Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 669 1131,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Formannafundur ASI ræðir niðurstöðu Kjaradóms
Morgunblaðið/RAX
ASÍ óskar skýringa á
ummælum ráðherra
Banaslys á
Reykhólum
BANASLYS varð fyrir neðan Klauf,
skammt frá Reykhólum, á sunnu-
daginn þegar 84 ára gamall maður
missti stjórn á
fjórhjóli, sem
hann var á, með
þeim afleiðingum
að hann kastaðist
á klett og lést
samstundis að því
er talið er.
Að sögn lög-
reglunnar á Pat-
reksfirði barst tilkynning um slysið
kl. 16.05 á sunnudag og þegar lög-
regla kom á vettvang ásamt lækni
og hjúkrunarfræðingi var maðurinn
látinn. Hann hét Jón Þórðarson og
var bóndi í Árbæ í Reykhólahreppi.
----».♦■■»---
Lést eftir slys
á Þingeyri
SEXTÁN ára piltur sem slasaðist í
umferðarslysi á Þingeyri aðfaranótt
síðastliðins laugardags lést á Borg-
arspítalanum síðdegis í gær.
Fjögur ungmenni voru í pallbíl
sem valt eftir árekstur við kyrr-
stæðan bíl. Hin þrjú slösuðust ekki
alvarlega, en tvö þeirra voru þó
lögð inn á sjúkrahúsið á ísafirði en
hafa verið útskrifuð af spítalanum.
FULLTRÚAR Alþýðusambands
íslands hitta Davíð Oddsson for-
sætisráðherra að máli á miðviku-
dagsmorgun til að ræða úrskurð
Kjaradóms. Verkamannasamband
íslands telur að forsendur hafi
skapast til að segja upp kjara-
samningum frá í vor.
Málið var rætt á formannafundi
ASÍ í gær. „Niðurstaða okkar af
þessum umræðum var að óska
eftir viðræðum við forsætisráð-
herra og leita skýringa á ummæl-
um þeirra ríkisstjórnarmanna sem
telja þetta alveg eðlilegt miðað við
þróunina undanfarna mánuði og
misseri. Við teljum að þetta sé
alls ekki eðlilegt en ef við erum
að misskilja eitthvað þá hlýtur það
að leiða til þess að okkar fólk fái
sambærilegar launabreytingar og
þarna hafa komið fram,“ sagði
Benedikt.
Innan launaþróunar og
viðmiðunarreglna
Davíð Oddsson segir að ekki séu
forsendur til að breyta niðurstöðu
Kjaradóms. Ný lög um dóminn
hafi verið sett fyrir þremur árum
þar sem kveðið var á um með
hvaða hætti Kjaradómur skyldi
dæma og að honum bæri að taka
mið af launaþróun í þjóðfélaginu.
„Það telur Kjaradómur sig hafa
gert í þessu máli og rökstyður í
sínum forsendum að hann hafi
verið innan þeirrar launaþróunar
og viðmiðunarreglna sem honum
voru settar með lögum. Og um
þau lög var sátt, bæði við aðila
vinnumarkaðar að því er ég best
veit og á Alþingi,“ sagði Davíð.
Hugmyndafræðin
þverbrotin
Framkvæmdastjórn Verka-.
mannasambands Islands telur að
forsendur séu til þess að segja upp
núgildandi kjarasamningum.
Björn Grétar Sveinsson formaður
Morgunblaðið/Þorkell
FORYSTUMENN Alþýðusambandsins komu saman til fundar I Ölfusborgum í Hveragerði í gær og
meðal umræðuefna voru launamál og úrskurður Kjaradóms.
Fundur forsætis-
ráðherra og for-
ystu Alþýðusam-
bandsins á morgun
VMSÍ sagði að hugmyndafræði
kjarasamninganna hefði um langt
skeið verið að ná niður verðbólgu
og vinna bug á kyrrstöðunni en
búið væri að þverbijóta þessa hug-
myndafræði. Björn Grétar sagðist
ekki bera brigður á að Kjaradómur
hefði úrskurðað í samræmi við
lög, og væri að fara eftir ákveð-
inni launaþróun hjá viðmiðunar-
hópum. „Þannig að ég krefst þess
og tel að það eigi ekki að vera
mikil vandkvæði á því að dómurinn
birti gögnin um hvar þessi hækkun
hefur orðið,“ sagði Björn Grétar.
Davíð Oddsson sagði alrangt
að forsendur væru fyrir uppsögn
kjarasamninga og það hlytu allir
að sjá í hendi sér. Því hafi verið
lofað að sjá til þess að verðlagsfor-
sendur samninganna héldu og við
það hefði verið staðið.
Ákvörðun Kjaradóms væri að
mati dómsins í samræmi við lög
um að taka beri tillit til launaþró-
unar en vandamálið væri að dóm-
urinn tæki mið af þróun síðustu
sex ára en menn bæru það í huga
sér saman við ákvarðanir síðustu
tveggja ára.
