Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Steinunn Sigurðardóttir
til Máls og menningar
STEINUNN Sigurðardóttir rit-
höfundur sem um árabil hefur
verið gefin út af bókaforlaginu
Iðunni hefur ákveðið að söðla
um og ganga til samstarfs við
Mál og menningu. I samtali við
blaðamann sagði Steinunn enga
eina ástæðu liggja að baki þess-
ari ákvörðun og vildi ekki láta
hafa neitt frekar eftir sér um
hana.
Steinunn hefur nýja skáld-
sögu í smíðum sem Mál og
menning mun gefa út fyrir jól.
Sagan heitir Hjartastaður og
er að sögn Steinunnar talsvert
frábrugðin fyrri skáldsögum
hennar; „Þessi saga er allt öðru-
vísi að formi til en fyrri sögurn-
ar, hún er að minnsta kosti
helmingi lengri en þær og er
að vissu leyti margar sögur í
einni. Að því leyti svipar henni
kannski til Síðasta orðsins.
Þetta er eins konar ferðasaga,
segir frá ferðalagi um innri og
ytri heima en ramminn er flótti
móður með dóttur sína úr sollin-
um í Reykjavík austur á firði.
Þetta er líka saga um átök
þriggja kvenna, ömmu, mömmu
og dóttur. Sumir myndu ef til
vill kalla þetta kvennasögu en
karlar sem hafa lesið hana yfir
Bókverk
IJST OG
IIÖNNIJJN
Norræna húsið
BÓKVERK
Ýmsir listamenn
Opið alla daga á opnunartíma
Norræna hússins. Til 1. október.
Aðangur ókeypis.
í TENGSLUM við Alþjóðlegu
bókmenntahátíðina sem nú er ný-
afstaðin, var sett upp sýning á
bókahönnun og bókakápum í and-
dyri hússins. Jafnframt var vinnslu-
ferlið sýnt að nokkru, þannig að á
veggjum eru sýnd drög að bóka-
kápum svo og listaverk sem yfir-
færð eru á bókakápur, stundum
einungis að hluta til.
Þetta er lítil en tímabær sýning,
vegna þess að vægi þessara atriða
í gerð bóka hefur aldrei verið meira,
skiptir því miklu að halda þeim
fram og vekja til umhugsunar og
umræðu. Við lifum á merkilegum
tímum, er svo virðist sem útgáfu-
starfsemi sé ofurseld háskalegri
þróun og að sjónvarpið hafi tekið
við hlutverki lestrarefnis og bókar-
innar að stórum hluta til.
I stað draumsins um að maðurinn
öðlaðist meiri frítíma með aukinni
hagræðingu og gæti í ríkari mæli
helgað sig áhugamálum sínum, hef-
ur þróunin hjá alltof mörgum orðið
þveröfug. Aldrei hefur timinn verið
dýrmætari, þannig að minni og
minni tími gefst til að opna bók,
og þá er eðlilegt að í stað þess að
eyða heilu kvöldi í lestur bókar,
freistist viðkomandi til að horfa á
leikinn efnisþráð hennar í sjónvarp-
inu á margfalt styttri tíma.
Hraðinn er ískyggilegur, því eins
og þróunin hefur verið skilgreind,
þá er ferlið þannig að bók er þrykkt
i gær, lesin í dag og gleymd á
morgun!
Á flótta undan steingeldum af-
þreyingariðnaði sem í síbylju dynur
á manninum, hefur andlega sinnað
Litróf til-
finningamia
ÍIIKIIST
Lcikfélag Reykjavíkur
HVAÐ DREYMDI ÞIG,
VALENTÍNA?
Eftir Ljúdmílu Razúmovskaju. ís-
lensk þýðing eftir Árna Bergmann.
Leikendur: Guðrún Ásmundsdóttir,
Sigrún Edda Björnsdóttir og Ásta
Arnardóttir. Leikstjóri: Hlín Agn-
arsdóttir. Leikmynd: Steinþór Sig-
urðsson. Búningar: Stefanía Adolfs-
dóttir. Lýsing: Elfar Bjarnason.
Borgarleikhús 24. september.
