Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Innmatur Matur og matgerð Mörg böm vilja ekki lifur, hjörtu og nýru, segir Kristín Gestsdóttir, sem gefur okkur uppskriftir af þunnt sneiddri, snögg- steiktri lifur og nýrum og djúpsteiktum hjörtum, en þannig matreitt borða flestir þetta með bestu lyst. SLÁTURTÍÐ var hér áður fyrr mik- ill anna- og tilhlökkunartími íslend- inga. Það var eini tíminn sem þeir fengu nýtt kjöt, þótt stundum væri slátrað jólaá um jólin. Allt var nýtt af skepnunni, jafnvel lungu og heili, sem við íslendingar borðum ekki lengur, þótt sumar þjóðir, jafnvel nágrannaþjóðir okkar, geri það enn. Í þessum þætti eru uppskriftir með svokölluðum innmat, þ.e. lifur, hjörtum og nýrum. Þetta er mjög jámauðugur matur og því hin holl- asta fæða, en ekki er sama hvemig hann er matreiddur. Hægt er að sjóða hjörtu nær endalaust, en þau verða samt aldrei meyr, lifur verður óæt ef nú er látin sjóða eða steikj- ast of lengi og verður að vera þunnt sneidd til þess að hún verði góð og nýran mega heldur ekki sjóða lengi. -■ Þegar við borðum jár- nauðugan mat þurfum við helst að borða C-vítamínríkan mat með, svo sem kartöflur, grænmeti eða ávexti, til þess að líkaminn nýti járnið til fulln- ustu. Slíkt ætti að vera auð- velt, þegar margir eiga nýupp- tekið grænmeti og veslanir era fullar af því. 1. Þvoið lifrina, óþarft er að taka himnu af lambslifur. Skerið hana á ská í örþunnar sneiðar og skerið allar æðar og taugar úr. Blandið saman hveiti, salti og pip- ar, setjið í plastpoka, látið lifrar- sneiðarnar í pokann og hristið. 2. Setjið kálið í lítið saltvatn og sjóðið í 5-7 mínútur. Það má gera í örbylgjuofni. 3. Sennilega þarf að steikja lifr- ina í tvennu lagi á pönnunni. Byij- ið á að steikja laukinn í hluta af feitinni, takið hann síðan af pönn- unni bætið olíu á pönnuna og steik- ið lifrina í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Síðan á öll lifur og laukur að vera á pönnunni þegar bætt er í vatni og soðkraftsdufti. Djúpsteikt hjörtu og steinselja Djúpsteikt hjörtu eru fljótmatreidd, þau verða strax meyr og mjúk, en engin fita leitar inn í þau. Þeir sem forðast fituríkan mat geta borða hjörtun svona matreidd. _________6 hörtu_________ 2 dl matarolía safi úr 1 lítilli sítrónu 1 54 tsk. fínt salt 14 tsk. pipar Hrærið saman. Hristið saman hveiti og vatn og jafnið sósu. Látið allt sjóða við hægan hita í 2-3 mínútur. Setjið þá kálið ofan á og berið fram. Meðlæti: Soðnar kartöflur. ________1 msk. soyasósa__________ ______ólífuolía til aó steikjo í_ 1. Hreinsið fituna efst á hjörtun- um af, klippið úr æðar og sinar. Skerið hvert hjarta í 8 rif, langsum. 2. Setjið matarolíu, sítrónusafa, salt, pipar og soyasóu í skál. Þeyt- ið saman með þeytara, en setjið síðan hjartabitana úr í og látið liggja í leginum, á eldhúsborðinu í 2 tíma en lengur í kæliskáp, jafn- vel til næsta dags. 3. Hitið feitina, þerrið hjörtun og steikið í feitinni í 3-4 mínútur, leggið á eldhúspappír. 4. Setjið steinseljugreinarnar of- an í og djúpsteikið smástund og berið með. Meðlæti: Hvítlauksbrauð eða snittubrauð með smjöri og einhveij- ir ferskir ávextir í bátum. Steikt lifur með lauk og grænmeti 1 lifur, u.þ.b. 600 g 1 dl hveiti 1 Vt tsk. fínt salt 14 tsk. pipar '/2 dl matarolío 1 tsk. soðkraftsduft 3-4 dl vatn 1 meðalstór laukur 3 meðalstórar gulrætur blómkól, sprotakól, (brokkólí) hvítkól eða rósakól Steikt nýru með sveppum Látið nýran liggja í saltvatni í 30 mínútur. Hreinsið himnuna af og takið fítuvefínn efst af. Klippið úr taugar og æðar. 12 nýru 200 g sveppir __________30 g smjör_________ 'á tsk. karrí '/2 dl matarolía I '/2 tsk. salt _______nýmoloður pipar_______ 1 dl vatn + /2 dl mjólk 25 g hreinn rjómaostur 1 -2 msk. parmesanostur 1. Skerið nýran í þunnar sneið- ar þversum. Skerið sveppina í sneiðar. 