Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 34

Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Aukin nýsköpun nauðsyn- v leg í íslensku atvinnulífi í DAG vinna flestar þjóðir markvisst að því að styrkja stoðir atvinnulífsins. Mikilvægast er að sjálfsögðu að skapa rétt umhverfi þannig að fyrirtæki og einstakling- ar hafi möguleika á að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. En að auki nota flestir alla mögu- leika til að styrkja stöðu sína í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. ^tuðningur við rannsóknir og vöruþróun gegnir þar lykilhlut- verki, því nýjar vörur, vörur sem margar eru ekki til í dag, munu ráða miklu um markaðsstöðufyrir- tækjanna í framtíðinni. Ýmsar leiðir eru notaðar til þess: Beinar niðurgreiðslur, styrkir til vöruþró- unar, kaup opinberra aðila á vör- um sem ekki er búið að þróa, og mjög athyglisverðar aðferðir sem ýmis iönd hafa beitt með því að veita þeim fyrirtækjum sem stunda rannsóknir og vöruþróun skattalega hvatningu. Sá árangur sem náðst hefur með skattalegri hvatningu er það góður, að íslend- ingar ættu tvímælalaust að skoða Jiþessa leið gaumgæfilega. íslenskar aðstæður Islendingar hafa um árabil reynt að styðja við íslenskt atvinnulíf með mjög mismunandi árangri. A 66*N MM Mikiðúrval af úlpum, göllum, stungnum vestum, flíspeysum og jökkum. Einnig kuldafatnaðurinn frááffN. Opið á laugardag frá kl. 10-17. BARNASTIGUR Skólavörðustíg 8, sími 552 1461. \ T Iskaldur, vandaðuro? sparneytinn Þýskur hágæða kæli- og frystiskápur frá LIEBHERR. II f'v\ \T jf 1 I mmms beimílistæki bí Suöurlandsbraut 22 • 108 Reykjavík Sími 588 0200 I sama tíma er íslenska þjóðin í gegn- um menntakerfið og Lánasjóð ís- lenskra námsmanna búin að kosta miklu til menntunar á ungu fólki, sem margt hefur getið sér gott orð við erlendar menntastofnanir. Ljóst er að skapa þarf mun fleiri störf í einkageiranum til þess að hægt verði að bjóða þessu fólki störf við þess hæfi, og nýta þannig þá miklu fjárfestingu sem liggur í þekkingu þess. Rannsóknir á íslandi hafa stöð- ugt verið að aukast undanfarin ár. Við leggjum þó enn hlutfallslega mun minna en nágrannaþjóðirnar í rannsóknir og mikið vantar upp á að rannsóknir í einkageiranum hér séu sambærilegar við rann- sóknir í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þegar þátt- töku fyrirtækja skortir í hagnýtum rannsóknum er erfitt að tryggja nauðsynlega markaðstengingu og líkur á hagnýtingu minnka. Styrkir til rannsókna í dag eiga íslensk fyrirtæki ýmsa möguleika á að fá styrki til rann- sókna og þróunar. Má þar helst nefna sjóði Rannsóknarráðs Islands sem hafa stutt ágætlega við hin ýmsu vöruþróunarverkefni. Nú hafa einnig opnast nýir möguleikar í gegnum rannsóknasjóði Evrópu- sambandsins. Eins og dæmin sýna eiga styrkir sem þessir tvímæla- laust rétt á sér, en þeim fylgja ýmsir annmarkar fyrir þau fyrir- tæki sem eru í harðri alþjóðlegri samkeppni. Umsóknarferlið fyrir þessa styrki er of langt til þess að fylgja hraðri þróun og oft er ein- göngu hægt að sækja um einu sinni Skattaleg hvatning til rannsókna er, að mati Harðar Arasonar, mikilvægur undanfari nýsköpunar í atvinnu- lífinu. á ári. Erfitt er að breyta