Morgunblaðið - 26.09.1995, Side 28

Morgunblaðið - 26.09.1995, Side 28
28 ÞRIÐJUD.AGUR26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 29 jltargiQifrliifrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SJÁLFSTJÓRN Á VESTURBAKKA SAMKOMULAGIÐ, sem þeir Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- hreyfingar Palestínu (PLO) og Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, settu stafi sína á um helgina, ber vott um pólitískt hugrekki og staðfastan vilja til að láta ekki undan hótunum þeirra, sem áfram vilja kynda undir ófriði í Palestínu. Hryðjuverk öfgasinnaðra Palestínumanna og gyðinga, sem ætluð hafa verið til að spilla fyrir friðarviðræðunum undan- farna mánuði, hafa ekki borið árangur. Þótt samkomulagið sé fimmtán mánuðum á eftirnpphaflegri áætlun er það mikil- vægt skref í átt til þess takmarks að tryggja friðsamlega sambúð þjóðanna tveggja, sem eiga tilkall til Palestínu. Sam- komulagið gerir ráð fyrir að sjálfstjórnarsvæði Palestínu- araba, sem nú nær yfir Gaza-ströndina og Jeríkóborg, verði víkkað út og nái til alls Vesturbakka Jórdanar, sem Israels- menn hertóku 1967. Gert er ráð fyrir að samkomulagið verði undirritað í Wash- ington næstkomandi fimmtudag. Tíu dögum síðar hefst brott- flutningur ísraelska hersins frá Vesturbakkanum og á honum að ljúka á sex mánuðum. Hermenn verða þó eftir til að gæta byggða ísraelskra landnema, sem ná yfir um tíunda hluta lands á Vesturbakkanum. Brotthvarf hersins frá byggðum Palestinumanna er hins vegar gífurlega mikilvægt, bæði póli- tískt og sálrænt. Palestínumenn munu í fyrsta sinn í nærri þijátíu ár geta um frjálst höfuð strokið, án þess að vera sí- fellt undir augliti hernámsliðsins. Eftir að ísraelsher verður farinn á brott, munu fara fram kosningar til „palestínsks ráðs“ á sjálfstjórnarsvæðinu. Mikil- vægt ákvæði er í samkomuiaginu um að tveimur mánuðum eftir að ráðið kemur saman verði stofnskrá PLO breytt með þeim hætti að eyðilegging Ísraelsríkis verði ekki lengur mark- mið samtakanna. Leiðin til varanlegs friðar fyrir botni Miðjarðarhafs hefur þó ekki verið gengin á enda. Þannig hefur enn ekki verið samið um frið milli ísraels og Sýrlands. Ýmis erfiðustu við- fangsefnin í samskiptum ísraela og Palestínumanna eru sömu- leiðis óleyst, þar á meðal staða Austur-Jerúsalem og pólitísk staða sjálfstjórnarsvæðisins í framtíðinni. Ummæli Rabins forsætisráðherra, um að hann útiloki ekki sérstakt Palestínuríki í framtíðinni og að hann vilji sjá „að- skilda palestínska einingu“ „við hlið Ísraelsríkis", eru athyglis- verð. Sennilega er þó skynsamlegast að ýtrustu kröfur um fullveldi og þjóðríki verði settar til hliðar í viðræðunum, sem í hönd fara, enda hafa þær aldrei verið vænlegar til árangurs við aðstæður, þar sem ólíkar þjóðir búa saman, eins og dæm- in sanna. HAGNÝTING VIKURS STÓRFELLDUR vöxtur hefur verið í útflutningi á vikri síðustu misserin. Útflutningurinn sexfaldaðist á árinu 1994 og nam 230 þúsund tonnum. Útflutningsverðmætið nam tæpum hálfum milljarði króna. Fyrstu sjö mánuði þessa árs jókst útflutningurinn um 70%. Þetta sýnir, að vikurútflutning- ur er orðin umfangsmikil atvinnugrein, sem færir þjóðarbúinu drjúgan skilding. Vikurvinnsla, og