GUÐRÚN Ásmundsdóttir held-
ur upp á 40 ára leikafmæli sitt
með glæsibrag á fjölum litla sviðs-
ins í Borgarleikhúsinu. Hún fer á
kostum í hiutverki Nínu Petrovnu,
ömmunnar í leikriti Ljúdmílu Raz-
úmovskaju, Hvað dreymdi þig,
Vaientína? sem lýsir einum degi í
lífi þriggja mæðgna. Og ekki verð-
ur annað sagt en mótleikarar Guð-
rúnar, Sigrún Edda Björnsdóttir
og Ásta Arnardóttir, leggi sitt af
mörkum til að gera afmælisleik
Guðrúnar sem glæsilegastan, því
það er sjaldgæft að sjá leik og
samleik í þeim gæðaflokki sem
leikkonurnar allar lögðu af mörk-
um síðastliðið sunnudagskvöld.
Þetta er ekki síst sagt með það í
huga að hlutverkin þrjú sem um
er að ræða eru ekki af auðveldara
taginu heldur er hér um að ræða
hlutverk sem krefjast óvenju mik-
ils _af leikendunum.
Óhætt er að taka undir með
þeim leikhúsgesti sem andvarpaði
grátklökkri, en sælukenndri röddu:
„Þetta er alvöru leikrit!“ og strauk
tár af hvörmum á leiðinni út úr
salnum í hléi. Hvað dreymdi þig,
Valentína? er leikrit sem er svo vel
skrifað að maður stendur á önd-
inni af hrifningu yfir textanum
(þýðing Árna Bergmann er vönduð
og áheyrileg) og uppbyggingu
fléttunnar. Þetta er verk sem hríf-
ur mann auðveldlega til hláturs og
gráturs, og flestir ættu að kannast
við eitthvað af sjálfum sér í konun-
um þremur, draumum þeirra, kenj-
um og klikkuðu háttalagi á köflum.
Leikritið hefur undirtitilinn
„gamanleikur", en gamanið er
fremur grátt og má skilja þennan
undirtitil á íronískan hátt framar
öðru. Ekki svo að skilja að leikrit-
ið eigi ekki sína gamansömu vídd.
Vissulega er textinn oft á tíðum
fyndinn og leikur kvennanna
þriggja með þeim hætti að um
stund getur áhorfandinn upplifað
þá blekkingu að hann sé staddur
á kostulegum gamanleik. En bara
í augnablik í senn, því óðara hefur
leikurinn snúist upp í andhverfu
sína og grimmdin og örvæntingin
tekið yfirtökin í samskiptum
mæðgnanna þriggja. Allt verkið,
LISTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STEINUNN Sigurðardóttir.
hafa jafnvel verið hrifnari af
henni en konur sem það hafa
gert.“
fólk flúið inn á hvers konar söfn
sem stöðugt taka betur á móti gest-
um sínum. Einnig á náðir lista sem
blómstra sem aldrei fyrr, þótt bak-
föllin finnist þar einnig. Óg vel að
merkja, streyma stöðugt fleiri bæk-
ur á kaupstefnur, fleiri og fleiri
söfn og tónlistarhús eru byggð, fleiri
risasýningar eru í gangi og sömu-
leiðis stærri og mikilfenglegri kon-
sertar. I ljósi alls þessa, skipta sjón-
rænu atriðin í gerð bóka meira
máli en nokkru sinni fyrr, og því
er rétt staðið að málum að virkja
sköpunina í útlitshönnun og gerð
bóka.
Prýði er að sýningunni í anddyr-
inu og ómaksins vert að staldra þar
við og huga að þróuninni. Engin
sýningarskrá fylgir framkvæmd-
inni, sem er mjög misráðið, en lista-
mennirnir standa flestir fyrir sínu
og vel það, þeir eru; Valgarður
Gunnarson, Jón Reykdal, Þórður
Hall, Sigrún Eldjárn, Ingibjörg Ey-
þórsdóttir, Robert Guillemette, Guð-
jón Ketilsson, Margrét Einarsdóttir
Laxness, Steingrímur Eyfjörð Krist-
mundsson, Pétur Halldórsson og
Sigurborg Stefánsdóttir.
