Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 47

Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ BRIDS II m s j ó n liuðm. P á 11 Arnarson SPIL dagsins er gömul perla, sem lengi hefur gengið á milli bridsdálka. Hetja spilsins er Austurrík- ismaðurinn Karl Schneider (1904-77), en hann varð' heimsmeistari 1937 ogEvr- ópumeistari 1938. Norður ♦ KD4 ¥ - ♦ G94 ♦ ÁK95432 Vestur Austur ♦ G82 49 ¥ ÁK1087 IIIIH ¥ 96542 ♦ 765 111111 ♦ KD103 ♦ 106 ♦ DG8 Suður ♦ Á107653 ¥ DG3 ♦ Á82 ♦ 7 Schneider varð sagnhafi í sex spöðum í suður og fékk út hjartakóng. Áður en lengra er haldið ætti les- andinn að gera upp við sig hvernig hann myndi spila. Schneider trompaði hjartakónginn me_ð spaða- íjarka. Tók síðan ÁK í laufi og henti hjarta. Spilaði síð- an þriðja laufinu og tromp- aði með ás þegar a.ustur fylgdi lit. Eftir spaða inn á blindan leit staðan þannig út: Norður ♦ K ¥ - ♦ G94 ♦ 9543 Vestur Austur ♦ G8 ♦ - ¥ Á108 'I ¥ 9654 ♦ 765 111111 ♦ KD102 ♦ - ♦ - Suður ♦ 10765 ¥ D ♦ Á82 ♦ - Nú spilaði Schneider frí- laufi og kastaði síðasta hjartanu heima. Vestur gat trompað þegar hann vildi, en innkoma blinds á spaða- kóng var trygg og Schneid- er hlaut að fá afganginn. Tökum eftir því að slemman vinnst með sömu spilamennsku þó að spaðinn liggi 2-2. LEIÐRÉTT Kvikmyndahátíðin hefst 28. september Vegna mistaka við vinnslu greinar Oddnýjar Sen um „Þöglu gyðjuna" sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag komu fram rangar upp- lýsingar sem leiðréttast hér með: Kvikmyndahátíðin hefst 28. september en ekki 21. eins og fram kom í grein- inni. Rétt niðurlag greinarinn- ar er svona: Á kvikmynda- hátíðinni verður boðið upp á myndirnar „Hyldýpið", „Litla engilinn", • „Götu sorgarinnar", heimildar- myndarinnar „Asta Niels- en“ eftir Astu sjálfa, og „Asta og Charlotte" eftir Heinz Trenczak og Paul Hofman í tilefni af sýningu myndarinnar S1 (1913). Hún er ein af elstu myndum Astu og er gerð undir merkj- um föðurlandsástar og þýskrar þjóðernishyggju. Eins og margar myndir frá tímum fyrri heimsstyrjald- arinnar lýsir S1 ótta al- mennings við hervæðingu og njósnir og skömmu eftir frumsýninguna í Berlín var hún tekin til sýninga í her- búðum Þjóðverja. Myndin var nærri gleymd þar til hún fannst nýverið í Moskvu og var gerð upp. Á þessari há- tíð gefst kvikmyndaunnend- um sjaldfengið tækifæri til að sjá þessa þöglu, norrænu kvikmyndagyðju sem á sín- um tíma hlaut heimsfrægð. ÍDAG STJÖRNUSPÁ Hrútur (21.mars- 19. apríl) Þú kemst að samkomuiagi við einhvem sem þú hefur átt í deilum við, báðum til mikiilar ánægju. Þér berst óvænt heimboð. Naut (20. apríl - 20. mai) Peningamálin eru ofarlega á baugi, og þú finnur leið til að auka tekjurnar. Starfsfé- lagi er í vanda og þarfnast aðstoðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þótt ný tómstundaiðja heilli þig, mátt þú ekki vanrækja vinnuna. Þú kynnist ein- hveijum sem á eftir að hafa mikil áhrif á þig. Krabbi (21. júní — 22. júlí) >“$6 Þú ert að íhuga breytingar í sambandi við vinnuna, en ættir ekki að fara of geyst. Sýndu ástvini tillitssemi í kvöld. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú leitar nýrra leiða til að leysa verkefni í vinnunni. Með þolinmæði og einbeit- ingu tekst þér að finna réttu lausnina. Meyja (23. ágúst - 22. september) $2 Þú leggur hart að þér við vinnuna í dag og hlýtur við: urkenningu ráðamanna. í kvöld þarft þú að leysa smá heimilisvandamál. Vog ^ (23. sept. - 22. október) Þú þarft að gefa þér tíma til að sinna börnum. Eitthvað spennandi er í vændum í samkvæmislífinu. Farðu gætilega í umferðinni. Sþoródreki (23.okt. - 21. nóvember) ®t|j0 Þú ert með hugann við vænt- anlegar umbætur á heimil- inu, en kemur þó miklu i verk í vinnunni. Varastu deil- ur um peninga. