Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Kvikmyndir, SÆ o g
Stofnun Jóns Leifs
MÉR ER til efs að það hafi áður
gerst hér á landi að menntamálaráð-
herra hafi ótilkvaddur tekið sér
penna í hönd í kjölfar frumsýningar
á nýrri íslenskri kvikmynd og tjáð
hughrif sín með þeim hætti, sem
lesa má í Morgunblaðsgrein Bjöms
Bjarnasonar, Alþjóðleg menningar-
sýn, 20. september sl. Hér er ekki
aðeins um mikilvægan stuðning við
höfunda myndarinnar Tár úr steini
að ræða, Hilmar Oddsson og hans
fólk, heldur sýna skrif af þessu tagi
svo ekki verður um villst að kvik-
myndagerðin, já menningarstarf-
semi landsmanna almennt séð, hefur
eignast kröftugan málsvara. Fram-
göngu ráðherrans ber að þakka
enda gefur grein hans tilefni til
áframhaldandi umræðu. Hugleið-
ingar hans um bókmenntir okkar,
tónlist og kvikmyndagerð í ljósi al-
þjóðlegrar menningarsýnar eru
ákaflega hvetjandi umræðuefni,
sem leiðir í margar áttir, m.a. að
húsum listgreinanna þriggja, vegna
þess að þau tengjast ráðuneyti Björn
Bjarnasonar og varða hugleiðingu
hans um alþjóðlega menningarsýn.
Þessi hús eru Þjóðarbókhlaðan, sem
bókmenntirnar hafa loksins eignast,
langþráð húsnæði Kvikmyndasafns
íslands, sem bíður afgreiðslu ráð-
herrans þessa dagana og hús tónlist-
arinnar, sem rísa þarf á næstu árum
og hefur margþættu hlutverki að
gegna.
Nú á 100 ára afmæli kvikmynd-
arinnar vill svo skemmtilega til að
fyrirmyndarhúsnæði býðst undir
starfsemi Kvikmyndasafns íslands
í Hafnarfirði, kvikmyndahús sem
hefur gildi fyrir íslenska kvik-
myndasögpi og frystihús steinsnar
frá, sem leyst getur varðveislu-
vandamál kvikmyndasafnsins til
frambúðar. Með þessu húsnæði, sem
forsvarsmenn safnsins hafa mikla
trú á, yrði kvikmyndasafninu gert
kleift að rækja eitt af lykilhlutverk-
um sínum, sem er að sýna okkur
kvikmyndaklassík heimsins. Kvik-
myndasafnið hefur alla burði til
þess, vegna þátttöku
sinnar í alþjóðasam-
bandi kvikmyndasafna
(FIAF), svo fremi það
hafi yfir húsnæði að
ráða. Aðgangur að
kvikmyndaklassíkinni
er nauðsynlegur fyrir
eflingu kvikmynda-
smekks þjóðarinnar og
uppeldi kvikmynda-
gerðarmanna en þessu
menningar- og mennt-
unarhlutverki hefur
safnið ekki getað sinnt
sem skyldi fram til
þessa. Nú er safnið hins
vegar að þreifa fyrir sér
inn á þessa braut með
því að efna til kvikmyndahátíðar á
sígildri kvikmyndalist heimsins í til-
efni af 100 ára afmæli kvikmyndar-
innar og hyggst nota Bæjarbíó í
Hafnarfirði til sýningarhaldsins.
Eftir sem áður yrði starfsemin ekki
njörvuð þar niður heldur yrði jafn-
framt gengist fyrir sýningum úti á
landi, eins og verið er að gera þessa
dagana við mikla hrifningu lands-
byggðarmanna.
Um þessar mundir ætti Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar (SÆ) að vera
að halda upp á 10 ára afmæli sitt
með dúndurhljómleikum undir
stjórn eins mesta velgjörðarmanns
íslensks tónlistarlífs, Paul Zukof-
skys, en SÆ hóf starfsemi sína á
ári æskunnar fyrir einum áratug.
