Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vátryggingaeftirlitið um uppgjör vegna líkamstjóns Félögin skuli upplýsa um rétt til lögmanns VÁTRYGGINGAEFTIRLITIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að vá- tryggingafélögin skuli upplýsa sér- hvern þann er krefur þau um bætur vegna líkamstjóns þar sem uppgjör fer eftir skaðabótalögum um rétt sinn tii að ráða sér lögmann til að gæta hagsmuna sinna við uppgjörið. I fréttatilkynningu frá Vátrygginga- eftirlitinu segir að ágreiningur hafi komið upp milli lögmanna og vá- tryggingafélaganna um þetta efni auk ágreinings um hver sé eðlileg þóknun fyrir þau störf. Lögmannafé- lag íslands sendi Vátryggingaeftir- litinu erindi þar sem farið var fram á athugun þess á málinu. Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, segir að félögin muni að sjálfsögðu fara að tilmælutn Vátryggingaeftirlitsins. Ágreining- urinn hafí auðvitað ekki snúist um það hvort tjónþola sé heimilt að leita sér lögmanns eða ekki. Allir eigi þann rétt. Álitaefnið snúist hins veg- ar um-það hver kostnaðurinn við slíkt eigi að vera og hver eigi að bera hann. „Ég fæ ekki betur séð en að Vátryggingaeftirlitið láti ógert að blanda sér í það mál, og þar með í kjarabaráttu lögmanna," sagði Sig- mar. „Félögin munu eftir sem áður leita löglegra leiða og úrræða til þess að ná niður þessum háa kostnaði vegna sérfræðinga, sérstaklega lögmanna. Tjónþolum mun verða bent á að leita ráðgjafar lögmanns ef þeim sýnist svo. Hins vegar er ekki gefið að félagið greiði allan kostnað vegna atbeina lögmanns í einfaldari mái- um,“ segir Sigmar. Mun hærri kostnaður en í Danmörku Sigmar segir þóknun lögmanna oft hærri en vinnuframlag þeirra gefi tilefni til. Tryggingafélögin hafi þurft að greiða háar fjárhæðir til lögmanna vegna uppgjöra á h'kams- tjónum, iðulega fyrir litla vinnu. Þann háa kostnað-verða neytendur að. borga með iðgjöldum sínum. „Með setningu nýrra skaðabótalaga ætti að vera tækifæri til að lagfæra þessa vitleysu," sagði Sigmar. „Við höfum borið saman lög- mannskostnað íslenskra trygginga- félaga vegna slysamála við kostnað danskra tryggingafélaga og hér á landi er hann miklu hærri. Hér hafa lögmenn sett fram kröfur um þókn- un sína á grundvelli hundraðshlutar af íjárhæðum bótanna en í Dan- mörku byggist þóknunin á vinnu- tímaframlagi þeirra,“ segir Sigmar. Hann segir að í Danmörku sé jafn- aðarlega litið svo á að í einfaldari málum, þar sem ekki sé deilt um ábyrgð, sök eða sakarskiptingu, þurfi ekki atbeina lögmanns. Allir stuðlar og viðmiðanir séu þekktir í skaðabótalögunum, og því þurfi fyrst og fremst þokkalega reiknivél en ekki lögmann. í stærri málum og flóknari, þar sem við álitaefni er að etja, er atbeini lögmanns bæði eðlilegur og nauðsynlegur. Dómur genginn í einu máli Þórunn Guðmundsdpttir, formað- ur Lögmannafélags íslands, segir að niðurstöður Vátryggingaeftirlits- ins séu í samræmi við það sem lög- menn hafi ætíð haldið fram. Áður en farið hafi að reyna á nýju skaða- bótalögin hafi vátryggingafélögin ávallt greitt fyrir lögmannsþjónustu tjónþola. Þegar farið hafi verið að gera líkamstjón upp samkvæmt nýju lögunum hafi félögin verið mjög treg til þess að greiða fyrir þá þjónustu. Þórunn segir að dómur hafí gengið í slíku máli í héraði í vor þar sem Héraðsdómur taldi að áfram ætti að greiða venjulega innheimtuþókn- un og félögin geti ekki einhliða ákveðið þóknun til lögmanns. