Morgunblaðið - 26.09.1995, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Davíð Oddsson forsætisráðherra um úrskurð Kjaradóms um launahækkun til æðstu embættismanna
Ekki forsendur til að
breyta úrskurðinum
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að engar forsendur séu til að
breyta nýlegum úrskurði Kjaradóms
um launahækkanir til embættis-
manna og þingmanna. Dómurinn
telji sig hafa tekið mið af launaþró-
un í þjóðfélaginu og það sé í sam-
ræmi við iög sem sett voru um
Kjaradóm í góðri sátt fyrir þremur
árum.
„Ég hef verið spurður um hvort
til stæði að breyta niðurstöðu Kjara-
dóms og ég hef svarað því til að
engar forsendur væra fyrir því. Eins
og menn vita getum við ekki breytt
niðurstöðu dómsins með lögum. Við
lentum í þessu síðast og þá voru
sett ný lög um það með hvaða hætti
Kjaradómur skyldi dæma og um að
honum bæri að taka mið af launaþró-
un í þjóðfélaginu. Það telur Kjara-
dómur sig hafa gert í þessu máli og
rökstyður í sínum forsendum að
hann hafí verið innan þeirrar launa-
þróunar og viðmiðunarreglna sem
honum vora settar með lögum. Og
um þau lög var sátt um, bæði við
aðila vinnumarkaðar að því að ég
best veit og á Alþingi," sagði Davíð.
Óvarkár umræða
Davíð sagðist telja að umræðan
um úrskurð Kjaradóms og reglur um
kostnaðargreiðslur til þingmanna
hafí á köflum verið nokkuð óvarkár.
„Mér fínnst að umræðan, bæði í fjöl-
miðlum og annars staðar hafa verið
gáleysisleg og óyfirveguð. En það
er ekki hægt að fínna að því að það
skapi óróleika þegar fréttir berast
mönnum óvænt, og kannski hefur
ekki verið farið nægilega í að út-
skýra á hveiju hlutirnir byggjast.
Menn héldu til dæmis að þingmenn
væra að taka upp skattlaiísar greiðsl-
ur í fyrsta sinn, en það hefur tíðkast
í áratugi. Nú voru menn hins vegar
að koma þessu á fast form og raun-
ar að minnka greiðslurnar á sumum
sviðum og settu um það lagagrund-
völ! í vor. Það vissi því þjóðin og
fjölmiðlarnir allir þá,“ sagði Davíð.
Um þá ákvörðun forsætisnefndar
Alþingis að leggja til að hluti af
kostnaðargreiðslunum verði skatt-
lagður, sagði Davíð, að það væri
ákvörðun nefndarinnar sem hefði
ekki verið tekin í samráði við sig.
„Nefndin var að bregðast við óróleika
í þjóðfélaginu og það er eðlilegt að
þing bregðist við slíku. En ég held
raunar að sá óróleiki hafi verið
byggður á afar hæpnum forsendum.
Ég held að ef menn hefðu skoðað
þetta æsinga- og fordómalaust þá
hefði umræðan verið miklu hollari.
En það kemur stundum upp í þessu
ágæta landi okkar að umræðan fer
úr böndum,“ sagði Davíð.
Verðlagsforsendur halda
Komið hafa fram kröfur frá verka-
lýðshreyfíngunni að Kjaradómur birti
opinberlega forsendur sínar fyrir úr-
skurðinum. Einnig hafa fulltrúar
verkalýðshreyfingarinnar sagt að
segja beri upp kjarasamningunum í
haust þar sem forsendur þeirra séu
brostnar siðferðislega vegna úr-
skurðar Kjaradóms. Davíð sagði það
alrangt og það hlytu allir að sjá í
hendi sér.
„Ég veit ekki annað en að Kjara-
dómur hafí birt sínar forsendur og
rökstuðning fyrir niðurstöðunni. Síð-
an hafa aðrir aðilar, m.a. Morgun-
blaðið, birt launavísitölur sem sýna
að þær forsendur eru réttar hvað
þetta varðar. Kjaradómi eru settar
þessar leikreglur í lögunum og það
er auðvitað fráleitt að halda því fram
að ríkisstjómin sé að breyta um
stefnu þegar Kjaradómur fer að lög-
um sem sett voru í sátt á Alþingi.
