Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 60
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 WPMectr,apc Afl þ<stiar þoif IgtíftjH' RISC System / 6000 CO> t w > I NÝHERJI I MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaCENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER 1995 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Columbia Aluminium Corporation skoðar aðstæður í Hvalfirði Bygging álvers könnuð Morgunblaðið/RAX Himinninn logaði MIKIL flugeldasýning var haldin á Valbjarnarvelli í Laugardal í _ gaerkvöldi. Himininn logaði, gul- Sft rauður, grænn og blár og sjálf- sagt hafa einhverjir litið undrandi á dagatalið og fullvissað sig um að enn væru nærri þrír mánuðir til áramóta. í ljós kom að það voru skátar, sem sáu um að senda flugeldana á loft, en tilefnið var kynning á nýjum leik, Kínó. -----------♦ ♦ ♦---- Girt með plasti ^ og netum Rafmagnsgirðingarstaurar, úr endurunnu rúllubaggaplasti og netadræsum, er ein þeirra hug- mynda, sem hrint hefur verið í fram- kvæmd í kjölfar Snjallræðis, hug- myndasamkeppni íslenskra uppfinn- ingamanna. Samkeppnin er haldin af iðnaðar- ráðuneytinu, Iðnlánasjóði, Iðnþró- unarsjóði og Iðntæknistofnun. Raf- magnsgirðingarstaurarnir, sem Ein- ar Harðarson hannaði, hafa komið mjög vel út í prófunum og reynst sterkari en hefðbundnir girðingar- staurar, auk þess sem þeir hafa meira einangrunargildi gagnvart út- leiðsiu. ■ Kveikt á/4B BANDARÍSKA álfyrirtækið Col- umbia Aluminium Corporation hefur óskað eftir að fram fari umhverfis- mat í Hvalfirði í nágrenni Járn- blendiverksmiðjunnar vegna bygg- ingar álvers með 60 þúsund tonna árlega framleiðslugetu sem hægt yrði að auka í 180 þúsund' tonn. Miðað er við að verksmiðjan geti hafið framleiðslu í lok næsta árs, en til þess þarf að ganga frá samn- ingum og taka ákvörðun um bygg- UMRÆÐUR fóru fram á Al- þingi í gærkvöldi um stefnu- ræðu forsætisráðherra. Fremstir sitja sljórnarþing- mennirnir Tómas Ingi Olrich og Hjálmar Arnason, Guð- inguna fyrir áramót. Fulltrúar fyrir- tækisins eru væntanlegir til landsins til viðræðna eftir 2-3 vikur, en fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins var hér á landi í lok ágústmánaðar tii að skoða aðstæður. Bandaríska álfyrirtækið er ekki stórt á bandarískan mælikvarða og er í einkaeigu. Það rekur 165 þús- und tonna álverksmiðju í Washing- ton og hefur keypt álverksmiðju í Þýskalandi sem það leitar nú að mundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks og Asta Þorsteinsdóttir, varaþing- maður Alþýðuflokksins, sem situr þing í fjarveru Jóns Bald- vins Hannibalssonar, formanns staðsetningu fyrir. Fjögur lönd koma til greina, samkvæmt upplýs- ingum Finns Ingólfssonar iðnaðar- ráðherra;' ísland, Venesúela, Kanada og Quatar, en valið stendur fyrst og fremst milli tveggja fyrst- nefndu landanna. í þeim báðum hefur verið óskað eftir umhverfis- mati. Byijunarstofnkostnaður verksmiðju sem þessarar er 10-12 milljarðar króna og hún gæti veitt um 120-150 manns atvinnu, sam- flokksins. Aftast sést Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. ■ Viðræður/2 ■ Stefnuræða/28 kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Skjótur aðdragandi Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra sagði að þetta mál hefði haft skjótan aðdraganda, því í lok ágúst hefði komið fyrirspurn til Markaðs- skrifstofu jðnaðarráðuneytisins um það hvort íslendingar treystu sér til þess að afhenda orku til reksturs 30 þúsund tonna álvers fyrir árslok 1996. Því hefði verið svarað ját- andi. Margt gerði það að verkum að ákveðnar vonir væru tengdar við að jákvæð niðurstaða yrði af þessum viðræðum, m.a. að fyrirtækið ætti verksmiðju sem það þyrfti að koma í rekstur sem fyrst til að fjárfesting- in gæti farið að skila tekjum. Finnur sagði að vonir stæðu til að niðurstaða varðandi stækkun ál- versins í Straumsvík lægi fyrir í nóvember. Þó svo að samningar tækjust við bæði fyrirtækin um ál- ver ætti að vera mögulegt að af- henda næga orku til þeirra beggja. Það yrði erfiðast í ársbytjun 1998 og fram á vor. Gufuaflsvirkjanir á Nesjavöllum og í Svartsengi væru nærtækastar ef auka þyrfti orku- framleiðsluna, en tiltæk umfram- orka væri nú um 100 megavött. Bæjaryfirvöldum