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Leit ber enn engan árangnr Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. LEIT að Steinunni Þóru Magnús- dóttur, sem hvarf í Vestmannaeyj- um aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags, hefur enn engan árangur borið. Fjölmennt lið björgunarfé- lagsmanna hefur leitað síðan á sunnudagskvöld bæði á landi og eins hafa kafarar leitað í höfn- inni. í gær beindist leitin eingöngu að höfninni og voru tíu kafarar við leit þar ásamt því sem neðan- sjávarmyndavél var notuð við Ieit- ina. Pjórir kafarar frá Varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli komu til Eyja í gær og aðstoðuðu við leit- ina. Leitað var fram í myrkur í gærkvöldi_ en leitin bar engan árangur. í birtingu í dag verður leit í höfninni haldið áfram. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasspn MIKIL leit fór fram í Vestmannaeyjahöfn í gær. Tíu kafarar leituðu í höfninni, auk þess sem neðansjávarmyndavél var notuð við leitina. Fráfarandi framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins segist neyddur til afsagnar „Uppspuni frá rótum“ í BRÉFI sem Sigurður T. Björg- vinsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins, hefur skrif- að fulltrúum í framkvæmdastjórn flokksins og merkt er trúnaðar- mál, segir að hann hafi ekki óskað eftir að láta af störfum heldur hafi hann verið neyddur til þess í haust. Bréfið, sem er undir fyrirsögn- inni „Sannleikurinn um starfslok framkvæmdastjóra", segir að mik- ið hafí verið gert úr samstarfsörð- ugleikum hans við ýmsa forystu- menn flokksins. Þetta sé ekki rétt. Hann hafi átt mjög gott samstarf við formann flokksins, þingmenn hans og flokksfólk almennt. Einu samstarfsörðugleikarnir hafi verið við Guðmund Oddsson, formann framkvæmdastjórnar, og Sigurð E. Arnórsson, gjaldkera flokksins, þar sem „ég felldi mig ekki við í hvaða farveg mér fannst þeir vera að sveigja fjármálastjórn og starfsmannamál flokksins." Meinað að sjá bókhald í bréfinu segir Sigurður að hann hafí ekkihaft aðgang að bókhalds- gögnum fiokksins og telji sér ekki fært að staðfesta ársreikninga flokksins fyrir það tímabil sem hann hafí verið starfandi fram- kvæmdastjóri, eins og honum sé þó skylt, nema hann fái fullan aðgang að tilheyrandi bókhalds- gögnum. I bréfi sem Sigurður hefur ritað gjaldkera flokksins 19. september og fylgir bréfínu sem fylgiskjal, fer hann fram á að fá fullan að- gang að bókhaldi, færslulistum, fylgiskjölum og yfirlitum allra bankareikninga Alþýðuflokksins frá 1992-94 og frá 1994-95, í öðru lagi bókhaldi, uppgjöri og yfirlitum bankareikninga kosn- ingabaráttu Alþýðuflokksins 1995 og í þriðja lagi bókhaldi, færslulist- um, fylgiskjölum og yfirlitum allra bankareikninga Alprents hf. 1992-95. Hagsmunaárekstrar? Að lokum segir: „Er það eðlilegt að fjármálum flokksins sé haldið ieyndum fyrir framkvæmdastjóra flokksins? Eru það ekki hags- munaárekstrar að sami maður sé kjörinn gjaldkeri, ráðinn fjármála- stjóri og færi einnig bókhald bæði fyrir flokk og blað? Er ekki tími til kominn að forysta Alþýðu- flokksins standi við stóru orðin varðandi siðvæðingu í stjórnmál- um og opnun bókhalds stjórnmála- flokka? “ Guðmundur Oddsson kveðst telja bréfið bera vott um „hugar- óra“ Sigurðar og