Menn verða aðeins að gá að sér í
umræðunni," sagði Davíð.
—Óttast þú ekki að þetta leiði til
þess að næstu kjarasamningar verði
erfiðir?
„Ég tel ekkert benda til þess.
Menn lofuðu því að sjá til þess að
verðlagsforsendur héldu, þannig að
núgildandi kjarasamningar myndu
ekki étast upp eins og oftast hefur
gerst. Forsendurnar hafa haldið og
þessi ákvörðun Kjaradóms skaðar
ekki nokkum mann. Hún er að mati
dómsins í samræmi við lögin um að
taka beri tillit til launaþróun^r á
vinnumarkaði.
Vandamálið er að Kjaradómur er
að taka mið af sex árum en menn
bera það saman í huga sínum við
eitthvað sem ákveðið hefur verið á
síðustu tveimur árum og það skekkir
myndina," sagði Davíð Oddsson.
Framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands
Forsendur kjara-
samninga brostnar
FRAMKVÆMDASTJÓRN Verka-
mannasambands íslands samþykkti
á fundi sínum um helgina ályktun
þess efnis að forsendur kjarasamn-
inga séu brostnar og tekur undir
með miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands og verkalýðsfélögum um allt
land að kjarasamningum verði sagt
upp þannig að þeir verði lausir um
áramót.
í ályktuninni furðar fram-
kvæmdastjórnin sig „á því að for-
ráðamenn þjóðarinnar, sem lögðu
þunga áherslu á það við gerð kjara-
samninga í vetur að samið yrði um
hóflegar launahækkanir, fylgja nú
ekki sömu launastefnu og þeir
hvöttu t'il þá heldur taka sér marg-
falda hækkun almennra launa.“
Björn Grétar Sveinsson, formað-
ur VMSÍ, sagði að framkvæmda-
stjórnin teldi að forsendur væru
fyrir hendi til að segja upp kjara-
samningum. Hugmyndafræði Iq'ara-
samninga um langt skeið hefði ver-
ið að ná verðbólgunni yiiður og vinna
bug á kyrrstöðunni og þeir hlytu
Formaður VMSÍ
krefst þess að
Kjaradómur birti
þau gögn sem hann
hafi grundvallað
dóm sinn á
að byggja þessa túlkun sína meðal
annars á yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar um það hveijir ættu að sitja
fyrir um að njóta afrakstursins af
efnahagsbatanum. Búið væri að
þverbijóta þessa hugmyndafræði.
Talað um prósentuhækkanir
Hann ætlaði ekki á þessu stigi
að bera brigður á úrskurð Kjara-
dóms. Hann væri að úrskurða eftir
ákveðnum lögum og segði að hann
væri að fara eftir ákveðinni launa-
þróun hjá viðmiðunarhópum.
„Þannig að ég krefst þess og tel
að það eigi ekki að vera mikil vand-
kvæði á því að dómurinn birti gögn-
in um hvar þessi hækkun hefur
orðið,“ sagði Björn Grétar.
Hann sagði að það væri alveg
ljóst að þessi launaþróun hefði ekki
orðið hjá þeim aðilum sem hefðu
verið að semja í vétur. „Það er
mjög umhugsunarvert hvemig allir
ráðamenn, atvinnurekendur og aðr-
ir tala um allar launahækkanir í
prósentum. Við vorum ekki að
semja um prósentuhækkun heldur
krónutöluhækkun. Þetta er gert
meira og minna til þess að rugla
almenning í landinu, því það vita
allir að öll hugmyndafræðin byggði
á því að jafna með krónutöluhækk-
un,“ sagði Björn Grétar ennfremur.
Hann sagði að það væri eðlilegt
að deilt væri á forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar fyrir að hafa
farið þessa leið í kjarasamningum
„þegar þessi ósköp koma í ljós síð-
ar, hvemig ráðamenn þjóðarinnar
líta á jöfnuð“.