■ Ekki forsendur/4
Uppskerutíð
ÞURFT hefur að hafa hraðar
hendur við að taka upp hvítkál
á Áslandi í Hrunamannahreppi
enda fór vetur konungur að gera
vart við sig um helgina. Hér láta
þau Rasmus Stampe Hjörth, Þor-
valdur Jónsson og Ása Ingimars-
dóttir hendur standa fram úr
ermum í gær.
Félagsdómur sýknar ríkið af kröfum Félags íslenskra flugumferðarstjóra
Flugumferðar-
stjórar hafa ekki
verkfallsrétt
Nýtt apótek
í Reykjavík
TVEIR ungir lyfjafræðingar, Ingi
Guðjónsson og Róbert Melax, hafa
stofnað nýtt apótek, Lyfja hf., sem
taka mun til starfa í nóvembermán-
uði. Þá verða gengin í gildi laga-
ákvæði sem heimila lyfjafræðingum
að stofna lyfjabúðir að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum.
Ný lyfjalög tóku gildi 1. júlí á sl.
ári én gildistöku ákvæða varðandi
lyfjaverð og opnun lyfjabúða var
frestað til 1. nóvember á þessu ári.
Fyrirkomulag hinnar nýju lyfja-
búðar miðar að því að viðskiptavinir
hafi greiðari aðgang að lyfjafræö-
* ingi en áður hefur tíðkast, að sögn
þeirra félaga.
Þeir segjast jafnframt hafa ýmis-
legt á prjónunum varðandi þjónustu.
Mun meira verði af sjálfsafgreiðslu-
vörum en áður hafi sést hér á landi,
með líkum hætti og þekkist í Bret-
landi og Bandaríkjunum.
■ Stofna/16
FÉLAGSDÓMUR sýknaði í gær
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins
af kröfum Félags íslenskra flugum-
ferðarstjóra. Dómurinn felur í sér
að flugumferðarstjórar hafa ekki
verkfallsrétt samkvæmt lögum um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna. Karl Alvarsson, sem sæti á
í samninganefnd Félags íslenskra
flugumferðarstjóra, segir flugum-
ferðarstjóra ósátta við niðurstöðuna
og alveg ljóst að þeir muni grípa
til aðgerða.
Félag íslenskra flugumferðar-
stjóra krafðist þess að flugumferð-
arstjórar yrðu felldir niður af skrá
um kjarasamninga opinberra
starfsmanna þar sem segir að störf
allra flugumferðarstjóra séu undan-
þegin verkfallsheimild samkvæmt
lögum um kjarasamninga opinberra
starfsmanna.
Stefnandi hélt því fram að skráin
hefði ekki lagagildi gagnvart fé-
lagsmönnum þar sem ekkert sam-
ráð hefði verið haft við félagið um
gerð hennar eins og lögboðið er.
Þá hafi ekki verið sannað að allir
flugumferðarstjórar uppfylli laga-
grein um að þeir sinni „nauðsynleg-
ustu öryggisgæslu“.
Staðfesting á fyrri dómi
Félagsdóms
í niðurstöðu dóms Félagsdóms í
máli fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkisins gegn Félagi íslenskra flug-
umferðarstjóra árið 1987, þar sem
fjallað var um verkfallsboðun flug-
umferðarstjóra, sagði að störf flug-
umferðarstjóra væru þess eðlis að
þau féllu fullkomlega undir fyrr-
greind lög og því væri flugumferð-
arstjórum óheimilt að fara í verk-
fall.
I niðurstöðum dómsins segir að
stefnda hafi borið að hafa samráð
við stefnanda áður en skráin var
gerð. Félagsdómur fellst hins vegar
á það með stefnda að það eitt valdi
ekki ógildi skrárinnar að ekki var
haft samráð við stefnanda áður en
hún var gerð.
I niðurstöðum dómsins segir að
í kjölfar dóms Félagsdóms 1987
hafi verið gerðar íjórar skrár og
þær verið birtar. Samkvæmt þeim
öllum hafi flugumferðarstjórar ekki
verkfallsheimild. Félagsdómur hafí
þegar dæmt að störf flugumferðar-
stjóra sem starfa sem flugumferð-
arstjórar séu undanþegin verkfalls-
heimild og verði að telja að stefn-
andi hafi sönnunarbyrði fyrir þvi
að aðstæður hafí breyst verulega
frá því að sá dómur var uppkveð-
inn. Það hafi stefnandi ekki gert
og beri því að sýkna fjármálaráð-
herra af kröfum stefnanda. Máls-
kostnaður var felldur niður.
Samninganefndir ekki
hist í einn mánuð
Flugumferðarstjórar hafa haft
lausa kjarasamninga frá því um
áramót og fóru þeir í hægagangsað-
gerðir í tvo daga í júlímánuði til
að þrýsta á um viðræður. Karl seg-
ir að samninganefndirnar hafi ekki
hist í tæpan einn mánuð. „Það er
alveg ljóst að það verður gripið til
aðgerða,“ sagði Karl, en vildi ekki
tilgreina nánar i hveiju þær yrðu
fólgnar. Félagsfundur verður hjá
flugumferðarstjórum nk. miðviku-
dag.