Morgunblaðið - 26.09.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.09.1995, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skiptar skoðanir eru um nýjan búvörusamning Hópur Sunnlendinga vill byggðastyrki HÓPUR bænda af Suðurlandi er þessa dagana að móta nýjar tillögur um stjórn sauðfjárfram- leiðslunnar. Tillögurnar miða að því að afnema alla tengingu milli framleiðslu og styrkja í sauð- fjárframleiðslu. Bændur fái þannig beinar greiðsl- ur í fimm ár líkt og þeir fá í dag óháð því hvað þeir framleiða mikið. Jafnframt verði kvótakerfið afnumið og verðlagning framleiðslunnar gefin fijáls. Frá tillögunum er sagt í Sunnlenska fréttabiað- inu. Kjartan Ólafsson, ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands og fulitrúi á Búnaðarþingi, sagði ljóst að núverandi framleiðslukerfi í sauð- fjárframleiðslu væri komið í öngstræti og menn yrðu að komast út úr því. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að besta leiðin væri að breyta beingreiðslunum í byggða- styrki og afnema aila tengingu milli framleiðslu og styrkja. Beingreiðslurnar yrðu þó greiddar til bænda í sömu hlutföllum og þær eru greiddar í dag út samningstímann án tillits til framleiðslu. Framleiðendum fækki Kjartan sagði ljóst að það yrði ekki komist hjá því að framleiðendum fækkaði. Það væri miklu heilbrigðari að fækkunin gerðist á þann hátt að búið væri til kerfi sem gerði bændum kleift að velja á milli þess að framleiða eða hætta, í stað þess að búa til kerfi þar sem tiltekinn hópur fram- leiðenda yrði þvingaður til að hætta, t.d. gamlir bændur eða bændur með lítil bú. Ef beingreiðslunum yrði breytt í byggðastyrki gætu bændur notað styrkina til að snúa sér að annarri framleiðslu eða annarri atvinnu. Markað- urinn yrði þannig notaður til að ná jafnvægi í greininni. Tillögur Sunnlendinga ganga einnig út á að lengja sláturtímann frá 15. ágúst fram undir jól, fækkun sláturhúsa og lækkun sláturkostnaðar. Þá er í tillögunum gert ráð fyrir að sá birgða- vandi sem bændur standa nú frammi fyrir verði leystur á þann hátt að tekið verði lán til skamms tíma til að flytja kjötið úr landi. Aðilar vinnumarkaðarins áttu fund með for- ystumönnum bænda í gær um búvörusamnings- drögin. A fundinum kynntu fulltrúar ASI, VSI, BSRB og VMS tillögur að breytingum. Reiknað er með að það komi í ljós í dag hvort fulltrúar bænda komi til með að taka tillit til tillagnanna eða hvort þeir hafni þeim alfarið. Hvorugur aðila vildi tjá sig um tillögurnar í gær. Þrír íslenskir fjallgöngumenn klífa tind Cho-Oyu í Tíbet Ráðast til atlögu við tindinn eftir viku til 10 daga ÞRÍR Íslendingar, Björn Ólafs- son, Einar Stefánsson og Hall- grímur Magnússon, eru að klífa sjötta hæsta tind veraldar, Cho- Oyu, í Tíbet, eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Þeir eru nú komnir í rúmlega 7.000 metra hæð og eiga erfið- asta hjallann eftir, en tindurinn er 8.201 metri að hæð eða nokkru lægri en Mount Everest, hæsti tindur jarðar, sem er 8.848 metrar. Hörður Magnússon, sem er bróðir Hallgríms, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þeir félagar stefndu að því að kom- ast á topp fjallsins eftir viku til 10 daga. Þeir stofna nú búðir með 300 metra hæðarmillibili. Erfitt er að athafna sig í slíkri hæð vegna þunns lofts, en þeir félagar nota ekki súrefniskúta. Þeir stofnuðu aðalbúðir í 5.800 metra hæð, aðrar búðir voru síðan stofnaðar í 6.400 metrum, en nú eru þeir komnir í rúmlega 7 þúsund metra og hyggjast stofna þriðju búðirnar í 7.200 metrum. Þeir hyggjast síðan ráðast til atlögu við tindinn eftir viku til 10 daga úr fjórðu búðum . Cho-Oyu mun vera hæsti tind- ur, sem Islendingar hafa reynt að klífa. Að sögn Harðar hefur allt gengið að óskum hjá þeim félögum og þeir við góða heilsu. Fyrir 10 árum kleif Helgi Bene- diktsson tindinn Diran í Pakist- an, sem er tæplega 7.300 metra hár. FJALLIÐ Cho-Oyu í Tíbet er sjötti hæsti tindur heims. Gangi allt vel munu þrír Islendingar standa á tindinum fyrstu vik- una í október. Kínverska kennd viðHÍ KÍNVERSKA er kennd við Háskóla íslands á haustmisseri Áhugi á kínversku hefur aukist talsvert hér á landi á seinni árum, en nærri þijátíu nemendur skráðu sig í kínverskunám þegar hún var kennd við skólann í fyrra. Það er Edda Kristjánsdóttir sem kennir en hún á að baki fimm ára nám við háskóla í Peking. Edda sagði að námið væri ætlað fyrir byijendur. Lögð væri áhersla á undirstöðumenntun í ritmáli og tal- máli. Hún sagði að ekki væri svo erfitt að ná tökuum á talmálinu, en ritmálið væri erfiðara. Auk tungu- málanámsins verður nemendum á námskeiðinu veitt innsýn inn í kín- verska sögu og menningu. -----» » ♦---- Óhöpp í um- ferðinni EKIÐ var á stúlku á