Morgunblaðið - 26.09.1995, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rúta vó salt
á vegarkanti
LITLU munaði að slys yrði þegar
fólksflutningabíll með reykvískum
menntskælingum vó salt á vegar- |
kanti í allbrattri brekku á Lakagíga-
svæðinu upp úr hádegi á laugardag.
Á meðan beðið var aðstoðar héldu
menntskælingarnir rútunni á réttum
kili með því að bera gijót í hærri
farangursgeymsluna og skiptast á
um að sitja í henni.
Pálmi H. Harðarsson, bóndi að
Hunkubökkum við Kirkjubæjar-
klaustur og formaður björgunar-
sveitarinnar, sagði að tvær rútar i
fullar af ungu fólki hefðu verið þarna |
á ferð. Önnur rútan hefði runnið til
á hálum veginum og vegarkanturinn
látið undan þunga hennar. Rútan
hefði því í bókstaflegri merkingu
orðanna vegið salt á vegarkantinum.
Farþegarnir hefðu þegar í stað fært
sig yfir í hærri hliðina og eftir að
út var komið hefðu þeir hlaðið gijóti
í hærri farangursgeymsluna og setið
í henni til skiptis til að halda henni <
á réttum kili. |
Pálmi var staddur á afrétti við v
Laka þegar rútan fór út af og var
með þeim fyrstu á staðinn. Hann
segir að byijað hafí verið að grafa
frá rútunni til að farþegarnir þyrftu
ekki að hírast í farangursgeymslunni
og hafi því verið lokið milli klukkan
átta og níu um kvöldið. Farþegarnir
voru svo fluttir með hinni rútunni
o'g bíl frá björgunarsveitinni til
byggða.
Pálmi kvaðst sannfærður um að |
rútan hefði ekki aðeins farið á hlið- l
ina heldur eina til tvær veltur niður *
brekkuna hefði hún á annað borð
farið af stað.
------» ♦ ♦------
Atlantic-
togararnir í
Hafnarfirði |
GEORGÍSKU úthafstogararnir Atl- í
antic Prineess og Atlantic Queen
hafa. legið við festar í Hafnarfjarð-
arhöfn frá því fyrir helgi. Bilun varð
í höfuðlínumæli við troll Atlantic
Queen sem hafði verið í um eina viku
að veiðum.
Skipin eru gerð út af færeyskri
útgerð og höfðu legið bundin við
bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í rúm- j
lega tvo mánuði áður en útgerðinni
tókst að semja um skuldir við ís-
lenska lánardrottna. Þar með var
hægt að senda skipin út til veiða.
Atlantic Princess hafði verið í um
einn mánuð að veiðum. Verið var að
landa úr því um helgina um eitt
hundrað tonnum af fiski. Skipið var
jafnframt að taka vatn og vistir.
Hafnsögumaður í Hafnarfjarðar-
höfn sagðist í gærkvöldi ekki vita
hvert framhald yrði á veiðum skip- |
anna.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
Lagðist fyrir vegskála
ísafirði. Morgunblaðið.
VEGURINN um Óshlíð milli ísa-
fjarðar og Bolungarvíkur
lokaðist um tíma á sunnudaginn
þegar stór gijótflutningabíll
lagðist á hliðina og lokaði einum
vegskálanum.
Bíllinn var að aka gijóti í
brimvörn við vegskálann og er
talið að gijót hafi fest framar-
lega á pallinum með þeim afleið-
ingum að þegar hann var kom-
inn í hæstu stöðu við losun hafi
smávægilegur halli valdið því
að gijótvagninn ásamt dráttar-
bifreiðinni lagðist á hliðina við
einn af fjórum vegskálum á
veginum.
011 umferð stöðvaðist um veg-
inn þar til tekist hafði að fjar-
lægja bílinn og slökkviliðsmenn
frá Isafirði höfðu hreinsað upp
háþrýstivökva sem lekið hafði á
veginn.