efnistaka yfirleitt, er hins vegar viðkvæm í margra augum vegna umhverfisáhrifa. Ljót sár hafa víða myndast vegna efnistöku og jarðrasks, sem af henni stafar. Fyllilega er því tímabært að setja reglur um umgang náma- vinnslufyrirtækja í íslenzkri náttúru, eins og Morgunblaðið fjallaði um síðastliðið sumar. Það hefur nú gerzt, hvað varðar vikurnám, með nýrri reglugerð iðnaðarráðherra, Finns Ingólfs- sonar, og því ber að fagna. Reglugerðin miðar að þvf, að tryggja betri og markvissari nýtingu námusvæðanna, svo hafa megi af þeim hámarksaf- rakstur til lengri tíma litið. Jafnframt miðar hún að því að hindra ónauðsynlegt jarðrask og tryggja að frágangur námu- svæða sé í samræmi við ströngustu kföfur um umgengni við náttúruna. Stefnt er að því, að efnisnýting í námunum verði yfir 90% og ná ákvæði relgugerðarinnar bæði til nýrra og eldri svæða. Frágangi eldri svæða er víða ábótavant og skulu þau nú sæta sama frágangi og ný vinnslusvæði. Endur- vinnslu eldri svæða skal lokið fyrir árslok 1996 og lokafrá- gangi hálfu ári síðar. Iðnaðarráðherra hefur lýsti þeirri skoðun sinni, að æskilegt sé að í landinu rísi fullvinnsluiðnaður, sem nýti einstaka eigin- leika íslenzka vikursins. Verður námagjald fyrir vikurvinnsl- una hækkað við útgáfu nýrra námaleyfa og féð notað til vöru- þróunar. Takist þessi áform er augljóst, að tekjur landsmanna af. vikrinum munu margfaldast, auk þeirrar atvinnusköpunar sem landsmön"um »r nauðsynleg næstu árin. Finnlandsforseti í tveggja daga opinbera heimsókn til íslands GREIÐSLUBYRÐI NÁMSLÁNA Árætur að rekja í norrænt samstarf Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, hyggst m.a. ræða málefni Norðurlanda við íslenska ráðamenn í íslandsheimsókn sinni, sem hefst í dag. Urður Gunnarsdóttir hitti forsetann að máli í Helsinki. FINNUM er annt um að sýna hversu framarlega þeir ■ standa á sviði hönnunar. Því býr forseti landsins í nýju húsi senr sérstaklega var byggt með þarfir og skyldur þjóðhöfðingja í huga jafnframt því að kynna það besta sem finnskir hönnuðir hafa upp á að bjóða. Martti Ahtisaari, forseti landsins, virðist kunna vel við sig í þessum húsakynnum þar sem hann hitti ís- lenska fréttamenn að máli . Forsetinn kom til íslands fyrir rúmu ári er hann var viðstaddur hátíðahöld á Þingvöllum í tilefni fimmtíu ára afmælis lýðveldsins. Greinilegt var á orðum forsetans að honum þótti mik- ið til iýðveldishátíðarinnar koma og þess fjölda sem hana sótti. Að þessu sinni staldrar hann stutt við, aðeins tvo daga. Talið barst fyrst að Evrópusam- bandinu, sem Finnar urðu aðilar að um síðustu áramót. Efasemdarraddir um hvort rétt hafi verið að stíga þetta skref eru ekki háværar, ólíkt því sem gerist hjá nágrönnunum í vestri, Svíum. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum er helmingur þjóðarinnar enn fylgjandi aðild, 38% eru efins og 11% vita ekki hvað þau vilja. „Þeim sem eru mótfallnir aðild hefur fækkað og það er ef til vill það mikilvægasta. Ástæðan kann að vera sú að nú þeg- ar eru sýnileg merki um ágæti aðild- ar; verð á lífsnauðsynjum hefur lækk- að og því hefur okkur tekist að halda verðbólgunni í skefjum. Þá hafa ýmis svæði og héruð í Finnlandi tekið til óspilltra málanna í kjölfar ESB-aðild- arinnar. Þau hafa leitað mun meira en áður eftir samstarfsaðilum í Evr- ópu. Finnar hafa nú þegar byijað að nýta sér þá_ möguleika sem aðildin felur í sér. Ég vonast einnig til þess að ESB-aðildin muni veita okkur möguleika á nánari samvinnu við ná- granna okkar, Eystrasaltsríkin og Rússland. Til eru ýmiss konar verk- efni, t.d. á tæknisviðinu, sem ESB styður og við getum tekið þátt í.