Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 21 FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT Aðildarríki reyna að uppfylla EMU-skilyrði LAMBERTO Dini, forsætisráðherra Ítalíu, ítrekaði í gær að hann vildi sjá líruna í Gengissamstarfi Evrópu (ERM) á ný. Hann sagði það nauð- synlega forsendu þátttöku ítala í sameiginlegum gjaldmiðli síðar á áratugnum. Italska líran var tekin úr ERM árið 1992 eftir mikið írafár á gjald- eyrismörkuðum. Samkvæmt skilmál- um Maastricht ætti líran að vera aðili að ERM í að minnsta kosti tvö ár áður en Italía gæti orðið aðili að sameiginlegum gjaldmiðli. „Ef einhver er þeirrar skoðunar að ítalir geta ekki komið ríkisfjár- málum sínum í skikkanlegt horf í tæka tíð fyrir peningalega samrun- ann hefur hann á röngu að standa," sagði Dini. Fjárlög í Belgíu Stjóm Belgíu lagði í gær fram fjár- lög er hafa það að markmiði að ná niður fjárlagahallanum í þijú prósent af vergri landsframleiðslu þannig að Belgar geti orðið aðilar að peninga- lega samrunanum. í frumvarpinu sem Jean-Luc De- haene forsætisráðherra kynnti í gær er hallinn minnkaður um 112 millj- arða franka frá því sem nú er með nýjum óbeinum sköttum og niður- skurði á félagslegri þjónustu. Fjármálaráðherrar Þýskalands og Bretlands, Theo Waigel og Kenneth Clarke, létu í síðustu viku í ljós efa- semdir um hvort Belgum tækist að uppfýlla skilyrðin fyrir þátttöku í EMU. Deheane sagði eftir að fjárlög- in höfðu verið lögð fram að grunnur- inn fyrir þátttöku Belga hefði verið lagður. Forsætisráðherrann sagði að einn- ig yrði lögð mikil áhersla á að draga úr skuldum hins opinbera en Belgar eru skuldsettasta þjóð Evrópu. Skuldir hins opinbera nema 130-140% af landsframleiðslu en sama hlutfall er 120% á Ítalíu. Deha- ene sagðist stefna að því að innan fimmtán ára yrði þetta hlutfall kom- ið niður í 60%. Áform Finna Yves-Thibault de Silguy, sem fer með efnahagsmál í framkvæmda- stjórninni, lýsti í gær yfír ánægju sinni með áform Finna um að upp- fylla skilyrði Maastricht. Finnska stjórnin kynnti stefnu sína í þessum efnum í síðasta mán- uði og verður hún rædd á fundi fjár- málaráðherra Evrópu þann 23. októ- þer. De Silguy sagði framkvæmda- stjórnina fagna því að Finnar stefndu að því að fjárlagahalli yrði 3% að landsframleiðslu á næsta ári og að búist væri við að skuidir hins opin- bera færu minnkandi úr þessu. Skuldir hins opinbera (sem voru einungis 10% af landsframleiðslu í byijun þessa áratugar) eru nú um 64,9% af landsframleiðslu. Reuter Grænfriðungar vilja dómsmál GRÆNFRIÐUN GAR hafa stað- ið í meira en sólarhring fyrir utan byggingu framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins í Brussel og dreift áróðri gegn kjarnorkutilraunum Frakka í Suður-Kyrrahafi til starfs- manna. Markmið samtaka þeirra, Greenpeace, er að fá framkvæmdastjórnina til að draga Frakkland fyrir Evrópu- dómstólinn fyrir brot á sáttmá- lanum um Euratom, kjarnorku- samvinnustofnun Evrópu. Bandaríkin vara ESB við að semja við Kúbu Washington. Reuter. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum vara Evrópusambandið við því að taka upp eðlileg samskipti við Kúbu og gera viðskiptasamning við ein- ræðisstjóm Fídels Kastró. Utanríkisráðherrar ESB ákváðu í Brussel á mánudag að „þríeykið" svokallaða, þ.e. núverandi, fyrrver- andi og næstkomandi formennsku- ríki ráðherraráðsins, Spánn, Frakk- land og Ítalía, ættu að hefja viðræð- ur við stjórnina í Havana um framtíð- artengsl. Ráðherraráðið hyggst að þeim viðræðum loknum meta hvort ástæða sé til að taka upp viðræður um viðskiptasamning. ESB hugsi sig tvisvar um Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, Nicholas Bums, sagði í gær, aðspurður hvernig Bandaríkja- ,menn brygðust við frumkvæði ESB: „Það leggst ekki mjög vel í okkur. Við hvetjum bandamenn okkar í Evrópu til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka upp eðlileg tengsl við eitt síðasta einræðisveldi heims, risaeðlu frá tíma kommúnismans og valdaklíkui sem hefur farið hrotta- lega með eigin þjóð.