Morgunblaðið - 07.09.1995, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Ágreiningur Sjálfstæðis
manna á Suðurlandi
3. grein
NOKKUÐ er um liðið frá því ég
skrifaði aðra grein mína um þetta
efni. Er rétt nú á síðsumri að halda
áfram frá því sem frá var horfið.
Ég vék í annarri grein minni að
tveimur ungum mönnum, Árna Böð-
varssyni og Gísla Gíslasyni, sem
höfðu sent mér athuga-
' semd. Aftur voru þeir
á ferðinni á ritvellinum
í sumar og nú bregður
svo við að þeir lýsa
yfir því að stirt sam-
band hafi verið með
þremenningunum um
árabil. í fyrri grein
þeirra var að heyra að
einungis væri til einn
vondur maður. Bragð
er að þá barnið frnnur.
En hveijum bar helst
að ganga í að leysa
þann ágreining sem
ekki var einum að
kenna? Það var hægt
wað leysa hann með því
Eggert Haukdal
mála 10,7 - 12,1 milljarði króna
á verðlagi ársins 1994. Mark-
visst hefur verið unnið af því af
núverandi ríkisstjórn að lækka
þessi útgjöld. Þau miklu áföll
sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir,
valda því að enn harðar hefur
verið gengið fram en ella hefði
verið.
Niðurstaðan er sú, að
árin 1994 höfðu út-
gjöldin lækkað um 34%
miðað við meðaltal síð-
asta kjörtímabils eða
um 4,3 milljarða króna.
Verulegur hluti
sparnaðarins felst í af-
námi útflutningsbóta
og samdrætti í fram-
leiðslu kindakjöts og
mjólkur í kjölfar bú-
vörusamningsins. Út-
gjöld vegna búvöru-
framleiðslu svo sem
niðurgreiðslur eða
beingreiðslur og út-
flutningsbætur hafa
lækkað um 35% en
að reka og kljúfa, samanber Albert,
en var það góð lausn? Það var samt
endurtekið.
Ungu mennirnir hrósa mjög Þor-
steini Pálssyni. En um svipað leyti
og grein þeirra birtist hrópuðu
hundruð sjómanna Þorstein Pálsson
niður á Austurvelli. Svo er nú kom-
ið á landi hér (m.a. vegna aðgerða
Þorsteins Pálssonar) að trillusjóm-
aður má ekki lengur lifa, ekki held-
ur búandi karl upp í sveit. Nú skal
t allt fijáls, en ekki að allt sé jafnt.
Frelsið skal aðeins vera í þágu hinna
stóru.
Þá er það að frétta frá því við
skildum í sumar að sjálfstæðismenn
hafa haldið tvo lokaða en fámenna
fundi á Suðurlandi eftir kosningar.
Efir því sem hefur frést vildu
„haukamir“ taka á mér og stuðn-
ingsmönnum mínum. Á miðöjdum
notuðu menn ransóknarrétt. Á því
herrans ári 1995 eiga slíkir menn
enn bræður. Vissulega var ekki fé-
leg skipulagning Þorsteins Pálsson-
ar og Árna Johnsen gegn mér í
kosningabaráttunni.
Á öðrum fundinum kvartaði þó
einn „haukurinn" yfir því að Þor-
steinn Pálsson talaði aidrei um land-
►■búnaðannál. Þorsteinn bætti úr því
með langri ræðu um málaflokkinn,
en að sögn voru fundarmenn jafn-
nær.
Niðurskurður
Eftirfarandi tilvitnun er tekin úr
grein í Dagsskránni á Selfossi rétt
fyrir kosningar. Greinin hét „Árang-
ur í niðurskurði ríkisútgjalda". Höf-
undur var Drífa Hjartardóttir, núver-
andi formaður málefnanefndar Sjálf-
stæðisflokksins um landbúnaðarmál.
„Á árunum 1988 - 1991 námu
heildarútgjöld til landbúnaðar-
mikilverður árangur hefur einnig
náðst á öðrum sviðum.“
Svo mörg voru þau orð. Spyija
má í þessu sambandi: Hvar hefur
landbúnaðamefnd Sjálfstæðis-
flokksins verið að undanförnu?
í vetur lýsti Ámi Johnsen því
yfir á fámennum fundi sjálfstæðis-
manna þar sem var verið að ræða
framboð mitt, að það væri ekki
margt bændafólkið á Suðurlandi
sem styddi Sjálfstæðisflokkinn. Því
þyrfti ekki mikið að hafa áhyggjur
af því. Ummæli Drífu benda til þess
að hún sé sama sinnis og Ámi.
