Morgunblaðið - 26.09.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 39
þakkarskuld við hann. Er mér fyrir
! hönd félagsins ljúft að bera fram
þakkir þess nú við leiðarlok, en
ekki síður einlægt þakklæti okkar
sem með honum störfuðum að
málum þess fyrir gott samstarf.
Sr. Jón Einarsson var traustur
og mikilhæfur félagsmálamaður.
Hann fylgdi málum fast eftir, en
gætti þess ávallt að farið væri að
réttum leikreglum og gerði kröfur
1 til þess að afgreiðsla mála væri
I, formföst og skipuleg, en í fundar-
| hléum og eftir fundarslit kom í ljós
að hinn kröfuharði formfestumaður
kunni vel list samræðunnar, hafði
næmt auga fyrir skoplegum þáttum
tilverunnár og átti auðvelt með að
slá á hina léttari strengi. Þess nutu
einnig í ríkum mæli þeir sem áttu
því láni að fagna að sækja þau
hjón, Hugrúnu og sr. Jón, heim.
Þar sat gestrisni í öndvegi og þau
hjón veittu ríkulega af gleði hjart-
> ans hressingu líkama og sál. Heim-
| ilið ber vitni um menntun og menn-
ingu húsbænda og sterk tengsl
þeirra við fornan arf og virðingu
fyrir þeim þáttum hans sem gerðu
íslendinga að sjálfstæðri þjóð. í því
sem öllu öðru stóð Hugrún við hlið
eiginmanns síns og sómdi sér ávallt
og alls staðar jafnvel fyrir einlægni
sína, látleysi og alúð.
Með sr. Jóni Einarssyni er geng-
inn einn þeirra manna er settu svip
á umhverfi sitt og lögðu sterka
| hönd á plóg á mörgum sviðum.
Hans er því víða minnst. Merkið
stendur þótt maðurinn falli og við
trúum því að hugur hans og orka
hafi verið leyst úr læðingi dauðans
til nýrra verka á öðru sviði tilver-
unnar.
Við hjónin sendum Hugrúnu,
börnum þeirra og fjölskyldum ein-
j lægar samúðarkveðjur.
Snorri Þorsteinsson.
Séra Jón Einarsson prófastur, í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, er lát-
inn löngu fyrir aldur fram. Mér kom
í huga vísukorn þegar ég frétti um
andlát Jóns:
Dáinn, horfinn, harmafregn,
Halldór sést ei lengur.
Það var huggun harmi gep
hann var besti drengur.
Stutt er síðan kynni okkar Jóns
| hófust. Leiðir okkar lágu fyrst sam-
an í fulltrúaráði Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Fór strax vel
á með okkur og höfðum við líkar
áherslur í málefnum sveitarfélaga.
Mér er í minni fulltrúaráðsfundur,
sem haldinn var á Hótel Sögu. Þar
var tekið fyrir álit sveitarstjórnar-
nefndar um sameiningu sveitarfé-
laga. Samþykkti fundurinn að
fækka sveitarfélögum í 25-30. Að-
eins greiddu tveir atkvæði á móti,
annar þeirra var Jón. Mér er ekki
grunlaust um að ýmsir hafi séð
eftir að hafa veitt þessari tillögu
samþykki sitt.
Mér fannst í samræðum við Jón,
að hann hefði metnað fyrir sitt
sveitarfélag sem og aðrir dreifðar
byggðir úti um landið. Vildi hann
halda landinu sem mest í byggð og
að einstaklingar og samtök þeirra
hefðu sem mest sjálfstæði en þeim
l' yrði ekki þjappað saman í stærri
heildir. Var það trú hans að samein-
ing sveitarfélaga, í andstöðu við
vilja fólks, flýtti fyrir byggðaröskun
og því að jaðarbyggðir færu í eyði.
Fyrir tveimur árum fengum við
Fellamenn Jón til að flytja hátíð-
arræðu á 17. júní hátíðarhöldum.
Flutti hann þar ágæta ræðu þar sem
meðal annars komu fram viðhorf
hans til samfélagsins. Mér hafa
fundist prófastshjónin á Saurbæ
| vera til sérstaks sóma fyrir sitt
byggðarlag og dýnnæt eru kynni
af slíku fólki.
Eg og kona mín viljum færa að-
standendum Jóns okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þráinn Jónsson.
I -----------
• Fleiri minningargreinar um
Jón Eyjólf Einarsson bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
GUNNAR
MAGNÚSSON
+ Gunnar Magnússon fæddist
í Vestmannaeyjum 4. apríl
1928. Hann lést á Landspítal-
anum 5. september síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Oddakirkju 16. september.
MIG langar til að minnast svila
míns með nokkrum fátæklegum
orðum. Það er erfítt að trúa því að
þessi stóri og sterki maður sé allur
á svo skömmum tíma, en hinn ill-
vígi sjúkdómur spyr ekki um aldur
né líkamsburði. Það má segja að
hið ótímabæra kall hafí komið með
þeim hraða og krafti sem einkenndi
Gunnar svo mjög í öllum hans störf-
um, því hægagangur var honum
ekki að skapi.
Mín kynni af Gunnari hófust fyr-
ir alvöru árið 1976 þegar yngsta
barnið mitt aðeins fímm ára fékk
að dvelja sumarlangt á heimili
Gunnars og Sillu eftir að ég hafði
misst manninn minn og eftir það
var drengurinn meira og minna í
Ártúnum hjá föðursystur sinni og
Gunnari fram að fermingu. Hún var
ómetanleg sú hjálp sem heimili
Gunnars veitti okkur, það er eitt
af mörgu sem aldrei verður full-
þakkað.