áherslum í verkefnum eftir að þau hafa verið samþykkt jafnvel þó svo að mark- aðsforsendur breytist. Styrkirnir nýtast því ekki sem skyldi í hraðri þróun, sem er þjóðhagslega slæmt því það verður að teljast mun auð- veldara að bæta við vörum og störf- um hjá starfandi fyrirtæki en að stofna nýtt. Starfandi fyrirtæki hefur yfir að ráða þekktu vöru- merki og sölu-, þjónustu- og mark- aðskerfi sem nauðsynlegt er til að koma nýrri vöru á markað. Það er því mjög æskilegt að finna leiðir til þess að stuðla að aukinni ný- sköpun innan fyrirtækjanna. Skattaleg hvatning til rannsókna í vor heimsótti ísland dr. John Bell, ráðgjafi áströlsku ríkisstjórn- arinnar og skýrði hann frá því hvaða aðgerðum hefði verið beitt þar í landi til að auka þátttöku einkaaðjla í rannsóknum og vöru- þróun. Ástralir hafa glímt við sama vanda og íslendingar, þ.e. einhæft atvinnulíf sem byggir á nýtingu náttúruauðlinda, of litla þátttöku einkaaðila í rannsóknum og skort á nýsköpun í atvinnulífinu. Þær Kanebo Art through Technology Snyrtivörur frá Japan sem njóta virðingar um víða veröld KYNNING Föstud. 6. oglaugard. 7. októberkl. 13-18 verður kynnig á Kanebo snyrtivörum í Snyrti- og tískuhúsi Heiðars að Laugavegi 66. lleiðar Jónsson snyrtir mun farða og aðstoða við val á Kanebo snyrtivörum. Sérfræðingur frá Kanebo verður til viðtals. m, ■. mtrj’, ■ aðgerðir sem hann lýsti fólu í sér að fyrir- tæki, sem fjárfestu í rannsóknum og þróun máttu gjaldfæra 150% af þeim kostnaði sem þau báru, samanborið við 100% á íslandi í dag. Þetta þýddi að framsækið fyrirtæki sem skilaði hagnaði og legði 50 milljónir í vöruþróun á árinu, fengi 8.25 milljónir af því sem stuðning í gegnum skattkerfið (miðað við 33% tekju- skatt fyrirtækja). Þetta hefur skilað mjög góðum árangri í Ástralíu, því á þeim tíu árum frá því að kerfið var tekið upp þá hafa rannsóknar og þróunarstörf í einkageiranum rúmlega tvöfaldast. Fram kom að ýmis önnur lönd hafa sambærilegar reglur og leyfa jafnvel að gjaldfæra allt að 200% kostnað. En hveijir eru helstu kostir svona kerfis? 1. Ákvörðun um hvaða rann- sóknir ráðist er í er tekin í fyrirtæk- inu sem hefur sterk markaðstengsl og er jafnframt að ráðstafa eigin fjármunum. 2. Viðbragðstími við að setja verkefni í gang er mjög stuttur. 3. Auðvelt er að taka tillit til breyttra forsendna á verkefnistím- anum. 4. Fyrirtæki þurfa ekki að senda inn umsóknir með trúnaðarupplýs- ingum. 5. Þau fyrirtæki sem standa sig vel í þróun og markaðsetningu fá mesta ívilnun í þessu kerfi. Fram kom hjá dr. Bell að þetta þýddi vissulega minnkaðar skatt- tekjur í Ástralíu til skamms tíma séð, en reynslan hefði sýnt að á næstu 2-3 árum fengi ríkið ríflega þá upphæð til baka frá fyrirtækjum sem hafa hagnast og fært út kvíarnar. Dr Bell sagði jafnfamt að þverpólitísk samstaða-væri um þetta kerfi í Ástralíu, bæði stjórn og stjórnarandstaða styddu þessar aðgerðir og hann kvaðst hlakka til þeirrar stundar er rannsóknir einkageir- ans í Ástralíu yrðu það umfangsmiklar að kerfið yrði svo dýrt að það þyrfti að endur- skoða það. Aðgerðir nauðsynlegar Það er þörf á að- gerðum til þess að auka nýsköpun í ís- iensku atvinnulífi. Búið er að leggja grunninn með