Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 8

Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Finnski forsetinn í Vestmannaevium =3jGMÚtJD- Er þetta líka eitt af verkum hr. Davíðs, Guðjón minn...??? Fundur um hlutverk og stöðu forsetaembættisins Völd forseta mikil í orði en lítil á borði Eiríkur Ólafur Ragnar Hrafn Tómasson Grímsson Jökulsson ERLENDIR þjóðhöfðingjar og valdamenn, sem hitta forseta ís- lands, líta hann ekki sömu augum og íslendingar og vilja gjarnan ræða við hann um stjórnmál. Þetta getur valdið forsetanum miklum erfiðleik- um. Um þetta voru frummælendur á fundi um stöðu forseta íslands í nútíma samfélagi sammála sem og það að forseti Islands hefði í orði kveðnu mikil völd en í raun mjög lítil. Ekkert kemur í veg fyrir að forsetaframbjóðandi, sem býður sig fram undir þeim formerkjum að vera pólitískur, geti gert forseta- embættið valdamikið, að mati Eiríks Tómasspnar prófessors við Laga- deild HÍ og Olafs Ragnars Gríms- sonar, alþingismanns og fyrrverandi prófessors í stjórnmálafræði. Þriðji framsögumaður á fundinum, sem haldinn var af Félagi stjórnmála- fræðinga, var Hrafn Jökulsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins. Forsetinn þjóðkjörinn „konungur eða drottning"? Ákvæði stjómarskrárinnar um forseta íslands, sagði Eiríkur að væru í raun þau sömu og voru í stjómarskránni frá 1874 um stöðu konungsins á íslandi. Þar fékk kon- ungur í orði kveðnu að halda völdum. Eina breytingin, sem hafi verið gerð gagnvart embætti þjóðhöfðingja, væri að neitunarvaldi hefði verið skipt út fyrir að forseti gæti neitað að skrifa undir lög og þannig knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. Hins vegar hefði það aldrei gerst. Eiríkur benti á að í yfirlýsingu, sem Vigdís Finnbogadóttir gaf út eftir að hún samþykkti lögin um EES, hafi hún ekki talið það rétt að forseti gripi til aðgerða gagnvart lýðræðislega kjörnu þingi. Að lýð- ræðislega kjörinn forseti skyldi halda þessu fram fannst Eiríki mjög at- hyglisvert og sagði: „Mér sýnist að við sitjum uppi í dag með konung eða drottningu innan tilvitnunar- merkja, þjóðkjöma.“ Pólitískur maður gæti gert embættið valdamikið Ólafur Ragnar er þeirrar skoðunar að ákvæði stjórnarskrárinnar séu á þann veg að ef forystumaður í stjórn- málum með stóran flokk á bakvið sig yrði forseti og ætlaði að auka völd forseta væri í raun ekkert sem stoppaði hann í því. Undir þetta tók Eiríkur Tómasson. Hlutverki forsetans skiptir Ólafur m.a. í hlutverk við ríkisstjórnarmynd- un, sem sameiningartákn, gestgjafi erlendra þjóðhöfðingja, fulltrúi ís- lands á alþjóðlegum vettvangi og við að styrkja stöðu útflutnings á alþjóð- legum markaði. Ólafur benti á að frá 1944-1988 hafi aðeins Viðreisnarstjórnin og tvær aðrar stjómir setið út kjörtíma- bilið. Þess vegna hafi mikið verið horft til hveijum forsetinn afhenti vald til stjórnarmyndunar. í þessu hafi áhrifavald fyrstu forsetanna birst. Þ>jár síðustu stjórnir sýni hins vegar að forystumenn I stjórnmálum hafi þróað með sér aðferðafræði til að mynda stjórn og því hafi þeir feng- ið þetta vald. Nú ríkir stöðugleiki, sagði Ólafur, og mun ríkja um langa framtíð og því ólíklegt að þær að- stæður skapist að forsetinn hafi af- gerandi áhrif á stjómarmyndun. Það er skoðun Hrafns Jökulssonar að opinber ímynd forsetaembættisins sé ginnheilög og umlukin þagnar- múr. Það sé bannað að tala um for- setann í gagnrýnum tóni og „umfjöll- un einskorðast við partý og tijá- rækt“, sagði Hrafn. Snobb aukist á kostnað látleysis Hrafn hélt því fram að ekkert embætti ætti að vera svo ginnheilagt að ekki mætti ræða um það á gagn- rýnum nótum og bætti við að „snobb- ið í kringum embættið hefur aukist á meðan látleysið hefur glatast“. „Eg hef aldrei verið sannfærður um ávinninginn af þessu rándýra embætti,“ sagði Hrafn og sló því fram að Islendingar þyrftu að íhuga hvort þörf væri á embættinu fyrst þeir kæmust af án þess stjórnskipun- arlega séð. Sjálfur hefði hann ekki tekið afstöðu til þess. Hann varpaði svo nokkrum hugmyndum fram eins og að stjórnarskrána ætti að færa að veruieika nútímans og hámarka ætti starfstíma forseta. Einnig ætti að tryggja að meirihluti þjóðarinnar stæði á bak við hann til dæmis með tveimur kosningaumferðum og undir það tóku Eiríkur og Ólafur Ragnar. Thorvaldsensfélagið 120 ára Alltaf þörf á líknarstarfi Þóra Karitas Árnadóttir FORSAGA stofnun- ar Thorvaldsensfé- lagsins er nokkuð óvenjuleg. Árið 1874, þegar það var haldið há- tíðlegt að