Morgunblaðið - 07.09.1995, Page 29

Morgunblaðið - 07.09.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 29*"' BJARNI KARLSSON + Bjarni Karlsson trésmiður fæddist í Reykjavík 19. október 1936. Hann lést í Reykjavík 19. ágiist síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Val- gerður Helga Bjarnadóttir og Karl Símonarson, d. í ágúst- mánuði síðastliðnum, skipa- smiður á Eskifirði. Stjúpfaðir Bjarna er John W. Gott, kaup- sýslumaður í Grímsby. Systir Bjarna er Yvonne Gott, búsett ý Grimsby. Útför Bjarna fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. í DAG er Bjami frændi okkar kvaddur hinstu kveðju. Fráfall hans bar skjótt og óvænt að. Kallið kom öllum að óvörum. Við Bjarni erum systkinaböm og ólst hann upp hjá afa (nafna sínum) og ömmu okkar. Það var alltaf gaman að hitta Bjarna. Glaðværð hans, jafnaðargeð og fróðleikur um menn og málefni vora rómuð. Hann var laus við sleggjudóma og hafði næma tilfinningu gagnvart þeim sem minna máttu sín. Trygglyndi og trúmennska voru Bjarna í blóð borin,- hvort heldur var í starfi eða í leik. Segir það meira en mörg orð um það hvaða mann Bjarni hafði að geyma að í vinahópi hans eru einstaklingar sem hann hefur þekkt allt frá unglingsárum sínum. í kjallara hússins heima hjá afa og ömmu var afi með trésmíðaverk- stæði. Þegar Bjarni hafði vit og þroska til fór hann að fylgjast með afa við smíðarnar og aðstoða eftir föngum. Það leyndi sér ekki að Bjarni var efni í góðan smið og hagleiksmann. Þar sem afi tók að sér að smíða mörg verk bæði stór og smá fékk Bjarni fjölþætta reynslu í trésmíði sem nýttist hon- um allar götur síðan. í fyllingu tímans nam Bjarni trésmíði og starfaði hann sem slíkur allt til hinstu stundar. Síðustu árin vann hann við trésmíðar við Háskóla ís- lands. THYRA FINNSSON + Thyra Finnsson (fædd Friis Ols- en) fæddist í Slag- else í Danmörku 30. janúar 1917. Hún lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirlqu 15. ágúst. THYRA Finnsson er látin. Með örfáum orðum langar mig til að minn- ast svilkonu minnar, Thyra Finnsson, sem lést þegar ég var stödd erlendis og gafst mér ekki færi á að kveðja hana er hún var jarðsungin. Mér finnst visst tímabil í lífi mínu sé gengið nú er þau hafa bæði kvatt Thyra og eigin- maður hennar Sveinbjörn Finnsson. Thyra og Sveinbjörn tóku á móti mér af sinni alkunnu hlýju er ég kom í Hvilftarfjölskylduna. Thyra bjó yfir einstökum hæfileikum til að láta fólki líða vel í kringum sig og hafði sérstaka tilfinningu fyrir því að skapa hátíðlega stemmningu. Matargerðarlist hennar var og al- þekkt innan fjölskyldunnar og trú- lega víðar. Thyra var mikilhæf kona og bjó yfir næmri tilfinningu fyrir listum og ber sérstaklega að nefna hve vel hún var að sér í tónlist. Enda tókst henni bærilega að skila þess- um áhuga sínum af sér til afkom- enda sinna. Blóm voru og hennar yndi. Mér er minnisstæður garður- inn sem þau Sveinbjörn sköpuðu á Fáfnisveginum eftir að þau fluttu þangað. Sérstaklega minnist ég stolts þeirra yfir dalíuræktinni og glaðhlakkalegrar ánægju Svein- bjarnar. Já, og nú era þessi elskulegu hjón gengin til feðra sinna, þangað sem við erum öll á leiðinni. Þau voru svona hálfgert höfuð fjölskyld- unnar, þar sem Sveinbjörn var elst- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er möttaka svokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að iengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ur, giftist fyrstur og stofnaði heimili í Reykjavík og var öll fjölskyldan ávallt jafn- velkomin í heimsókn. Já, ellefu systkini sem smámsaman eignuðust sína maka. Oft var glatt á hjalla og mikið talað um lax og aftur lax og sinnti Thyra gestunum af sinni höfðinglegu lund. Þar koma að Thyra vildi ferðast líka og eftir fortölur við sinn ektamaka, sem vildi frekar fara í laxveiði, fóru þau í Skaftafell, um páska ef ég man rétt. Þetta var Thyru ógleymanleg ferð og þeim báðum til mikillar ánægju. Thyra nefndi oft við mig hvað hún ætti yndisleg börn og það væri ekki erfitt að .eldast, þegar hún ætti þau að, en mikið fer þó þegar heilsan bregst. Það er trú mín að Thyra hafi kvatt þennan heim ánægð, eftir skemmtilegan dag hjá Arndísi sinni. Vil ég nú kveðja Thyra mína