Bragi Ásgeirsson
Lokayfirlýsing
Hjálmar H. Ragnarsson, forseti
Bandalags íslenskra listamanna.
VEGNA ummæla þinna í
Morgunblaðinu sunnudaginn
24. september vil ég, undirrit-
aður, taka fram eftirfarandi.
Ég stend við hvert orð, sem
ég hef ritað í Morgunblaðið,
varðandi óheimila notkun radd-
setningar/útsetningar minnar á
Vísum Vatnsenda-Rósu í kvik-
myndinni Tár úr steini og þar
af leiðir, að ég mun ekki draga
fullyrðingar mínar til baka.
Fyrir mér voru lok málsins
sú niðurstaða sem undirrituð
var af mér og þér, Hjálmar H.
Ragnarsson, á skrifstofu STEF,
18. september sl., að viðstödd-
um Eiríki Tómassyni hæsta-
réttarlögmanni, forstjóra
STEF, og Áskeii Mássyni, for-
manni STEF.
í þessu undirritaða plaggi
liggur fyrir eftirfarandi niður-
staða.
I fyrsta lagi:
„Hjálmar gerir ekki athuga-
semdir við það sem Jón heldur
fram, að hann eigi höfundarétt
að stefi í miðhluta verksins sem
útsetjari skv. 5. grein höfunda-
laga“ (tilvitnun lýkur).
Orðaleikurinn raddsetn-
ing/útsetning er smíð Áskels
Mássonar, formanns STEF, í
framhaldi af þýðingu hans á
greinargerð, sem unnin var af
KODA, hinu danska STEF, fyr-
ir um það bil tveimur árum.
Með bréfi til stjórnar STEF,
dagsettu 21. september sl.,
bendi ég á, að sérhver höfundur
hefur fullt leyfi til að kalla list-
gerning sinn hvaða nafni sem
hann vill, án þess að hann missi
höfundarétt á hugverki sínu.
Það sem skiptir máli er hvers
eðlis breytingin er, sem tón-
skáld gerir á tónverki, en ekki
hvað hann kýs að kalla hana.
I öðru lagi:
„í ljósi þessa fellur Jón frá
öllum fjárkröfum á hendur
Hjálmari og framleiðanda kvik-
myndarinnar" (tilvitninu lýk-
ur).
Slíkt gerist ekki nema að ég
hafi fyrir samkomulagið átt
fjárkröfurétt á hendur þér og
framleiðanda kvikmyndarinn-
ar.
í þriðja lagi:
„Áðilar eru sammála um að
fara fram á að upplýsingum á
geislaplötu með tónlist úr
myndinni verði breytt, svo og
í afkynningartexta á kvik-
myndinni sjálfri verði því við
komið án verulegs kostnaðar
fyrir framleiðanda hennar“ (til-
vitnun lýkur).
Slíkt samkomulag er^óhugs-
andi nema að aðilar séu sam-
mála um að ranglega sé greint
frá útsetjara umræddrar lag-
gerðar.
Nú þegar hefur útgefandi
geislaplötunnar, Islensk tón-
verkamiðstöð, breytt upplýs-
ingum þeim er fylgja nefndum
geisladiski en undirritaður veit
ekki hvort stendur til að breyta
afkynningartexta á kvikmynd-
inni.
Viljir þú, Hjálmar H. Ragn-
arsson, með lögformlegum
hætti, rifta þessu samkomulagi
mun ég að sjálfsögðu athuga
það mál en við slíkan gerning,
öðlast ég sömu stöðu og ég
hafði fyrir þetta samkomulag,
er varðar fjárkröfur og eða að
umrætt lag sé fellt út úr kvik-
myndinni Tár úr steini.
Reykjavík, 24. september 1995
Jón Asgeirsson
HVAÐ dreymdi þig, Valentína? eftir Ljúdmílu Razúmovskaju
hefur alla burði til að fylgja velgengni Kæru Jelenu eftir.
frá upphafi til enda, er þannig
byggt upp að persónurnar sveiflast
frá ýktri kátínu til dýpstu örvænt-
ingar. Það þarf vissulega færar
leikkonur til að halda utan um slík
hlutverk, að sýna allt litróf tilfinn-.
inganna en vera um leið trúar per-
sónusköpun sinni, detta ekki út úr
rullunni eitt augnablik.