2. Setjið smjör og karrí á pönnu og steikið sveppina í því í 2-3 mínútur. Takið af pönnunni um leið og fer að renna úr sveppun- um. 3. Setjið olíuna á pönnuna og steikið nýran í henni í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Stráið salti og pipar yfir. Setjið sveppina á pönnuna, hellið vatni og mjólk yfír og sjóðið í 5 mínútur. Búið til hveitihristing og jafnið sósu. Hrærið ijómaosti út í. Látið sjóða upp. Stráið Par- mesanosti yfir og berið fram með brauði og hrásalati. IDAG SKÁK Umsjðn Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á heims- meistaramóti unglinga 20 ára og yngri í Dortmund í Þýskalandi, sem nú stendur yfir. Kínveijinn Chunhui Zhu (2.350) var með hvítt, en þýski alþjóðlegi meist- arinn Christopher Gabriel (2.475) var með svart og átti leik. 20. — Ref5! (Sterkara en 20. - Rxd5 21. f4 - Rxe4 22. Rxc7. Nú er 21. exf5? svarað með 21. — Dh4 og mátar og 21. Rc2 — Dh4 22. Hfcl með 22. — Rfd4! og vinnur) 21. f4 — Rxe4 22. Bb4 - Red6 23. Rxd6 - cxd6 24. Bd3 (24. fxe5 - Rd4 var litlu betra, né heldur 24. Rf3 — e4) 24. — e4! og hvítur gafst upp, því 25. Bxe4 er auðvitað svarað með 25. — Bd4+. íslendingar hefðu getað sent tvo fulltrúa á mótið, en Helgi Áss Grétarsson vildi ekki reyna að vetja titil sinn frá því í fyrra. Aðrir ungir íslenskir skák- menn sem boðin var þátt- taka höfðu heldur ekki áhuga. Staðan eftir 8 um- ferðir af 13: 1. Slobodjan, Þýskalandi 6'A v. 2-4. Spangenberg, Argentínu, Onísjúk, Úkraínu og Istrat- escu, Rúmeníu 6 v. o.s.frv. Onísjúk er langstigahæstur keppenda með 2.575 stig. Það verður ekkert af skemmtikvöldi skákáhuga- manna á föstudagskvöld 13. október, þar sem úrslitin eru ráðin í HM í New York. Með morgunkaffinu Að hvísla: Ég elska þig TM Rog. U.S. Pat. Off. — all rtghts roserved (c) 1995 Los Angeles Tlmes Syndicate BÚÐU þig nú undir enn eina lygaveiðisöguna hans. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Heiðarleg kona í Hagkaupum SVANHILDUR Sigur- jónsdóttir hringdi til Vel- vakanda því hún vildi koma á framfæri þakk- læti til heiðarlegrar konu sem fann innkaupapok- ana hennar í Hagkaup- um sl. laugardag. Svan- hildi bauðst verslun- arferð í Hagkaup en hún er orðin roskin. Hún keypti í fjóra fulla poka en fyrir misskilning urðu tveir þeirra eftir á bíla- stæðinu. Hún uppgöt- vaði það ekki fyrr en hún kom heim og ákvað þá að hringja í Hagkaup og athuga hvort einhver heiðarlegur hefði fundið pokana. Og svo reyndist vera og vill Svanhildur þakka konunni sem fann pokana og kom þeim í upplýsingarnar hjá Hag- kaupum kærlega fyrir heiðarleikann. Hundaskítur á Miklatúni HVAÐ er til ráða? Ég er eldri borgari sem fæ mér oft göngutúr um Mikla- tún því það er yndislegur staður að ganga um að undanskildu því að það er varla hægt að ganga á gangstígum fyrir hundaskít. Það er bannað að vera með hunda þar en nú í skjóli myrkurs læðast hundaeigendur með hunda sína á kvöldin og láta þá gera sín stykki þar. Myndavél í pant LÍTIL myndavél í hulstri var sett í pant upp í leigu- bílafargjald aðfaranótt sl. laugardags. Leigubíll- inn var tekinn úr mið- bænum og upp á Grens- ás, en viðkomandi man ekki hvaða leigubílastöð það var. Nú vill viðkom- andi borga bílinn og fá myndavélina til baka. Upplýsingar í síma 587-3485. Svava. Sjónauki og myndavél töpuðust LITILL sjónauki og ein- nota myndavél hurfu jir bíl aðfaranótt 7. október sl. I myndavélinni er átekin filma sem mér er annt um og skora ég á þann sem hefur þetta undir höndum að koma því til mín. Þorvaldur Skúli, vs. 568-7333. Seðlaveski tapaðist BRÚNT herraseðlaveski tapaðist fyrir utan Krossinn í Hlíðarsmára 5-7, Kópavogi miðviku- dagskvöldið 4. október sl. Finnandi vinsamlega skili því til lögreglunnar í Kópavogi. Fundarlaun. Veski BRÚNT peningaveski með úlnliðsól tapaðist í Skipholti sl. mánudags- kvöld. Hafi einhver fund- ið veskið er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 552-8924. Fundar- laun. Lyklaveski fannst SVART lyklaveski með átta lyklum fannst við Borgarkringluna fyrir u.