Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DýragSens Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Stundum ligg ég vakandi á nóttunni og spyr: „Hvers Þá heyrist rödd sem segir: „Við getum ekki tekið vegna er ég hér?“ spurningu þína fyrir núna ... við erum öll úti á rúlluskautum...“ THEN A VOICE C0ME5 TO ME THAT SAV5,"WE CAN'TTAKE YOUR QUE5TI0N NOULWE'RE ALL OUT R0LLER8LAPINS.." BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Um varnir og sjálfstæði Islands Frá Birni Bjarnasyni: HINN 7. september síðastliðinn flutti ég erindi um öryggi íslands á alþjóðlegri ráðstefnu, sem var haldin hér i Reykjavík um öryggismál á Norð- ur-Atlantshafi. Er- indið er ekki til nema á ensku og hefur aðeins verið dreift í nokkrum tugum eintaka auk þess sem það er á heimasíðu minni á Internetinu. Eg varpaði þar fram þeirri hug- mynd, hvort íslendingar yrðu ekki eins og aðrir að huga að breyttum aðstæðum í öryggismálum og meðal annars ganga lengra sjálfir í þá átt að tryggja eigið öryggi. Þótt við yrðum áfram í Atlantshafsbandalag- inu og með varnarsamning við Bandaríkin hefðu aðstæður breyst. Benti ég á, að mannfjöldi hér og efnahagur þjóðarinnar ætti ekki á almennan alþjóðlegan mælikvarða að standa í vegi fyrir því, að skipu- lagt yrði lið innlendra manna í því skyni að tryggja öryggi lands og þjóðar. Tók ég fram og hef marg- sinnis ítrekað, að þessi hugmynd er sett fram, til að menn velti henni fyrir sér. Sagði ég á ráðstefnunni, að ég notaði hana sem einskonar tilraun- arglas. Fjölmiðlar kynntu hugmyndina og drógu strax þá einfeldningslegu ályktun, að ég vildi tafarlaust koma á fót 500-1.000 manna herliði ís- lendinga. Síðan hafa fleiri bæst í þann hóp og þar á meðal ýmsir bréfavinir Morgunblaðsins. Enn hef- ur sannast, hve skammt við íslend- ingar erum í raun komnir í umræð- um um öryggi okkar og varnir, enda höfum við búið við það alla tíð, svo að segja, að vera í skjóli annarra og láta þeim þetta lífsnauðsynlega verkefni eftir. Ef menn vilja byggja þessar um- ræður á hugmyndinni, sem ég varp- aði fram á fyrrgreindri ráðstefnu bið ég þá að kynna sér rækilega það sem þar var sagt. Ég var ekki að fjalla um launa- eða atvinnumál, ekki heldur um ríkisfjármál. Ég var að IjaOa um öryggi íslensku þjóðar- innar við breyttar aðstæður og hlut okkar sjálfra við að tryggja það. Állar hugmyndir er unnt að drepa með því að afflytja þær og setja í fáránlegt samhengi. Þetta þekkjum við Islendingar vel og kunnum til verka á því sviði. Sum mál eru þó þannig, að þau standa jafnvel þetta af sér. Það á við um vilja Islendinga til að tryggja sjálfstæði sitt. Á hveij- um tíma þurfum við að velta því fyrir okkur í alvöru, hvernig það er best gert. BJÖRN BJARNASON, menntamálaráðherra. Hrossabóndi í vanda Frá Hreiðari Vilhjálmssyni: SÍÐASTLIÐINN áratug hefur Sig- uijón Helgason rekið hrossabúskap í Stóra-Langadal. Fyrstu árin var hóflegur fjöldi hrossa á jörðinni, en þeim fjölgaði svo að síðastliðið haust má segja að allt væri komið í þrot. Beit var orðin mjög lítil og heyfengur aðeins lítill hluti af því sem hrossin þurfa vetrarlangt. Þetta olli miklum erfiðleikum eink- um á Haukabrekku en þangað leit- uðu hrossin eftir beit á milli gjafa. Þar gátu þau valdið stórskemmdum þegar girðingar voru á kafi í snjó, m.a. á gróðurreit sem þau hjón hafa ræktað á undanförnum árum. Varð því að vera vel á verði bæði á nóttu sem degi, ef hrossin komu allt að 170 að tölu, en það er sá hluti sem var á útigjöf. Þegar voraði lét grasspretta mjög á sér standa, en eins og menn muna var fyrri hluti sumars mjög kaldur. Þetta olli því að hrossin leit- uðu nú meira en nokkru sinni á nágrannajarðirnar. Aðvaranir fékk Siguijón bæði frá sveitarstjórn, sýslumanni og lög- reglu, ennfremur daglega aðvaranir frá ábúendum Haukabrekku. Þess- um aðvörunum sinnti Sigurjón að- eins að litlu leyti, girðingar voru ekki lagfærðar svo að gagni mætti verða. Við hrossasmalanir notar hann hund og bílflautu, hlaupa þá kindur og hestar allt hvað aftekur. Þetta teljum við nágrannabændur vítavert. Hrossabúskapur í Stóra-Langa- dal hefur verið í gjörgæslu hjá Landgræðslu ríkisins og forðagæslu Skógarstrandarhrepps undanfarin ár, en engan árangur borið. Aðgerðir sem hófust þann 8. september sl. og getið er um í Morgunblaðinu 30. september og 5. október sl. hafa þegar orðið að dómsmáli. Þessar aðgerðir voru þó gerðar eftir langan aðdraganda og að yfir- lögðu ráði og einnig eftir ákveðnum ráðleggingum yfirvalda. Um úrskurð héraðsdóms Vestur- lands í málinu nr. A 95/1995 Sigur- jón Helgason gegn undirrituðum vil ég segja þetta. Hann var byggð- ur á sandi. HREIÐAR VILHJÁLMSSON, bóndi á Narfeyri á Skógarströnd. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.