Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 35 -
AÐSENDAR GREINAR
í;
i1
>
>
:
t
>
i
i
:
ii
i
*
i
Skipulag og rannsóknir í
í slenskri fer ðaþj ónustu
Reiði
FERÐAÞJÓNUSTA er geysilega
flókin og margþætt atvinnugrein
sem erfitt er að skilgreina þar sem
hún skarast við nær
allar hefðbundnar at-
vinnugreinar, mismikið
þó. Á sama tíma er hún
heillandi vegna þess að
hún snýst fyrst og
fremst um fólk og
mannleg samskipti.
Maður _er jú manns
gaman. íslenskri ferða-
þjónustu vex stöðugt
fiskur um hrygg eins
og um heim allan og
mun líklega skila Frið-
rik og okkur hinum um
18 milljörðum. kr. í
gjaldeyristekjur á yfir-
standandi ári. Gisti-
stöðum fjöigar og fjöl-
breyttir afþreyingar-
möguleikar spretta upp. Fag-
mennska hefur aukist, s.s. á sviði
markaðssetningar og sölu.
Ferðamálaráð
íslensk ferðaþjónusta er þó frum-
stæð á margan hátt. Má þar nefna
að enn hefur ekki tekist að mynda
öflug hagsmunasamtök í greininni
og að í yfír 20 ár hefur skipan
Ferðamálaráðs verið nær óbreytt
þrátt fyrir gjörbreyttar ytri aðstæð-
ur. Brýnt er að löggjafinn, alþingis-
mennirnir okkar, komi í gegn nýjum
lögum fyrir ferðaþjónustuna á kom-
andi þingi þar sem m.a. hlutverk
Ferðamálaráðs verði endurskil-
greint. í ráðinu sitja nú 23 fulltrú-
ar, auk tveggja áheyrnarfulltrúa.
Skilvirkara væri e.t.v. að mynda
fagráð 4-6 manna er væri ferða-
málaráðherra til ráðgjafar, ynni í
náinni samvinnu við ferðamála-
stjóra og hefði yfirumsjón með
rekstri skrifstofu ferðamálaráðs
sem þyrfti að stórefla, m.a. koma
á fót tölfræði- og ráðgjafardeild og
gestaþjónustudeild. Skrifstofa
Ferðamálaráðs ætti áfram að hafa
yfirumsjón með landkynningu og
varða leiðina í hinum ýmsu málum
og gegna ákveðnu eftirlitshlut-
verki, s.s. á sviði gæða-, umhverfís-
og upplýsingarmála í ferðaþjón-
ustu.
Hagsmunasamtök
Á hinn bóginn er aðkallandi að
stofna sterk hagsmunasamtök sem
fengju til umráða, með ákveðnum
skilyrðum, umtalsvert fjármagn frá
hinu opinbera auk eigin framlaga
félagsmanna. Hagmunasamtökin
gætu verið deildarskipt (gisting,
veitingar, samgöngur, ferðaskrif-
stofur, afþreying). Oflug ferðaþing,
er Ferðamálaráð og Hagsmuna-
samtökin stæðu að í sameiningu,
yrðu síðan haldin tvisvar á ári.
Ferðamáladeild
Þeim er stunda ferðaþjónustu og
félagasamtökum innan greinarinn-
ar er mikils virði að að geta gengið
að fullrúum ferðamála vísum í sínu
ráðuneyti. Fjárveitngu þarf til að
gn KERFISÞRÓUN HF.
“ Fákafeni 11 - Sfmi 568 8055
stofna ferðamáladeild innan sam-
gönguráðuneytis er hefur verið á
skipuriti þar á bæ um nokkra hríð.
Ferðaþjónustan hefur
margsannað sig sem
alvöru atvinnugrrein
og þar með á hún kröfu
á öflugu baklandi í eig-
in ráðuneyti.
Rannsókna-og
þróunarmiðstöð
Öll rannsóknarstarf-
emi í ferðaþjónustu er
í lágmarki sem víðast
hvar í samkeppnislönd-
um okkar er lögð rík
og sívaxandi áhersla
á. Á íslandi er ekkert
opinbert stöðugildi í
rannsóknum í ferða-
þjónustu og Ferða-
málaráð veitir alls um
1 milljón kr. til rannsókna á árinu
1995. Á sama tíma eru reknar
öflugar rannsóknarstofnanir í öðr-
um atvinnugreinum með hundruð-
um stöðugilda, s.s. Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins, Hafrann-
sóknarstofnun og Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins. Ný-
leg þarfagreining sem Félagsvís-
indastofnun Háskólans vann fyrir
Ferðamálaráð meðal hagsmunaað-
ila í ferðaþjónustu sýnir að um 85%
af svarendum töldu aðkallandi að
auka rannsóknir og öflun tölfræði-
legra gagna er auðveldaði þeim að
gera sínar áætlanir um uppbygg-
ingu. Talsverðar vonir eru bundnar
við að Rannsóknarráð íslands styrki
í auknum mæli einstök rannóknar-
verkefni í ferðaþjónustu þótt þau
séu oft á tíðum ekki jafntæknilegs
eðlis og t.a.m. i iðnaði eða læknavís-
indum. Koma þarf á fót Rannsókn-
ar- og -þróunarmiðstöð ferðaþjón-
ustunnar og tryggja að hæfir ein-
staklingar með reynslu og menntun
í rannsóknarstörfum í greininni
veljist þar til starfa. Hlutverk henn-
ar ætti að vera að semja markvissa
rannsóknaráætlun til minnst 10 ára
er fæli m.a. í sér reglulega endur-
tekningu á nokkrum grunnrann-
sóknum. Með því móti fengjust
heildstæðar upplýsingar um þróun
ferðaþjónustunnar og samanburður
milli ára, landsvæða o.s.frv. sem
nú finnast ekki nema í ósamstæðum
brotum í þeim fáu rannsóknum sem
gerðar hafa verið. Auk þess þarf
að framkvæma ýmsar sértækar
rannsóknir og úttektir fyrir grein-
ina í heild t.d. er lúta að rekstrarum-
hverfí, umhverfis- og gæðamálum
Koma þarf á fót rann-
sóknar- og þróunarmið-
stöð ferðaþjónustunnar,
segír Rögpnvaldur
Guðmundsson, í grein
í tilefni Ferðamála-
ráðstefnu 1995.
og hjálpa einstökum hagsmunaaðil-
um/félögum að framkvæma stað-
bundnar athuganir og úttektir.
