Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 11 FRÉTTIR Trésmiður á Selfossi vinnur dómsmál gegn Reykjavíkurborg Búseta utan borgar ólögmæt ástæða uppsagnar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða trésmið, sem starfaði hjá Húsnæðisnefnd borgarinnar en var sagt upp störf- um vegna búsetu sinnar á Selfossi, um 330 þúsund krónur í skaðabætur, auk vaxta og 120 þúsund króna í málskostnað. Framkvæmdastjóri Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur sagði fjórum trésmiðum upp störfum í febrúar 1993, en allir voru þeir búsettir á Selfossi. Einn fjórmenninganna mót- mælti uppsögninni með bréfi til Markúsar Amar Antonssonar, þá- verandi borgarstjóra, einkum þar sem hann taldi búsetu sína hafa ráðið úrslitum um að til uppsagnar var gripið gegn honum. Borgarstjóri svaraði manninum með bréfi þar sem sagði að þyngst hefði vegið hvar viðkomandi yrðu skráðir atvinnulausir ef þeir hefðu ekki önnur störf að ganga að og hveijar félagslegar skyldur sveitar- félög hefðu við íbúa sína þegar á reyni. Stéttarfélög iðnaðarmanna hefðu ítrekað skorað á borgaryfirvöld um aðgerðir í atvinnumálum til að skapa félagsmönnum á atvinnuleysisskrá ný atvinnutækifæri. „Reykjavíkurborg ver miklum fjármunum til atvinnuskapandi að- gerða með sérstöku tilliti til ríkjandi aðstæðna. Engu að síður eru rúm- lega 2.600 Reykvíkingar skráðir at- vinnulausir hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar. Með hliðsjón af þessu skyti skökku við ef Reykjavík- urborg léti iðnaðarmenn af Selfossi hafa forgang að vinnu hjá húsnæðis- nefnd borgarinnar en segði reykvísk- um iðnaðarmönnum, sem yrðu skráðir atvinnulausir hér og bættust á þann langa lista sem viðkomandi stéttarélög gera síðan kröfur um að borgaryfirvöld vinni bug á beint eða óbeint," segir í bréfi borgarstjóra. Endurskoðun hafnað Trésmiðurinn óskaði síðan eftir því að húsnæðisnefnd endurskoðaði uppsögnina þar sem forsendur henn- ar hefðu verið ólögmætar en þeirri málaleitan var hafnað. Þá höfðaði maðurinn dómsmál. í niðurstöðum héraðsdóms segir að er Húsnæðisnefnd Reykjavíkur tók ákvörðun um uppsögn trésmiðs- ins hafi hún farið með hluta fram- kvæmdavalds sem fjölskipað stjórn- vald. Enda þótt nefndin kæmi þá fram sem vinnuveitandi mannsins verði að líta til þess að stjórnvöld þurfi ætíð að gæta efnisreglna í hveiju sem ákvarðanir þeirra lúti að og þau séu ávallt bundin af málefna- legum sjónarmiðum, jafnt um stjórn- valdsathafnir og aðrar ákvarðanir. Engin lagafyrirmæli hafi kveðið á um rétt Reykvíkinga umfram aðra landsmenn til vinnu í þágu borgaryf- irvalda. Við ákvörðun um uppsögn hafi Húsnæðisnefnd því ekki getað byggt á því að fyrir hendi væru laga- fyrirmæli sem kvæði á um þann rétt heldur hafi hún þurft að meta það hveija átti að velja úr. í ljósi þeirrar meginreglu að stjórnvöld þurfi ætíð að byggja matskenndar ákvarðanir sínar á málefnalegum sjónarmiðum hafi mat Húsnæðisnefndar ekki verið frjálst þegar ákvörðun var tekin um uppsögnina heldur bundið af grund- vallarreglum stjórnsýslunnar. Rökstuðningur borgarstjóra