Miklubraut á móts við Rauðagerði í gærmorgun og kastaðist hún á kyrrstæðan stræt- isvagn. Meiðsli hennar voru minni- háttar, að sögn lögreglu. Tveir árekstrar urðu í Reykjavík um hádegisbilið í gær þar sem flytja þurfti fólk á slysadeild. Á Kleppsvegi lentu tveir bílar í árekstri og var ökumaður annars bílsins fluttur á slysadeild en meiðsli hans voru talin minniháttar. Þá varð árekstur tveggja bíla á mótum Dugguvogs og Tranavogs og var ökumaður annars bílsins fluttur á slysadeild en að sögn lögregiu var um minniháttar meiðsl að ræða. ------------------ Bílveltur á Reykjanesbraut ÞRÍR voru fluttir á slysadeild Borg- arspítalans eftir að bíll sem þeir voru í valt á Reykjanesbrautinni rétt sunn- an við álverið í Straumsvík kl. 21 síðastliðið laugardagskvöld. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var ekki um alvarleg meiðsl að ræða. Önnur bílvelta varð á Reykjanes- brautinni á móts við Arnarnesveg kl. 13 á iaugardaginn, en þar ók bíll út af og valt. Ökumaður og far- þegi sem í bílnum var voru fluttir á slysadeild en hvorugur var alvarlega slasaður að sögn lögreglu. Hús Alþingis í Kirkjustræti Ytri endurbygg- ing langt komin HÚSIN við Kirkjustræti eins og þau eiga að lita út eftir endur- bætur, en teikningin er tölvuunnin hjá arkitektastofunni Batterí- inu, sem hefur yfirumsjón með verkinu. VINNUPÖLLUM verður svipt af Kirkjustræti 8b og 10 um mánaða- mótin, en þá lýkur endurbyggingu ytra byrðis húsanna. Fyrirliggjandi eru áætlanir um að halda endurbygg- ingunni áfram í haust og ljúka við frágang þeirra að innan. Miðað er við að taka þau í notkun næsta vor, að sögn Karls Kristjáns- sonar yfirmanns rekstrarskrifstofu Alþingis, en ekki er búið að sam- þykkja það endanlega og verður ekki gert fyrr en í haust með afgreiðslu fjárlaga. 80 milljóna kostnaður Áætlaður kostnaður við að gera bæði húsin upp að utanverðu í upp- haflegri mynd er 25 milljónir króna, en áætlaður heildarkostnaður nemur 80 milljónum króna, auk þess sem byggð verður tengibygging á milli húsanna. Arkitektastofan Batteríið hf. hefur yfirumsjón með endurbygg- ingunni. Kirkjustræti 8b var reist árið 1905 af Magnúsi Th.S. Blöndal trésmið og hefur húsið skipt oftlega um eig- endur síðan. Chr. Fr. Nielssen versl- unarerindreki keypti það árið 1906, meðan það var enn í byggingu. Sveinn Jónsson í Völundi keypti það árið 1917 og gerði á því endurbætur sama ár og árið 1929, en hann rak þar verslun. Hann seldi húsið árið 1936 og var húsið lengst af notað til íbúðar, og bjuggu yfirleitt tvær fjölskyldur í húsinu í senn. Glæsilegt timburhús Árið 1949 varð Samband íslenskra samvinnufélaga eigandi hússins og var þá neðstu hæð þess breytt í versl- un og voru gluggar stækkaðir. Hefur húsið nær eingöngu verið notað til skrifstofu- ög verslunarreksturs á síðustu áratugum. Ríkissjóður eign- áðist það árið 1982. Kirkjustræti 8b er talið eitt glæsi- legasta timburhús sem enn stendur í Reykjavík, þótt svo að skortur á viðhaldi hafi dregið úr glæsileikanum að nokkru seinustu ár. Greina má áhrif frá viktoríanska tímabilinu á Englandi í húsagerðarlistinni sem einkennist m.a. af þremur útskotum á framhlið með kvist upp af miðj- unni en tveimur tumum hvorum sínu megin við útskotið í miðið. Borgarstjóri og náttúrugripir Kirkjustræti 10 er mun eldra, eða frá árinu 1879, og var það byggt af Kristjáni Ó. Þorgrímssyni. Krist- ján, sem var konsúll Svía, keypti hluta af kálgarði Gróu Oddsdóttur, eiganda Kirkjustrætis 4 til að reisa húsið sem var tvílyft grindarhús á kjallara, og var hraungijóti hlaðið í grindina. Kristján rak þar bókabúð um tíma, en seldi einnig ofna og elda- vélar og veitti margháttaða þjónustu aðra. í útliti hússins og gerð mótar fyrir nýrri stefnu sem varð síðar al- geng í Reykjavík, svo kallaðri ís- lenskri klassík. Kristján bjó í húsinu ásamt fjöl- skyldu sinni ásamt því að reka versl- un sína á neðri hæðinni, þar sem voru stærri gluggar. Seinni kona Kristjáns var Helga Magnea Jóns- dóttir Norðfjörð, ekkja Matthíasar Johannessens kaupmanns, en hann rak verslun um skeið í Aðalstræti 12, og bjó hún í húsinu fram yfir 1930, en Kristján lést 1915. Árið 1906 keypti Baðhúsfélag Reykjavíkur skika af lóð Kristjáns og byggði þar baðhús. Ári síðar var húsið síðan lengt til vesturs að Kirkjustræti 8b, sem fólst í að byggja yfír sund sem var á milli húsanna. Viðbyggingin skar sig frá, m.a. fyrir þær sakir að ekki var gerður jafn myndarlegur sökkull undir hana, en undir gamla húsinu er tilhöggið grá- grýti, steinlímt. Frá 1913-1914 var í húsinu skrif- stofa borgarstjóra, sem þá var Páll Einarsson. í húsinu var einnig Nátt- úrugripasafnið í nokkur ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.