Rannsóknar-og þróunarmiðstöð
ferðaþjónustunnar ætti að auðvelda
bæði Ferðamálaráði og hagsmuna-
samtökunum, sem vonandi verða
stofnuð á næstunni, alla áætlana-
gerð og skipulagningu í framtíðinni
- íslenskri ferðaþjónustu og þjóðar-
búi okkar til heilla.
Höfundur er ferðamálafulltrúi i
Hafnarfirði.
EIN STERKASTA tilfinning
þegar einstaklingur er órétti beitt-
ur er reiðitilfinningin.
Hún grípur ekki að-
eins um sig í vitund-
inni, heldur skekur
hún allan líkamann og
afskræmir andlitið.
Hún safnar úr undir-
vitundinni öllum ljót-
um orðum og vondum
og býr til úr þeim hár-
beitt vopn sem skal
særa og skera í nafni
réttlátrar hefndar.
Tæplega hefur
nokkur maður gert
reiðinni jafngóð skil
og Jón biskup Vídalín,
sem segir hana and-
skotans verkfæri. Ef
nánar er hugað að orð-
um Jóns biskups, sem áttu að vera
öllum til strangrar viðvörunar á
þeim tíma, kemur flest það í ljós
sem staðfestir að reiðin er slæm
tilfinning sem eitrar sálarlífið og
ormétur persónuleikann. Slíkt get-
ur orðið að svo stóru sálarmeini
að það safnar sífellt í sig og sýkir
út frá sér. Þótt reiðihafinn verði
fyrst o g fremst sjálfur þolandi stór-
tækra kvala, geta þær brotist út
úr vitundinni og orðið skaðvaldur
hans í umhverfinu og mannlegum
samskiptum öllum án minnsta til-
efnis.
Einstaklingur sem hins vegar
hugsar vandlega ráð sitt, þegar
honum finnst gert á hluta sinn og
yfirvegar tilefnið frá báðum hlið-
um, er ósjálfrátt að búa gæfusam-
legum viðbrögðum rúm í vitund
sinni. Stór og meiðandi orð missa
því mátt sinn og þorstinn til hefnd-
ar dvín, líkamleg viðbrögð verða
mild og yfirbragð rólegt. Skynsem-
in tekur smám saman að hreiðra
um sig og virkni hennar fer að
gæta í öllum athöfnum.
Dómgreindin fær frið til að sinna
JF
sínu hlutverki: Að yfirvega orð og
gerðir og koma því til skila sem
best reynist - án
áreitni eða niðurlæg-
ingar. Gjörðum henn-
ar fylgir beinskeytt
hreinskilni blönduð
góðvilja og skilningi.
Innri líðan einstakl-
ingsins virkar í sam-
ræmi við slík viðbrögð
og skyggni hans á
mikilvægi jákvæðra,
mannlegra samskipta -
eykst. Geranda til-
efnisins deyfast vopn
í höndum - og stund-
um eyðast.
Eðlislæg góðvild,
sem í byijun lífs virðist
hveijum og einum í
bijóst borin - þótt
bæði sé hægt að slæva hana og
murka - kemur í ljós sem hvati
að þroskavænlegu, innra hegðun-
Reiðin er slæm tilfinn-
ing, segir Jenna Jens-
dóttir, hún eitrar ^
sálarlífið og ormétur
persónuleikann.
armynstri, sem aftur skilar sér út
í samfélagið til gæfu og eftirtektar
sökum trausts og öryggis í návist
við slíkan persónuleika.
Á lífsferli hans verða það minn-
ingar um hið góða og glaða sem
fyrstar skjóta upp kollinum, af því
að honum hefur auðnast að virða *
lífið og finna mikilvægi þess, til
farsældar, þegar litið er yfir farinn
veg.
Ritað 1991. .
Höfundur er rithöfundur.
AIR Titanium
SÚ LÉTTASTA í HEIMI 2,8 GR
Á morgun föstudaginn 6. okt. veitir
Anna og útlitiS ráðgjöf viS val á
umgjörSum í verlsun okkar
frákl. 13-18.
AIR Titanium er ótrúlega sveigjanleg og
sterk í einfaldleika sínum. Olíkt venjulegum
gleraugnaumgjörÖum er hún búin til með því
einungis aÖ snúa og beygja titanium vír.
AIR Titanium er handunninog sérsniöin fyrir not-
andann úr óendanlegu safni forma, lita og stærða.
AIR Titanium hefur unnið til fjölmargra virtra, alþjóð-
legra verðlauna fyrir einstaka óg glæsilega hönnun.
Þar á meðal má nefna Japönsku hönnunarverðlaunin,
verðlaun hins alþjóðlega „iF"-dómstóls og Gullna
bikarinn á SILMO-gleraugnahátiðinni í París 1994.
Glerougnaverslunin í Mjódd
Álfcibakka 14. Sími 587 2123
•c..
Rögnvaldur
Guðmundsson
Jenna
Jensdóttir