Morgunblaðið - 12.10.1995, Side 21

Morgunblaðið - 12.10.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 21 Nýr leiklistar- ráðunautur í Þj óðleikhúsinu HÁVAR Siguijónsson hefur verið ráðinn nýr leiklistarráðunautur Þjóðleíkhússins í stað Árna Ibsens, sem starfað hafði í leikhús- inu til fjölmargra ára. Sjö umsækjendur sóttu um starfið. Hávar Sigurjónsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum vð Sund 1978, BA-prófi frá leiklistardeild Há- skólans í Manchester á Englandi 1982 og MA-prófi í leikstjórn og leikhúsfræðum frá leiklistardeild háskól- ans í Leeds. Veturinn 1989-1990 stundaði hann framhaldsnám í leik- stjórn í London. Hávar var blaðamaður og rit- stjóri fréttablaðsins Feykis á Sauð- árkróki 1983-1985, starfaði við auglýsingagerð 1986-1988 og var blaðamaður á Morgunblaðinu 1988- 1991, ásamt því að starfa við leik- stjórn með áhugaleik- félögum. Hann var leiklistarráðunautur Ríkisútvarpsins frá 1991-1993 og hefur verið samningsbundinn leikstjóri við Þjóðleik- húsið undanfarin tvö leikár. Hávar hefur starfað sem leikstjóri hjá Al- þýðuleikhúsinu, Út- varpsleikhúsinu, Ríkis- sjónvarpinu, Leikfélagi Ákureyrar og Þjóðleik- húsinu og meðal sýn- inga sem hann hefur leikstýrt eru Ég heiti ísbjörg, ég er ljón, Barpar, Gaukshreiðrið, Dóttir Lúsi- fers og Taktu lagið, Lóa! Hávar hefur unnið leikgerðir og þýðingar fyrir leiksvið og Útvarps- leikhúsið og fyrr á þessu ári var frumsamið leikrit hans eitt fimm leikrita sem hlaut sérstaka viður- kenningu í Leikritasamkeppni Rík- isútvarpsins. Hávar Sigurjónsson Reuter Tenórar í tónleikaferð TENÓRARNIRþrír, Luciano Pavarotti, Placido Domingo og Jose Carreras, tilkynntu í gær að þeir hygðust leggja upp í tón- leikaferð um mitt næsta ár. Munu þeir syngja fyrir um 300.000 manns hveiju sinni en borgirnar sem þeir heimsækja eru Tókýó í júní 1996, London og New York í júlí, Miinchen í ágúst og ferð- inni lýkur i Melbourne í mars 1997. Tenórarnir hafa áður sung- ið saman í Róm í lok heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu 1990 og Los Angeles fjórum árum seinna. Hveijir tónlekasr munu standa í 2 Vá klukkustund og verður flutt gamalt efni og nýtt. Fílharmóníusveit Lundúna leikur undir í Evrópu og Ástralíu en hljómsveit Metropolitan-óper- unnar í New York. Miðaverð í Lundúnum verður frá 3.500 kr. og upp í 35.000 kr. Nordisk Barne- og Undomskorsamarbeid Tíu manna hópur sækir Island heim DAGANA 13.-15. október sækir tíu manna hópur frá félagsskapn- um NORBUSAM (Nordisk Barne- og Undomskorsamarbeid) Island heim. Tilgangur heimsóknarinnar er að kynnast starfsemi íslenskra barna- og unglingakóra, efla kóra- samstarf á Norðurlöndunum meðal annars með því að skapa tengsl við leiðandi listamenn á sviði kór- menningar hér á landi. Af þessu tilefni verða haldnir tónleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur- borgar, þar sem fram munu koma eftirtaldir kórar ásamt stjórnend- um sínum. Barnakór Flataskóla/Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Drengjakór Laugarneskirkju/Friðrik S. Krist- insson, Unglingakór Selfoss- kirkju/Glúmur Gylfason og Kór Öldutúnsskóla/Egill R. Friðleifs- son. Tónleikamir verða í Tjarnarsal á laugardaginn kl. 13.30 og taka um eina klukkustund. Efnisskráin verður fjölbreytt með íslenskri og erlendri tónlist. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. Ólafur B. Ólafsson tónmennta- kennari við Öskjuhlíðarskóla hefur undirbúið komu. NORBUSAM hingað til lands. Hann hefur notið velvilja kórstjóranna sem nefndir voru hér að framan. Einnig hafa Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri, Þorgerður Ingólfsdóttir kór- stjóri Menntaskólans í Hamrahlíð og Reykjavíkurborg o.fl. verið inn- an handar vegna heimsóknarinnar. t i I b o ð bókabúðu m f s I á t t u r MEISOIDBOK DM AIMNIEIM fæst i næstu bókabúö Villtir svanir er í senn kvennasaga, fjölskyldusaga og mannkynssaga. Höfundurinn, Jung Chang, segir hér sögu fjölskyldu sinnar frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna; sjálfrar sín, móður sinnar og ömmu. Lesandinn fær hér ómetanlega og óvenjulega innsýn í sögu Kína á þessari öld - en um leið er þetta nærfærin og áhrifamikil lýsing á örlögum einstaklinga sem urðu fórnarlömb maóismans. Villtir svanir er saga um mannlega reisn, hetjuskap og fegurð í miðri vargöldinni. Bókin hefur farið sigurför um öll Vesturlönd frá því hún kom út árið 1991 og hefur trónað á toppi metsölulista víða um lönd undanfarin misseri. Gagnrýnendur hafa hlaðið bókina lofi og jafnað henni við sögulegar skáldsögur eins og þær gerast bestar - nema hér er hvert orð dagsatt. Hjörleifur Sveinbjörnsson íslenskaði. O R L A G 1 í M Á L O G IVI E N N 1 N <3 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.