Sinfóníuhljómsveit æskunnar varð
eitt merkasta fyrirbærið, sem ís-
lenskt tónlistarlíf hefur getið af sér
fyrr og síðar. Undir stjórn Zukof-
skys voru gerðar kröfur til hinna
ungu hljóðfæraleikara sem Jón Leifs
hefði sætt sig við enda skilaði þessi
starfsemi stórbrotnum árangri í
frumflutningi verka, sem við hefð-
um annars ekki átt kost á að heyra.
Hér við bættist það sem ekki var
minna um vert, uppeldishlutverkið
fyrir verðandi tónlistarmenn, og líkt
og hjá kvikmyndasafninu þá mótað-
ist þessi starfsemi einnig af alþjóð-
legri menningarsýn,
sem kom fram í sam-
vinnu við erlendan
stjórnanda og nemend-
ur úr erlendum tón-
listarskólum. Ástæða
væri til þess að riíja
upp afrekaskrá SÆ á
þessum tímamótum en
það verður að biða,
enda mörgum enn í
fersku minni. Þó skal
minnt á það hér, að
SÆ frumflutti ásamt
Söngsveitinni Fíl-
harmóníu o.fl. verkið
Baldr eftir Jón Leifs
árið 1991, en þetta
verk hafði legið ósnert
í handriti síðan árið 1948, ekki einu
sinni verið gefið út á nótum, þegar
Zukofský tók að kynna sér það með
flutning í huga. Verkið var hljóðrit-
að og gefið út á geisladiski, sem
hlaut mjög góða dóma tímaritsins
Fanfare í Bandaríkjunum, sem taldi
Baldr vera í hópi merkustu geisla-
disksútgáfa ársins 1992. Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar á að heita enn
á lífi en hún hefur ekki borið sitt
barr, eftir að nýja stjórn hljómsveit-
arinnar brast vilja og dug til að
semja við stjórnandann Paul Zukof-
sky sumarið 1993 um áframhald-
andi samstarf. Síðan þá hefur hún
aðeins haldið eina sjálfstæða tón-
leika og áframhaldandi starfsemi
virðist í mikilli óvissu. Nú er kjarni
hljóðfæraleikaranna, sem mest
mæddi á, horfinn á braut reynslunni
ríkari og því þarf í öllu falli að endur-
reisa hljómsveitina frá grunni gefist
tækifæri til þess. í þessu viðkvæma
máli gæti' verið gagnlegt að finna
nýjan byijunarreit. I mínum huga
tengist hann nafni Jóns Leifs og
húsi tónlistarinnar.
Nú þegar fjöldi manns er með
hugann við Jón Leifs, tónlist hans
og snilli, eftir að hafa séð kvikmynd-
ina Tár úr steini, er ekki óhugsan-
legt að ftjó jörð hafí skapast fyrir
lausnarhugmynd þess efnis að kom-
Erlendur
Sveinsson
Grein Björns Bjarnason-
ar um Alþjóðlega menn-
ingarsýn gefur tilefni til
áframhaldandi umræðu,
skrifar Erlendur
Sveinsson í tilefni
af skrifum mennta-
málaráðaherra.
ið verði á fót Stofnun Jóns Leifs,
sem hafi það hlutverk að yfirtaka
rekstur Sinfóníuhljómsveitar æsk-
unnar. Hefði Jón Leifs getað látið
sig dreyma um nokkuð stórkost-
legra en tónlistaræsku þessa lands
haldandi merki hans á lofti frammi
fyrir heiminum? Þeir sem séð hafa
Tár úr steini og voru jafnframt við-
staddir frumflutning Baldrs ættu
ekki að vera í vafa um svarið. Zukof-
sky og fleiri voru þessari hugmynd
ekki fráhverfir, þegar hún var fyrst
borin upp um það leyti sem SÆ var
að hrynja en þá vildu inenn trúa
því að hægt yrði að endurreisa SÆ.