gefi til kynna að úrslitum hafi ráðið að trésmiðurinn var búsettur á Selfossi en ekki í Reykjavík og yrði skráður atvinnulaus á Selfossi án þess að Reykavíkurborg hefði sömu skyldur gagnvart honum og atvinnulausum Reykvíkingum. Omálefnaleg sjónarmið „Þessi sjónarmið, sem lágu til grundvallar mati Húsnæðisnefndar Reykjavíkur um uppsögn stefnanda, verður að telja ómálefnaleg og ákvörðun byggða á þeim brot á jafn- ræðisreglu stjórnsýsluréttar. Því verður að telja ákvörðun Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur um uppsögn stefnanda ólögmæta og bera honum bætur af þeim sökum,“ segir í niður- stöðum Ingveldar Einarsdóttur setts héraðsdómara. Maðurinn hafði gert kröfur um 380 þúsund króna bætur auk 300 þúsund króna miskabóta og máls- kostnaðar. Með dóminum"voru hon- um dæmdar um 330 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar en kröfu um miskabætur var hafnað. Fyrsti flugöryggisfundur vetrarins Morgunblaðið/Jón Svavarsson FJÖLMENNI mætti til fundarins. Hættur samfara veðra- brigðum vetrarins FYRSTI flugöryggisfundur vetr- arins var haldinn fimmtudaginn 28. september. Loftferðaeftirlit- ið, Flugmálafélag íslands, Flug- björgunarsveitin og fleiri aðilar standa fyrir flugöryggisfundun- um sem haldnir eru annan hvern mánuð að vetri til. Á fundinum var farið yfir at- burði sumarsins og minnt á hætt- ur þær sem felast í veðrabrigðum vetrarins. Gestir kvöldsins voru Unnur Ólafsdóttir og Hörður Þórðarson veðurfræðingar. Þau greindu frá nýjungum í upplýsingamiðlun Veðurstofunnar og framtíðarsýn í þeim málum. Unnur minnti á mikilvægi þess að leita eftir veð- urupplýsingum áður en haldið væri af stað í flugferðir og nauð- syn þess að flugmenn kæmu boð- um til Veðurstofunnar um frávik í veðurbrigðum. Slík boð gætu komið að gagni við veðurlýsing- ar. Amerískir -dagar 3.-15. október Yooh!! steikarhlaðborðiö er hlaðið stórsteikum á ameríska vísu GlæWíTegt steíkarhlaöJborð í Lóní Verö kr 1.950.- á fullorðinn og kr. 700,- fyrir barn 11 ára og yngra. l 'W' a * ★ ^ ★ ■ A Ja carte í Lóni og Blómásat★ jr Amerísk súpa dagsins Californíu sjávarréttir í tómathumarsoði Maryland krabbakaka á salati með tartarsósu Salatbar T- Bone steik 300 gr. Entrecote steik 250 gr. Amerískur hamborgari 150 gr. Grillaður lax Eplapie með vanilluís og rjóma Pecanpie með rjóma Vanilluís með heitri súkkulaðisósu Ekta Amerísk súkkulaðikaka með rjóma 350,- 600,- 390,- 390,- 1.990,- 1.990,- 990,- 1.250,- 250,- 250,- 250,- 350,- Krabbaveisla ++■ S. -6.-7. októáer Á matseðlinum bjóðum við .... Rjómalagaða krabbasúpu Maryland krabbaköku með tartarsósu Coleslaw salat Corn on the cob Maryland krabba Eplapie með vanilluís og rjóma Pecanpie með rjóma Vanilluís með heitri súkkulaðisósu Browny's með rjóma Verö kr. 2.800,- Matargestir verða sjálfkrafa þátttakendur í ferðaleik/ Verðlaun: ferð fyrir tvo til Baítimore Dixelandhljómsveitin The Gang Piank Band frá Maryland spilar og skemmtir fólki. SCANDIC LOFTLEIDIR Borðapantanir í símum 5050 925 og 562 7575

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.