Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 39
SVERRIR GUÐJON
GUÐJÓNSSON
+ Sverrir Guð-
jón Guðjóns-
son fæddist á
Norðfirði 3. apríl
1965. Hann lést í
Namibíu 13. sept-
ember siðastlið-
inn. Minningarat-
höfn um Sverri
fór fram í Foss-
vogskirkju 4.
október.
Til góðs vinar
liggja gagnvegir,
þótt hann sé firr farinn.
(Hávamál.)
Kæri vinur.
Það var okkur mikið áfall þegar
sú frétt barst að þín væri saknað,
svo stutt síðan við kvöddumst á
heimili ykkar Möggu á skemmtilegu
kvöldi í góðum vinahópi. Þú að
leggja í langferð til fjarlægs lands
til að vinna við þróunaraðstoð í
Namibíu. Ekki óraði okkur fyrir því
að það kvöld yrði okkar síðasta sam-
verustund. Þessi fregn var eitthvað
svo óraunveruleg þar sem dauðinn
er svo fjarlægur okkur, en samt svo
nálægur.
Nú hefur verið höggvið stórt skarð
í vinahóp okkar. Minningarnar
hrannast upp um þær stundir sem
við höfum átt saman. Minningar um
vinskap sem hófst er við vorum ungl-
ingspeyjar og byggðist á trausti,
gleði og virðingu hvers okkar til
annars. Minningar um gleði og sorg
sem við deildum saman og ávallt
stendur upp úr minningunum, kær
vinur sem var sannur vinur í raun.
„Og til eru þeir sem gefa og
þekkja hvorki þjáningu þess né
gleði og eru sér ekki meðvitandi
um dyggð sína. Þeir gefa eins og
blómið í garðinum, sem andar ilmi
sínum út í loftið."
(Spámaðurinn)
Þessi orð úr Spámanninum, sem
var okkur stundum hugleikinn,
fínnst okkur eiga vel við um þá vin-
áttu sem þú gafst okkur. Vinátta
sem lifir þó við kveðjum þig í dag.
Kæra Magga, Una, systkini og
aðrir aðstandendur, megi Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar og hjálpa
ykkur í gegnum erfíða tíma. Minn-
ingin um góðan dreng
mun ávallt lifa.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Bjarni, Guðni, Sig-
mar,
Þröstur og fjölskyld-
ur.
Það var bjart fram-
undan þegar við bekkjar-
félagarnir gengum út um dyrnar á
Stýrimannaskólanum í Reykjavík sl.
vor og út í framtíðina. Hvergi var
ský að sjá því loks var skólinn búinn
og lífið tilbúið að taka við okkur.
En snögglega dró ský fyrir sólu þeg-
ar okkur barst sú hörmungarfregn
að hafið hefði tekið einn okkar.
Sverrir var glaðlyndur drengur
og fullur af ævintýraþrá. Hann hafði
tekið stefnuna suður á Afríkustrend-
ur þar sem ætlunin var að draga
bein úr sjó undan Namibíu. Oft hafði
hann rætt um fyrirhugaða ferð og
margsinnis spurt okkur strákana
hvort við vildum ekki slást með í
för. Alltaf var hann til í ævintýri
og vildi hiklaust deila þeim með öðr-
um, enda mikil félagsvera. Því var
það hann sem stakk hvað oftast upp
á því að við félagarnir skryppum að
fá okkur snarl í hádeginu og ekki
sakaði að hafa eitthvað gott með.
Enda var það vel við hæfi að hann
kvaddi okkur félagana, sem vorum
við útskriftina, með því að bjóða
okkur heim í mat.
Annars var Sverrir fagurkeri mik-
ill sem naut þess að rækta sjálfan
sig, hvort sem var með því að
skreppa í ræktina eða með snyrti-
legri framkomu. Hann var allavega
sá af okkur sem hvað síst varð fyrir
aðfinnslum vegna klæðaburðar. En
svona var hann. Alltaf tilbúinn að
leggja mikið á sig til að ná árangri
og gilti það ekki síst um skólann
þar sem hann lét sig aldrei vanta
og var okkur hinum til fyrirmyndar
í vinnusemi.
Það er sárt fyrir lítinn bekk eins
og okkar að missa góðan félaga og
söknuðurinn vafalaust eftir að verða
mikill þegar fram líða stundir.
Við viljum votta eiginkonu og fjöl-
skyldu Sverris samúð okkar alla og
þökkum fyrir þau allt of stuttu kynni
sem við höfðum af þessum góða
dreng.
Bekkjarfélagar á 3. stigi Stýri-
mannaskólans í Reykjavík.
Sverrir kom hingað til Namibíu í
júní síðastiiðnum og voru því ekki
margir mánuðir sem við nutum sam-
vista við hann. En þennan stutta
tíma sáum við að þar var góður
drengur á ferð. Hann var mjög létt-
ur í lund og ætíð böðinn og búinn
að rétta hjálparhönd. Einnig var
hann mjög barngóður og reyndist
íslensku börnunum í Lúderitz sannur
vinur.
