Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 25
Vextir að hækka
ÞAÐ, SEM af er þessu ári, hefur
ríkissjóður leitað á erlenda markaði
með lántökur. Með því hefur verið
létt af þrýstingi á innlenda mark-
aðnum. Við eðlilegar aðstæður hefði
það átt að stuðla að vaxtalækkun-
um á innlenda markaðnum. Svo
hefur þó ekki orðið. Vextir af verð-
tryggðum skuldabréfum hér á landi
hafa verið hærri en vextir af óverð-
tryggðum útlánum eru á lánamörk-
uðum í kring um okkur. Islenskir
fjárfestar hafa m.ö.o. ekki haft
meiri trú á stöðugleika í efnahags-
málum okkar en ávöxtunarkrafa
þeirra hefur borið vitni um.
Erlendar lántökur ríkissjóðs á
árinu eru nú orðnar svo miklar, að
þær nálgast hættumörk. Fjármála-
ráðherra hefur því ákveðið að færa
sig inn á innlenda markaðinn með
lántökur. Þetta gerir hann með
þeim hætti að tilkynna opinberlega
og með auglýsingum fyrirfram, að
nú sé stefnubreyting í aðsigi, ríkis-
sjóður sé mættur til leiks. Sá „allra
þorstlátasti“ hafi nú tekið sér fast
sæti. „Blátt ljós við barinn.“ Þykir
nokkrum líklegt að slíkar upphróp-
anir stuðli að því að lækka ávöxtun-
arkröfur innlendra fjárfesta? Þvert
á móti.
Enda gekk það eftir. Ríkissjóði
tókst að selja óverðtryggð ríkis-
skuldabréf að nafnvirði um 300
milljónir króna (sic). Meðalávöxtun-
arkrafa 10,8%! Síðan koma þeir
fram í fjölmiðlum, fjármálaráðherr-
ann og forstöðumaður Lánasýslu
ríkisins, og segja þetta mjög gott.
Mjög gott! Miðað við verðbólguna
eins og hún hefur verið og með
hliðsjón af ávöxtunarkröfu verð-
tryggðra ríkisskuldabréfa, sem ver-
ið hefur hærri hér á landi en vextir
af óverðtryggðum skuldabréfavið-
skiptum í útlöndum, er þá krafa
fjárfesta um 2-3%
vaxtaálag, „vaxta-
premíu“, mjög gott?
Þá hefur verið þagað
um það, að ríkissjóður
tók einungis hluta
þeirra tilboða, sem bár-
ust í bréfin. Hinum öll-
um, þar sem krafist
var mum hærri ávöxt-
unar, var hafnað og
námu þau tilboð mun
hærri fjármunum, en
þau tilboð fólu í sér,
sem tekið var. Er það
líka „mjög gott“?
Að geta aðeins selt
fyrir 300 milljónir
króna, sem er dropi í
hafí lántökuþarfar ríkissjóðs, og það
með þeirri ávöxtunarkröfu, sem
raun ber vitni, er alls ekki „mjög
Því verður ekki neitað,
segir Sighvatur
Björgvinsson, að
hætta er á að verð-
bólga fari vaxandi.
gott“. Það er ekki einu sinni „gott“
og meira að segja varla „viðun-
andi“. Af hveiju ekki? Vegna þess,
að ekki er hægt að lesa annað út
úr þeim „árangri", en að innlendir
fjárfestar séu annaðhvort þeirrar
skoðunar að vextir eigi eftir að
hækka vegna mikillar lánsfjárþarfar
ríkissjóðs eða að verðbólga muni
fara vaxandi, nema hvort tveggja sé.