“ Bandaríkin hafa haft Kúbu í við- skiptabanni siðastliðin 33 ár og eru á móti því að vestræn ríki taki upp eðlileg tengsl við Kúbu nema Fídel Kastró forseti slaki á móti á klónni og leyfí aukið fijálsræði heima fyrir. Flækir framkvæmd viðskiptabanns „Skoðanir okkar á stjórn Kastrós og eðli þeirrar stjórnar eru vel rök- studdar og vel þekktar og þær hafa ekkert breytzt," sagði Burns. Hann sagði að færi svo að ESB gerði við- skiptasamning við Kúbu, myndi það augljóslega flækja framkvæmd við- skiptabannsins, og því yrðu banda- rísk stjórnvöld að eiga viðræður við bandamenn sína í Evrópu um málið. Nóbels- verðlaun í dag KÍNVERSKT skáld í útlegð og portúgalskur rithöfundur eru meðal þeirra, sem taldir eru líklegir til að fá Nóbels- verðlaunin í bókmenntum en úr því verður skorið í dag. Er annars vegar um að ræða Bei Dao, sem býr í París, og An- tonio Lobo Antunes en á það er bent, að Asíumaður, Japan- inn Kenzaburo Oe, hafi fengið verðiaqpin í fyrra og því sé ekki líklegt, að Asíumaður fái þau nú. Tilkynnt verður um verðlaunin í læknisfræði, eðlis- fræði, efnafræði og hagfræði í næstu viku og norska nóbel- nefndin mun skýra frá því hver hlýtur friðarverðlaunin. 150.000 eld- isminkar drepast MEIRA en 150.000 eldismink- ar hafa drepist af völdum al- varlegrar fóðureitrunar í Rogalandi og Ögðum í Nor- egi. Talið er að 200.000 mink- ar drepist áður en yfir lýkur og tjónið er metið á 300 millj- ónir íslenskra króna. Eitrunin hefur eyðilagt margra ára vinnu í minkabúunum. Talning leiddi í ljós að 95% allra mink- anna á svæðinu hafa drepist af völdum bótúlíneitrunar af C-gerð. Stjórn Dinis heldur velli UMRÆÐUR hófust á Ítalíu- þingi á þriðjudag um framtíð starfsstjórnar Lambertos Din- is og efri deild þingsins sam- þykkti í gær yfirlýsingu uni stuðning við stjórnina. Tillaga hægrimanna undir forystu Silvios Berlusconis um að efnt verði til kosninga sem fyrst var hins vegar felld. Búist er við að forsætisráðherrann kynni brátt fjárlagafrumvarp næsta árs þar sem gert er ráð fyrir að dregið verði mjög úr hallanum. Gonzales neitar frétt um fjárkúgun FELIPE Gonzales, forsætis- ráðherra Spánar, sagðist í gær hafa reynt að koma höndum yfir skjöl leyniþjónustu lands- ins en neitaði þvi að reynt hefði verið að kúga út úr hon- um fé vegna upplýsinga sem var að finna í skjölunum. Þær vörðuðu aðgerðir spænskra dauðasveita gegn Böskum á níunda áratugnum. Georgadze segist saklaus FYRRUM yfirmaður öryggis- lögreglunnar í Georgíu, Igor Georgadze, neitar í blaðavið- tali sem birtist í dag, að hafa staðið að morðtilræði við Edú- ard Shevardnadze forseta. Georgadze er sakaður um að standa á bak við tilræðið og flýði því til Rússlands, þar sem hann hefur verið í felum í rúm- an mánuð. Reuter JOHNNIE Cochran, helsti veijandi Simpsons, veifar til fólks, sem safnast hafði saman fyrir utan heimili Simpsons. Viðbrögð við úrskurði kviðdómsins Margir lýsa hneykslun Hon? Kong. Reuter. MJOG skiptir í tvö hom í Bandaríkj- unum með viðbrögð við þeim úr- skurði kviðdóms í Los Angeles að sýkna leikarann og íþróttamanninn O.J. Simpson af ákæru um tvöfalt morð. Blökkumenn fagna niðurstöð- unni en flestir hvítir menn eru fullir hneykslunar. Viðbrögðin annars stað- ar um heim eru iíka yfírleitt hneyksl- un, fýrst og fremst á bandarísku rétt- arfari og á því, sem mörgum fínnst, að