor-
leifsdóttir.
Leikararnir Gísli Rúnar Jónsson, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir og Guðrún Þ. Stephensen
frumsýna um mánaðamótin október/nóvember
undir stjórn Bríetar Héðinsdóttur eitt frægasta
verk Ionescos, einþáttunginn Kennslustundina
sem er sígild lífsreynslusaga allra sem einhvern
tíma hafa verið kennarar eða nemendur.
í október hefst dagskrá sem helguð verður
íslenskri leikhústónlist. Þá munu Atli Heimir
Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirs-
son, Leifur Þórarinsson og Þorkell Sigurbjörnsson
kynna verk sín á fimm sjálfstæðum kvöldum en
þessi tónskáld hafa einmitt smíðað stóran hluta
íslenskrar leikhústónlistar.
Tónleikar og tónleikaraðir munu einnig setja
svip sinn á dagskrána í vetur. Tónleikarnir verða
af margvíslegum toga, allt frá klassískum tónleik-
um til popps.
Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hall-
grímur Helgason hefur að undanförnu staðið
fyrir skemmtun í Kaffileikhúsinu við miklar vin-
sældir. Fyrirhugað er að standa fyrir fieiri slíkum
skemmtunum í vetur og mun Hallgrímur verða
á meðal þátttakenda.
Kaffiieikhúsið er ekki einungis leikhús heldur
einnig veitingastaður og nýverið tóku nýir vert-
ar, Kristín Ingibjörg Pálsdóttir og Kristlaug
María Sigurðardóttir, við veitingarekstrinum.
Segir Ása að þær stöllur ætli sér að kitla bragð-
lauka leikhúsgesta í vetur. „Aðaiáhersla verður
lögð á góðan mat á góðu verði og verður reynt
að tengja matséðilinn þeim leiksýningum sem
boðið er upp á.
Nýjar bækur
Ljóð iindir suðrænni sól
ÚT er komin ljóðabókin
Samfella eftir Steinþór
Jóhannsson. Þetta er
fimmta ljóðabók skálds-
ins. Áður hafa komið út;
Hvert eru þínir fætur að
fara 1975, Óhnepptar töl-
ur 1976, Verslað með
mannorð 1982 og Eigum
við 1992.
í kynningu segir: „í
nýju ljóðabókinni tekst
skáldið sterklega á við samneyti
kynjanna. Það sem einkennir
Steinþór er karlmannlegur kraft-
ur. Hann er kröftugur líkamlega
og hugrænt einkennast ljóð hans
af sterkum sigurvilja karlmanns-
ins. Hann vill sækja á brattann,
Steinþór
Jóhannsson
klífa fjallið, komast á topp-
inn. Það er hin goðum-
borna karlmannlega
ímynd.“
Bókin Samfella er að
mestu samin á Spáni, en
þar dvaldist skáldið haust-
ið 1993. í henni eru 36
ljóð að langmestu leyti
tengd Spánardvöl og sam-
vistum við konu undir suð-
rænni sól.
Daði Guðbjörnsson listmálari
gerði kápuskreytingu, Prent-
myndastofan hf. annaðist filmu-
gerð, ísafoldarprentsmiðja hf.
prentun og Flatey hf. bókband.
Fjölvi gefur bókina út. Verð
1.680 kr.
• BANDARÍSKI ballettdansarinn
Mark Morris hlaut á dögunum
Hamada-verðlaunin, æðstu verð-
laun Edinborgarhátíðarinnar, sem
nú stendur yfir. Morris hefur ver-
ið einn eftirsóttasti listamaður
hátíðarinnar undanfarin þrjú ár.
Sá sem gefur verðlaunaféð, um
50 milljónir ísl. kr. er japanski
kaupsýslumaðurinn Zenya Ham-
ada, sem ekki hefur látið sjá sig
á hátíðinni frá árinu 1993 og er
raunar ekkert vitað hvar hann
heldur sig.
• PORTÚGALSKA sljórnin hefur
lýst því yfir að eigi að bjarga for-
sögulegum hellamyndum sem
fundist hafa í Foz Coa, muni það
kosta ríkið sem svarar 21 milljarði
kr. Myndirnar fundust á síðasta
ári er framkvæmdir hófust við
stíflugerð í nágrenninu og eru þær
stærstu hellamyndir frá steinöld
sem fundist hafa í Evrópu, að
mati fomleifafræðinga. Talsmenn
raforkufyrirtækisins sem byggir
stífluna fullyrðir hins vegar að
myndirnar séu ekki nema nokkur
þúsund ára og vilja að stíflugerð-
inni verði haldið áfram. Endanleg
ákvörðun í máiinu bíður nýrrar
ríkissljórnar Portúgals sem taka
mun við í október.
