Morgunblaðið - 07.09.1995, Side 48
OPIN KERFI HF.
Sími: 567 1000
fjp Vectra
ffgnnfclitfetfe
Afl þegar þörf krefur!
RISC System / 6000
<□> NÝHERJI
vv
I
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Jón Páll Ásgeirsson
Hornbjargsviti var reistur 1930 í Látravík sunnan undir Horn-
bjargi. íbúðarhúsið er bak við vitann á myndinni.
Hætt verður við framkvæmdir í heilbrigðismálum
Ekki samið um nýj-
ar sjúkrabyggingar
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra hefur ákveðið að fresta
öllum byggingaframkvæmdum í
heilbrigðisþjónustu, öðrum en þeim
sem búið var að gera skriflegan
samning um við verktaka. Sveitar-
stjórnum Búðahrepps, Fáskrúðs-
fjarðarhrepps og Stöðvarhrepps hef-
ur verið tilkynnt að ekki verði af
áformum um byggingu tólf rúma
hjúkrunarheimiiis á Fáskrúðsfirði.
Engum fjármunum verður heldur
varið til framkvæmda við K-bygg-
ingu Landspítalans á næsta ári.
Fjármálaráðherra og fyrrverandi
heilbrigðisráðherra sömdu við sveit-
arfélögin þrjú 4. apríl í vor um bygg-
ingu hjúkrunarheimilis á Fáskrúðs-
firði. Búið var að bjóða verkið út
og opna tilboð þegar ákvörðun var
tekin um að fresta framkvæmdum.
Heildarkostnaður við bygginguna
var áætlaður áttatíu milljónir króna.
Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra, sagði að heil-
brigðisráðherra teldi ekki rétt að
setja á stofn nýjar heilbrigðisstofn-
anir meðan ekki væru til fjármunir
til að reka þær stofnanir sem nú
störfuðu. Hann sagði að áætlað
væri að hægt yrði að spara um 400
milljónir króna með því að hætta við
framkvæmdir í heilbrigðismálum.
Hann sagði að ráðherra hefði mark-
að þá stefnu að leggja fyrir Alþingi
áætlun um forgangsröðun í heil-
brigðismálum haustið 1996.
Steinþór Pétursson, sveitarstjóri á
Fáskrúðsfírði, gagnrýnir ákvörðun
heilbrigðisráðherra harðlega og seg-
ir að leitað verði allra leiða til að fá
henni breytt. Hann segir mikla þörf
á hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði.
■ Byggingu/25
Líklegt að
Slysavarna-
félagið fái
húsin á
Hornbjargi
SLYSAVARNAFÉLAG íslands
hefur sýnt áhuga á því að fá
húsakostinn í Látravík undir
Hornbjargi til umráða. Að sögn
Halldórs Blöndals samgönguráð-
herra gerir hann sér vonir um
að samkomulag takist við Slysa-
varnafélagið og að það hafi svo
samstarf við Ferðamálafélag ísa-
fjarðarsýslu um nýtingu hús-
anna, en það hefur jafnframt
sýnt áhuga á þeim. 1. júní sl. fór
Hornbjargsviti í eyði, en sjálfvirk
^•«»/eðurathugunarstöð verður þar
** framvegis.
Við Hornbjargsvita er tvílyft
íbúðarhús með kjallara, skemma
og önnur útihús. „Þarna eru líka
dýrmæt tæki; vitinn, veðurathug-
unartæki, fjarskiptatæki og ann-
ar búnaður, og þessar eignir
verða að vera í góðri umsjá. Við
lítum svo á að það væri ipjög
góður kostur ef samkomulag
tækist um það við Slysavarnafé-
lagið,“ segir Halldór.
Mögulegt að hýsa
ferðamenn
Morgunblaðið/Júlíus
. ELLEFU ára drengur varð fyrir bíl á Bústaðavegi um hádegisbil í gær, en slapp án alvarlegra meiðsla.
Umferðaróhöpp
í höfuðborginni
Hann segir að samkomulag
ji ahafi á sínum tíma verið milli Vita-
málastofnunar og Slysavarnafé-
lagsins á ísafirði um að það ann-
aðist þjónustu við vitavörðinn á
meðan hann var í Hornbjargsvita
í Látravík.
„Slysavarnafélagið er með
mörg skýli um land allt, en
reynslan hefur því miður sýnt
að erlendar ferðaskrifstofur
hafa jafnvel gert út á skýlin til
að lækka dvalarkostnað ferða-
langa hér á landi, sem er auðvit-
að ekki æskilegt. Þarna fyrir
vestan er hins vegar möguleiki
*■ á því, vegna þess hve rúmgott
húsið er, að loka þeim hluta húss-
ins sem er undir þá nauðsynlegu
starfsemi sem þar fer fram, en
hýsa ferðalanga í öðru rými. Ég
geri ráð fyrir að þar yrði hús-
vörður á sumrin til að þjónusta
ferðamenn og hafa umsjón með
húsakostinum," segir Halldór
Blöndal.
Fengu 170
tonn af
góðri loðnu
HÓLMABORGIN fékk 170 tonn
af loðnu í tveimur köstum um 94
mílur norður af Horni í gær. Loðn-
an veiddist innan grænlensku lög-
sögunnar. Þorsteinn Kristjánsson
skipstjóri sagðist ekki vera tiltak-
anlega bjartsýnn á framhaldið
þrátt fyrir þessi köst. Lítið væri
um loðnu á svæðinu.
Loðnuskipin Hólmaborg, Gull-
berg og Börkur hafa leitað loðnu
síðan á mánudag. Þorsteinn sagði
að skipin hefðu ekki orðið vör við
mikla loðnu. Hólmaborgin hefði
hins vegar hitt á litla loðnutorfu
í gær. Hann sagðist síðdegis í gær
ekki sjá að meira væri að hafa að
sinni.
Skipin þijú ætla að leita áfram
að loðnu í Grænlandssundi.
ELLEFU ára drengur meiddist á
höfði þegar hann varð_ fyrir bíl á
Bústaðavegi móts við Ásgarð í há-
deginu í gær. Hann var fluttur með
sjúkrabíl til aðhlynningar á slysa-
deild en meiðsli hans virtust ekki
alvarleg við fyrstu skoðun lækna,
að sögn lögreglu.
Pjöldi óhappa varð í umferðinni
í höfuðborginni í gær. Sem dæmi
má nefna að síðdegis var bifreið
ekið á ljósastaur á Kringlumýrar-
braut, á móts við Nesti í Fossvogi.
Ökumaðurinn var fluttur á slysa-
deild til aðhlynningar. Bifreið hans
skemmdist mjög mikið og var dreg-
in á brott með kranabíl.
Þá varð mjög harður árekstur
tveggja bifreiða á mótum Skeið-
holts og Þverholts í Mosfellsbæ um
kl. 19 í gærkvöldi. Þar fór betur en
á horfðist, því ökumennirnir sluppu
við meiðsli.
Umferðarþungi eykst
Umferðarþungi hefur aukist í
höfuðborginni nú í september, líkt
og ávallt gerist í þeim mánuði. Það
má rekja til þess að hjól atvinnulífs-
ins snúast á nýjan leik af fullum
krafti eftir sumarfri og umferð til
og frá skólum hefst á ný. Lögreglan
hefur bent vegfarendum á að ætla
sér nægan tíma til að komast leiðar
sinnar á morgnana og siðdegis,
þegar umferðin er mest.