Nokkrar staðreyndir
En hver er staða landbúnaðarins
í dag eftir að lýsingar Drífu Hjartar-
dóttur, sem vitnað var til hér að
framan og hún fagnar, hafa náð
fram að ganga. Það er rétt að það
þurfti að draga úr ríkisútgjöldum
og það þurfti einnig að draga úr
framlögum til landbúnaðarins. En
gagnvart landbúnaðinum var þetta
gert of hratt, of mikið og rangt stað-
ið að með ýmsum hætti. Staðan í
dag er því allra sist til að hrósa sér
af. Skulu þessi orð mín aðeins rök-
studd.
Helstu naglar sem negldir hafa
verið í líkkistu landbúnaðarins með
stjórnyaldsaðgerðum síðustu árin
era:
1: Búvöralög 1985, þar sem út-
flutningsuppbætur vora að fullu
afnumdar 1992.
2. Búvörusamningur vinstri
stjórnar 1991.
3. Vinstri stjórn sem gerði bú-
vörasamningana gerði einnig-
Jón Baldvin að utanríkisráð-
herra. Jón Baldvin fékk að leika
lausum hala í þeirri ríkisstjórn
og var búinn að semja um 982
£ » S t U
Guðsteins Eyjólfssonar
Laugavegi 34, sírni. 551-4301
Yelrarííakkar úr ull og kasmír
Vorum að fá sendingu af þýskum ullarkasmír-
frökkum ásamt miklu úrvali af
rykfrökkum með ullarfóðri.
lllarflauelisbuxurnar
sívinsælu einnig komnar.
Ga‘ðavara
á góðu verði
Það er rétt að hafa það
í huga í atvinnuleysinu,
segir Eggert Haukdal,
að fjöldi þéttbýlisbúa
byggir afkomu og at-
vinnu sína á tilvist
sveitanna.
vegna EES þegar vistaskifti
urðu. Eitt verka hans í þeirri
stjórn var að lama íslenska garð-
yrkju.
4. Jón Baldvin fékk svo að full-
komna EES með Sjálfstæðis-
flokknum og hafði sömu henti-
semi og hann hafði haft í vinstri
stjórn.
Um leið og ég nefni þessa fjóra
punkta er rétt að undirstrika að
Sjálfstæðisflokkurinn hafði lengi
barist fyrir staðgreiðslu búvara til
bænda og það tókst að nokkru með
búvörulögunum að framfylgja því.
Það var gert með því að nota hluta
af niðurgreiðslum í beingreiðslur.
En ýmsir stjómarliðar í þann tíð,
þar á meðal ég, tóku ekki fegins
hendi við öllum ákvæðum fram-
varpsins. Einkum vora það ákvæðin
um hversu hratt yrði dregið úr út-
flutningsuppbótunum. Fyrir forystu
þriggja stjórnarliða í landbúnaðar-
nefnd Neðri deildar, Stefáns Val-
geirssonar, Páls Dagbjartssonar
(varam.) og undirritaðs, tókst að
laga frumvarpið nokkuð í meðför-
um. í þeim breytingum sem sam-
þykktar vora, var sú mest að út-
flutningsuppbótarétturinn skyldi
standa árið 1990 og framvegis í 4%
£n ekki 0 eins og var þegar frum-
varpið var lagt fram. Mjög var ýtt
á okkur þremenningana að afgreiða
frumvarpið með hraði án breytinga
en við því var ekki orðið. Við urðum
því ekki vinsælir hjá fijálshyggju-
mönnum allra flokka. Komið var
fram í júní þegar frumvarpið varð
að lögum. Því fé sem sparaðist við
lækkun útflutningsuppbóta var
beint í ref og mink. Einnig til ferða-
þjónustu. Því miður var þessu fé
ekki öllu vel varið og þjóðfélagið er
enn í skuld, m.a. við bændur sem
voru hvattir í loðdýrabúskap.
Allar þjóðir styðja sína
atvinnuvegi
Rétt er að undirstrika þær stað-
reyndir þegar rætt er um landbún-
aðarmál, að það eru fleiri en bænd-
ur sem nutu útflutningsuppbóta og
niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum.
