Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 40

Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR OLI GUÐMUNDSSON + Óli Guðmunds- son var fæddur á Höfða á Völlum í Suður-Múlasýslu 28. júní 1914. Hann lést á Borgarspíta- lanum 26. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Ólason, bóndi á Höfða, og kona hans Ingi- björg Árnadóttir, ættuð úr Borgar- firði syðra. Guð- mundur og Ingi- björg eignuðust 13 börn og komust tíu þeirra til fullorðins- ára. Óli var elstur þeirra og eru sex systkina hans enn á lífi. Óli kvæntist 26. ágúst 1937 Liyu Sigurðardóttur frá Háa- rima í Þykkvabæ. Þau áttu fjög- MIG langar með nokkrum orðum að kveðja elsku afa Óla. Þegar kom- ið er að kveðjustund hugsar maður til baka til æskuáranna og margs er að minnast. Sem lítil stúlka fannst mér mjög spennandi að vera hjá afa og ömmu á Bræðraborgarstígnum. Það var oft mikið um að vera hjá þeim í sambandi við útgerðina og mjög gestkvæmt, sjómennirnir voru tíðir gestir og sumum kynntist mað- ur vel. Ég minnist þess þegar við vorum niður á Granda í verbúð nr. 33, þar var gaman að vera og mikið hægt að dunda sér. Eins þegar var verið að leggja netin á Melhúsatún- inu til þerris eftir vertíðirnar. Þetta var allt saman mikil vinna, og það var líka eins gott að standa sig ef maður ætlaði að láta eitthvað verða úr sér. Sjómennskan var það sem lífið snerist um, og ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að alast upp í svo nánum tengslum við sjómanns- lífið. Afi stundaði sjómennsku, var skip- stjóri og rak eigin útgerð í nær hálfa öld. Hann fylgdist vel með öllu sem ur börn. Þau eru: Ægir, f. 27.1. 1938, kvæntur Þóru Ein- arsdóttur. Ingi, f. 3.7. 1942, kvæntur Minervu Haggerty, Herbert, f. 4.11. 1943, kvæntur Ástu Gunnarsdóttur, og Elín Geira, f. 8.10. 1951, gift Stefáni Aðalsteinssyni. Auk þess hafði Lilja átt áður dóttur, Sigríði Guðmundsdóttur. Óli fór ungur til sjós og stundaði sjó- mennsku alla sína starfsævi. Hann var skipstjóri á fiskiskip- um í 45 ár og rak eigin útgerð frá árinu 1959. Útför Óla fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. snerti sjávarútveg og atvinnuiífið í landinu almennt og lá ekki á skoðun- um sínum í þeim málum sem öðrum. Afí gat verið fastur fyrir með skoð- anir sínar og skýrði mál sitt tæpit- ungulaust ef þvi var að skipta. Hann vandaði þeim ekki kveðjumar sem honum mislíkaði eitthvað við, var ávallt hreinn og beinn. Engu að síður var stutt í glettnina og hann sá gjam- an skondnu hliðamar á mannlífmu. Það má segja að lundarfar hans hafí ekki verið ósvipað íslenska verðurfar- inu. Hann gat verið kaldur og hijúf- ur eins og úfínn sjór eða mildur og blíður sem fegursti sumardagur, sem sýndi sig best þegar smáfólkið í fjöl- skyldunni sat í fangi langafa og hlýddi á kvæði og söng. Afi var söngelskur og kunni kynstrin öll af kvæðum. Það var ósjaldan þegar hann kom í heimsókn til okkar á Látraströndina að hann kom syngjandi upp stigann svo vel heyrðist og þegar upp var komið sagði hann stundarhátt: „Hvað, kunnið þið ekki þessa vísu?“ eða „veistu eftir hvern þetta er?“ Afí átti sér mörg uppáhaldsljóð- skáld, einna mestar mætur hafði hann á Einari Ben., Davíð Stefáns- syni og Vilhjálmi frá Skáholti. Afí hafði mjög gaman af söng og tók virkan þátt í skólastarfí eldri borgara í Reykjavík. Hann var alla tíð heilsuhraustur þar til fyrir tveim- ur árum að hann kenndi sér meins sem lagði hann að velli eftir skamma sjúkrahúsvist. Elsku afí Óli. Fyrir hönd fjöl- skyldu minnar vil ég þakka þér fyr- ir allt það sem þú varst mér og mínum og bið Drottin að blessa og varðveita minningu þína að eilífu. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastrið og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. (S. Egilsson) Sigrún K. Ægisdóttir. Haustið er falleg árstíð okkur íslendingum. En þegar haustar að í lífí fólks, líður ekki öllum jafnvel. í kristinfræðikennslu barna á Ís- landi eru okkur kennd boðorðin tíu. í fjórða boðorðinu stendur svo: „Heiðra skaltu föður þinn og móð- ur.