En hver hefur orðið raunin?
Tónlistarhús þarf að rísa af
grunni. Um það hefur verið mikið
rætt. Æskilegt takmark væri að
ljúka því á fjórum árum, þannig að
það væri tilbúið á aldarafmæli Jóns
Leifs árið 1999, einu ári fyrir alda-
mótin 2000. í húsi tónlistarinnar
hljóta að verða margar vistarverur.
Ein þeirra gæti hýst umrædda
Stofnun Jóns Leifs. Þessi stofnun
hefði það markmið að gefa út og
fiytja á tónleikum og geisladiskum
verk Jóns Leifs, greiða fyrir rann-
sóknum á tónlistararfi þjóðarinnar
og yfirtaka starfsemi Sinfóníu-
hljómsveitar æskunnar, sem nefnd-
ist upp frá því Hljómsveit Jóns Leifs
og héldi áfram á þeirri braut sem
Zukofsky hafði markað. Treyst yrði
á áframhaldandi stuðning fyrrum
styrktaraðila SÆ og framlag frá
ríki og borg eins og verið hefur.
Fróðlegt væri, að tónlistarmenn,
tónlistarskólafólk og foreldrar, sem
létu sig dreyma um að börn þeirra
ættu eftir að fá að spila með SÆ
er fram liðu stundir, lýstu skoðun
sinni á þessari hugmynd.
Með alþjóðlega menningarsýn að
leiðarljósi gæti nú opnast nýr mögu-
í OPINSKÁRRI og hreinskilihni
grein í Morgunblaðinu 16. septem-
ber sl. Qallar heilbrigðisráðherra,
Ingibjörg Pálmadóttir, um stöðu
heilbrigðismála í íslensku þjóðfélagi
í dag. Hún lýsir stöðu sinni sem
bardaga enda er ráðuneyti hennar
bæði fjárfrekt og tengist dýpra til-
finningalegu sambandi við fólkið í
landinu heldur en önnur ráðuneyti.
Á dyr beija þeir sem vilja sinn hlut
meiri og fáir geta séð af spóni úr
aski sínum. Landsbyggðarsjúkra-
húsin heyja nú baráttu um að fá
að lifa áfram, enda gera hátækni-
stofnanir á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu tilkall til þess fjármagns sem
til þeirra rennur, þótt það sé aðeins
lítið brot af fjárlögum til heilbri^ðis-
mála.
í málflutningi forsvarsmanna
hátæknistofnananna hefur lítið bor-
ið á skilningi í garð fólksins úti á
landi, enda séu sjúkrahúsin oft á
tíðum vannýtt þar sem aukin sér-
hæfni krefjist þess að hátækni-
stofnanirnar nærist á kostnað
landsbyggðarinnar. Þá bryddar
heilbrigðisráðherra upp á nýjung
'sem kannski gæti nært fleiri en
fyrrnefndar stofnanir og jafnvel
(orðið öllum í hag. Ráðherra segir
•m.a: „Ég tel ekki að allar aðgerðir
eigi að fara fram á hátæknisjúkra-
húsum í Reykjavík.
Það þarf að sérhæfa
sjúkrahúsin miklu
meira en nú er gert
með tilliti til hinna
ýmsu aðgerða sem þar
eru framkvæmdar.
Þetta á ekki bara við
afstöðuna milli sjúkra-
húsa úti á landi annars
vegar og sjúkrahús-
anna í Reykjavík hins
vegar heldur er ekki
síður þörf á að koma á
aukinni samvinnu og
sérhæfingu milli stóru
sjúkrahúsanna á höfuð-
borgarsvæðinu. Ég
legg til að slíkri sam-
vinnu verði komið á mill' Landspítal-
ans, Borgarspítalans, St. Jósepsspít-
alans í Hafnarfirði og Sjúkrahússins
í Keflavík."
Slík yfirlýsing hlýtur að vekja
jákvæð viðbrögð, enda eru kostir
slíks samstarfs augljósir.
