Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sauðfé skipað til öndvegis íslendingar hafa fengið það, sem þeir vildu og eiga skilið, nýjan búvörusamning til næstu aldamóta, sem kostar okkm-1,2 milljörðum meira en gamli samningur- inn hefði gert, ef hann hefði verið iramlengdur. Hvorki sparast þetta fé né verður það notað í neitt annað. Má ég kynna nýja hrútinn okkar... Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson UPPSKERUSTÖRF á Litlu-Tungu í Holta- og Landsveit sl. sunnudag. Víða tjón hjá kornbændum Syðra-Ijangholti. Morgunblaðið. Flugumferðar- stjórar Viðræður í næstu viku LÍKLEGT er að boðað verði til fundar með flugumferðarstjór- um og viðsemjendum þeirra hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. Langflestir starfandi flug- umferðarstjórar hafa sem kunnugt er sagt upp störfum frá og með næstu áramótum. Deilan er nú í höndum ríkis- sáttasemjara. Karl Alvarsson, sem sæti á i samninganefnd Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, segir að fundarboð verði að koma að frumkvæði ríkisins. UPPSKERA hjá kornræktar- bændum er misjöfn víða um land að sögn Jónatans Her- mannssonar, tilraunastjóra hjá RALA. Þar veldur miklu að tvívegis gerði mikið hvass- viðri 16. og 30. september. Af sex raða byggi fauk mik- ið af axinu en það þolir mun verr hvassviðri en tveggja raða byggið auk þess sem stöngullinn stendur betur. í heildina telur Jónatan að þetta teljist þó meðalár hvað uppskeru varðar. Vegna væt- utíðar dróst allnokkuð að skera kornið hjá mörgum bændum á Suðurlandi. Þá hefur borið við að álftir og gæsir hafi valdið tjóni á ökr- um en þó hvergi eins mikið og í Birtingaholti í Hruna- mannahreppi. Þá hefur annar kornrækt- arbóndi, Ágúst Sigurðsson, líkt ágangi fuglanna í akrana við engisprettufarald og telur tíma til kominn að endur- skoða lög um friðun álftar- stofnsins. Víðast er byggið valsað og síðan súrsað og líkar vel sem kjarnfóður, einnig er nokkuð þurrkað af byggi en lang- stærstur hluti af útsæðinu er fluttur inn. Snjóflóðaeftirlit Odýrast að byggja upp eftirlitskerfið BJÖRN Valdimars- son, bæjarstjóri og formaður Al- mannavarnanefndar Siglufjarðar, segir að stjórnkerfi snjóflóðamála sé í ólestri og hvað rekist á annars horn í frumskógi óskýrra boðleiða. „í núverandi skipulagi gerist það mjög oft að ein- stakar ríkisstofnanir fara með verkefni sem ekki heyra undir þeirra ráðu- neyti heldur önnur ráðu- neyti þannig að stjórnun- arleg völd og lagaleg ábyrgð fer ekki saman. Þess vegna fara mál með skjaldbökuhraða í gegn- um kerfið. Sem dæmi um þetta má nefna að snjóflóðaeft- irlitsmenn eru ráðnir af lögreglustjórum sem heyra undir dómsmálaráðherra. Snjóflóðaeftiriitsmenn vinna svo samkvæmt fyrirmælum Veður- stofu sem heyrir undir umhverfis- ráðherra og kostnaður af störfum þeirra greiðist af Ofanflóðasjóði sem heyrir undir félagsmálaráð- herra. Annað dæmi er að Almanna- varnir ríkisins, sem heyra undir dómsmálaráðherra, eiga að sam- þykkja framkvæmdar- og kostn- aðaráætlanir sveitarstjórna vegna varnarvirkja. Ofanflóðasjóður, sem heyrir undir félagsmálaráð- herra, á að greiða kostnaðinn en umhverfisráðuneytið, sem fer með byggingar- og skipulagsmái og fer með málefni Veðurstofu íslands, kemur hvergi að þessu ferli. Eitt dæmið í viðbót er svo að félagsmálaráðherra, sem á að taka formiegar ákvarðanir um greiðslur úr Ofanflóðasjóði, á eng- an fulltrúa í Ofanflóðanefnd, sem á að