“ Kennarinn minn ræddi oft við bekkinn, sem ég var í, að við ættum að rækta samband okkar við for- eldra, afa og ömmur og aðra ætt- ingja alla okkar ævi. Nú er Óli afi min dáinn. Haustið var honum erf- itt, líkaminn gaf sig. Sjómennsku- ævin hafði sett á hann mark. Er ég sem þessar línur skrifa kom í heiminn, var afí minn ekki allskost- ar hrifinn, en því betur tók elsku amma mín heitin, Lilja, á móti mér. Hún áttaði sig á því að hægt er í þessum heimi að elska og fyrirgefa. En þrátt fyrir fyrstu kynni urðum við afi minn, Óli Guðmundsson, góðir vinir og átti ég því láni að fagna að miklir kærleikar tókust með mömmu minni, uppeldisföður og afa. Það var mín dýrðlegasta fermingargjöf þegar pabbi minn, Herbert Ólason, og afi Óli komu í fermingarveisluna mína. Þá var líf mitt leitt að rótum þess er allir leita, að vera viðurkennd af þeim sem að lífi manns stendur. Vinastundum fjölgaði. Heimsókn- ir mínar urðu fleiri og fleiri til Óla afa og pabba. En haustið kom of snemma, lauf trjánna féllu of fljótt. Ég sat of lengi og horfði á án þess að gera mér grein fyrir haustinu í lífi afa. Elsku afí, megir þú hitta elsku ömmu Lilju sem ég veit að bíður þín handan tjaldsins mikla. Hafðu þökk fyrir það sem þú gafst mér í lifandi iífí. Guðný Helga Herbertsdóttir. Hann Óli frændi minn var stór- brotinn persónuleiki sem tók lífíð engum vettlingatökum. Leiðin var löng og ströng frá Höfða á Völlum þar sem Lögurinn streymir lygn um hérað, til Suðumesja sem fast er sóttur sjórinn. Föðurarfleifðin varð eldinum að bráð með hörmulegum afleiðingum fyrir fjölskylduna. Sjómennskan og útgerðin eru hluti af ævi Óla sem ég man óljóst eftir sem barn og þekkti af afspum eftir að ég flutti ung úr landi. Áldr- ei var ég í vafa um að frændi minn væri heljarmenni og mikill íslending- ur. Lífsferill hans endurspeglar sögu aldarinnar. Alltaf heimsótti ég þau Lilju á Bræðraborgarstíginn þegar ég hafði viðkomu hér heima. Þau voru and- stæður - hann ólgandi hafíð, hún lygn höfn. Heimili þeirra var hefð- bundið íslenskt heimili, gestrisið heimili. Þegar dætur mínar voru í heim- sókn í fyrrasumar vorum við svo lánsamar að fá að fagna áttræðisaf- mæli Óla. Glæsilegur var hann frændi minn og veitti höfðinglega þeim fjölda vina og ættingja, sem sumir voru komnir langt að. Hann söng með kór eldri borgara, fór með ljóðmæli um ástina sem ort voru í Persíu hinni fornu - dansaði hann? Auðvitað dansaði hann við fagrar konur, því Óli var dansmaður mikill og rómantískur innst inni. Við Óli vorum fastagestir í Sel- tjarnarneslauginni síðustu árin. Þrautir sínar bar hann af karl- mennsku og kom stundum í sund í sumar þótt fársjúkur væri. Nú er aldursforseti þessarar stóru ættar allur og ég mun sakna þess að hitta hann ekki í sundi annað slagið og heilsa: Sæll frændi. Jóna Margeirsdóttir. Okkur langar að minnast elsku afa Óla, sem nú hefur fengið hvíld- ina langþráðu, í örfáum orðum. í mörg ár hefur afí Óli verið fasta- gestur á Vesturströndinni. Hann kom gjarnan við eftir að hafa borðað í Lönguhlíðinni og farið í sund. Sat þá oft lengi dags og skeggræddi iandsins gagn og nauðsynjar á sinn hátt. Hann hafði sínar skoðanir á þjóðmáium og var fastur fyrir í þeim efnum. Afi Óli virkaði hijúfur á yfírborð- inu, en það var stutt í húmorinn og hlýjuna. Það verður því skrýtið að hann skuli ekki lengur koma í heim- sókn á Vesturströndina. Óli afí var góður afí. Það voru margar góðar stundir, sem við áttum með honum. Þegar 12 ára þijóskur strákur á * í hlut, var gott að eiga hann að. sérstaklega við lærdóminn, til dæm- is við ljóðalestur. Hann reyndi að hlýða strák yfir, en skammaðist um leið yfir þeim ljóðum er væru í námsbókum í dag. Sum þeirra kunni hann, en skóf ekki utan af því, að þau hefðu verið