réttlætið sé þar falt fyrir fé. Víða um heim var úrskurðar kvið- dómsins beðið með mikilli eftirvænt- ingu og í Bretlandi datt rafmagns- notkun niður í öllu landinu meðan allra augu voru á sjónvarpsskjánum. Það var aðeins í Frakklandi, sem þessum atburði var lítið sinnt, ekkert sjónvarpað eða útvarpað frá honum og fréttin sjálf ekki sögð fyrr en seint í fréttatímum. Kom flestum á óvart Sýknudómurinn kom flestum á óvart, líka þeim, sem trúðu á sak- leysi Simpsons. „Hvílíkur farsi — Sirkusinn sleppti O.J. til að græða milljónir" var fyrirsögnin í Today og í Daily Mail sagði: „Þvílíkur brand- ari. Peningarnir tryggðu O.J. frelsi.“ Die Presse í Austurríki skýrði frá niðurstöðunni án athugasemda og David Lange, fyrrverandi forsætis- ráðherra Nýja Sjálands og lögfræð- ingur, sagði, að vissulega væri betra að láta sekan mann sleppa en dæma saklausan. í Ástralíu voru viðbrögðin flest á þann veg, að sýknudómurinn væri hneyksli en í Hong Kong og Kína var hæðst að málinu öllu og sagt, að um hefði verið að ræða lang- dregna, ameríska sápuóperu, sem hefði þó látið mörgum spumingum ósvarað. í öðrum Asíuríkjum, til dæmis Japan, Suður-Kóreu og Tævan, voru viðbrögðin minni og þar hefur yfir- leitt verið lítið fylgst með málinu. „Nú, var hann sýknaður?“ sagði skrifstofumaður í Seoul. „Þetta mál hefur vakið lítinn áhuga nema í fyrstu þegar fram kom, að hann væri kvæntur hvitri konu. Það þótti hneykslanlegt hér.“ Frelsmu fagnað í kampavínsveislu Einn lögfræðinga Simpsons segir, að vörnin hafi alið á kynþáttadeilum Los Angeles. Reuter. O.J. Simpson, fjölskylda hans og lög- fræðingar, héldu upp á sigurinn og sýknudóminn með kampavínsveislu í fyrrinótt og fram undir morgun. Fjöl- skyldur Nicole Brown, fyrrverandi eiginkonu Simpsons, og Ronalds Goldmans og stuðningsmenn kveiktu hins vegar á kertum í minningu þeirra og hrópuðu: „Sekur, sekur.“ Mikið var um dýrðir á heimili Simpsons, sem var fagurlega skreytt með blöðrum og borðum í tilefni af heimkomu hans eftir meira en ár. Móðir hans og börn hans af fyrra hjónabandi föðmuðu hann að sér og fólk, sem safnast hafði saman fyrir utan húsið, fagnaði mjög þegar lög- fræðingurinn Johnnie Cochran, veij- andi Simpsons, kom til veislunnar. Höfða einkamál Ekki eru þó allir erfíðleikar að baki hjá Simpson því búist er við, að fjölskyldur Brown og Goldmans höfði einkamál á hendur honum fyrir mann- dráp. í slíkum málum má yfírheyra Simpson sjálfan en hjá því komst hann í málinu, sem ákæruvaldið höfð- aði. Hann á hins vegar ekki yfír höfði sér fangelsisdóm þótt hann verði fundinn sekur, aðeins fjársektir. Úrskurður kviðdómsins, sem var skipaður níu blökkumönnum, tveim- ur hvitum og einum manni af suður- amerískum ættum, hefur mælst mis- jafnlega fyrir í Bandaríkjunum. Blökkumenn fagna honum en mikill meirihluti hvítra manna er hneyksl- aður. Kynþáttatrompinu spilað út Lögfræðingar Simpsons eru held- ur ekki á einu máli um hvort vörnin hafi haldið eðlilega á kynþáttamálun- um. Robert Shapiro segir, að hans afstaða hafi verið, að kynþáttamálin ættu engu að skipta í málsvöminni en reyndin hafí orðið önnur. „Það var ekki aðeins að kynþátta- trompinu væri spilað út, heldur var spilið sótt undan stokknum," sagði hann. Johnnie Cochran, sem sjálfur er blökkumaður, neitar því hins vegar, að hann hafí gengið of langt þegar hann skoraði á kviðdóminn að „greiða kynþáttahatrinu þungt högg“ með úrskurði sínum. Dóttir Anise Aschenback, annars hvítu kviðdómendanna, sagði í við- tali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær, að móðir sín hefði talið Simpson sek- an en ekki fundist sannanirnar vera nægar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.