.'V;;
Morgunblaðið/Þorkell
GRÉTAR Þorsteinsson og Benedikt Davíðsson koma til form-
annafundar ASI í Olfusborgum í Hveragerði í gær.
Morgunblaðið/Ásdís
Gert við þak
ÞAKVIÐGERÐ stendur yfir á
Heilsuverndarstöðinni við Bar-
ónsstíg og var verið að þétta
glugga og klæða þakið í góða
veðrinu á föstudag.
Kallar á sömu launahækk-
anir standi kjaradómur
BENEDIKT Daviðsson, forseti Alþýðusambands
Islands, segir að ef launahækkun sú sem Kjara-
dómur hefur dæmt æðstu embættismönnum
landsins standi, þá verði það forsendan sem farið
verði af stað með í næstu kjarasamningum. Full-
trúar ASÍ munu ræða við Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra um málið á m'ðvikudagsmorgun.
Þetta mál var meðal umræðuefna á formanna-
fundi ASÍ sem nú stendur yfír í Hveragerði. „Það
hafa komið inn til okkar mjög harðar ályktanir
frá fjölmörgum félögum um að verið sé að bijóta
niður þá launastefnu sem reynt hafi verið að fylgja
fram eftir samningana 1990 og það verði að
bregðast við því.
Niðurstaða okkar af þessum umræðum var að
óska eftir viðræðum við forsætisráðherra og leita
skýringa á ummælum þeirra ríkisstjórnarmanna
sem telja þetta alveg eðlilegt miðað við þróunina
undanfarna mánuði og misseri. Við teljum að
þetta sé alls ekki eðlilegt en ef við erum að mis-
skilja eitthvað þá hlýtur það að leiða tii þess að
okkar fólk fái sambærilegar launabreytingar og
þarna hafa komið fram,“ sagði Benedikt.
Ósamræmi
Forsætisráðherra hefur bent á að Kjaradómur
segi úrskurð sinn í samræmi við lög um dóminn.
Þau lög hafi verið sett í sátt við alla aðila, m.a.
við verkalýðshreyfinguna, því séu engar forsendur
fyrir að breyta úrskurðum hans.
Um þetta sagði Benedikt að innan ASÍ sæju
menn ekki að þetta færi heim og saman. „Þegar
við sömdum síðast þá sömdum við um launabreyt-
ingar sem námu frá 2.700 krónum upp í 4.000
krónur. Þá var mörkuð sú stefna ^ð það væri
sameiginlegt álit allra aðila að efnahagsbatann
bæri að reyna að nýta til að jafna kjörin og færa
helst til þeirra sem hefðu þau lökust. Okkur sýn-
ist þetta ekki vera í neinu samræmi við það, því
í dómi Kjaradóms er innbyrðis verið að færa lang-
mest, bæði í prósentum og krónum, til þeirra sem
þafa hæst laun fyrir. Háembættismenn fá til
dæmis mun hærri launahækkanir en alþingis-
menn. Og þetta er ekki í samræmi við þá stefnu
sem verið var að marka.
Það getur verið að einhverntímann á ferlinu
hafí þessir embættismenn dregist afturúr, en að
það muni þessum upphæðum fær ekkert okkar
skilið. Og"ég held að við verðum að fá mikið
betri skýringar á því en komið hafa fram í fjöl-
miðlum og þess vegna óskum við eftir þessum
fundi með forsætisráðherra.
—Hvaða möguleika telur þú að stjórnvöld hafi
til að ógilda þessa launahækkun?
„Ég skal ekki segja um hvaða aðferðum á að
beita. Hitt finnst mér augljóst, að ef þessi niður-
staða Kjaradóms stendur, þá er jafnframt ekki
aðeins verið að ákveða þessi laun heldur einnig
verið að ákveða forsendur sem farið verður af
stað með í næstu kjarasamninga, hvort sem það
verður um þessi áramót eða þau næstu,“ sagði
Benedikt Davíðsson.
)
I
I
>
I
i
i
i
t
i
i
I
i
l
l
I
I
I
I
$
l
l
I