miklu betri í gamla daga. Bryndís Hildur dýrkaði afa Óla. Hann kemur ekki lengur í heimsókn með bijóstsykur. Bestu stundirnar voru þegar afi kom í heimsókn. Bryndís Hildur sat þá á hné afa og drakk með honum te. Var þá oft laumast í vasann eftir bijóstsykri, er var þar alltaf vís. Þau foru oft saman í bíltúr niður að Tjörn eða út í Suðurnes að skoða fuglana. Þar átti afi alltaf góðar stundir, enda var nálægðin við sjóinn honum iríikilvæg. Hann kenndi okkur vísur og var alltaf að syngja eða tralla fyrir okk- ur. Ef til vill var afí ekki fullkom- inn, en hann var traustur og í honum fundum við traustan og góðan vin. Nú kveðjum við þig, elsku afí Óli og þökkum þér fyrir góðar stundir. Guð geymi þig. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja, Ægir og Bryndís Hildur. ÖRN YNGVASON + Örn Yngvason fæddist í Reykja- vík 24. mars 1929. Hann lést í Iljúkrun- arheimilinu Skjóli 28. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Yngvi Jó- hannesson fulltrúi í Reykjavík (1896- 1984) og kona hans Guðrún Jónsdóttir Bergmann, f. 1904. Foreldrar Yngva voru hjónin sr. Jó- hannes L.L. Jóhann- esson, prestur á Kvennabrekku (1859-1928), og Steinunn Jak- obsdóttir (1861-1919). Foreldr- ar Guðrúnar voru hjónin Jón S. Bergmann, skáld frá Króksstöð- um í Miðfirði (1874-1927), og Helga M. Magnúsdóttir, ættuð frá Miðhúsum í Garði (1880- 1955). Systkini Arnar eru Stein- unn, f. 9. maí 1934, gift Herði Einarssyni, fram- kvæmdastjóra og hrl., og Óttar, fram- kvæmdastjóri og hrl., f. 5. mars 1939, kvæntur Bii-nu Daníelsdóttur hjúkrunarfræðingi. Örn lauk 4. bekkj- arprófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík 1946 og stúd- entsprófi frá The Polytechnic í Lond- on 1953. Hann stundaði nám í eðlis- fræði og stærðfræði við University of Landon 1953-4 og í stærðfræði og ensku við Háskóla íslands 1954-5 og lauk hluta BA prófa í þeim greinum. Hann starfaði sem fulltrúi hjá Innkaupastofn- un ríkisins frá 1960 til 1991. Útför Arnar fer fram frá kap- ellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. NÆR undrabam þótti Öm Yngvason sex ára gamall, þegar ég kynntist honum fyrst, en móðir hans var í hinum góða vinkvennahópi móður- systur minnar. Aðeins sáumst við einu sinni eða tvisvar á ári fram til 1942. Þá um haustið varð Öm efstur á inntökuprófi i MenntaSkólanum í Reykjavík og hóf nám í 1. bekk. Og sáumst við nær daglega næstu fjóra vetur. Vorið 1946 tók hann próf upp úr 4. bekk, enn með ágætiseinkunn, þótt kenndi þá vanheilsu, sem varð til þess, að hann hvarf frá námi um haustið. Upp frá því var hann hald- inn þeirri vanheilsu, eins konar geð- veilu, að ég taldi. Varð honum ekki eiginlegt að einbeita sér. Til læknismeðferðar í Danmörku var Öm hálft árið 1948. Til Eng- lands fór hann 1952, í senn sér til lækninga og til náms. Innritaðist hann í London Polytechnic og lauk ensku stúdentsprófí. Haustið 1954 hóf hann BA-nám í Háskóla íslands, og lauk hann tveimur stigum í stærð- fræði og einu í ensku. Aftur fór hann til Bretlands 1955 og dvaldist þar til 1959. Til Innkaupastofnunar ríkis- ins réðst hann 1960 og varð starfs- maður hennar liðlega þijá áratugi, eða fram til 1991. í London hittumst við Örn oft, einkum fyrstu mánuðina eftir komu hans og veturinn 1955-56, en þá vorum við nágrannar. Sýndist mér Örn una sér vel, en kynni hafa af sárafáum. Hann las allmargt, gluggaði í stærðfræði og leysti dæmi, en þau efni voru honum ávallt hugleikin, leit yfir dagblöð, þótt áhugalítill væri um dægurmál. Um öll þessi efni ræddi hann, á stundum meira að segja mjög vel, en þau lágu honum ekki þungt á hjarta. Öm Yngvi var hár maður, í með- allagi á vöxt, en ósýnt um líkamlegt erfíði, hæglátur, fremur glaðlyndur. Ef gengið hefði heill til skógar, hefði hann án efa orðið gegn iðkandi fræða sinna. Haraldur Jóhannsson. Okkur langar að minnast með örfáum orðum ástkærs móðurbróður okkar, Arnar