Ljós úr norðri
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
hefur í samráði við Listasafn íslands
ákveðið að efna til námskeiðs 12.
og 14. september nk. um sýninguna
Ljós 'úr norðri, þar sem verkin á
henni verða skoðuð og skilgreind
með aðstoð starfsmanna safnsins.
Rakel Pétursdóttir safnakennari mun
fjalla almennt um sýninguna og bak-
svið hennar á Norðurlöndum, þjóðfé-
lagsaðstæður og sögu, Júlíana Gott-
skálksdóttir listfræðingur gaumgæf-
ir viðhorf norrænna listamanna til
einstaklingsins og Aðalsteinn Ing-
ólfsson kannar tengsl þeirra við
landslag og borgarmenningu.
Sýningin Ljós úr norðri er mikils-
vert tækifæri til að efna til náinna
kynna við þekkt listaverk eftir marga
helstu listamenn Norðurlanda á ár-
unum um og eftir siðustu aldamót,
en allt frá því farandsýningin Scand-
inavia Today var send til Bandaríkj-
anna árið 1982 hefur vegur þessara
norrænu listamanna farið vaxandi
víða um lönd. Hér er um að ræða
listamenn á borð við Edvard Munch,
Vilhelm Hammershöi, Helenu
Scherfbeck, Akseli Gallen-Kallela,
Richard Bergh, P.S. Kröyer, Önnu
Aneher og Anders Zorn, auk margra
annarra. Fulltrúar íslendinga á sýn-
ingunni eru Þórarinn B. Þorláksson
og Ásgrímur Jónsson. Sýningin Ljós
úr norðri var upphaflega skipulögð
af spænskum listasöfnum í því
augnamiði að draga fram afstöðu
norrænna aldamótalistamanna til
mannlífsins og náttúrunnar í víðasta
skilningi.
Morgunblaðið/Knstmn
ÁSA Richardsdóttir framkvæmdasljóri Kaffileikhússins
ásamt nýju vertunum Kristínu Ingibjörgu Pálsdóttur
og Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur.
Námskeið í Listasafni íslands
Dagskrá
RúRek
í dag
DAGSKRÁ RúRek í dag
fimmtudag er eftirfarandi;
Kl. 21.30: Philip Catherine
og tríó Björns Thoroddsens í
Leikhúskjallaranum.
Kl. 22. Kvartett Reynis Sig-
urðssonar á Fógetanum,
Kjallarahljómsveit Péturs
Grétarssonar á Horninu,
Kvartett Sigurðar Flosasonar
á Jazzbarnum og Kombó Ell-
enar á Kringlukránni.
Leikþátta-
samkeppni
STÚDENT ALEIKHÚ SIÐ
hyggst eftir áramót setja upp
einn eða fleiri leikþætti, sem
dómnefnd og leikstjóri velja.
Lengd og form verks eru
frjáls. Eina skilyrðið er að
höfundur hafi ekki áður átt
verk í atvinnuleikhúsi. Pen-
ingaverðlaun eru í boði, veitt
af Búnaðarbanka íslands.
Skilafrestur er til 1.
nóvember 1995. Verkunum
skal skilað vélrituðum, undir
dulnefni, til skrifstofu Stúd-
entaráðs í Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut. Rétt
nafn, kennitala og sími skulu
fylgja í lokuðu umslagi.
Sýningu Heid-
iar að ljúka
TEXTÍLSÝNINGU Heidiar
Kristiansen í anddyri Safna-
húss Vestmannaeyja lýkur nú
um_ helgina.
Á sýningunni eru 20 mynd-
teppi, bæði lítil og stór, sem
öll eru gerð undir áhrifum af
íslenskri náttúru og dýralífi.
Sýningin er opin á virkum
dögum, jafnlengi og bóka-
safnið, og um helgina frá kl.
14-17. Heidi verður sjálf á
staðnum dagana 9. og 10.
september.
Leirlistasýn-
ingu að ljúka
SÝNING á verkum þriggja
fremstu leirlistamanna Dana,
Bente Hansen, Karen Benn-
icke og Peder Rasmussen,
sem staðið hefur yfir í sýning-
arsölum Norræna hússins
lýkur nú á sunnudag.
Sýningin er opin daglega
frá kl. 14-19.