Gagnkvæm virðing
Eins og ráðherra minnist á slá
iæknar gjaman sjálfa sig til riddara
með því að gera lítið úr öðrum kol-
legum eða stofnunum, jafnvel þótt
menn hafi setið á sama skólabekk
allt fram að töluðum orðum. Það
þarf kannski konu til
að sjá að aukin sam-
vinna stofnananna
gæti kannski eytt slík-
um ríg, enda þurfi einn
staður ekki endilega
að lifa á öðrum. Slíkt
myndi að sjálfsögðu
auka víðsýni manna á
milli og verða efniviður
til gagnkvæmrar virð-
ingar. Menn gætu
hugsanlega farið að
læra hver af öðrum í
stað þess stöðugt að
þurfa að leita út fyrir
landsteinana á meðan
samskiptin eru ekki
meiri en raun ber vitni.
Betri nýting fjármagnsins
Það er öllum ljóst að rekstur há-
tæknistofnana er mun kostnaðar-
samari en rekstur minni stofnana.
Það byggir m.a. á einfaldleika þeirra
minni. Það þýðir þó ekki að þær
standist ekki fyllilega samanburð á
vissum sviðum og geti innt af hendi
verkefni sem mun dýrara væri ella
að framkvæma á hátæknistofnun-
um. I ofanálag geta þær vegna eðl-
is síns boðið upp á annars konar
umhverfi, kannski dulítið vinalegra,
sem margir kunna að meta.
Hvatning fyrir alla
Það er ljóst að ef slík samvinna
næðist yrði það hvatning fyrir alla.
Hátæknistofnanirnar fengju betra
tækifæri til að þróa sín sérsvið og
minni stofnanirnar fengju viður-
kenningu fyrir sín verk.
Hlutverk
Sjúkrahúss Suðurnesja
Sjúkrahúsið í Keflavík er almennt
sjúkrahús sem eins og kunnugt er
þarf töluvert að hafa fyrir tilveru
sinni. Það hefur þó fengið viður-
kenningu fyrir ákveðna þætti starf-
semi sinnar og brautryðjandastarf.
Alkunna er að slysaskráning hér
hefur fengið viðurkenningu svo og
samstarfsverkefni Sjúkrahússins og
Slysavarnafélagsins, „Vörn fyrir
börn“. Einnig hefur fæðingadeildin
Rekstur hátæknistofn-
ana, segir Konráð Lúð-
víksson, er mun kostn-
aðarsamari'en rekstur
minni stofnana.
verið viðurkennd um land allt. Hér
hefur verið lögð ríkulegri áhersla á
nýja aðgerðatækni með tilkomu
kviðarholssjár, tækni sem stöðugt
er í þróun en krefst töluverðrar
æfingar ef vel á að takast til. Marg-
ar aðgerðir eru hér gerðar með
árangri og tækni sem fyllilega telst
samkeppnishæf við aðra stærri
staði. Sumar aðgerðir eru hér fram-
kvæmdar sem annars staðar þekkj-
ast ekki og fáum við fólk af öllu
Samvinna Sjúkrahúss Suður-
nesja og sjúkrastofnananna
á Stór-Reykjavíkursvæðinu
Konráð
Lúðvíksson
leiki á endurreisn Sinfóníuhljóm-
sveitar æskunnar til nýrra átaka,
innblásinna af andagift og kröfum
Jóns Leifs. Mikið verk er eftir óunn-
ið í frumflutningi sinfónískra stór-
virkja Mahlers, Bruckners, Shjos-
takovits o.fl. en síðan gæti það orð-
ið sameiginlegt átak Hljómsveitar
Jóns Leifs og Sinfóníuhljómsveitar
íslands að frumflytja og gefa út
verk Jóns Leifs á geisladiskum. Við
getum ekki horft aðgerðarlaus upp
á að Svíar steli af okkur glæpnum,
þótt áhugi þeirra á Jóni sé meir
en góðra gjalda verður. Af sjálfu
leiðir að Paul Zukofsky yrði boðið
að halda störfum sínum áfram á
þessum nýja vettvangi og þar með
yrði bætt fyrir þann skaða, sem
orðið hefur í samskiptum Islend-
inga við þennan postula Jóns Leifs
og velunnara íslenskrar tónlista-
ræsku, sem segir hiklaust að ís-
lenskir tónlistarnemar hafi staðið
sig betur við flutning 7. sinfóníu
Mahlers en nemendur Julliard skól-
ans í New York, eins frægasta tón-
listarskóla heims. Sinfónían og
Hljómsveit Jóns Leifs ættu að geta
rúmast í tónlistarhúsinu í góðum
friði enda er hér um að ræða mikil-
væga uppeldisstöð fyrir framtíðar
hljóðfæraleikara SÍ. Unga fólkið
fengist hins vegar við að spila allt
önnur verk, ynni á öðrum markaði
eins og sagt er, og gæti jafnvel
veitt aðhald og samkeppni. En hvor
tveggja starfsemin horfði til um-
heimsins og mótaði störf sín út frá
sjónarhorni alþjóðlegrar menning-
arsýnar.
