Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 21 Nýr leiklistar- ráðunautur í Þj óðleikhúsinu HÁVAR Siguijónsson hefur verið ráðinn nýr leiklistarráðunautur Þjóðleíkhússins í stað Árna Ibsens, sem starfað hafði í leikhús- inu til fjölmargra ára. Sjö umsækjendur sóttu um starfið. Hávar Sigurjónsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum vð Sund 1978, BA-prófi frá leiklistardeild Há- skólans í Manchester á Englandi 1982 og MA-prófi í leikstjórn og leikhúsfræðum frá leiklistardeild háskól- ans í Leeds. Veturinn 1989-1990 stundaði hann framhaldsnám í leik- stjórn í London. Hávar var blaðamaður og rit- stjóri fréttablaðsins Feykis á Sauð- árkróki 1983-1985, starfaði við auglýsingagerð 1986-1988 og var blaðamaður á Morgunblaðinu 1988- 1991, ásamt því að starfa við leik- stjórn með áhugaleik- félögum. Hann var leiklistarráðunautur Ríkisútvarpsins frá 1991-1993 og hefur verið samningsbundinn leikstjóri við Þjóðleik- húsið undanfarin tvö leikár. Hávar hefur starfað sem leikstjóri hjá Al- þýðuleikhúsinu, Út- varpsleikhúsinu, Ríkis- sjónvarpinu, Leikfélagi Ákureyrar og Þjóðleik- húsinu og meðal sýn- inga sem hann hefur leikstýrt eru Ég heiti ísbjörg, ég er ljón, Barpar, Gaukshreiðrið, Dóttir Lúsi- fers og Taktu lagið, Lóa! Hávar hefur unnið leikgerðir og þýðingar fyrir leiksvið og Útvarps- leikhúsið og fyrr á þessu ári var frumsamið leikrit hans eitt fimm leikrita sem hlaut sérstaka viður- kenningu í Leikritasamkeppni Rík- isútvarpsins. Hávar Sigurjónsson Reuter Tenórar í tónleikaferð TENÓRARNIRþrír, Luciano Pavarotti, Placido Domingo og Jose Carreras, tilkynntu í gær að þeir hygðust leggja upp í tón- leikaferð um mitt næsta ár. Munu þeir syngja fyrir um 300.000 manns hveiju sinni en borgirnar sem þeir heimsækja eru Tókýó í júní 1996, London og New York í júlí, Miinchen í ágúst og ferð- inni lýkur i Melbourne í mars 1997. Tenórarnir hafa áður sung- ið saman í Róm í lok heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu 1990 og Los Angeles fjórum árum seinna. Hveijir tónlekasr munu standa í 2 Vá klukkustund og verður flutt gamalt efni og nýtt. Fílharmóníusveit Lundúna leikur undir í Evrópu og Ástralíu en hljómsveit Metropolitan-óper- unnar í New York. Miðaverð í Lundúnum verður frá 3.500 kr. og upp í 35.000 kr. Nordisk Barne- og Undomskorsamarbeid Tíu manna hópur sækir Island heim DAGANA 13.-15. október sækir tíu manna hópur frá félagsskapn- um NORBUSAM (Nordisk Barne- og Undomskorsamarbeid) Island heim. Tilgangur heimsóknarinnar er að kynnast starfsemi íslenskra barna- og unglingakóra, efla kóra- samstarf á Norðurlöndunum meðal annars með því að skapa tengsl við leiðandi listamenn á sviði kór- menningar hér á landi. Af þessu tilefni verða haldnir tónleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur- borgar, þar sem fram munu koma eftirtaldir kórar ásamt stjórnend- um sínum. Barnakór Flataskóla/Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Drengjakór Laugarneskirkju/Friðrik S. Krist- insson, Unglingakór Selfoss- kirkju/Glúmur Gylfason og Kór Öldutúnsskóla/Egill R. Friðleifs- son. Tónleikamir verða í Tjarnarsal á laugardaginn kl. 13.30 og taka um eina klukkustund. Efnisskráin verður fjölbreytt með íslenskri og erlendri tónlist. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. Ólafur B. Ólafsson tónmennta- kennari við Öskjuhlíðarskóla hefur undirbúið komu. NORBUSAM hingað til lands. Hann hefur notið velvilja kórstjóranna sem nefndir voru hér að framan. Einnig hafa Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri, Þorgerður Ingólfsdóttir kór- stjóri Menntaskólans í Hamrahlíð og Reykjavíkurborg o.fl. verið inn- an handar vegna heimsóknarinnar. t i I b o ð bókabúðu m f s I á t t u r MEISOIDBOK DM AIMNIEIM fæst i næstu bókabúö Villtir svanir er í senn kvennasaga, fjölskyldusaga og mannkynssaga. Höfundurinn, Jung Chang, segir hér sögu fjölskyldu sinnar frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna; sjálfrar sín, móður sinnar og ömmu. Lesandinn fær hér ómetanlega og óvenjulega innsýn í sögu Kína á þessari öld - en um leið er þetta nærfærin og áhrifamikil lýsing á örlögum einstaklinga sem urðu fórnarlömb maóismans. Villtir svanir er saga um mannlega reisn, hetjuskap og fegurð í miðri vargöldinni. Bókin hefur farið sigurför um öll Vesturlönd frá því hún kom út árið 1991 og hefur trónað á toppi metsölulista víða um lönd undanfarin misseri. Gagnrýnendur hafa hlaðið bókina lofi og jafnað henni við sögulegar skáldsögur eins og þær gerast bestar - nema hér er hvert orð dagsatt. Hjörleifur Sveinbjörnsson íslenskaði. O R L A G 1 í M Á L O G IVI E N N 1 N <3 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.