Ég vona, að vextir eigi ekki eftir
að hækka á íslandi, því fyrir því
eiga ekki að vera nein rök nema
ef ríkisstjórnin missir
tökin á ríkisfjármálun-
um. Því verður hins
vegar ekki neitað, að
hætta er á að verð-
bólga fari vaxandi. Við
erum nú að sjá verð-
hækkanir á matvörum
og þjónustu af þeirri
stærðargráðu, sem ís-
lendingar hafa ekki átt
að venjast um margra
missera skeið; m.a.
vegna gagnrýnisverðr-
ar framkvæmdar ríkis-
stjórnarinnar á GATT-
samningnum. Þá hefur
mönnum sést yfir í allri
gagnrýninni á kjaraá-
kvarðanir til þingmanna, að Kjara-
dómur hefur leitt í ljós, að launa-
hækkanir á íslandi hafa orðið langt
umfram það sem ASI og BSI sömdu
um fyrir láglaunafólk og eru þar
dæmi um launahækkanir á bilinu
30-50%, þ.á m. launahækkanir,
sem Kjaradómur og Kjaranefnd
hafa úrskurðað til. ríkisstarfs-
manna, annarra en þingmanna, í
mynd fastrar yfirvinnu, til sam-
ræmis við kjaraákvarðanir, sem
ákvarðaðar hafa verið til annarra
en láglaunafólks á hinum svokall-
aða „fijálsa markaði“. Ekki hafa
þær launahækkanir farið fram hjá
forsvarsmönnum „aðila vinnumark-
aðarins" því þeir hafa sjálfir átt
hlut að þeim flestum.
„Árangurinn" í útboði ríkissjóðs
á óverðtryggðum ríkisverðbréfum
eru þvi ekki góð tíðindi. Ummæli
fjármálaráðherra og forstöðumanns
Lánasýslu ríkisins eru lítt skiljan-
leg.
Höfundur er alþingismaður og
fyrrv. viðskiptaráðherra.
Sighvatur
Björgvinsson
Árangursrík
námstækni
Viltu bæta
árangur
þinn í námi?
NEMENDUR sem
eru að hefja nám í
framhaldsskólum og
skólum á háskólastigi
reka sig oft á það að
þeir hafa ekki tileinkað
sér þau vinnubrögð sem
þarf til að takast á við
námið. Oft fer dýrmæt-
ur tími í að koma skipu-
lagi á glósurnar og ná
þeirri einbeitingu sem
þarf við lesturinn. Nemendur ná því
ekki eins góðum árangi'i í náminu
og þeir höfðu vonast til og missa
við það sjálfstraustið.
Þá eru til nemendur sem slá slöku
við námið vegna áhugaleysis, en
átta sig ekki á því fyrr en þeir falla
á prófi eða skila ekki ritgerð á rétt-
um tíma. Þá er oft erfítt að breyta
vinnuvenjum sínum því óunnin verk
virðast óþijótandi. Flestir fyllast
vönleysi og kvíða við slíkar aðstæð-
ur og leggjast í kör.
Góðar vinnuvenjur
skipta máli
Með hugtakinu námstækni er átt
við þær vinnuvenjur sem nemandi
tileinkar sér og þær aðferðir eða
tækni sem hann beitir til að auka
afköst sín og námsárangur. Náms-
tækni er oftast kennd í formi kynn-
inga að undirbúningsnámskeiða í
grunn- eða framhaldsskólum, en í
raun tengist hún jafnt kennslu og
kröfum í einstaka námsgreinum
sem og skólastarfinu í heild. Náms-
tækni miðar einnig að því að nem-
andinn temji sér árangursrík og
markviss vinnubrögð, þekki sínar
Námstækni og vinnu-
reglur skipta megin-
máli, segja Árni
Sigurðsson og Tómas
Guðmundsson, um
árangur í námi í
framhaldsskólum og
á háskólastigi.
vinnuvenjur og geti betrumbætt
þær ásamt því að efla sjálfstæði
og sjálfsábyrgð í námi.