gera tillögur um þessi mái til Almannavarna, sem aftur heyra undir dómsmálaráðuneytið. Fé- lagsmálaráðherra tekur við papp- írunum á lokastigi til að skrifa undir ákvarðanir aðila sem hann hefur engan aðgang að. Þetta ástand kristallast svo i því að núna, sjö mánuðum eftir að lögum um snjóflóðaeftiriits- menn var breytt, skuli ekki einu sinni farið að auglýsa störf snjó- flóðaeftirlitsmanna til umsóknar hvað þá að farið sé að ráða menn til starfa. Afleiðingin af því er m.a. sú að reyndasti og hæfasti maðurinn í þetta starf á Siglufirði er kominn í fulla vinnu annars staðar. Eitt dæmi sem mætti nefna í viðbót er að í reglugerð um gerð hættumats er heimildarákvæði um að lögreglustjórar megi rýma stærra svæði en skil- ----------- greint er hættusvæði samkvæmt hættumati, ef þeir telja nauðsyn á. Hvaða fagleg rök liggja að því að fela einum embættismanni þetta vald? Ef rýma á hús á stærra svæði en samkvæmt hættumati tel ég að Almannavarnaráð ríkisins eða Al- mannavarnanefndir sveitarfélag- anna ættu að ákveða það. Það á ekki að leggja slíka ákvörðun á einn mann. Það mætti halda að þetta þjónaði ekki öðrum tilgangi en þeim að geta bent á einhvern sökudólg ef illa fer. - Hvernig hefur svona flókið stjórnkerfi í þessum málum getað orðið til? BJORN VALDIMARSSON ►Björn Valdimarsson er fædd- ur í Reykjavík 9. janúar 1955 og hefur verið bæjarstjóri í Siglufirði frá 1990. Hann er kvæntur Marisku van Der Meer og eiga þau eina dóttur. Á skjaldböku- hraða gegnum kerfið „Þetta byggist á 7-8 lögum og reglugerðum sem menn hafa verið að setja í gegnum tíðina án þess að búa til heildarmynd af mála- flokknum. Núna hefur hins vegar verið skipuð nefnd undir forystu Eiríks Tómassonar prófessors, sem á að endurskoða öll þessi mál, og þar eiga sveitarstjórnirnar sinn fulltrúa. Við sveitarstjórnarmenn höfum lagt áherslu á að það fari saman stjórnunarleg ábyrgð og lagaleg völd á öllum sviðum þessa stjórn- kerfís og að það verði allt einfald- að. í þessu meingallaða kerfí höf- um við verið að gefa umsagnir um lög og reglugerðir sem tekið hefur verið sáralítið tillit til enda hafa menn verið að vinna innan lagaramma sem er nánast ónot- hæfur. Eg hef fundið fyrir skilningi félagsmálaráðherra á því að það þurfí að taka á þessum málum, en þetta tengist embætti hans með ýmsum hætti auk þess sem hann er ráðherra sveitarstjórnar- mála. Þetta er mjög alvarlegt ástand. Mitt mat er að menn verði að við- urkenna að ekki eru til fjármunir til þeirra uppkaupa á húsum í þeim mæli sem menn hefðu kosið. Spurningin er þá hvort við verðum ekki að læra að búa við þessar aðstæður og fyrst og fremst leggja peninga i eftirlitsþáttinn. Ég held að ódýrasta leiðin sé að byggja upp þetta eftirlitskerfi og gera það markvisst og skilvirkt. ---------- Eftirlitskerfið hefur hvorki verið markvisst né skilvirkt. Þar til á þéssu ári hafa 1-2 starfsmenn Veðurstof- unnar sinnt þessum málum. Snjóflóðaeftirlitsmenn eru í hlutastörfum og fæstir þeirra ná tugum þúsunda króna í mánað- arlaun og í stuttu máli hefur allt eftirlitskerfíð verið í skötulíki vegna skorts á fjármunum. Ég held þess vegna að við stönd- um núna frammi fyrir tvennu. í fyrsta lagi að átta okkur á því hvernig við ætlum að leggja upp í þennan vetur og hins vegar því að gera þessar breytingar á stjórn- kerfinu sem er langtímaverkefni, sem ekki verður lokið í vetur. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.