Þegar við fengum þessa harma-
frétt setti okkur hljóð og spurðum
hvert annað: Hvers vegna?
Elsku Magga, við vottum þér okk-
ar dýpstu samúð og biðjum Guð að
styrkja þig.
Kaar kveðja,
Islendingarnir í Lúderitz.
Örlögin eru grimm. Það er erfitt
að trúa að Sverrir sé ekki lengur á
meðal okkar. Hann var svo óijúfan-
legur hluti af tilveru Möggu.
Það var fyrir rétt um átta árum
að leiðir okkar Möggu lágu saman
er við hófum sameiginlegt háskóla-
nám. Fljótlega fengum við að kynn-
ast Sverri og höfum við átt með
þeim margar eftirminnilegar stund-
ir. Sverrir var mjög félagslyndur,
opinn og einstaklega ljúfur en átti,
það til að koma með beinskeyttar
athugasemdir sem oft komu flatt
upp á fólk. Hann var mjög rausnar-
legur og einn af þeim mönnum sem
kunna að gefa konunni sinni gjafir.
Hann var ákaflega ófeiminn og átti
því auðvelt með að samlagast hópn-
um er hann kom með Möggu í
bekkjarpartý.
Það var öllum ljóst er umgengust
Sverri og Möggu að milli þeirra ríkti
einstakt og fallegt samband. Sam-
band sem einkenndist af gagn-
kvæmri virðingu, ást og einlægni.
Þetta kann að hljóma hversdags-
lega en milli þeirra var það sérstakt.
Minningin er sterk.
Elsku Magga, ættingjar og vinir
við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð.
Margrét og Berglind.
GUÐMUNDUR ALFREÐ
ERLENDSSON
+ Guðmundur A. Erlendsson
var fæddur í Reykjavík 11.
maí 1921. Hann lést á Landspít-
alanum 23. september síðastlið-
inn og fór útförin fram 2. októ-
ber.
LÁTINN er Guðmundur A. Erlends-
son, ljósmyndari, á 75. aldursári.
Hann var í sínum hópi virtur og vin-
sæll ljósmyndari, enda mjög góður
fagmaður á sínu sviði, og hafði trún-
að stéttar sinnar.
Við félagsbundnir bindindismenn
sjáum nú að baki þeim félaga, sem
lengst allra hefur átt samleið með
félögum í stúkunni Einingu, innan
vébanda góðtemplara. Þar hafði Guð-
mundur verið félagi í hvorki meira
né minna en 60 ár.
Guðmundur var einkar vel gerður
maður, sem ávallt vildi láta gott af
sér leiða. Hann var ekki mikið fyrir
það að trana sér fram, enda einstakt
prúðmenni. Þó lét hann ekki á sér
standa að taka að sér verkefni fyrir
stúkuna. En oft var til hans leitað,
hvort heldur sem var á hans sérsviði
eða til að vera með atriði í kvöldvöku
eða annað sem kallaði að. Það var
því mikið happ fyrir Eininguna að
hafa mann á borð við Guðmund inn-
an sinna vébanda og hans ágætu
konu, Auði Guðmundsdóttur, sem
settu notalegan og hlýjan svip á hóp-
inn þegar félagar komu saman.
Tryggð Guðmundar og traust
samfylgd um áratugaskeið var Ein-
ingunni mikils virði. Þar átti hann
góða fyrirmynd, móður sína, Maríu
Guðmundsdóttur, sem lengst allra
var dróttseti í stúkunni. Blessuð sé
minning hennar. Þau störf leysti hún
af hendi með sóma, svo að til þess
var tekið, enda var einstök gæsla
hennar um hag stúkunnar. María og
Guðmundur voru bæði heiðursfélag-
ar í Einingunni.
Það var mikið ánægjuefni þegar
Guðmundur brá á sýningartjaldið
myndum frá eldri tíð af félögum regl-
unnar í starfí og leik, bæði lifandi
myndir og kyrrmyndir. Hann hafði
verið iðinn við að taka slíkar myndir
við ýmis tækifæri. Þá var ekki síður
skemmtilegt þegar hann, eftir ferða-
lag til fjarlægra landa, sýndi okkur
á kvöldvöku skemmtilegar myndir
og sagði frá ferð þeirra hjóna.
Við Einingarfélagar söknum því
góðs félaga, sem sýndi og sannaði
með nærveru sinni og starfí sínu
sérsaka tryggð og trúnað við félags-
skap okkar og stefnumið. Við þökk-
um honum fyrir allt það, er hann lét
okkur í té með ljúfmennsku sinni og
áhuga. „Sú myndin greypt í okkar
hug af þinni fylgd, af þinni gerð af
þínum bróðurlega dug“, en svo sagði
m.a. í afmæliskveðju frá stúkunni til
Guðmundar þegar hann varð sjötug-
ur. Um leið viljum við senda Auði
og öðrum ástvinum hans innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Guðmundar
Eríendssonar.
Einar Hannesson.