Árangursríkar aðferðir við nám,
góðar námsvenjur og réttu hand-
tökin við að glíma við próf eru áunn-
ir hæfileikar sem hægt er að læra
á sama hátt og hægt er að læra
að synda eða aka bifreið. Aðferðirn-
ar eru ekki háðar gáfnafari en þær
geta auðveldað þeim sem kunna
þær að ná betri árangri en fólk sem
treystir einungis á meðfædda hæfi-
leika.
Með skipulagningu og einbeit-
ingu geturðu náð betri árangri með
minni vinnu. Á hinn bóginn má
segja að ef vinna á verkið vel, þá
þýðir það að taka verður námið
föstum tökum. Það þýðir ekki að
vinna frameftir bara til að vinna
frameftir, eða sitja sljór fyrir fram-
an glósurnar án þess að sýna þeim
nokkurn áhuga. Það skiptir mestu
að leggja sig allan fram við námið.
Viðhorfið er lykillinn
Háskólakennarar kvarta oft yfir
því að það fyrsta sem þeir þurfi að
kenna nemendum sé rétt vinnu-
brögð, skipulagning, skrift, mál-
fræði og stafsetning. Námstækni
auðveldar háskólanemendum nám-
ið, sem hugsanlega eru í fyrsta
skipti skipuleggja tíma sinn og nám
án þess að njóta stuðnings bekkjar-
kerfis.
Með því að kunna nokkrar að-
ferðir í námstækni eykst sjálfs-
traust nemandans og verður stór
þáttur í þeim bætta árangri í próf-
um, sem nemandi stefnir að. Slíkar
aðferðir grundvallast á heilbrigðri
skynsemi og eru sígildar. í Háva-
málum segir:
Ár skal rísa
sá er á yrkjendur fáa,
og ganga síns verka á vit.
Margt um dvelur,
þann er um morgunin sefur.
Hálfur er auður undir hvötum.
í þessu gamla kvæði segir frá
því að rétt viðhorf sé forsenda vel-
gengni. Árangursrík námstækni er
getur verið lykillinn að farsælu
námi, sem allir nemendur stefna að.
Arni Sigurðsson er stjórnarfor-
maður íslenzku hugmyndasam-
steypunnar og Tómas Guðmunds-
son er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins.
Mikil
vonbrigði
Undirskriftar-
söfnun hundsuð
Það urðu okkur, sem
stóðum ' fyrir undir-
skriftarsöfnuninni þar
sem mótmælt var
hækkun fargjalda
SVR, mikil vonbrigði
hvernig borgarstjórn
Reykjavíkur tók á því
máli og hundsaði þar
með 11.335 undir-
skriftir borgarbúa.
Þessum undirskriftum
tókst að safna á aðeins
fimm dögum. Undir-
tektir borgarbúa allra
við þessari undirskrift-
arsöfnun voru mjög góðar og marg-
ir voru þeir sem þökkuðu okkur
framtakið. Undirskriftarlistunum
var allstaðar mjög vel tekið þar sem
við báðum um að hann yrði hafður
frammi, nema í Ráðhúsinu, þar var
hann fjarlægður.
Það er ljóst að mikill fjöldi borg-
arbúa vill ekki þessa gríðarlegu
hækkun og vill ekki breytingar á
Það er ljóst, segir
Friðrik Hansen
Guðmundsson, að
stór hluti borgarbúa
vill ekki þessa gríðar-
Friðrik Hansen
Guðmundsson
legu hækkun.
leiðakerfinu, ef þær valda því að
gjaldskrá SVR hækkar þeirra
vegna.
Mánaðarlaun á ári í strætó
Fullyrðingar í þá átt að það verði
ódýrt í strætó eftir hækkun far-
gjalda eru merkilegar og úr öllum
takt við raunveruleikann á íslandi
í dag. Ef við værum öll á borgar-
stjóralaunum þá fyndist okkur sjálf-
sagt ódýrt í strætó. Það hjálpar
fólki á Islandi ekkert, þótt það sé
dýrara í strætó í Skandinavíu en
hér. Launin hér þyrftu þá einnig
að nálgast það sem þau eru þar.