“ Munu Finnar leggja mikla áherslu á að fá Eystrasaltslöndin inn í Evrópu- sambandið? „Eins og önnur aðildarlönd höfum við unnið hörðum höndum að því að Eystrasaltslöndin bætist við listann yfir líkleg aðildarlönd. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur og við munum halda því áfram. En við munum held- ur ekki gleyma öðrum mið- og austur- evrópskum ríkjum, svo og löndum við Miðjarðarhafið, sem einnig bíða þess að komast inn. Við teljum að stækkun Evrópusambandsins muni auka ör- yggið í Evrópu með því að styrkja efnahagslíf þessara þjóða.“ Ahtisaari segir Finna munu leggja áherslu á jafnréttismál og opnari umræður innan ESB, svo og atvinnu- leysisvandann. Þá hafi Finnar áhuga á mörgum verkefnum t.d. á sviði sam- göngumála og nefnir í því sambandi áætlanir um úrbætur í samgöngumál- um á milli ESB-ianda og Rússlands, nokkurs konar keðju sem liggi um Finnland. Viljum ráða vörnum landsins sjálfir Finnar hafa lagt ríka áherslu á að vera utan hernaðarbandalaga. Þeir hafa þó stigið varfærnisleg skref í átt að Vestur-Evrópusambandinu, sem þeir eru áheyrnaraðilar að, og Atlants- hafsbandalaginu, en þeir taka nú þátt í friðarsamstarfi þess. Er Ahtisaari var spurður hvort einhveijar líkur væru á því að Finnar myndu stíga þessi skref til fulls og sækjast eftir aðild, kvað hann það afar ólíklegt. „Vissulega er það fræðilega mögulegt en við Finnar erum hins var afar ánægðir með þá lausn sem við höfum fundið. Við viljum ráða vörnum lands- ins sjálfir og að þær séu trúverðugar, eins og við erum vanir. En við viljum engu að síður gera okkar til að friður haldist. Við viljum ekki vera sakaðir um að við sinnum ekki skyldum okkar .Við teljum að það besta sem við get- um gert sé að veita sérþekkingu okk- ar til annarra landa í Evrópu í gegnum friðarsamstarfið, eins og við höfum gert. Þar höfum við mikið að gefa,“ segir forsetinn og vísar þar m.a. til reynslu Finna af friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Aðild okkar að friðarsamstarfí NATO var ekki fyrsta skrefið í átt að aðild. Ég held að allir skilji þetta, það er ekki þrýst á Finna að breyta af- stöðu sinni. Þvert á móti kunna menn vel að meta það að við viljum sjálfir bera ábyrgð á vömum landsins." En eru Finnar undir þrýstingi frá Rússum um að gerast ekki aðilar að NATO, rétt eins og Rússar þrýsta á Eystrasaltslöndin? „Alls ekki. Þá var það í raun athygl- isvert að við heyrðum ekki eitt styggð- aryrði um aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu, nema hér í Finn- landi. Rússar létu ekki í sér heyra. Ég held að menn skilji vel að við skul- um sækjast eftir þeirri efnahagslegu tryggingu sem felst í aðild. Við, sem erum hér svo nálægt Rúss- landi, fylgjumst mun rólegri með þvi sem þar gerist en þeir sem fjær eru. Við erum vanir því að eiga