Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERIIMU
Samþykkt SF um að heimila óbeina eign útlendinga
„Verið að staðfesta
raunveruleikann“
ARNAR Sigurmundsson, formaður
Samtaka fískvinnslustöðva, segir
að með samþykkt aðalfundar SF
um að heimiluð verði óbein eignar-
aðild útlendinga að íslenzkum fyrir-
tækjum í sjávarútvegi, sé verið að
staðfesta ákveðinn raunveruleika.
Þar sé einnig verið að ítreka svip-
aða samþykkt síðasta aðalfundar,
meðal annars til að flýta endur-
skoðun laga, sem baNna óbeina
eignaraðild útlendinga að íslenzk-
um fyrirtækjum í sjávarútvegi.
„Það má segja að þessi ályktun
sé keimlík þeirri, sem samþykkt var
á aðalfundinum í fyrra,“ segir Am-
ar í samtali við Verið. „Það er ákveð-
inn raunveruleiki í sjávarútveginum
í dag, að mörg hinna stærri fyrir-
tækja eru orðin almenningshlutafé-
lög með mjög dreifðri eignaraðild.
Útlendingar em þar aðilar í ein-
hveijum tilfellum og við teljum ekki
ástæðu til að amast við því.
Knýja á um endurskoðun
laganna
Við erum að undirstrika þetta á
ný nú til að knýja á um það að á
vegum ráðneyta viðskipta og sjáv-
arútvegs verði lokið endurskoðun á
lögum, sem banna þessa óbeinu
eignaraðild. Við sjáum hins vegar
ekki ástæðu til að heimila beina
eignaraðild útlendinga í íslenzkum
sjávarútvegsfyrirtækjum. Því hefur
verið haldið á lofti, að áhættu fé
vanti inn í sjávarútveginn og við
skuldum 106 milljarða króna og
því veiti ekkert af nýju, erlendu
fjármagni inn í atvinnugreinina.
Hér er til mikið fjármagn og líf-
eyrissjóðir munu sjálfsagt komáinn
í fyrirtækin í vaxandi mæli. Slík
fjárfesting verður bæði að teljast
góður kostur og jafnframt ætti það
að vera til hagsbóta fyrir lífeyris-
sjóði víða um land, að styrkja upp-
byggingu atvinnulífsins með því að
fjárfesta í hlutafélögum í sjávarút-
vegi.
Engin einangrun
Ég get ekki fallizt á þá skoðun
að við séum að einagnra okkur
með því að takmarka eignaraðild
útlendinga í sjávarútvegi við óbeina
eign. íslenzkur sjávarútvegur er í
mikilli útrás í fjarlægum löndum,
svo sem Namibíu, Chile, Mexíkó
og víðar. Við erum því ekki að ein-
angra okkur, heldur viljum við sitja
sjálfir að því sem við höfum hér
heima. Það er sæmileg sátt um að
heimila óbeina eignariðld, en ekki
breyta meiru,“ segir Arnar Sigur-
mundsson.
Ráðstefna um öryggis-
mál sjómanna
Á RÁÐSTEFNU um öryggismál slysaskráningu. Ragnhildur Hjalta-
sjómanna sem haldin verður næst- dóttir, ráðuneytisstjóri í Samgöngu-
komandi föstudag verður m.a. fjall- ráðuneytinu, mun setja ráðstefnuna
að um öryggi smábáta, rannsókn kl. 9 á föstudagsmorgun að Borg-
sjóslysa, nýliðafræðslu, vaktstöðu artún 6 og Halldór Blöndal, sam-
um borð í skipum og forvarnir - gönguráðherra, flytja ávarp.
Morgunblaðið/Ómar Össurarson
Lax úr Smugunni
ÞAÐ ER fleira en þorskur, sem um dálítið af Iaxi í trollið og er
veiðist i Smugunni. Skipverjar á Birgir Þór Sverrisson hér með
Vestmannaey VE fengu á dögun- einn 30 punda úr aflanum.
HEIMABANKI
SPARISJ
Heimabanki sparisjóðanna veröur
kynntur á sýningunni
Tækni og tölvur - inn í nýja öld.
Sýningin verður í Laugardalshöllinni,
28. september til l.október.
Næði -*• orka 4 jafnvægi
Hvernig eykur þú orku þína
Lærir að vinna úr neikvæðum tiifinningum
og nota jákvæða hugsun
Helgarnámskeið á Snæfellsnesi
•22. sept.-24. sept. • 29. sept.-1. okt.
Gisting, fullt fæði og námskeið: 17.400 kr.
Leiðbeinandi: Bryndís Júlíusdóttir, kinesiolog.
FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA
símar 562 3640, 562 3643, fax 562 3644.
Námskeið sem borgar sig frá fyrsta degi:
UmSIÓnTöL¥!JNETA
Ef þú vilt minnka rekstrarkostnað við tölvunetið þitt
er þetta námskeið fyrir þig. Námskeið
fyrir þá sem vilja sjá um rekstur tölvuneta!
36 klst námskeið, kr. 44.900,- stgr.
þegfa'þérh«*a-
hk 95093
Dagskrá:
• Windows kerfistjórnun og val á búnaði
• Novell NetWare netstjórnun
• Tengingar við Intemetið og önnur tölvukerfi
Námskeið á þriðjudögum og laugardöguin
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuraðgjöf • námskeið • útgáfa
Grensásvegi 16 • sími 568 8090
Raðgreiöslur Euro/VISA
- kjarni málsins!