hann skilji ekki aukatekið orð sem í því stendur. Efni þess sé „uppspuni frá rótum“. „Hann er að gefa eitthvað í skyn varðandi fjármálin, en ég hef aldrei fengið krónu eða verið að vinna fyrir peninga í þessum flokki. Sigurður fullyrðir að hann hafí verið neyddur til að segja af sér, en í bréfi sem hann skrifaði Jóni Baldvini Hannibalssyni, for- manni Alþýðuflokksins, 20. ágúst sl., segir hann orðrétt: „Eins og stundum hefur komið fram í sam- tölum okkar á milli hef ég ekki hugsað mér að vera í starfí á flokksskrifstofunum um aldur og ævi. Það er ekki óeðlilegt að eftir fjögurra ára starf og að afloknum kosningum komi nýjar áherslur í flokksstarfið. Þess vegna óska ég eftir því að fá að láta af störfum fyrir Alþýðuflokkinn fljótlega, ef þú og framkvæmdastjórn flokks- ins getið sætt ykkur við það.“ Var höfundur þessarar uppsagnar neyddur til að segja af sér?“spyr Guðmundur. Ekki náðist f Sigurð E. Arnórs- son í gærkvöldi. Emerald Air Fyrsta greiðsla enn ekki borist FYRSTA afborgun af láni sem fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda veitti flug- félaginu Emereld Air án heim- ildar stjómar sjóðsins hefur enn ekki borist, en greiðsluna átti að inna af hendi 15. september síðastliðinn. Að sögn Guðríðar Þorsteins- dóttur, núverandi fram- kvæmdastjóra lífeyrissjóðsins, nemur fyrsta afborgunin 22,3 milljónum króna, en alls nemur lánið rúmlega 90 milljónum króna. Næsti gjalddagi lánsins er 15. október næstkomandi og nemur sú greiðsla tæplega 44,9 milljónum króna, og Emerald Air á svo að inna lokagreiðsluna af hendi 15. nóvember, en hún nemur tæplega 27,7 milljónum króna. Guðríður sagði að afloknum fundi stjórnar Lífeyrissjóðs bænda í gær að ekkert væri í hendi með hvort greiðslur bær- ust, en allt sem mögulegt væri yrði gert til að ná einhveiju til baka frá Emerald Air. „Það þarf að fá staðfestingu á því hvort um einhverjar eign- ir er að ræða þarna og það er verið að vinna í því,“ sagði hún. Júlíus AR enn í Færeyjum JÚLÍUS ÁR, sem var í sam- fioti með Oddbjörgu sem var yfirgefin úti á rúmsjó suðaust- ur af íslandi í síðustu viku, er ennþá í Færeyjum. Lárus Ingi Lárusson bátasmiður í Noregi, sem hugðist sigla bátunum til Noregs, vildi ekki tjá sig um um framvindu þessa máls í samtali við Morgunblaðið í gær. Oddbjörg varð aflvana um 90 sjómílur suðaustur af ís- landi og fór tveggja' manna áhöfn bátsins um borð í Júlíus. Júlíusi var síðan siglt til Fær- eyja þar sem hann er enn. Varðskipið Týr tók Oddbjörg- ina í tog og færði til hafnar á Fáskrúðsfirði þar sem sjópróf fara fram. Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, segir að viðræður séu í gangi við eiganda Oddbjargarinnar um kostnað við björgun báts- ins, Báturinn var tryggður og nú sé verið að kanna allar hlið- ar þessa máls. Vestfirðir Tveir dýra- læknar til starfa IsaTirði. Morgunblaðið. TVEIR dýralæknar, Höskuldur Jensson og Laufey Haralds- dóttir, hafa verið ráðnir til starfa sem dýralæknar á Vest- fjörðum frá og með næstu ára- mótum, en eins og kunnugt er hefur verið dýralæknislaust á svæðinu frá miðju síðasta ári. Höskuldur Jensson starfar nú í Strandasýslu og mun væntanlega flytjast til ísafjarð- ar nú í haust, þegar hans starfi lýkur þar. Laufey Haraldsdóttir kemur aftur á móti ekki til starfa fyrr en um áramót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.