Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 20

Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU * Svavar Armannsson aðstoðarf orsij óri Fiskveiðasjóðs Ekki verri vaxtakjör en í öðrum lánastofnunum Ekki er líklegt að brugðist verði sérstaklega við áskorun á Fisk- veiðasjóð Íslands, sem var sam- þykkt á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva, um að lækka vexti. Það kemur fram hjá Svavari Ár- mannssyni, aðstoðarforstjóra Fisk- veiðasjóðs: „Það hefur ekki verið þingað um þetta á stjórnarfundi, en ég tel að sjóðurinn hafi þegar gert það sem verið er að biðja um, með vaxtalækkun 1. september sl.“ Svavar segist afskaplega undrandi á þessari áskorun. „í fyrsta lagi lækkuðum við vexti 1. september úr 7,5 prósentum niður í 6,5 pró- sent. Ég varð ekki var við annað en að Arnar Sigurmundsson, for- maður SF, fagnaði því mjög. Það næsta sem gerist er að áskorun kemur frá SF um að við lækkum vexti. Það er eins og við höfum ekkert gert. Vaxtalækkunin hafi hreinlega farið framhjá mönnum og formaðurinn muni ekki það sem hann sagði. í öðru lagi finnst mér skrýtið að áskorunin er öll í fullyrðingastíl. Opið hús hjá Hampiðjunni OPIÐ hús verður hjá Hampiðjunni í tilefni af degi iðnaðarins næstkom- andi sunnudag. Verksmiðja fyrir- tækisins í Bíldshöfða 9 verður opin almenningi frá 13-17 og þar gefst ágætis tækifæri til að sjá hvernig veiðarfæri verða tii. Þá mun Hampiðjan kynna nýtt tóg sem nefnist Dynex, sýndar verða myndir frá neðansjávarat- hugunum, hönnun trolla í tölvu og loks verður rannsóknarstofa fyrir- tækisins opin. Auk þess munu börn fá eitthvað til að dunda sér við. Ég sé ekki nein dæmi um eða rök fyrir því sem þar segir. Það er helst að sjá af þessum fullyrðingum að lánskjör séu mun betri hjá flestum öðrum lánastofnunum en Fiskveiða- sjóði, en þó er það ekki rakið eða rökstutt sérstaklega." Svavar segir að ef litið sé á heild- ina haldi hann varla að sjávarút- vegur njóti betri kjara í bönkum: „Það er rétt að við höfum ekki tekið upp svokallaða kjörflokkun útlána, en við höfum ákveðið að gera það frá næstu áramótum. Af því getur hafa leitt að einstaka fyrirtæki hafi fengið betri kjör annarsstaðar én hjá okkur, en ég tel líklegt að það breytist þegar við tökum upp þessa kjörflokkun um næstu áramót." Hann segist vilja ítreka það að sér finnist ályktunin illa rökstudd og að hann sé sannfærður um, þeg- ar á heildina sé litið, að menn hafi ekki notið verri kjara hjá Fiskveiða- sjóði en öðrum lánastofnunum. SIEMENS fSKAUTæSjjs FRYSTIKISTUTILBOp. Fjárfestu í öryggi og sofðu áhyggjulaus með matarforðann í Siemens frystikistu. GT 27B03 / 250 1 nettó... 47.400,- kr. stgr. GT 34B03 / 318 1 nettó... 53-900,- kr. stgr. GT 41B03 / 4001 nettó... 58.500,- kr. stgr. Takmarkaö rnagn! SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 511 3000 Viljiröu endingu og geeöi ., Akranes: Rafþjónusta CC Sigurdórs Borgarnes: Glitnir <t Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: X Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Búðardalur: Ásubúð O ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Z Ra^sJ3 Siglufjörður: Torgið 2 Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: LU Öryggi Þórshöfn: Norðurraf § Neskaupstaður: Rafalda Revðarfjöröur: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Ql Guðmundsson Breiðdalsvík: Höfn í Hornafirði: Q Kristall Vestmannaeyjar Tréverk CÚ Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: J> Árvirkinn Grindavík: Rafborg —^ Garðun "■* Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði \A Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson MAGNÚS Árnason landar afla dagsins. 86 daga sóknarleyfi hreinn dauðadómur Smábátaeigendur á Austurlandi vilja aflahámark fyrir alla báta FÉLAG smábátaeigenda á Austur- landi vill að við stjórn veiða smá- báta verði tekið upp banndagakerfi með aflahámarki fyrir alla smábáta. Aflahámarkið miðist við 10 tonn af slægðum þorski við hvert stærð- artonn. Aðalfundur félagsins var haldinn í lok september og voru samþykktar þar margar ályktanir. Orðrétt segir svo í greinargerð með ályktun fundarins um stjórn fiskveiða, sem fundurinn taldi koma illa við helstu útgerðarstaði smá- báta: „Má öllum ljóst vera að 86 daga sóknarleyfi, miðað við kvótaárið, er hreinn dauðadómur þessara staða. Stjórnmálamenn verða að huga vel að þessu máli og gera úrbætur. í því sambandi eru hér nefnd ummæli hæstvirts forsætis- ráðherra á fundi á Húsavík sl. vet- ur, en þar taldi hann óhætt að ætla til viðbótar úthlutun kvóta í þorski 10 þúsund tonn til trillubáta, enda verði umrædd 10 þúsund tonn veidd á handfæri. • Það er nokkuð ljóst að veiðistofn þorsks fer stækkandi. Hér verða ráðamenn að sjá fram úr hvor leið- in sé betri, aukning á þorskaflahá- marki til handa smábátum eða enn frekara atvinnuleysi og byggða- röskun en nú er í þjóðfélaginu.“ Sóknin takmörkuð með 82 banndögum Fundarmenn voru sammála um að rétt væri að taka upp banndaga- kerfi með aflahámarki á alla króka- báta. Aflahámark yrði miðað við stærð báta, þanpig að 10 tonna þorskveiðiheimild væri á hvert brúttótonn, sem yrði óframseljan- legt með öllu. Þannig fengju stærstu bátarnir 60 tonna þorsk- veiðiheimild mælt í slægðu. Einnig yrði sóknin takmörkuð með 82 banndögum. Veiðikerfíð yrði lög- leitt fyrir alla krókabáta og afla- marksbáta undir 6 tonnum sem það kysu, enda væru þeir með óskerta aflahlutdeild. Veiðieftirlit Fundurinn beindi því til Fiski- stofu að hengdar yrðu upp upplýs- ingar í öllum hafnarskrifstofum, til dæmis innan á glugga, þar sem fram kæmi allur afli sem landað var daginn á undan. Þannig yrði komið á óbeinu eftirliti. Þá hvatti fundurinn alla félagsmenn til að upplýsa hvers lags kvótasvindl er þeir kynnu að verða varir við. Til að ábendingar ættu greiðan aðgang að Fiskistofu lagði fundurinn til að þar yrði komið upp símsvara þar sem koma mætti ábendingum um kvótasvindl á framfæri. Þá töldu fundarmenn einsýnt að herða yrði verulega viðurlög við brotum á lög- um um stjórn fiskveiða ef þau ættu að ná tilgangi sínum. Snurvoðarmál Fundurinn ítrekaði þar fyrri sam- þykktir um dragnótaveiðar og lýsir yfir ánægju með þær jöfnunarað- gerðir sem lögfestar voru með breytingum er gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða. Nu hringi eg 1 Clinton! 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma tekin í notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 08 breytist í 114. PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.