samskipti og viðskipti við nágranna okkar. Marg- ir eiga til dæmis erfitt með að skilja að á landamærum ríkjanna, sem eru 1.300 km löng, er gæslan meiri af hálfu Rússa en á tímum Sovétríkj- anna. Við eigum því í minni vandræð- um með fólk sem kemur frá Rússlandi en t.d. úr vestri eða frá Eistlandi. Ég tel að að Rússar hafi ákveðið að landa- mæranna sé gætt og að þau séu í fullu gildi þar sem þetta eru landa- mæri þeirra við Evrópusambandið. Þá get ég nefnt sem dæmi um góð sam- Morgunblaðið/Ilkka Ranta MARTTI Ahtisaari: Ég ætla mér ekki úrskurðarvald í innanríkismálum. En þegar mál á borð við atvinnuleysi eru annars vegar, finnst mér ég hafa rétt til þess að skipta mér af þeim. skipti við þá sameiginlega æfingu sem Rússar, Finnar og Eistlendingar áttu nýiega um björgun á hafi úti.“ Viðskipti Finna við grannann í austri drógust gífurlega saman í kjöl- far hruns Sovétríkjanna en nú hafa þau aukist að nýju, þó á öðrum sviðum sé, að sögn forsetans. „Nú er minna um stórar fjárfestingar, einfaldlega vegna þess að þær liggja ekki á lausu. Viðskipti með ýmiss konar neyslu- varning hafa hins vegar aukist, svo og fjárfestingar í litlum og meðalstór- um fyrirtækjum. Þetta sést einna best í landamærahéruðunum við Rússland. Þangað streyma rússneskir ferða- menn sem eru mikilvæg tekjulind fyr- ir þessi svæði.“ Heim í hérað Er Ahtisaari náði kjöri hét hann því að heimsækja að minnsta kosti eitt hérað í hveijum mánuði til að byggja upp gott samband við finnskan almenning. Hefur hann haldið þetta loforð og gott betur, því auk þessara heimsókna, hefur hann farið út á landsbyggðina í ýmsum opinberum erindum. „Ég hyggst halda þessum heimsóknum áfram út kjörtímabilið. Ég held að bæði almenningur og ráða- menn séu ánægðir með þessar heim- sóknir.“ Eru Finnar óhræddir við að ræða það sem liggur þeim á hjarta við for- seta sinn? „Þeir sem við mig ræða. Ég á mest samskipti við yfirstjórnir í héruðunum en ég hitti einnig atvinnulausa og aldna, námsmenn og kaupsýslumenn. Ég heimsæki fyrirtæki, opna fyrirtæki og í þessum heimsóknum legg ég sér- staka áherslu á að styðja við bakið á þeirri starfsemi sem hefur það að markmiði að fjölga atvinnutækifær- um. Og ég hef heimsótt alla háskóla í landinu." Forsetinn lýsti því yfir er hann tók við völdum að hann vildi setja mark sitt á embættið. Á hvern hátt? „Ég vil eiga þátt í þeim breytingum sem nú eiga sér stað. Ég vil stuðla að því að opna samfélagið og að gagn- rýnni umræðu. Ég vil stuðla að fjölg- un fyrirtækja, ekki síst í smærri kant- inum sem skortur er á. Ég vil draga úr atvinnuleysi og hef sett á fót eigin nefnd til að vinna tillögur um hvernig megi ráða bót á þeim vanda. Fiestar tillögur nefndarinnar hafa verið sam- þykktar innan ríkisstjórnarinnar. Hvað varðar utanríkismál vil ég gjarnan taka þátt í þeim breytingum sem eiga sér stað í Évrópu og raunar heiminum." Ekki hætta á valdabaráttu Finnlandsforseti hefur aðallega haft með höndum utanríkismál og í valdatíð Mauno Koivistos dró verulega úr afskiptum forseta af innanríkismál- um. Leggur forsetinn áherslu á að auka þau að nýju? „Nei, ekki á þann hátt að ég ætli mér úrskurðarvald í innanríkismálum. En þegar mál á borð við atvinnuleysi eru