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þú kemur vel fyrir þig orði í ræðu og riti, og nærð góð- um samningum fyrir starfs- félaga. Þiggðu spennandi heimboð í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér gefst tækifæri tii að bæta fjárhaginn, og þú kem- ur miklu í verk í dag. En tillögur ráðgjafa reynast þér haldiitlar. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Sjálfstraustið fer vaxandi, og þú afkastar miklu í góðri samvinnu við starfsfélaga. Varastu deilur við þrasgjarn- an vin. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú færð hugmynd árdegis sem getur leitt til aukinna afkasta í vinnunni. Síðdegis gefst tækifæri til að sinna mannúðarmálum. Stjörnusþána á aó lesa sem dægradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalcgra staðreynda. O fT ÁRA afmæli. í dag, OtJþriðjudaginn 26. september, er áttatíu og fimm ára Jón Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri, Byggðarenda 19, Reykja- vík. Eiginkona hans er Ástríður Jónsdóttir. í»nÁRA afmæli. í dag, Vf þriðjudaginn 26. september, er sextugur Bragi G. Bjarnason, vél- smiðameistari, Máshólum 5, Reykjavík. Eiginkona hans er Birna Ingadóttir, matráðskona. Þau hjónin taka á móti gestum á Café Amsterdam, v/Tryggva- götu milli kl. 20 og 22 á afmælisdaginn. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júlí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Bryndís Gunnlaugsdóttir og Svan- ur Kárason. Heimili þeirra er á Háaleitisbraut 36, Reykjavík. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Lang- holtskirkju af sr. Ingimar Ingimarssyni Andrea Þormar og Atli Már Jósa- fatsson. Með þeim á mynd- inni er dóttir þeirra Elísa- bet. Þau eru búsett í Álf- heimum 54. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman nýlega í Bústaða- ' kirkju af sr. Pálma Matthí- assyni Anna Þóra Olgeirs- dóttir og Stefán Guð- mundsson. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Alexander. Þau eru búsett á Hrólfskálavör 8, Sel- tjarnarnesi. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Víði- staðakirkju af sr. Birgi Ás- geirssyni Súsanna Davíðs- dóttir og Skafti Gunnars- son. Með þeim á myndinni eru dætur þeirra Berglind Björk og Birta Dögg. Heimili þeirra er í Klukku- bergi 21, Hafnarfirði. HÖGNIHREKKVÍSI t, Éa er rr>e2> FUujtu, þaázL þér-fyrlr!" VOG Afmælisbarn dagsins: Þú hefur hæfileika á mörg- um sviðum ogkannt vel að nýta þérþá. Árnað heiila ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 47 STEINAR WAAGE DEsmor Verð: 2.995,- Litur: Ljósbrúnn m/dökkbrúnu Stærðir: 36-41 J PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Ath. Höfum ýmsar tegundir af DESTROY á tilboði oppskórinn „V/INGÓLFST0RG • SÍMI 552 1212 í tilefni af 3ja ára afmælis Pizza '67 og 1 3 stabir, sem hafa opnað um land allt, bjóöum við upp á sprenaitilboð: Þú færð 16" pizzu meb 3 áleggjum, 12" hvítlauksbrauö og 2L Coke á aðeins 1.950 og með hverju tilboði fvlgir ávísun á 9" pizzu. Til að bæta um betur, í briöia hvert skipti færðu flottan T-bol* og aðra 2L Coke. Gildirtil 25. okt. '95. 30% *A meöan birgöir endast Einnig afsláttur af öllum öörum pizzum Gildir til 1. okt. Ofangreind tilboð gilda í sal og heimsendingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.