með þökk fyrir allt og veit ég að það hefur verið tekið vel á móti henni þar sem hún er nú. Afkomendur Thyru og sérstak- lega barnabömin munu búa vel að þeirri ástúð, umhyggju og almennri innrætingu sem hún hefur gefið þeim. Blessuð sé minning hennar. Herdís Sigurðardóttir. JHiOTgMtt ■ .blabib - kjarni málsins! ErftéyM Safnnðavheimili Háteigskirkju Simi: j n. ^ 5511 m 7 Jj | lw Bjami var virkur félagi í Skotfé- lagi Reykjavíkur. Hann gladdist mjög þegar hann hafði safnað sam- an, erlendis frá, hlutum í byssu og fengið þá setta saman hlut fyrir hlut. Á byssuna var nafn hans graf- ið á áfasta málmplötu. Hlakkaði hann til að nota byssuna á skotæf- ingum en entust ekki lífdagar til þess. Við systur vottum elskulegri móður Bjarna, stjúpföður og systur hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við biðjum þeim guðsbless- unar og handleiðslu hans í þeirra djúpu sorg. Guð blessi minningu Bjarna Karlssonar. Jónína, Rut og Guðmunda Þorsteinsdætur. Mig langar í fáum orðum að minnast vinnufélaga og vinar, sem horfinn er svo snögglega burt frá þessari jarðvist. Ég kynntist Bjarna sumarið 1990 er ég hóf störf hjá viðhaldsdeild Háskóla íslands, þar sem Bjami starfaði. Ég sá strax að þarna var áhugaverður maður til að kynnast enda kom fljótlega í ljós að þar var góður drengur, sem vildi öllum vel. Bjarni var trésmiður að mennt. Hann var vandvirkur og fór honum ávallt verk vel úr hendi. Hann var fjölhæfur og kunni ýmislegt fyrir sér. Við Bjarni voram yfirleitt sam- ferða úr vinnu og ræddum þá oft um lífið og tilveruna, hvernig ástandið í heiminum væri, stríðið í fyrram Júgóslavíu og þær hörm- ungar sem fólkið þar má þola bara fyrir valdafíkn og hroka einhverra ráðamanna. Hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á slíkum mönn- um, mönnum sem telja sig yfír aðra hafna. Hroka og mannvonska fyrir- leit hann í fari manna. Bjarni var mannblendinn að eðlisfari. Þó hleypti hann mönnum aldrei of nálægt sér, ekki veit ég hvað það var í hans sálartetri sem því olli, en hef lúmskan grun um að það hafi verið honum erfið byrði og til trafala í lífinu. Bjami var ávallt tilbúinn að rétta fólki hjálparhönd, og naut ég og fjölskylda mín hjálpsemi hans og góðvildar. Fyrir það hefði ég viljað þakka honum á öðrum vettvangi og við annað tilefni. Segið það móður minni, að mold sé farin að anga, svali leiki um sali og sólbrennda vanga. Býst ég nú brátt til ferðar, brestur þá veganesti. En þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. (Davíð Stef.) Ég vil votta móður hans, nánustu ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Jón Emil Kristinsson. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðbord, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIÐIR t Eiginmaður minn, KARL ÞORLÁKSSON, Hrauni, Ölfusi, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn laugardaginn 9. september kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega af- þakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á krabbameinsdeild Land- spítalans. Fyrir hönd aðstandenda, Brynhildur Eysteinsdóttir. t Móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Munaðarnesi, Árneshreppi, Strandasýslu, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. september kl. 13.30. Friðbjörg Ingibergsdóttir, Eysteinn Árnason. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MIMI HOVGAARD, lést 29. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sólvag Vágadal, Jörmund Vágadal, Stefán Hovgaard, Samúel Óðinsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL TORFASON frá Garðsenda, bóndi, Naustum, Eyrarsveit, verður jarðsunginn frá Setbergskirkju laugardaginn 9. september nk. kl. 14.00. Margrét Erla Hallsdóttir, Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir, Eiður Örn Eiðsson, Hallur Pálsson, Hrafnhildur Pálsdóttir, Gunnar Ólafur Einarsson, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Höskuldur Reynir Höskuldsson, lllugi Guðmar Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, LÁRA JÓNASDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. september kl. 10.30. Kristinn Ásgeirsson, Lína Þóra Gestsdóttir, Albert Jónasson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.