Breytt iðgjaldaflokkun hjá Skandia
Tryggingar
hækkaá
sportbílum
VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ Skand-
ia hf. hefur breytt áhættuflokkum
bifreiðategunda í ljósi tjónareynslu
mismunandi tegunda. Eigendur
minni og kraftmeiri bíla, til dæmis
svokallaðra sportbíla, eru látnir
greiða hlutfallslega hærra iðgjald
en þeir sem aka venjulegum fjöl-
skyldubílum.
Þegar Skandia hóf starfsemi á
íslandi breytti félagið þeim reglum
um áhættuflokkun sem tíðkuðust.
Tekið var meira tillit til aldurs
ökumanns og aksturs á árinu. Til-
gangurinn var, að sögn Elvars
Guðjónssonar, markaðsstjóra
Skandia, að láta þá sem sjaldan
eða aldrei valda tjóni greiða lægra
iðgjald en þá sem líklegir eru til
að valda tjóni. Hin tryggingafélög-
in hafa síðan í einhverri mynd
breytt viðmiðun sinni.
Nú hefur Skandia ákveðið að
ganga lengra og breyta áhættu-
flokkum bifreiðategunda í ljósi
tjónareynslu hér á landi og á hinum
Norðurlöndunum. Bifreiðar hafa
verið flokkaðar eftir vélarstærð og
eigin þyngd.
Samkvæmt upplýsingum Elvars
felst breytingin hjá Skandia aðal-
lega í því að þessi flokkun er nú
brotin upp og tjónareynsla ein-
stakra tegunda einnig látin hafa
áhrif á iðgjaldaflokkun. Hefur
þetta gefist vel hjá fyrirtækinu í
Svíþjóð og Noregi.
Minni og kraftmeiri bílar eru
látnir bera hlutfallslega hærra ið-
gjald en venjulegir fjölskyldubílar.
Nefnir Elvar sem dæmi að iðgjald
fyrir Huyndai Pony lækki um ná-
lægt 5% en BMW 3231 hækki um
15%. Tekur hann fram að þessi
dæmi sýni einna mestu breyting-
arnar frá núverandi iðgjöldum.
Útför þremenninganna frá Patreksfirði
ÚTFÖR Finns Björnssonar, Kristjáns Rafns Erlendssonar og Svans Þórs Jónassonar, sem fórust í
flugslysi við Akureyri 14. september, fór fram frá Fatreksfirði á laugardaginn. Séra Hannes
Björnsson, sóknarprestur, jarðsöng og séra Karl V. Matthíasson, sóknargrestur á Tálknafirði, og
séra Flosi Magnússon, sóknarprestur á Bíldudal, voru honum til aðstoðar. Ólöf Kolbrún Harðardótt-
ir og Garðar Cortes sungu. Organistinn Helga Gísladóttir og Garðar Cortes voru undirleikarar
við athöfnina. Athöfnin fór fram í félagsheimilinu á Patreksfirði og sóttu hana um 700 manns.
Að henni lokinni sá Kvenfélagið Sif um erfidrykkju.
Álftir og
gæsir valda
rafmagns-
truflunum
Blönduósi. Morgunblaðið.
TÖLUVERT er um það að
gæsir og álftir fljúgi á raf-
magnslínur og valdi raf-
magnstruflunum.
Að sögn Hauks Ásgeirs-
sonar, rafveitustjóra á
Blönduósi, ber mes.t á þessu
í utanverðum Vatnsdal og í
Refasveit rétt norðan
Blönduóss en það er einmitt
á þessum slóðum sem mikið
er um álftir á haustin.
í tvígang um helgina datt
út rafmagn í Vatnsdal af
þessum sökum og tók um
hálftíma að koma rafmagni
aftur á. Það er í ljósaskiptun-
um sem þetta á sér stað, að
sögn Hauks, og í haust hefur
verið óvenjumikið um að álft-
ir og gæsir fljúgi á raf-
magnslínumar. Reynt hefur
verið að hengja veifur á lín-
urnar til að vekja athygli
fuglanna en allt kemur fyrir
ekki.