þ.b. mánuði. Veskinu var komið til óskila- munadeildar lögreglunn- ar í Reykjavík. Kettlingur í óskilum LITIL ómerkt fjögurra mánaða læða tapaðist frá Kársnesbraut 79 í Kópa- vogi eftir flutning fyrir nokkram dögum. Hún er svart- og hvítflekkótt. Hafí einhver orðið ferða hennar var er hann vin- samlega beðinn að láta vita í síma 554-0824 eða 554-0326. Víkverji skrifar... TVINNULÍF á Eyrarbakka hefur til skamms tíma verið tengt sjávarútvegi. Á síðustu árum hefur þar orðið breyting á og þetta litla bæjarfélag á suðurströndinni tengist nú iðnaði sterkum böndum. Það sést best á því að 45 manns vinna hjá fyrirtækinu Alpan og er það hátt hlutfall íbúa þessa forna sjávarþorps. Eyrarbakki, þar sem fram eftir öldum var aðalhöfn Sunn- lendinga, einn helsti uppskipunar- staður erlendra kaupskipa hér á landi og verslunarstaður Sunnlend- inga frá Lómagnúpi að Selvogi, byggir nú afkomu sína að miklu leyti á starfsemi í fangelsinu á Litla Hrauni og rekstri fyrirtækisins Alp- an, sem af stórhug og framsækni býr til potta og pönnur fyrir kaup- endur í 23 löndum víða um heim. xxx ADEGI iðnaðarins síðastliðinn Sunnudag klæddist Eyrar- bakki sparifötunum og bauð gesti og gangandi velkomna. Margt var um manninn í Búðargötunni, aðal- götunni á Eyrarbakka, þar sem er að fínna nokkuð heillega götumynd frá því um síðustu aldamót. Magnús Karel Hannesson, oddviti á Eyrar- bakka, fór í gönguferðir með fólk um staðinn. Byijað var í garðinum við Húsið, sem byggt var árið 1765, og þar innan dyra voru ýmsir munir úr Byggðasafni Árnesinga til sýnis. Hann fræddi um rúmlega aldar gamla kirkjuna og benti m.a. á alt- aristöfluna, sem máluð er af Louisu Danadrottningu. Dönsku áhrifin eru sterk í þessu þorpi, sem gegndi miklu hlutverki í verslunarsögu landsins fram undir 1925. Sannarlega man Eyrarbakki tímana tvenna. Það varð skrifara best ljóst er hann stóð á sjóvarnar- garðinum og horfði yfir skikann þar sem dönsku verslunarhúsin stóðu áður og líkan er af í glerkassa á torfunni miðri. Hinum megin brotn- aði úthafsaldan fyrir utan og göngu- fólk lét hugann reika til þeirra að- stæðna sem sjófarendur fyrr á öldum og fram á síðustu ár glímdu við fyr- ir opnu hafí í misjöfnum veðrum. XXX AÐ lokinni fróðlegri og skemmti- legri gönguferð með oddvitan- um og heimsókn í Alpan var ekki úr vegi að líta inn á kaffi- og veit- ingahús þeirra Eyrbekkinga. Það er kennt við danska verslunarfélagið Lefolii og er til húsa í gamla barna- skóla staðarins. í húsi sem gert hef- ur verið upp af myndarskap hefur ungt fólk komið upp skemmtilegum alhliða veitingastað þar sem þennan sunnudagseftirmiðdag var m.a. boð- ið upp á Ijúffengar eplakökur og hnallþórur eins og þær gerast bestar. Eyrbekkingar notuðu tækifærið á degi iðnaðarins og kynntu ekki að- eins fyrirtækið Alpan heldur einnig sögu staðarins. Sannarlega er þar fleira að skoða heldur en streitu hlaðinn höfuðborgarbúi gerir sér grein fyrir er hann brennir í gegnum þorpið í skyldugum sunnudagsbíltúr. XXX IFRÉTTUM heyrist oft talað um að báðir hafi verið sammála um eitthvert tiltekið atriði. Þetta særir máltilfinningu skrifara. í hans huga eru menn annaðhvort sammála eða þeir eru ósammála. Því er óþarfi, og í raun vitlaust, að tala um að báðir hafa verið sammála. Þetta væri eins og að segja að tvö lið í fótboltaleik hafi bæði gert jafntefli. Annaðhvort eru menn sammála eða ekki. Annað- hvoit gera lið jafntefli eða þau sigra eða tapa. Einnig fer í taugar skrifara þegar talað er um undirgöng undir tiltekna götu eða stræti. Er ekki nóg að tala um göng undir viðkomandi götu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.