Raunveruleikinn er hins vegar
sá að það kostar fjölda fólks sem
liggur neðarlega í launastigum
ASI, VR og fleiri stéttarfélaga,
mánaðarlaun á ári að sækja vinnu
sína allt árið með strætó eftir far-
gjaldahækkunina.
Almennt fargjald verður nú 120
kr. Ein ferð fram og til baka á dag
gerir 240 kr. I 250 vinnudaga á
ári eru þetta 60.000 kr. Ef fólk er
bíllaust og verður að reiða sig á
strætó til allra ferða og notar strætó
alla daga ársins er kostnaðurinn
87.600 kr. Fyrir hjón verða þetta
175.200 kr. Afsláttarfargjöld lækka
þennan kostnað reyndar, en fólk
þarf líka að borga skatta og skyld-
ur af sínum 60 til 80.000 kr. mánað-
arlaunum. Stærðargráðan er því sú
að það kostar um mánaðarlaun á
ári að vera bíllaus og sækja vinnu
með strætó.
■BuCKLpMt/S/ioev
ekólaek ór
. timiáýhúkmúm
\ ✓Þæglleglr oq auðvsit
að kla?ða siq \ þá
✓Enðar reimar
✓Fallegir, ©terkfr
og endlngar^ððir
ENGLABÖRNÍN
Þanbietrasti 10 • 6íml 562-2201
Þakkir til allra
þeirra sem stóðu að
söfnuninni
Miklar og góðar
þakkir eru færðar öll-
um þeim sem stóðu að
söfnuninni. Sérstakar
þakkir eru færðar þeim
ljölmörgu verslunar-
eigendum sem tóku við
þessum undirskriftar-
listum og höfðu þær í
verslunum sínum. Ein-
hver brögð voru að því
að undirskriftarlistarn-
ir fylltust fljótt og ekki
bárust nógu hratt nýir
listar. Viðtökurnar
voru einfaldlega meiri en við áttum
von á og því urðu einhveijar ambög-
ur á framkvæmdinni og er beðist
veivirðingar á því.
Mikil vonbrigði
Það er engin launung að niður-
staða þessa máls veldur miklum
vonbrigðum. Við einfaldlega trúðum
því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
stæði við það sem hún hefur sagt.
Við trúðum því að það yrði hlustað
á okkur og tillit tekið til borgarbúa
þegar þeir taka sig til og láta í sér
heyra. Við trúðum því að það ætti
að taka upp nýja og opnari stjómun-
arhætti í borginni og að íbúar gætu
og ættu að hafa áhrif.
Ef ekki er ástæða til að taka til-
lit til óska 11.335 borgarbúa, hve-
nær er þá ástæða til að fara eftir
þeirra óskum? Ef 11.335 manns
geta ekki haft nein áhrif á mál sem
er upp á 90 milljónir, sem eru smá-
aurar þegar miðað er við rekstur
borgarinnar, sem talinn er í millj-
örðum, geta borgarbúar þá nokk-
urntíma haft áhrif? Var Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir að leggja línurn-
ar í samskiptum sínum við borg-
arbúa á næstu árum, þegar hún tók
við þessum 11.335 undirskriftum
úr höndum undirritaðs með þau
gamanyrði að þessar undirskriftir
myndu fara vel í kassa niðri í skjala-
geymslu?
Höfundur er formaður íbúasam-
taka Grafarvogs.
* ssssssssssss
TILBOÐ
Vegna fjölda óska er
barnamyndatöku
tilboðið okkar
framlengt til 3. okt.
Þú færð hvergi meira
fyrir peningana þina.
Barna og
Fjölskylduljósmyndir
sími: 588 7644
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími: 554 3020
Ljósmyndastofan Mynd
sími: 565 4207
3 Ódýrari