Mikið af fólki í bæjum og þorpum
vítt og breitt um landið vinnur störf
tengd landbúnaði, í sjálfri höfuð-
borginni er einnig mikið af slíkum
störfum. Það er aldrei of oft minnt
á þetta í atvinnuleysinu, og einnig
það að allar þjóðir styrkja sína at-
vinnuvegi með miklum fjármunum.
En hvað átti að gera við útflutn-
ingsuppbæturnar annað en draga
svo mjög úr þeim eins og gert var?
Svo sem kunnugt er var það fyrir
atbeina Ingólfs Jónssonar þáverandi
landbúnaðarráðherra að útflutn-
ingsuppbætur voru teknar upp
1959. Þessi aðgerð var mikil lyfti-
stöng landbúnaðinum og lengi hald-
reipi bændastéttarinnar. Engin verk
mannanna geta lengi staðið óbreytt.
Allt annað mál er að kasta þeim
fyrir róða. Það eru margra mistök
hvernig þeir fóra með sem tóku við
arfi Ingólfs Jónssonar varðandi út-
flutningsuppbæturnar. Þar eiga hlut
að ríkisstjórnir, ráðherrar, alþingis-
menn og bændasamtök. Fyrir mörg-
um árum hefði átt að taka upp þá
reglu að bæturnar yrðu ekki greidd-
ar nema menn skiluðu ákveðnu út-
flutningsverði. Það vantaði og sér-
staklega þegar frá leið, að setja inn
í þær þennan hvata til að afla mark-
aðar. Enn þann dag í dag virðist
markaðssókn landbúnaðarins ekki
vera í lagi. Hversvegna hafa stóru
sölusamtökin ekki verið notuð? Með
því að við notuðum ekki útflutnings-
uppbæturnar rétt þá tókst að gera
þær óvinsælar með þjóðinni og
skammsýnir stjórnmálamenn gáfu
þeim naðarhöggið.
Að lokum
Árið 1958 tóku flokkarnir hönd-
um saman um að afnema útflutn-
ingsbætur. Það lá á að má út þenn-
an merka þátt í lífsstarfi Ingólfs
Jónssonar, mannsins sem öðrum
fremur lyfti landbúnaðinum og ís-
lenskum sveitum. í fararbroddi voru
m.a. Jón Helgason þáverandi land-
búnaðarráðherra og Þorsteinn Páls-
son, þáverandi formður Sjálfstæðis-
flokksins. Ekki spurði Þorsteinn
Pálsson sjálfstæðismenn á Suður-
landi um leiðsögn. Ekki talaði hann
við mig frekar en fyrri daginn nema
að heimta að við þremenningarnir
væram ekki að teija frumvarpið í
landbúnaðarnefnd og afgreiddum
það óbreytt. Það má vel vera að
forysta Framsóknar hafi verið
ánægð, en hún var í stjórnarand-
stöðu þegar útflutningsuppbótunum
var komið á. En bændur almennt,
hvar í flokki sem þeir stóðu, voru
ekki ánægðir.
En hvað hefði það þýtt í dag ef
sá hluti af útflutningsbótum, sem
okkur þremenningunum (Stefáni,
Páli og undirrituðum) tókst að koma
í veg fyrir að væri felldur niður
1985, væri enn til staðar? Þá væri
hægt að hjálpa til að koma 2500
tonnum af dilkakjöti út af markaðn-
um. Með slíkum smásjóði væri og
hægt að hjálpa til í öðram greinum
þ.á m. garðyrkju. Þá væri aðeins
bjartara í íslenskum sveitum. Það
þurfti að draga úr útflutningsupp-
bótum, breyta reglum, en alls ekki
að afnema þær.
Höfundur er bóndi og fyrrverandi
alþingismaður.
Raunverulegur sigur!
UNDANFARNAR
vikur hefur fólk á veg-
um FÍB hringt í bif-
reiðaeigendur á höfuð-
borgarsvæðinu. Til-
gangurinn er að efla
samtök bifreiðaeigenda
og ná samstöðu um
aðgerðir til að lækka
iðgjöld bílatrygginga.
Hringt verður í bíleig-
endur í öllum landshlut-
um á næstu vikum og
mánuðum.
Viðbrögðin era nán-
ast öll á einn veg: Fólk
er langþreytt á síhækk-
andi bílakostnaði og er
Árni Sigfússon
tilbúið til að gera eitthvað í málinu.