í hugum margra, sem láta sér
annt um velferð tónlistar og kvik-
myndagerðar í þessu landi, er Björn
Bjamason maðurinn sem líklegastur
er allra ráðherra til þess lyfta
grettistökum fyrir íslenkt menning-
arlíf nú við lok 20. aldar. Hann er
ráðherrann, sem koma mun þaki
yfir tónlistina og kvikmyndina líka.
En ekki dugir að einskorða vænting-
arnar við áskoranir á hendur ráð-
herranum og láta þar við sitja. í
lýðræðisþjóðfélagi verður að skapa
jarðveg fyrir stjórnmálamenn að
vinna úr með umræðum. Þess vegna
skora ég á alla sem láta sig þessi
mál varða að tjá sig nú um þau.
Umræður skapa andríki og andríki
er forsenda athafna.
Höfundur er kvikmyndagerðar-
maður.
landinu í þær. Því skyldum við ekki
geta boðið okkur fram í sameigin-
legt fiamboð hagkvæmra heilbrigð-
isstofnana? Slíkt yrði að sjálfsögðu
hvatning fyrir okkur en krefst sam-
tímis þess að við fáum að njóta sann-
mælis.
Hvert gæti hlutverk fæðinga-
deildarinnar orðið í
slíku framboði?
Eftir að Fæðingaheimilinu var
lokað sem fæðingastofnun hafa
margir saknað þess að fá ekki að
upplifa þá stemningu sem þar ríkti.
Aðrir hafa látið í ljós þá skoðun að
óheppilegt sé að yfir 75% af fæðing-
um í landinu séu a einni og sömu
stofnuninni. Hugsanlega gæti fæð-
ingadeildin hér sinnt fæðandi konum
úr Hafnarfirði enda hefur þegar
verið lagður grunnur að auknum
tengslum mill St. Jósepsspítala í
Hafnarfirði og Sjúkrahúss Suður-
nesja.
Hveijar yrðu forsendur slíks auk-
ins samstarfs?
Þær yrðu að byggjast á vitrænum
grunni, sem að sjálfsögðu þýðir að
stofnunin nyti sannmælis. Án þess
að setja fram nokkrar kröfur myndi
ég vilja taka þátt í uppbyggingu á
því samstarfi sem ráðherra leggur
til. Slíkt myndi vafalítið gera öllum
gott, bæði skattborgurum og sjúk-
rastofnununum. Ég hvet því ráðherra
til að halda áfram að þróa sínar sam-
starfshugmyndir og koma þeim í
raunhæfa mynd. Ráðherra yrði áreið-
anlega vel tekið, biði hún til slíkra
viðræðna hér á Suðumesjum.
Höfundur er yfirlæknir fæðinga-
deildar Sjúkrahúss Suðurnesja.