Þetta tekst þeim öllum. Guðrún
Ásmundsdóttir er rússnesk frenja,
eins og maður ímyndar sér þær
helst: hijúf á yfirborðinu og einnig
þó nokkur harðstjóri undir niðri
ef hún telur á þurfa að halda.
Minningar úr stríðinu skipa heið-
urssess í huga hennar og þar er
hennar viðkvæmu hlið að finna.
Hún er höfuð heimilisins, stjórnar
lífi dóttur sinnar kannski meira en
mann grunar í fyrstu, og er mikil
eiturtunga ef þannig liggur á
henni. Guðrún er bæði fyndin og
ógnvekjandi í hlutverki sínu.
Sigrún Edda Björnsdóttir er í
hlutverki hinnar mótsagnakenndu
Valentínu sem lifir á draumum sín-
um og tálsýnum úr fortíð, nútíð
og framtíð. Valentína er sú kvenn-
anna þriggja sem hvað margföld-
ust er í roðinu. Hún á sér marga
drauma um öðruvísi líf en það sem
hún lifir, og stangast þeir hver á
við annan. I öðru orðinu er hún
menntamaðurinn sem les bækur
og „fílósóferar“ og hefur hið and-
lega líf upp yfir allt annað, í hinu
víkur andlega lífið fyrir þránni eft-
ir athygli karlmanna („Þótt ekki
væri nema eiginmaður...“) Va-
lentína er viðkvæm og auðsærð
(þótt hún reyndar ýki þessa eigin-
leika sína af list þegar við á) og
hún hefur þann makalausa eigin-
leika að geta „horfið“ inn í drauma
sína þegar veruleikinn verður
henni ofviða. Sigrún Edda spilaði
af mikilli næmni á alla þá strengi
sem þetta erfiða hlutverk krefst.
Ásta Arnardóttir er yngst og
óreyndust þessara þriggja leik-
kvenna, en einnig hún skilaði sínu
hlutverki svo aðdáun vakti. Hún
túlkaði hina sautján ára gömlu
Ljúbu á sannfærandi hátt, sýndi
okkur viðkvæma og feimna stúlku
sem hefur alist upp á milli tveggja
elda, svo að segja, og reynir sífellt
að gera gott úr öllu, ber klæði á
vopnin þegar mamma hennar og
amma eru „í ham“. En á afmælis-
degi hennar, sem leikritið gerist
á, gengur frekja þeirra og stjórn-
semi þeirra svo fram úr hófi að
þessi blíðlynda stúlka reynir af
unglingslegum vanmætti og skilj-
anlegri vanþóknun að segja þeim
til syndanna. Ástu tókst að vekja
samúð áhorfenda með persónu-
sköpun sinni.
Úmgjörð sýningarinnar var vel
heppnuð. Leikmyndin var útsjónar-
samlega hönnuð og svæði „utan
sviðs“ vel nýtt. Fagmannlega var
farið með ljós og búningar undir-
strikuðu persónuleika kvennanna
á viðeigandi hátt.
Líklega er þetta metnaðarfyllsta
verkið sem Hlín Agnarsdóttir hefur
fengið í sinn hlut sem leikstjóri og
hún sýnir að hún er vandanum
vaxin. Hinn framúrskarandi leikur
og samleikur leikkvennanna
þriggja eru auðvitað góð meðmæli
með leikstjóranum. Hlín er vaxandi
leikstjóri og hefur sett upp margar
athyglisverðar sýningar á undan-
förnum árum.
Leikrit Ljúdmílu Razúmovskaju,
Kæra Jelena, sló rækilega í gegn
á litla sviði Þjóðleikhússins 1992-
1994. Hvað dreymdi þig, Valentína?
hefur alla burði til að fylgja þeirri
velgengni eftir, og vonandi fá ís-
lenskir leikhúsgestir að sjá fleiri
verk eftir þennan athyglisverða
samtímahöfund á næstu árum.
Soffía Auður Birgisdóttir