Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vestmannaeyjum. Morgunblaðid. FYRSTA síldin á vertíðinni kom til Vestmannaeyja í gær. ísleifur VE kom þá með um 400 tonn, sem fengust í einu kasti í Berufjarðarál. Löndun úr ísleifi hófst síð- degis í gær og í gærkvöldi hófst vinnsla á síldinni hjá Fyrsta síldin til Eyja Vinnslustöðinni. Síldin var fal- leg sem lönduð var úr ísleifi Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson og var hún flökuð og fryst. ísleifur er fyrsti Eyjabáturinn sem hefur síldveiðar, en Kap VE hélt til veiða á þriðjudags- kvöld eftir lengingu og gagn- gerar endurbætur sem fram fóru á skipinu í Skipalyftunni í Eyjum. Sjö ára vann tvær milljónir SJÖ ÁRA snáði á Akureyri, Jón Birkir Jónsson, vann tvær milljón- ir á skafmiða Happdrættis Há- skóla íslands á þriðjudagskvöld. Jón Birkir heimsótti langömmu sína og þegar hann kvaddi gaf hún honum 100 krónur og lét þess getið að hann skyldi helst ekki kaupa sér sælgæti. Hann fór í næstu verslun og keypti sér happaþrennu sem hann skóf á staðnum. ■ Fékk 100 kr./14 Hafnarfjörður Óska við- ræðna vegna upp- sagna UM 60 félagar Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, sem fengu uppsagnar- bréf fyrir skömmu, mættu á fund sem félagið boðaði til í gær, í því skyni að ræða næstu skref í málinu. Á fund- inum var ákveðið að skrifa bæjarráði bréf og óska viðræðna. Árni Guðmundsson formaður STH segir það hafa verið afdráttarlausan vilja fundarmanna að félagið færi með forræði í málinu, í stað þess að bærinn semji við einstaklinga. Tæplega 100 starfsmenn Hafnar- fjarðar fengu fyrir nokkru bréf þar sem fastri yfirvinnu og bílastyrkjum var sagt upp, í samræmi við bókun bæjarráðs. Ámi segir ijóst að ekki sé farið algjörlega eftir bókuninni, þar sem einhveijir hópar hafi verið teknir út úr, svo sem hluti starfs- manna rafveitunnar í Hafnarfirði, hafnarverðir o.fl., sem þurfi ekki að sæta uppsögn. „Mönnum finnast þessar aðgerðir mjög ónákvæmar og illa undirbúnar. Fólki finnst það sett í óþarfa óvissu sem snertir marga, því allir hafa tekið á sig margvísleg- ar skuldbindingar," segir Árni. Mjólkursamlag Borgfirðinga 30 sagt upp störfum og boðin vinna hjá Engiaási Rnv*n*ovmnci IfnnmvnKloáiA Borgarnesi. Morgnnblaðið. HÚS Mjólkursamlags Borgfirðinga verður áfram í eigu Kaupfé- lagsins, en Engjaás ehf. hefur starfsemi í húsinu um áramót. KAUPFELAG Borgfirðinga sagði þijátíu manns upp störfum hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga um síðustu mánaðamót. Stofnað hefur verið nýtt hlutafé- lag, Engjaás ehf., sem mun starfa í húsnæði Mjólkursamlagsins við ýmsa matvælavinnslu. Hefur KB boðið öllum þeim sem sagt hefur verið upp störfum að ráða sig hjá hinu nýja fyrirtæki. Allri mjólkurvinnslu verður hætt í Mjólkursamlagi Borgfirðinga (MSB) um næstu áramót. Nýtt fyr- irtæki, Engjaás ehf., sem stofnað var sl. vor, mun hefja starfsemi í húsnæði Mjólkursamlagsins eftir áramótin. Að sögn nýráðins framkvæmda- stjóra Engjaáss ehf., Indriða Al- bertssonar, fráfarandi mjólkurbús- stjóra, mun hið nýja fyrirtæki starfa við ýmsa matvælavinnslu, en hann sagði að of snemmt væri að greina frá starfseminni í smáatriðum. Það er Kaupfélag Borgfirðinga sem á nýja fyrirtækið til helminga á móti Osta- og smjörsölunni, Mjólkursamsölunni og Mjólkurbúi Flóamanna. Vélar og húsnæði MSB voru aug- lýst til sölu í samræmi við ákvæði úreldingarreglugerðar. Ekkert til- boð barst í húsið og aðeins eitt til- boð barst í vélar og tæki sem síðan var dregið til baka. Eignirnar munu því verða áfram í eigu Kaupfélags- ins. Ný bílaleiga Býður jafnvel leigufría bíla NÝ bílaleiga í eigu Hasso Schiitzendorfs, Hasso-ísland hf., tekur til starfa hér á landi á næstunni og kemur fyrsti bíllinn til landsins 11. októ- ber, en hann er af gerðinni Rolls Royce og verður vænt- anlega aðeins leigður út með ökumanni til aksturs við sér- stök tækifæri. I fréttatilkynningu frá Hasso Schiitzendorf kemur fram að aðrir bílar komi væntanlega til landsins fyrir næstu áramót. Til að byrja með verða 6-10 bílar hjá Hasso-ísland, en ef fyrirtæk- inu verður vel tekið hér á landi kveðst Hasso reiðu- búinn til að senda allt að þtjú þúsund bíla hingað. í fréttatilkynningunni seg- ir að verð bílaleigubílanna verði það lægsta á íslenskum markaði og muni fyrirtækið jafnvel bjóða leigufría bíla ef á þurfi að halda til