KRISTBJORN
PÉTURSSON
+ Kristbjörn var
fæddur 5. júlí
1967 á Húsavík.
Hann andaðist á
heimiii sínu að-
faranótt laugar-
dagsins 23.
september síðast-
liðinn. Kristbjörn
fluttist frá Húsavík
ásamt foreldrum
sínum og systkin-
um 1982J Mývatns-
sveit. Árið 1986
fluttist fjölskyldan
siðan til Selfoss.
Foreldrar Krist-
björns voru Sigríður Sigurðar-
dóttir og Pétur Hjálmarsson.
Önnur börn þeirra eru Rík-
harður og Sólveig.
Útför Kristbjörns fór fram
frá Selfosskirkju 30. septem-
ber.
KRISTBJÖRN Pétursson var okk-
ur að góðu kunnur. Bibbi, eins og
við kölluðum hann yfirleitt, hóf
æfingar hjá okkur fyrir u.þ.b.
tveimur og hálfu ári og varð með
því hluti af okkar samrýndu æf-
ingafjölskyldu. Hann var alltaf
mjög vel liðinn og persónulega
fannst mér honum alltaf líða mjög
vel þegar hann æfði, bæði vegna
þess hve vel æfingarnar áttu við
hann og vegna þess jafnræðisanda
sem ríkti á milli okkar allra.
Ég ræddi oft við hann um
austurlenska heim-
speki, sem hann hafði
mikinn áhuga á, og
mátti þar sjá hve vel
hann var inni í því sem
hann talaði um. Einn-
ig fundum við öll hve
innræti hans var
hreint er hann gekk
inn í verkefni og naut
þess að takast á við
þau. Þess vegna gát-
um við alls ekki trúað
því að hann væri far-
inn.
Ég man, er ég
heyrði þessar hræði-
legu fréttir, hvað mér varð ofsa-
lega þungt allt í einu. Það var eins
og allur lífskraftur sem ég hafði
væri sogaður úr líkamanum og
ekkert stæði eftir nema brostið
hjarta. Það er í raun ekki hægt
að lýsa sumum tilfinningum með
orðum vegna þess hve djúpt þær
geta skorið líkama og sál. Og við
getum í raun aldrei ímyndað okkur
þá hræðilegu erfíðleika sem for-
eldrar hans, systkini og nánustu
ættingjar eiga við að stríða. Við
getum einungis vottað þeim okkar
dýpstu samúð og beðið guð almátt-
ugan að geyma þessa blessuðu sál
sem við fengum að kynnast á því
stutta æviskeiði sem honum var
úthlutað. Vertu blessaður, elsku
vinurinn okkar, við gleymum þér
aldrei.
F.h. karatedeildar UMF Selfoss,
Ingólfur Snorrason.
STEFANÍA JÓHANNA
STEINDÓRSDÓTTIR
-4- Stefanía Jó-
* hanna Stein-
dórsdóttir var
fædd á Skjald-
þingsstöðum í
Vopnafirði 18. júlí
1913. Hún andaðist
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
24. september síð-
astliðinn og fór út-
förin fram 4. októ-
ber.
OKKUR systkinin
langar, í örfáum orð-
um, að minnast ömmu okkar sem
við kveðjum í dag.
Amma í Munk var afskaplega
geðgóð og róleg kona og það hjálp-
aði henni mikið í gegnum erfiðleika
og veikindi sem hún átti við að
stríða.
Oft var notalegt að sitja í litlu
stofunni í Munk og ræða um dag-
inn og veginn við ömmu. Hún fyld-
ist vel með og þegar við heimsótt-
um hana spurði hún frétta af okk-
ur og gat sagt okkur fréttir af
frændum okkar og frænkum.
Amma var afskastamikil og
vandvirk pijónakona og nutum við
ömmubörnin sannarlega góðs af
því. Síðan fóru langömmubörnin
að koma og ekki sló amma slöku
við við pijónaskapinn.
Sokkaplöggin og
vettlingamir veittu
hlýju á köldum vetr-
um.
Amma fór vel með
sitt og var nýtin.
Þennan eiginleika
reyndi amma að kenna
okkur og oft fannst
henni við geta farið
betur með það sem við
höfðum á milli hand-
anna.
Sá tími sem okkur
þótti amma vera
ómissandi var sláturt-
íðin og áttum við oft góðar stund-
ir með henni í því stússi.
Við biðjum Guð að geyma ömmu
og þegar sárasta sorgin er liðin
hjá munum við deila minningunum
hvert með öðru. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Þegar ævi röðull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald
hinu megin birtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(F.Kr.P)
Agnes, Þórður, Steindór,
Anna, lngibjörg og Hjördís.
t
Móðir okkar,
ÞORBJÖRG LÍKAFRÓIMSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
í Sundstræti 21,
ísafirði,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. september sl., verður jarð-
sungin frá ísafjarðarkirkju laugardagin 7. október kl. 14.00.
Rannveig Gisladóttir, Jón Gíslason,
Guðrún Gisladóttir, Matthildur M. Gísladóttir.