á Akranesi og sveitarstjórnum í Borgarfirði verður kynnt málið í dag, en þau eru eig- endur hafnarinnar á Grundartanga. Stjórnvöld eiga landsvæði í grennd við Grundartangaverksmiðjuna, sem gæti dugað undir nýju verk- smiðjuna, en þó væri betra að afla viðbótarlandrýmis, samkvæmt upp- lýsingum iðnáðarráðherra. Fleiri fyrirspurnir um fjárfesting- arkosti hafa borist hingað að undan- förnu en mörg síðustu ár og sagði Finnur margt benda til að augu manna beindust í auknum mæli hingað vegna ijárfestinga. Morgunblaðið/Kristinn Hlýtt á stefnuræðuna Friðrik leikur á gítar í Evítu FRIÐRIK Karlsson gítarleikari hefur fengið boð um að leika á gítar í hljóð- upptökum kvik- myndarinnar Evítu, sem byggð er á sam- aefndum söngleik Andrews Lloyds Webbers og Tims Rice. Brátt hefjast tökur á myndinni, sem skartar tveim- ur kunnum stjörn- um í aðalhlutverk- um, Madonnu og Antonio Banderas. I samtali við Morgunblaðið segir Friðrik að Nigel Wright, sem sér um tón- listina í myndinni, hafi haft sam- band við sig síðastliðinn þriðju- dag. Nigel þessi hefur undanfarin ár stjórnað upptökum á allri tónlist Lloyds Webbers og á sín- um tíma stjórnaði hann upptök- um á plötunni No Limifc. með Mezzoforte, en sem kunnugt er starfar Friðrik með þeirri hljóm- sveit. Friðrik hefur starfað tölu- vert með Nigel upp á síðkastið. Er þetta ekki mikil viðurkenn- ing fyrir Friðrik sem tónlistarmann? „Jú, þetta er mjög gaman fyrir mig. Þetta gæti hjálpað mér í framtíðinni og haft í för með sér fleiri atvinnutæki- færi erlendis," segir hann. Býst hann við að hitta Madonnu? „Nei, það hljóð- rita allir sína parta sér. Hún verður væntanlega búin að taka upp sönginn þegar ég kem út.“ En hvað hefur Friðrik verið að bralla upp á síðkastið? „Við í Mezzoforte erum ný- búnir að taka upp plötu sem kemur út á næsta ári, en þessa dagana er ég að spila með Sljórninni hérna heima. Fram- undan er stíf spilamennska í Leikhúskjallaranuin, en fyrst fer ég að sjálfsögðu út.“ Friðrik verður í London í fimm daga, en hann leikur á gítar á allri plötunni, sem kemur út samhliða kvikmyndinni. Nóbelsverðlaunahafinn Gary Becker í viðtali við Morgunblaðið Kvótakerfi ávallt háð geðþóttaákvörðunum KVÓTAKERFI hafa m.a. í sér innbyggðan galla að því leyti að úthlutun kvóta hlýtur ávallt að vera að einhveiju leyti óréttlát og háð geðþóttaákvörðunum, að sögn bandaríska hagfræðingsins, Gary Beckers. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1992. Búvörusamningur kynntur bændum FORYSTUMENN bænda, Halldór Ásgrímsson, starfandi landbúnað- arráðherra, og embættismenn í land- búnaðarráðuneytinu munu kynna nýjan búvörusamning í sauðfjárrækt á almennum bændafundum næstu daga. Fyrstu fundirnir verða í Ýdöl- um í Aðaldal og á Selfossi í kvöld. Ari Teitsson, formaður Bændasam- takanna, verður í Ýdölum og Arnór Karlsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, kynnir samninginn á Selfossi. Á morgun verða fundir á Akur- eyri og Heimalandi í V-Eyjafjalla- hreppi. Á laugardag verða fundir í Skagafirði og á ísafirði. Á sunnu- dag verða fundir í Miðfirði, Búðar- dal, Fellahreppi og á Höfn í Horna- firði. Síðasti fundurinn verður síð- an á mánudag í Borgarnesi. Á þriðjudag kemur Búnaðarþing saman til að fjalla um búvörusamn- inginn. ■ Verri samningur/6 í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins mælir Becker með þvi að lagður verði skattur á afla og renni hann í sameiginlega sjóði lands- manna. Hægt sé að ákveða auðlinda- gjaldið með tilliti til stöðu fiskistofna, hækka það til að draga úr veiði þeg- -ar talin sé þörf á að hindra ofveiði. „Þetta er réttlátara kerfi því að allir sem veiða físk eru í sömu að- stöðu, engum er hyglað sérstak- lega,“ segir Becker. „Þetta er auðvit- að ástæðan fyrir því að stundum er erfitt að koma slíku kerfi á. Sjómenn og útgerðir sem geta beitt öflugum pólitískum þrýstingi vilja fá stærri hlut af kökunni. Þetta er það sem mér mislíkar við öll kvótakerfi. Tökum dæmi af sjónvarpsrásum og réttindum til kapalsendinga, þessu þarf að skipta milli manna. Ættum við að selja þessi réttindi eða einfaldlega gefa vinum stjórnmála- manna þau? Ég tel að við ættum að selja þau.“ ■ Veiðikvótahafar/31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.