miklum ijárfestingum í þekk- ingu ungs fólks. Áðrar þjóðir nota hvert tæki- færi til þess að styrkja samkeppnis- stöðu atvinnulífsins með stuðningi við rannsóknir og vöruþróun. Það kerfi sem Ástralir og fleiri þjóðir nota þar sem byggt er á skattalegri hvatningu, hefur skilað mjög jákvæðum niðurstöðum, svo góðum að þverpólítísk samstaða hefur náðst um það. Það verður því að hvetja íslensk stjórnvöld að skoða mjög alvarlega kosti þessa kerfis og stuðla þannig að sam- bærilegri aðstöðu til rannsókna í fyrirtækjum á íslandi við það sem tíðkast í öðrum löndum. Ef skatta- leg hvatning til rannsókna yrði tekin upp á Islandi má leiða sterk- ar líkur að því að rannsóknir og þróun í einkageiranum myndu aukast með tilheyrandi aukningu á störfum, nýjar vörur myndu koma á markað og einnig þannig verða til ný störf. Þau störf sem til yrðu með þessum aðgerðum yrðu eftirsóknarverð fyrir það unga fólk sem hefur verið og er að mennta sig. Aðgerðir á borð við þessa gera einnig fjárfestingu í fyrirtækjum sem stunda rann- sóknir og vöruþróun áhugaverðari og myndu þannig stuðla að lausn eins stærsta vanda íslenskra ný- sköpunarfyrirtækja, sem er áhug- askortur fjárfesta. Höfundur er deildarstjóri Vöru- þróunardeildar hjá Marel hf. Hörður Arnarson SPARAÐU kr. 35. á ári! lenshrleiAh . 7 MEÐ EL-GENNEL BRAUÐVÉLINNI Ótrúlegt en satt: Ef þú bakar eitt brauð á dag, spárar þú 35.000 krónur á ári í heimilisrekstrinum og getur að auki ávallt boðið fólkinu þínu upp á nýbakað, ilmandi og hollt brauð án aukaefna! Verð aðeins kr. 24.605 stgr. Hefur þú efni á að sleppa 35.000 kr. sparnaði? REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búið, H.G. Guðjónsson, Suðurveri, Húsasmiðjan, Skútuvogi, Glóey, Ármúla 19, Rafbúðin. Álfaskeiði 31. Hsfnarf., Mlðvangur. Hafnarfirðl. SUÐURNES: Staðafell hf„ Kcllavlk, Samkaup. Keflavlk, Rafborg, Grlndavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi, Trósmiðjan Akur, Akranesi, Kf. Ðorgfirðinga, Borgamesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl. Hamar, Grundarfirði, Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðamesi, Skandi hf., Tálknafirði, Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri, Laufið, Bolungarvík, W Húsgangaloftið ísafiröi, Straumur hf., ísafirði, Kf. Stoingrimsfjaröar, Hólmavik. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðlnga, Boröeyri, Kf. V-Húnvetinga, Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi, Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki, KEA, Akureyri, og útibú ó Noröurtandi, Kf. Þingeyinga, Húsavlk, Kf. Langnesinga, Þórshöfn, Versl. Sel, Skútustööum. AUSTURLAND: Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa, Seyöisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum, Rafalda, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði, Kf. Fáskrúðsfjarðar, Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi, Kf. A-Skaftfelinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Árnesinga, Vfk, Kf. Rangæinga, Hvolsvelli, Kf. Rangæinga, Ruðalæk, Versl. Mosfell, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Árnesinga, Selfossi. Einar Farestveit&Co.lif. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.