Yngvasonar, sem lést 28. september síðastliðinn á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Össi, eins og hann var iðulega kallaður, á mjög sérstakan stað í hjarta okkar. Samskipti okkar við hann voru náin. Lengst af bjuggum við í sömu húsakynnum og Össi og deildum við saman mörgum stund- um. Þau eru líka ófá ferðalögin sem við fórum saman. Okkur leið alltaf vel í návist Össa. Hann var maður sem gott var að hafa sér nærri. Össi var hæglyndur og látlaus í allri framkomu. Kurteis- in var honum eðlislæg. Ekki þurfti mikið til að kalla fram þakklæti hans, en þeim mun meira til að reita hann til reiði. Oft var eins og það kæmi fólki skemmtilega á óvart að svona sannur séntilmaður væri í návist þess. Össi var góðhjartaður með af- brigðum og barngóður. Við fengum öll að njóta góðs af því. Það var oft gott að leita til Össa í tengslum við lærdóminn, en hann var einkar vel heima í stærðfræði. Hún var honum einstakt áhugamál og deildi hann fúslega með okkur innsæi sínu í þeim efnum. Fyrir fáeinum árum tók heilsu hans nokkuð að hraka. Síðustu ár, og þá sérstaklega síðustu mánuðir, voru honum erfiðir. Söknuðurinn er sár en við trúum því að Össi sé kom- inn á betri stað. Erfíð veikindi síð- ustu ára eru að baki. Við getum ekki öll verið viðstödd til að votta honum virðingu okkar í dag þegar hann verður lagður til hinstu hvílu. Fyrir þau okkar er sárt að þurfa að vera fjarri þegar svo góður vinur er kvaddur. En Össi veit hug okkar allra. Yngvi, Magnús, Páll, Guð- rún Dóra og Vilborg Helga. Samferðamenn á lífsleiðinni koma og fara. Með sumum eiga menn stutta samleið, með öðrum langa og minnisstæða. I dag kveðjum við þann mann sem ég hef átt að daglegum samstarfsmanni um ævina og þá hvarflar hugurinn til skammdegis- daganna um miðjan desember 1960. Innkaupastofnun ríkisins var þá til húsa á Ránargötu 18 í Reykjavík og einn daginn kom þar ungur maður með systur sinni sem starfaði þá við stofnunina og hafði fengið heimild til að reyna að þjálfa bróður sinn til starfa, eftir að hann hafði átt við alvarleg veikindi að stríða um fjölda ára. Hann var kynntur fyrir okkur starfsfólkinu, Örn Yngvason, og ég hygg að við fyrstu kynni hafí fáir talið að hér væri á ferð framtíðar- starfsmaður. En það átti eftir að breytast. Brátt kom í ljós að hér var á ferðinni einstakt ljúfmenni, fjölgef- inn og hæfileikaríkur piltur sem ör- lögin höfðu markað þrönga lífsbraut. Eftir fá ár, þegar þrek og heilsa leyfðu, var hann kominn í fullt starf ritara hjá Innkaupastofnuninni, og ritaði bréf jöfnum höndum á fjórum tungumálum, sinnti pantanagerð á erlendum málum, gjaldeyrisum- sóknum, fjarskiptum við erlend fyr- irtæki og öðru því er til féll innan hans verkahrings. Dugnaði hans og nákvæmni var við brugðið af sam- starfsfólki. Samt sem áður náði hann aldrei fullri heilsu, þurfti á vissri vemd í umhverfi að halda, en skilaði þjóðfélaginu fullum og góð- um starfsdegi. Hann gladdist með samstarfsfólkinu og léttleiki og gamansemi voru oftast í samskipt- um við aðra og hafði hann mikinn metnað fyrir sínu starfi og stofnun- inni. Öm Yngvason var minn ritari í aldarfjórðung. Samskiptin voru því mikil og góð, en á níunda áratugnum var ljóst að heilsu hans var aftur tekið að hnigna og síðustu árin var hann aðeins í hálfu starfí, er hinn erfiði sjúkdómur, heilabilun, sótti mjög að honum. Hann lét endanlega af starfí um áramótin 1991-92 eftir rösklega 30 ára starf. Að leiðarlokum þakka ég Erni vini mínum samstarfið og trúmennskuna á liðnum árum. Ég færi líka fjöl- skyldu hans innilegustu þakkir fýrir samstarfið við að nýta einstaka og sérstaka hæfileika hans og stuðning við hann á erfíðum tímum í lífí hans. Aldraðri móður, systkinum og öðr- um ættingjum bið ég blessunar Guðs og óska Erni mínum góðrar móttöku í nýjum heimkynnum. Blessuð sé minning hans. Ásgeir Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.