Rúmlega 4 af hveijum 10 sem hringt
er í taka þá ákvörðun að ganga til
liðs við FÍB og fela félaginu að bjóða
út bílatryggingar sínar. í FÍB eru
fyrir 7.000 félagsmenn og er þessa
dagana verið að undirbúa boð til
þeirra um þátttöku í tryggingaút-
boðinu.
FÍB hefur að undanförnu bent á
að íslensku tryggingafélögin taka
árlega milljörðum króna meira af
bíleigendum en þarf til að greiða
rekstur og tjónakostnað. Þetta gera
þau með of háum iðgjöldum.
Fullyrðingar sem
standast ekki
Þrátt fyrir ábendingar FÍB taka
tryggingafélögin ekki í mál að
draga úr sjóðasöfnun sinni á kostn-
að bíleigenda. Mikil samstaða virð-
ist ríkja milli þessara fyrirtækja um
að halda í skýringar sínar um
óvenju alvarleg slys hér á landi og
óvenju háar bætur fyrir líkamstjón.
Öndvert við þessar fullyrðingar
hefur komið í ljós að alvarlegum
slysum og dauðaslysum fer fækk-
andi hér á landi og að víða erlendis
eru umferðarslys fleiri en hér.
Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstaréttar-
lögmaður hrekur enn-
fremur fullyrðingar
tryggingafélaganna
um óvenju háar bætur
fyrir líkamstjón hér á
landi í grein sem birtist
í Morgunblaðinu 24.
ágúst sl. Hann skýrir
þar - frá könnun sem
hann gerði á trygg-
ingagreiðslum fyrir lík-
amstjón í 10 Evrópu-
löndum. Niðurstaða
hans er sú að íslenskir
tjónþolar era verr settir
en tjónþolar í 9 af þess-
um 10 löndum. Aðeins í Danmörku
eru bætur rýrari en hér á landi.
Að sjálfsögðu er það óþolandi í
þessari umræðu að tryggingafélög-
in skuli ekki geta rökstutt fullyrð-
ingar sínar.
Jákvæðar undirtektir
bíleigenda
Jákvæð viðbrögð við úthringing-
um FÍB til bifreiðaeigenda hafa
hvatt félagið til áframhaldandi bar-
áttu, sem byggir á að bíleigendur
sýni samstöðu. Því leggur FÍB í
áðurnefndar aðgerðir og stefnir að
því að ná saman 10 þúsund bíleig-
endum — eða fleiri — á næstu
mánuðum.
Tilgangurinn er að fá tilboð í
tryggingar þessa hóps, þannig að
iðgjöldin verði mun lægri en þau
sem bíleigendur greiða nú.
Fyrirkomulag útboðsins
Með því að fá svo stóran hóp
bíleigenda verður það álitlegt fyrir
erlent tryggingafélag — eða nýtt
íslenskt tryggingafélag — að hefja
starfsemi með bílatryggingar hér á
landi. Ekki er heldur loku fyrir það
skotið að eitthvert þeirra trygginga-
Bíleigendur verða að
standa saman, segir
Arni Sigfússon, til
að ná hliðstæðum
tryggingakjörum og
í grannríkjum.
félaga sem hér starfa nú þegar
hafi áhuga á þessum álitlega hópi
viðskiptavina. Starfsemi trygginga-
miðlara er ákveðinn lykill að því
að gera þetta sameiginlega útboð
mögulegt. FÍB semur við einn aðila
um miðlun trygginga fyrir félags-
menn eftir að hafa fengið umboð
frá hveijum og einum bíleiganda
til að fara með bílatryggingar hans
þangað sem kjörin bjóðast best.
Tryggingamiðlarinn flytur allar
tryggingarnar fyrir hópinn til þess
tryggingafélags sem býður bíleig-
endum bestu kjörin.
Bíleigandinn felur því FÍB og
tryggingamiðlara á vegum þess að
gæta hagsmuna sinna. Bíleigandinn
getur dregið sig út úr þessu sam-
starfi á sama hátt og í öðrum trygg-
ingaviðskiptum.
Það sem mestu máli skiptir ...
Fyrir hinn almenna bíleiganda
skipta umræður í fjölmiðlum ekki
meginmáli. Það sem skiptir mestu
er árangurinn af þeirri baráttu sem
FÍB stendur nú fyrir.
Raunverulegur sigur í þessu
máli er fólginn í því að bíleigendur
standi saman um það hvar þeir
ætla að kaupa tryggingar sínar, á
kjöram sem eru áþekk því sem ger-
ist í nágrannalöndunum.
Höfundur er formaður FÍB.