Kvartað yfir kjara-
nefnd til umboðsmanns
KVARTAÐ hefur verið til umboðs-
manns Alþingis vegna starfa
kjaranefndar sem úrskurðar um
kjör ýmissa embættismanna ríkis-
ins, ríkisforstjóra og presta. Bein-
ist kvörtunin að því að starfsreglur
nefndarinnar samrýmist ekki
stjórnsýslulögum.
Einnig er leitað álits umboðs-
manns á ýmsum öðrum lögfræði-
legaim álitaefnum varðandi lög um
Kjaradóm og kjaranefnd, þar á
meðal hvort það samrýmist stjórn-
sýslulögum að formaður kjara-
nefndar sitji einnig í Kjaradómi.
Það er félagi í Sýslumannafé-
lagi íslands sem beinir þessari
kvörtun til umboðsmanns. Ólafur
K. Ólafsson, varaformaður Sýslu-
mannafélagsins, sagði að í vetur
hefði viðkomandi félagsmaður
óskað eftir launahækkun vegna
þess að umfang starfa hans og
ábyrgð hefðu aukist verulega.
Kjaranefndin hefði ákveðið launa-
hækkun sem Sýslumannafélagið
hefði talið ófullnægjandi.
Álitamál
„I kjölfarið fórum við að skoða
nánar lögin um kjaranefndina,
hvernig hún á að starfa og hveijir
sitja í nefndinni. Og við teljum
okkur sjá að kjaranefnd sé eins
og hver önnur stjórnsýslunefnd.
Sem slík verður hún vitanlega að
fylgja stjórnsýslulögunum nýju í
sínum úrskurðum, um málsmeð-
ferð og að aðilar eigi kost á að
tjá sig áður en stjórnvald tekur
ákvörðun. Það töldum við hins
vegar að nefndin hefði ekki gert
í þessu tiltekna máli.
Þegar við skoðuðum nánar lögin
um Kjaradóm og kjaranefnd litum
við einnig á skipun fulltrúa í dóm-
inn og nefndina. Þá kom í ljós að
formaður kjaranefndar á einnig
sæti í Kjaradómi. Það er að okkar
dómi verulegt álitamál hvort þetta
sé eðlileg skipun. Ef Kjaradómur
er dómur í lögfræðilegum skiln-
ingi, sem raunar er ekki óumdeilt,
þá teljum við ekki eðlilegt að aðili
sem þar situr og starfar fyrir
dómsvaldið, sé jafnframt í nefnd
á vegum framkvæmdavaldsins,"
sagði Ólafur.
Stjórnsýslulög æðri
Kjaranefnd er þriggja manna
nefnd sem sett var á fót með lög-
um árið 1992 þegar lögum um
Kjaradóm var breytt. Fjármála-
ráðherra tilnefnir einn mann í
nefndina en Kjaradómur tvo auk
þess sem hann setur meginreglur
um úrskurði nefndarinnar.
í lögunum um Kjaradóm og
kjaranefnd segir að talsmönnum
þeirra, sem falli undir úrskurðar-
vald kjaranefndar, svo og ráðu-
neytum vegna embættismanna og
stofnana, skuli gefinn kostur á að
leggja fram skriflegar eða munn-
legar greinargerðir vegna þeirra
mála sem séu til úrlausnar. Þá
geti nefndin heimilað einstökum
embættismönnum að reifa mál sitt
iyrir nefndinni.
Þegar Ólafur var spurður hvort
þetta þýddi ekki að nefndinni væri
í sjálfsvald sett hvort viðkomandi
embættismenn fengju að koma
fyrir nefndina, sagði hann að
stjómsýslulögin væru nýrri en lög-
in um kjaranefndina og þau gerðu
meiri kröfur sem ætti að uppfylla.
„Þessi kafli laganna um kjara-
nefnd uppfyllir ekki lágmarkskröf-
ur stjórnsýslulaganna því sam-
kvæmt þeim eiga aðilar alltaf að
eiga þess kost að tala sínu máli
áður en stjórnvald tekur ákvörð-
un.“