annars vegar, finnst mér ég hafa rétt til þess að skipta mér af þeim, jafnvel þótt þau heyri undir ríkisstjóm- ina. Atvinnumálin skipta svo miklu máli að þegar atvinnuleysi ríkir, getur forsetinn ekki setið aðgerðarlaus. For- setinn getur gert ýmislegt. Ég tel t.d. að skipun nefndarinnar um úrbætur í atvinnumálum hafi mælst vel fyrir. Kosningabaráttan fyrir síðustu þing- kosningar snerist nær eingöngu um efnahagsmál. Enginn lofaði neinu, heldur var rætt um leiðir út úr vandan- um. Nú hefur verið gripið til niður- skurðar og þó að fólk sé ekki hrifið af slíku hefur það sætt sig við hann.“ En bjóða afskipti af innanríkismál- um ekki heim hættunni á valdabar- áttu á milli forseta og forsætisráð- herra? „Nei. Ég útnefndi þá ríkisstjórn sem nú starfar og hún nýtur stuðn- ings míns. Ég hef t.d. ekkert skipt mér að þeim aðgerðum í efnahagsmál- um sem gripið hefur verið til. Sam- starfið er gott við ríkisstjórnina.“ Hvað með samtarf Norðurlandanna þegar Finnland og Svíþjóð hafa sleg- ist í hóp með öðrum Evrópusambands- ríkjum? Það er ákafiega mikilvægt, ekki síst nú þegar íslendingar og Norð- menn hafa ákveðið að starfa utan ESB. Sjálfur á ég rætur mínar að rekja til norrænnar samvinnu. Á sjö- unda áratugnum starfaði ég í Svíþjóð og hef einnig starfað mikið að þróun- armálum þar sem Norðurlöndin eiga náið samstarf. Svo er ég Norðmaður að einum þriðja eins og ég er vanur að segja en föðurforeldrar mínir fluttu frá Suður-Noregi til Finnlands á síð- ustu öld til að vinna við skógarhögg. Þeir bjuggu nærri sænsku landamær- unum og þessi sænsku tengsl kunna að vera skýringin á því af hveiju ég legg svo mikla áherslu á að halda stöðu sænskunnar í Finnlandi. Þegar ég var fimmtán ára þurfti ég að taka sama bekkinn tvisvar þar sem sænskueinkunnin mín var svo lág. í kjölíar þessa hef ég bætt mig í sænsku og er nú ákafur talsmaður þess að þeir Finnar, sem ekki hafa sænsku að móðurmáli, hafi tök á málinu. Það er í þágu norræns samstarfs.“ Endurgreiðsla óháð tekjum Námsmenn fullyrða að endurgreiðslur náms- lána geri mörgum ókleift að standast greiðslu- mat Húsnæðisstofnunar. í samantekt Sindra Freyssonar kemur fram að par sem greiðir af námslánum þarf að hafa 1,7 milljónum ______hærri árstekjur en par sem hefur_____ enga greiðslubyrði, til að festa kaup á sambærilegu húsnæði. NAMSMENN hafa haldið því fram allt frá gildis- töku nýrra laga um LÍN árið 1992 að þau gerðu ungu fólki ókleift að festa kaup á húsnæði eftir nám. Við þessum rödd- um var brugðist á sínum tíma með því að kveða á um að ekki skyldi tekjið mið af námslánaskuldum í greiðslumati Húsnæðisstofnunar. í ljósi stóraukinna vanskila var þessu breytt um síðustu áramót, góðu heilli samkvæmt yfirlýsingum forystu- manna námsmanna, þar sem óraun- hæft hafi verið að horfa framhjá 5-7% endurgreiðslubyrði. Hvetur ekki til sparnaðar Um seinustu áramót hófust einnig fyrstu endurgreiðslur námslána sam- kvæmt lögunum frá 1992. Náms- menn hafa jafnframt þessu bent á að námslánakerfið hvetji lánþega ekki til sparnaðar, og fyrir vikið veiji þeir frekar tekjum sem aflað er sam- hliða námi til framfærslu. Lánin lækka um 50% af öllum tekjum umfram 180 þúsund krónur á ári, en sú upphæð er ætluð