Og nú þegar maðurinn með ljáinn
hefur sigrað eins og hann gerir allt-
af að lokum, veit ég að heimkoma
þín verður góð meðal ættingja og
vina og hvíldin góð frá hörðum
þrautum.
Við sendum hjartans þakkir fyrir
alla hjálp og ómetanlega tryggð í
gegnum árin. Megi algóður Guð
styrkja þig og hugga í þinni djúpu
sorg, elsku Silla mín.
Jóhanna og Þrúðmar.
t
Útför
HELGA EYJÓLFSSONAR
húsasmiðameistara,
er lést á hjúkrunarheimilinu Eir 17. sept-
ember sl., verður gerð frá Hallgríms-
kirkju í dag, þriöjudaginn 26. septem-
ber, kl. 13.30.
Hermann Helgason, Oddný Jónasdóttir,
Sigurður Ragnar Helgason, Kirstfn Flygenring,
Helga Helgadóttir, Kristinn Zimsen.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ ARADÓTTIR,
Vatnsstíg 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 27. september kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
vinsamlegast bent á líknarfélög.
Jón Ágústsson,
Ágúst Ágústsson,
Þorlákur Ari Ágústsson, Gróa V. Eyjólfsdóttir,
Guðjón R. Ágústsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir,
Þurfður Jana Ágústsdóttir, Arnlaugur K. Samúelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN JÓNSSON,
Lækjarbergi 25,
Hafnarfirði,
áður Hverfisgötu 57,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði föstudaginn 29. september
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á S.Í.B.S.
Jónas Stefánsson, Ragnheiður Þorsteinsdóttir,
Pjétur Stefánsson, María Árnadóttir,
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu
okkur hlýju og samúð vegna andláts
móður okkar,
GUÐMUNDU KR.S.
JÚLÍUSDÓTTUR,
Hvanneyrarbraut 50,
Siglufirði.
Hafdis Ólafsson,
Júlfus Jónsson,
JóhannJónsson,
Jónfna Kr. Jónsdóttir.
“I" ■ ■ Wj-a r
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð r
og hlýhug við andlát og útför móður 'í *
okkar, tengdamóður, ömmu og € . f; ;
langömmu,
JÓDÍSAR PÁLSDÓTTUR
frá Sólmundarhöfða,
Akranesi. lf
Guð blessi ykkur öll.
Nfna Ólafsdóttir, Steinþór B. Ingimarsson,
Ebba Ólafsdóttir, Höskuldur Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns míns,
GUNNARS MAGNÚSSONAR
bónda,
Ártúnum,
Rangárvöllum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabba-
meinsdeildar Landspítalans fyrir
umönnun og hlýju.
Sigríður Sfmonardóttir
og aðstandendur.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför, móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
SIGRÍÐAR SVEINSDÓTTUR,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður Hvassaleiti 56.
Bergur Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Guðjón Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir,
Dóra Jónsdóttir, Hreinn Ágústsson,
Erna Jónsdóttir, Smári Jósafatsson
og barnabörn.
VINNINGASKRÁ
BINGÓLOTTÓ
Útdráttur þann: 23. sqitember, 1995
Bingóútdráttur: Ásinn
45 38 64 40 65 6 57 3 25 22 59 63 11 49 28 48 53 46
__________EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR VÓRPÚTTEKT.
10013 10359 10819 11028 11331 11487 11815 12286 12521 12805 13441 14119 14788
10047 10550 10830 11149 11402 11534 11859 12363 12626 12876 13484 14547 14920
10158 10621 10878 11152 11413 11621 12084 12395 12686 13046 13624 14564
10241 10717 10881 11221 11435 11743 12278 12468 12707 13051 13916 14575
Bingóútdráttun Tvisturinn
28 74 23 22 8 51 19 64 66 57 53 59 21 39 72 50 44 70 14
___________EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR VÖRUÚTTEKT.
10099 10560 10882 10989 11246 11626 12462 12713 12801 13009 13380 13918 14851
10243 10626 10931 11060 11253 11892 12547 12784 12859 13159 13647 14091 14908
10288 10835 10953 11076 11395 12237 12562 12789 12870 13264 13652 14348
10461 10839 10983 11092 11596 12260 12601 12797 12945 13332 13912 14351
Bingóútdráttun Þristurinn
41 68 40 20 22 66 2 21 1 69 28 47 56 9 49 27 26 37
___________EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VðRUÚTTEKT.
10060 10363 10912 11115 11857 11937 12098 12670 12946 13400 13990 14252 14880
10075 10390 10926 11796 11894 11972 12273 12697 13069 13661 13992 14283 14905
10110 10633 10950 11800 11903 11978 12607 12821 13190 13794 14041 14414
10351 10723 11093 11807 11920 12068 12664 12912 13210 13908 14102 14659
Lukkunúmen Ásinn
VINNNTNGAUPPHÆD 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ HEIMILISTÆKJUM.
11921 13846 11511
Lukkunúmer: Tvirturinn
VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ J. JONES & VERO MOPA.
13474 10659 14140
Lukkunúmer: Þristurinn
VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT FRÁ NÓATÚN.
11742 11323 11311
Lukkuhjólið
Röð: 0031 Nr: 10418
Bflahjólið
Röð: 0032 Nr: 12715
Vinningar greiddir út frá og með þriðjudegi.