þess að standa undir nafni. Vill taka þátt í uppbyggingu Hasso Schiitzendorf var nýlega hér á Iandi en hann þekkja margir íslendingar vegna viðskipta við bílaleigu hans á Mallorka á Spáni. Þar fá allir íslendingar ókeypis bíla hjá fyrirtæki hans til ársloka 1996 og greiða aðeins tryggingu og skatt. Hasso segir að undanfarið hafi verið unnið að markaðskönnun vegna hugsanlegrar stofnun- ar bílaleigu hér á landi og hafi niðurstöðumar bæði ver- ið neikvæðar og jákvæðar í senn. Hann hafi ákveðið að taka þátt í uppbyggingu ferðamála á íslandi með stofnun Hasso-ísland hf., en fyrirtækið muni til að byija með eingöngu reka bílaleigu. Metafli hjá Guðbjörginni Isafirði, Morcunblaðið. Guðbjörg IS-46, hinn nýi frystitog- ari Hrannar hf. á ísafirði, kom til hafnar á sunnudag með um 415 tonn af fullunnum afurðum að verð- mæti um 90 milljónir króna. Aflinn fékkst allur á heimamið- um og var til helminga þorskur og karfi. Upp úr sjó var aflinn liðlega 800 tonn sem er mesti afli sem skipið hefur komið með að landi til þessa. Veiðiferð skipsins stóð I fimm vikur og var skipstjóri Guðbjartur Ásgeirsson. Guðbjörgin hélt aftur til veiða á fimmtudag og var áætlað að skipið yrði að veiðum í um tvær vikur. Eftir það verður stefnan tek- in á Akureyri þar sem skipið verður tekið í slipp. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra Þarf viðræður um nýjan siðferðis- grunn samninga HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins og utanríkisráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra á Alþingi í gær- kvöldi að efna yrði til viðræðna ríkisvalds- ins og aðila vinnumarkaðarins um nýjar leikreglur á vinnumarkaði. „Ég tel að stjórnmálamenn, verkalýðs- hreyfing og atvinnurekendur eigi að setjast niður að ráða ráðum sínum, ekki til að semja um krónur eða prósentur, heldur til að reyna að finna siðferðilegan grunn, sem kjarasamningar framtíðarinnar gætu byggt á,“ sagði Halldór. „Er til dæmis hægt í samfélagi ftjálsra samninga, að setja ein- hverjar þær leikreglur, sem tryggja aukið jafnrétti i launamálum? Geta allir aðilar máls fallizt á að einungis verði um fastar krónutöluhækkanir að ræða næstu árin? Það verður erfitt að finna réttu svörin, meira að segja að finna réttu spurningarn- ar, en tilraun verður að gera.“ Halldór minnti á markmið flokks síns að skapa 12.000 ný störf fram til aldamóta og sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar yrðu til þess, einar og sér, að 9.200 störf yrðu til á almennum vinnumarkaði samkvæmt spá íjóðhagsstofnunar. „Sérstakar aðgerðir og erlend ijárfesting geta skilað einhverjum þúsundum starfa til viðbótar, svo það er lík- legt að hægt sé að ná þessu markmiði." Óréttmæt gagnrýni á GATT Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði m.a. í stefnuræðu sinni að segja mætti að réttmæt gagnrýni hefði komið fram á „ein- stök smávægileg tæknileg atriði“ við fram- kvæmd GATT-samningsins. Að öðru leyti hefði gagnrýnin að mestu leyti verið órétt- mæt og byggð á fölskum væntingum um markmið og áhrif GATT-samningsins á innflutning og verðlag búvöru. Samningur- inn væri framkvæmdur í grundvallaratrið- um eins hér á landi og annars staðar. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokks- formaður Alþýðuflokksins, benti á að í nágrannaríkjunum hefði þegar tekizt að lækka verðlag landbúnaðarvara langt um- fram það, sem hér gerðist, og hefði því verið brýnna hér að nýta tækifæri GATT til verðlækkana. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóð- vaka, boðaði tillöguflutning flokks síns um afnám „forréttindasjóða, sem færa hæstu embættismönnum, bankastjórum, alþingis- mönnum og ráðherrum, margfaldan Iífeyri á við aðra, beri að leggja niður.“ Jóhanna stakk upp á að verkalýðshreyfingin skoðaði breytingar á skipulagi kjaramála, til dæm- is að sameina opinbera starfsmenn og launafólk á almennum vinnumarkaði í starfsgreinafélög, sem síðan yrðu lögform- legir aðilar að samningum um kaup og kjör með vinnustaði sem grunneiningu. Einn ríkisbanki? Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Al- þýðubandalags, varpaði fram þeirri hug- mynd að hér yrði aðeins einn öflugur ríkis- banki í stað tveggja, sem fylgdi þeirri stefnu stjórnvalda að lána fé til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í nýjum rekstri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.