námsmannin- um til framfærslu yfir sumartímann. Fæstir búi því yfir höfuðstól að loknu námi sem auðveldað gæti húsnæðis- kaup. í tilbúnu dæmi sem Morgunblaðið fékk Húsnæðisstofnun ríkisins til að reikna út, var gert ráð fyrir saman- burði á möguleikum tveggja para, A og B, til íbúðarkaupa. Par A hefur lokið ljögurra ára námi frá Háskóla ísiands og skuldar samtals 3,6 millj- ónir í námslán, en fjárhæð námslána- skulda skiptir þó ekki máli í greiðslu- mati þar sem einungis er verið að miða við 4 næstu ár frá því það er gert. Endurgreiðsluhlutfallið er ákveðin prósenta af launum og afar fáir, ef nokkur samkvæmt upplýsing- um frá stofnuninni, ná að endur- greiða námslán á svo skömmum tíma. Samanlagðar árstekjur pars A eru 3,5 milljónir króna en þau eiga engan höfuðstól. Par B hefur ekki tekið námslán og skuldar LÍN því ekkert. Saman- lagðar tekjur þess eru einnig 3,5 milljónir og höfuðstóll er ekki til staðar. Lánshlutfall í húsbréfakerfinu til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta skipti er 70% af íbúðarverði. Þar sem pörin í dæmunum eiga ekkert eigið fé, þurfa þau að fjármagna 30% af íbúðarkaupum með öðrum lánum (bankalánum og/eða lífeyrissjóðslán- um). Miðað er við að bæði pörin hafi aðgang að 1.200 þúsund króna lífeyrissjóðsláni, með 5,5% vöxtum til 25 ára, og 960 þúsund króna verðtryggðu bankaláni, með 8,5% vöxtum til 5 ára. Rétt er að geta þess að pörin þurfa að hafa aðgang að veði fyrir lánunum. Þurfa 1,7 milljónir í viðbót í greiðslumati er miðað við að greiðslubyrði allra lána sé að há- marki 18% af heildarlaunum. Par A SAMKVÆMT útreikningum Ilúsnæðisstofnunar þarf par sem greiðir af námsiánum 1,7 milljónir meira í tekjur á ári en par sem aldrei hefur tekið náms- lán, til að kaupa jafndýra íbúð. með námslán og 5% endurgreiðslu- byrði getur aðeins greitt að hámarki 13% af heildarlaunum sínum í aðrar skuldir. Par B með 290 þúsund króna mánaðarlaun getur með þessu móti keypt íbúð að hámarki fyrir 7,2 millj- ónir króna. Til þess að standa undir kaupum á sambærilegri íbúð með aðgangi að sömu lánskjörum og par B, þyrfti par A að hafa 435 þúsund króna mánaðarlaun, eða rúmar 5,2 milljónir á ári. Pari B myndi hins vegar nægja eins og áður sagði að hafa 290 þúsund krónur í mánaðar- tekjur, eða tæpar-3,5 milljónir á ári. „Umræðan er talsvert skopleg frá mínum bæjardyrum séð og nálgast það nánast að menn séu að gera sprell í fjölmiðlum, því að enginn mun greiða eftir þessum reglum um 7% endurgreiðsluhlutfall fyrr en árið 2001,“ segir Lárus Jónsson framkvæmdastjóri Lána- ----------- sjóðs íslenskra náms- mana. „Námsmenn byijuðu ekki að taka lán eftir nú- _________ gildandi lögum fyrr en 1992, og endurgreiðslur hefjast tveimur árum eftir námslok og eru 5% af tekjum fyrstu 5 árin, en 7% af tekjum eftir það.