eitt þúsund ár voru frá upphafi byggðar á íslandi, gaf Kaup- mannahafnarborg Is- lendingum styttu. Stytta þessi var sjálfsmynd myndhöggvarans Thor- valdsens, sem var ís- lenskur í föðurætt, og var henni ákveðinn staður á Austurvelli. Þá var lítil prýði að Austurvelli, en á meðal þeirra, sem lögðu hönd á plóginn til að fegra völlinn svo styttan sómdi sér þar, voru tutt- ugu og fjórar ungar stúlkur. Þær ákváðu að halda samstarfinu áfram og vinna að líknarmálum. Hinn 19. nóvember árið 1875 stofnuðu þær Thorvaldsensfélagið, sem er elsta kvenfélag Reykjavíkur. Fyrsti formaður félagsins var Þórunn Jónassen, eiginkona landlæknis, og hún gegndi því trúnaðarstarfi samfellt í 46 ár. Hver eru helstu verkefni fé- lagsins? „Félagið er fyrst og fremst líknarfélag og starfsemi þess felst í að afla fjár, svo það geti látið gott af sér leiða. Félagið hefur til dæmis stutt við bakið á barnadeild Landakotsspítala. Nýjasta dæmi þess er að þegar barnadeildin fluttist í húsnæði Borgarspítala gaf félagið 5 millj- ónir króna. Sú gjöf var einnig í tilefni 120 ára afmælis félagsins á þessu ári. Félaginu berast einnig beiðnir um styrki til ein- staklinga og það hefur tekið þátt í kaupum á dýrum læknin- gatækjum ásamt öðrum líknar- félögum. Þrátt fyrir að við búum í velferðarþjóðfélagi, er alltaf þörf á starfsemi líknarfélaga.“ Hvernig aflar félagið fjár til þessara verkefna? „Félagið hefur rekið verslun óslitið í eigin húsnæði í Austur- stræti 4 frá árinu 1901. Þar starfar ein kona í launuðu starfi, en aðrar, sem leggja hönd á plóginn, gefa allar vinnu sína. Þarna seljum við meðal annars minjagripi og leggjum áherslu á að bjóða vandaða ullarvöru. Áður fyrr, þegar flestar konur voru húsmæður, seldu þær oft eigin handavinnu í umboðssölu í versluninni og drýgðu þannig heimilispeningana. Nú eru breyttir tímar og við kaupum vörur af heildsölum. Við leggjum áherslu á að hafa verðið í lægri kantinum, þótt auðvitað sé versl- unin rekin í ábataskyni. Önnur fjáröflunarleið félagsins er út- gáfa jólamerkja. Þau hafa komið út frá 1913, að einu ári undanskildu. Það var árið 1917 og skipið, sem flutti jólamerkin frá prentsmiðju í Kaupmanna- höfn, var skotið niður, enda stóð þá heimsstyijöld. Svokallaður barnauppeldissjóður félagsins sér um útgáfu jólamerkjanna og ágóðinn rennur óskiptur til barna, til dæmis með framlögum til barnadeilda sjúkrahúsa. Margir virtustu listamanna þjóð- arinnar hafa teiknað merkin, en í ár efndum við til teiknisam- ► Þóra Karitas Árnadóttir er formaður Thorvaldsensfélags- ins, sem er 120 ára og elsta kvenfélag Reykjavíkur. Þóra Karitas er fædd árið 1928 og starfar við skrifstofustörf hjá Pósti og síma. Hún gekk til liðs við Thorvaldsensfélagið árið 1984, hefur setið í stjórn þess undanfarin 5 ár og var kjörin formaður sl. vor. Asamt henni sitja í stjórninni þær Magda- lena Ingimundardóttir, vara- formaður, Sjöfn Kristinsdóttir, ritari, Kristín Róbertsdóttir, gjaldkeri og meðstjórnendum- ir Guðrún Jóhannsdóttir, Kristín Ólafsdóttir og Sigríður Halblaub. keppni meðal bama. Loks má svo nefna að í fyrra gáfum við út jólakort og ætlum að endur- taka það í ár.“ Hve margar konur eru í Thor- valdsensfélagin u ? „Nú eru 79 konur á félaga- skrá og það er mjög svipuð tala og verið hefur undanfarin ár.“ Hvernig ætla félagskonur að fagna afmælinu? „Við ætlum meðal annars að kynna starfsemi félagsins með sýningu í Tjamarsal Ráðhússins. Á sýningunni, sem er opin al- menningi nú á laugardag og sunnudag, er rakin saga félags- ins í máli og myndum.“ Hvaða dæmi getur þú nefnt um merka athurði í sögu félags- ins? „Á sýningunni er til dæmis skýrt frá því þegar félagið gaf hús við þvottalaugarnar í Laug- ardal árið 1887. Konur bám all- an þvott inn að laugunum, jafnt sumar sem vetur, stóðu við þvotta allan daginn og höfðu ekkert afdrep. Thorvaldsensfé- lagið reisti hús, sem samkvæmt bókhaldi félagsins kostaði rúmar 1.315 krónur, og gaf Reykjavík- urborg. Fyrir gjöfinni setti félagið hins veg- ar það skilyrði, að þvotturinn yrði fluttur á hestvagni fram og til baka. Þannig batn- aði aðbúnaður kvennanna mjög mikið. Þá hóf félagið að byggja vöggustofu við Dyngjuveg árið 1959. Hún var fullbúin og vígð 19. júní árið 1963 og þá afhent Reykjavíkurborg til eignar. Það var mikil hátíðarstund í sögu félagsins. Ótal mörg önnur dæmi mætti tína til úr 120 ára sögu félagsins, en frá þeim er skýrt á sýningunni." Saga félags- ins rakin í Ráðhúsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.