“ 3 ár og 3,75% Frá 1992 hafa ekki orðið stór- vægilegar breytingar á námslána- kerfinu, fyrir utan hertar úthlutunar- reglur sem hafa fækkað þeim sem taka lán. Nú er það svo að 50% þess sem menn hafa í laun fyrir utan frí- tekjumark hefur áhrif á námslánin, en á meðan lögin frá 1982 giltu var þetta hlutfall 75% og fyrir vikið höfðu allar tekjur áhrif á suma hópa námsmanna á þeim tíma til skerðing- ar á lánum. Aðdragandinn að breytingum á lögum um LÍN var allverulegur. Rík- isstjórn Davíðs Oddssonar með Ólaf G. Einarsson sem menntamálaráð- herra beitti sér fyrir þeim breyting- um í upphafi kjörtímabils því að ijár- mál sjóðsins voru erfið. LÍN hafði tekið mikið af skamm- tímalánum til 5-10 ára með 9% raun- vöxtum, en voru lánuð út svo millj- örðum skipti til fólks sem gat lögum samkvæmt verið 40 ár að borga þau til bakaog greiddi ekki af þeim neina vexti. í raun stóð sjóðurinn vel í kringum 1985, en greiðslustaða hans hrundi eftir það og við breytingar á lögur.um var greiðslustaða sjóðsins mjög slæm. Nægjanlega óaðlaðandi • Reynt var að draga úr kostnaði við kerfið og þróunin eftir breyting- arnar er sú að fólki í framhaldsnámi hefur fjölgað jafnt og þétt en færri taka ián, þar af leiðandi eru fleiri sem bjarga sér sjálfir. LÍN tekur nú sáralítið af fjármagni að láni til að lána út aftur, og byggir aðallega á framlögum úr ríkissjóði og endur- greiðslum. „Það virðist vera svo að þær regl- ur sem gilda samkvæmt núgildandi lögum séu nægjanlega óaðlandi til að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það tekur námslán,“ segir Lárus. Gamla kerfið var hugsað þannig að fólk greiddi ákveðna lágmarks- upphæð í endurgreiðslu, í kringum 30 þúsund krónur, á verðlagi dagsins í dag. Hefðu menn svo háar tekjur að 3,75% af þeim væru hærri upphæð en nam fastri endurgreiðslu, greiddu menn þá prósentu en ekkert umfram hana. Námslán þessi voru vaxtalaus og endurgreiðsla hófst þremur árum eftir námslok. Með breytingum 1992 er fasta- greiðsla af endurgreiðslu námslána, tveimur árum eftir námslok, um 50 þúsund krónur og fari tekjurnar yfir eina milljón króna, greiðist allt að 5% af því sem fer fram yfir í tekju- tengda afborgun. Þetta þrep hækkar upp í 7% eftir sjö ár frá námslokum. Nú er heimilt að leggja allt að 3% vexti á námslán en samkvæmt reglu- gerð um sjóðinn eru 1% vextir lagð- ir á þau í dag. Föst upphæð skynsamleg Lárus segist telja í tengslum við umræðu um hugsanlega erfiðleika fólks að eignast íbúðarhúsnæði vegna greiðslubyrði af námslánum, skynsamlegra að breyta reglum á þann hátt að endurgreiðsluhlutfallið færi ekki eftir tekjum. „Eitt atriði í þessu gleymist, að það er ekkert lífslögmál að þetta sé tekjutengt og þess vegna sé mönnum gert svo erfitt fyrir að þeir þurfi að ------------------ hafa svimandi háar tekjur Allir sammála t'1 að gera fyrst borgað af um endur- námlánum og síðan aflað . , sér húsnæðis. Þótt menn SKOoun legðu á gig f tvö til hálfri á ár að hafa hálfri milljón krónum meira í tekjur, myndu þeir ekki borga hærri upphæð af náms- láninu heldur yrði um fasta krónu- tölu að ræða. í öðru lagi hafa ailir stjórnmála- flokkar og aðrir þeir sem hafa tjáð sig um málið verið sammála um að hægt væri að skoða sérstaklega þetta atriði, þ.e. endurgreiðslubyrð- ina, það hefur komið fram í umræð- unni frá upphafi og því skýtur fjaðra- fokið núna skökku við. Á spýtunni hangir einnig að menn vilja íhuga stærra samhengi einnig, þ.e. hvort að nauðsynlegt sé að hafa alla þessa þætti tekjutengda, svo sem barna- bætur, barnabótaauka, vaxtabætur, húsaleigubætur o.s.frv.11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.